Morgunblaðið - 09.01.2014, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Áð í brekkunni Það er afskaplega gott að geta sest og hvílt lúin bein þegar gengið er um götur borgarinnar í hálkunni.
Golli
Verkið lofar meist-
arann er sagt um það
sem er faglega unnið.
Byggðin í Úlfarsárdal
er metnaðarfull og dal-
urinn er sannarlega fal-
legur staður. Þar var
ákveðið í Aðalskipuagi
Reykjavíkur 2001-2024
að byggja glæsilegt
íbúðarhverfi og öflugt
atvinnusvæði með góðri
tengingu við stofnbrautir höfuðborg-
arsvæðisins. Hverfið tengist við og
styrkir íbúðarbyggðina í Grafarholti
og var hugsað sem byggð handan við
atvinnusvæðin við Vesturlandsveg ná-
lægt Bauhaus. Umhverfi dalsins er
fallegt frá náttúrunnar hendi, byggð-
in snýr á móti suðri með glæsilegu
útsýni yfir Grafarholtið til Heiðmerk-
ur, Bláfjalla og allt til Suðurnesja. Í
miðjum dalnum rennur laxveiðiáin
Korpa með brúm yfir í Grafarholt.
Vestast í hlíðinni eru starfræktar
gróðrarstöðvar þar sem gróðurinn
hefur vaxið og eflst og veitir byggð-
inni bæði fegurð og skjól. Byggðin er
vel tengd samgöngukerfi borgarinnar
og sem dæmi má nefna eru fyrstu
umferðarljós frá Úlfarsárdal við
Grensásveg. Þetta fallega landsvæði
getur tekið við miklu magni bygg-
inga, bæði fyrir íbúðir og fyrirtæki,
og hefur borgin möguleika á að út-
hluta margskonar byggingarlóðum á
þessu svæði. Þrátt fyrir landgæði og
staðfest skipulag hefur borgarstjórn
ákveðið að ekkert verði af fyrirhug-
aðri uppbyggingu í dalnum. Þessi
órökstudda og óábyrga ákvörðun hef-
ur farið ótrúlega hljótt í fjölmiðlum
eins og margt annað miður gáfulegt
sem komið hefur frá borgarstjórn
Reykjavíkur á undanförnum fjórum
árum.
Fólk fjárfesti á
grundvelli skipulags
Í nýsamþykktu aðalskipulagi
Reykjavíkur 2010-2030 er staðfest að
hætt verði við fyrirhugaða byggð í
Úlfarsárdal. Enginn rökstuðningur er
fyrir þessari stefnubreytingu og ekk-
ert nýtt byggingarsvæði tekur við,
nema þá helst þéttingarreitir í mið-
borginni sem flestir eru í
eigu banka og bygging-
arfyrirtækja. Það er eins
og borgarfulltrúar í dag
láti sér í léttu rúmi liggja
þá fjárhagslegu ábyrgð
sem einstaklingar og fyr-
irtæki hafa lagt í á grund-
velli skipulagsákvarðana
sem almenningur hefur
fram að þessu getið reitt
sig á. Eins er ábyrgð
borgarfulltrúa gagnvart
sameiginlegum sjóðum
Reykvíkinga mikil þar
sem búið er að leggja í gríðarlegan
kostnað við hönnun, veitukerfi og
gatnagerð sem var hugsuð áratugi
fram í tímann, en verður ekki nýtt
nema að litlu leyti. Fyrirhugaðar
tekjur af þeim fjárfestingum sem fyr-
ir liggja munu ekki skila sér eins og
ráð var fyrir gert. Lítið hefur farið
fyrir umræðu og engin fyrirspurn
komið fram um sokkinn kostnað
borgarinnar vegna stefnubreytingar
sem hreinsar hundruð byggingarlóða
út af borðinu.
Pólitísk ákvörðun á
faglegum forsendum
Í síbylju umræðunnar glymur það
æ oftar að það sem er pólitískt sé
ófaglegt og það sem er ópólitískt sé
faglegt. Besti flokkurinn skilgreinir
sig sem ópólitískt afl og reynir að
láta líta út fyrir að þau tengist meira
því faglega og skemmtilega. Þessi
trumbusláttur hefur glumið nokkuð
lengi og aðrir flokkar í borgarstjórn
virðast vera komnir með hlustarverk
af þessu, jafnvel slegnir pólitískri
skákblindu því þeir virðast ekki þora
að taka slaginn þótt staðreyndirnar
blasi við. Ef vinnubrögðin við ákvarð-
anatökurnar í Úlfarsárdalnum eru
eingöngu skoðuð faglega og án allrar
pólitíkur þá blasa við ófagleg vinnu-
brögð: Fjárfesting borgarinnar í
hönnun, gatnagerð og veitukerfi á
grundvelli rammaskipulags er ekki
lögð til grundvallar við stefnubreyt-
inguna. Forsendubrestur þeirra sem
fjárfestu í fyrstu áföngum nýs hverfis
virðist ekki skipta máli. Fyrirhugað
heildarumfang byggðar Reykjavíkur
sem keypt var dýru verði til upp-
byggingar virðist ekki skipta máli.
Knattspyrnufélagið Fram, sem lagði
framtíð sína undir þegar ákvörðun
um skipulag þessa hverfis var tekin,
situr uppi með meira en helmingi
minna hverfi en reiknað var með í
upphafi. Engin efnisleg rök virðast
liggja til grundvallar þessari ákvörð-
un, sem hefur umtalsverð áhrif á
fjárhag allra þeirra sem að málinu
hafa komið. Borgarstjórnin, sem gef-
ur sig út fyrir að vera ópólitísk, er
sannarlega ekki fagleg, svo mikið er
víst. Ef grannt er skoðað virðist upp-
haf þess að hætta við byggð í dalnum
liggja í prívatskoðunum þeirra sem
sitja í borgarstjórn um þessar mund-
ir, búa flest í sama hverfinu og vilja
að næsta íbúðarhverfi Reykjavíkur
rísi þar sem miðstöð innanlandsflugs-
ins er nú. Miklu á að fórna til að
draumsýn þeirra nái fram að ganga.
Það blasir við í þessu máli, eins og
fleiri skipulagsmálum í borginni, að
þessari ákvörðun þarf að breyta. Hér
þarf pólitíska ákvörðun byggða á fag-
legum forsendum. Það verður að taka
upp aðalskipulagið og leiðrétta þann
forsendubrest sem íbúar og hags-
munaaðilar í Úlfarsárdal hafa orðið
fyrir. Það eru ekki bara hags-
munaaðilar í Úlfarsárdal sem orðið
hafa fyrir forsendubresti, því Reyk-
víkingar allir bera skaðann af því að
sú fjárfesting sem ráðist var í verði
ekki nýtt eins og til stóð. Nýtum fal-
legt land til uppbyggingar, gefum
íbúunum staðfestingu á því að hverfið
þeirra muni byggjast upp og klárum
það verk sem hafið er í Úlfars-
árdalnum.
Eftir Óskar
Bergsson » Það eru ekki bara
hagsmunaaðilar í
Úlfarsárdal sem orðið
hafa fyrir forsendu-
bresti, því Reykvíkingar
allir bera skaðann af því
að sú fjárfesting sem
ráðist var í verði ekki
nýtt eins og til stóð.
Óskar Bergsson
Höfundur er oddviti Framsóknar-
flokksins fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar.
Byggjum Úlfarsárdalinn
Ólögmæt dreif-
ing á höfund-
arréttarvörðu efni
er sívaxandi
brotastarfsemi í
heiminum og fer
Ísland ekki var-
hluta af. Á hverj-
um degi dreifir
fólk sín í milli í
gegnum skráar-
skiptasíðuna
„deildu.net“ kvik-
myndum, tónlist, leikjum og
fleira efni af slíku tagi sem hef-
ur það sammerkt að vera höf-
undarréttarvarið og vera dreift
í óþökk rétthafa sem er að sjálf-
sögðu ólögmætt samkvæmt
höfundalögum. Í lögum eru
hugverkaréttindi viðurkennd
sem hver önnur eignaréttindi
og njóta því verndar sem slík í
orði. Hins vegar skortir veru-
lega á að hugverkaréttindi njóti
hér raunverulegrar verndar á
borði. Af einhverjum ástæðum
hafa íslensk stjórnvöld sýnt af
sér alvarlegt skeytingarleysi
gagnvart nauðsyn þess að upp-
ræta skipuleg lögbrot gegn
hugverkaréttindum og þar með
lágmarka það gríðarlega efna-
hagslega tjón sem höfundar og
samfélagið verða fyrir vegna
slíkra brota, þrátt fyrir að hafa
gengist undir ýmsar þjóðrétt-
arlegar skuldbindingar þar um.
Er engu líkara en að yfirvöld
átti sig ekki á því hversu mörg
störf og gríðarlega háar skatt-
tekjur tapast á hverju ári vegna
þess að stór hluti notkunar á
hugverkum lýtur ekki lög-
málum viðskiptalífsins um kaup
og sölu.
Það er augljóst að starfsemi
skráarskiptasíðna á borð við
„deildu.net“, sem hefur það að
opinberu markmiði að dreifa
höfundarvörðu efni með ólög-
mætum hætti er ekkert annað
en skipuleg brotastarfsemi í
lagalegum skilningi. Þeir sem
stýra starfsemi þeirrar vefsíðu
og þeir sem gera dreifinguna
kleifa hagnast fjárhagslega í
skjóli brotanna. En hvers
vegna virðist vera svona erfitt
að uppræta þessa umfangs-
miklu brotastarfsemi? Ástæðan
er a.m.k. tvíþætt: Í fyrsta lagi,
virðist sem að brotum gegn
hugverkaréttindum sé skipað í
lágan forgangsflokk þegar
kemur að rannsókn sakamála. Í
febrúar 2012 kærðu helstu
samtök höfundarrétthafa
landsins forsvarsmenn netsíð-
unnar „deildu.net“ til lögreglu
höfuðborgarsvæðisins. Netsíð-
an er enn rekin óáreitt, á hverj-
um degi er gríðarlegu magni
dreift milli manna af nýjum bíó-
myndum, tónlist, tölvuleikjum,
tölvuforritum með tilheyrandi
fjártjóni fyrir höfunda og aðra
sem byggja starfsemi sína á
hugverkaréttindum. Öðru máli
gegnir um ýmsa aðra brota-
flokka sem njóta meira vægis
að því er virðist. Nýverið frétt-
ist t.d. að lögreglan hefði að eig-
in frumkvæði eytt mannafla og
fjármunum í að staðreyna hvort
vændiskaup hefðu átt sér stað á
svokölluðum kampavíns-
klúbbum borgarinnar og beitt
þar umdeilanlegum tálbeituað-
ferðum. Bersýnilegt er skv.
þessu að lögregla forgangs-
raðar verkefnum sínum, án
þess að vitað sé þó hvert hún
sækir lagalega heimild sína til
þess. Eflaust eru hefðbundin
viðfangsefni lögreglu, eins og
innbrot, þjófnaðir og álíka brot
álitin auðveldari
viðfangs en brot á
hugverkaréttindum
sem eru oft flókin
og tengjast tölvum
og interneti. En í
lagalegum skilningi
er „hugverkaþjófn-
aður“ refsiverður
og þolendur slíkra
brota eiga sömu
kröfu og aðrir þol-
endur lögbrota til
þess að lögreglu-
yfirvöld taki á mál-
um. Er lögreglan
með þessu að bregðast hlut-
verki sínu eins og það er raunar
skilgreint í lögreglulögum, þ.e.
m.a. að stemma stigu við af-
brotum og vinna að uppljóstrun
brota. Með sinnuleysi sínu hafa
stjórnvöld ekki bara brotið
gegn alþjóðlegum skuldbind-
ingum sínum heldur í raun
einnig skapað það andrúmsloft
í þjóðfélaginu að hugverka-
stuldur sé léttvægari en þjófn-
aður almennt. Virðing almenn-
ings fyrir lögum og rétti
minnkar þegar fólk getur átölu-
laust dreift afþreyingarefni
með ólögmætum hætti.
Hin ástæðan fyrir því að
„hugverkaþjófnaður“ viðgengst
í stórum stíl hérlendis er sú að
fjarskiptafyrirtækin í landinu
hafa gríðarlegar tekjur af þess-
ari brotastarfsemi en þær þús-
undir aðila sem dreifa ólöglega
sín í milli greiða há gjöld til
fjárskiptafyrirtækjanna fyrir
niðurhalið á efninu. Þeim er
auðvitað fyllilega ljóst að um
brotastarfsemi sé að ræða með
fjárhagslegu tjóni fyrir höfunda
en samfélagsleg ábyrgð þess-
ara fyrirtækja nær ekki lengra
en svo að þau reyna hvað þau
geta til þess að hindra það að
lokað verði á aðgengi netsíðna á
borð við „deildu.net“. Á meðan
brotastarfsemin viðgengst
græða fjarskiptafyrirtækin. Má
hér m.a. til hliðsjónar að því er
varðar umfang brotastarfsem-
innar hafa í huga að daginn eft-
ir að lögreglan fór í sameig-
inlega aðgerð í svonefndu
DC++ máli, dróst heildarálag í
íslenskri netumferð saman um
tæp 40% á einum sólarhring
sem rekja mátti að nær öllu
leyti til umferðar einstaklinga.
Nú er svo komið að ekki
verður unað lengur við það að
skipuleg brotastarfsemi gegn
stjórnarskrárvörðum rétt-
indum fái þrifist fyrir opnum
tjöldum, með tilheyrandi fjár-
hagslegu tjóni. Áframhaldandi
skeytingarleysi yfirvalda gagn-
vart þessum alvarlegu brotum
er ekki ásættanlegt og enn síð-
ur nú þegar fjárhagsleg nýting
hugvits verður sífellt mikilvæg-
ari samfélaginu. Líklega er
mesti stuðningur yfirvalda við
hugverkaiðnaðinn í landinu
fólginn í því að reyna að upp-
ræta brot gegn hugverkarétti
og tryggja að afraksturinn af
honum lendi hjá þeim sem eiga
réttinn. Allt samfélagið mun
njóta góðs af því.
Ólöglegt
niðurhal í boði
lögreglunnar?
Eftir Hróbjart
Jónatansson
Hróbjartur
Jónatansson
»… ekki verður
unað lengur við
það að skipuleg
brotastarfsemi gegn
stjórnarskrárvörð-
um réttindum fái
þrifist fyrir opnum
tjöldum …
Höfundur er hæstarétt-
arlögmaður.