Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Dauðarokkssveitin Svartidauði
heldur í tónleikaferðalag um Evr-
ópu í mars. Hljómsveitin mun leika
í níu löndum á jafnmörgum dögum
og verða með í för hljómsveitirnar
Mgla frá Póllandi og One Tail, One
Head frá Noregi. Seinustu tón-
leikar ferðarinnar fara fram á tón-
listarhátíðinni Speyer Grey Mass í
Þýskalandi en á henni leika m.a.
hljómsveitirnar Archgoat frá Finn-
landi, Ofermod frá Svíþjóð og
Nightbringer frá Bandaríkjunum.
Fyrstu tónleikar ferðarinnar
verða haldnir 7. mars í Kraká í Pól-
landi og er förinni heitið þaðan til
Tékklands, Slóveníu, Ítalíu, Sviss,
Englands og Belgíu en tilkynnt
verður síðar hvar sveitin leikur 12.
mars. Seinustu tónleikarnir verða
haldnir 15. mars í Þýskalandi á
fyrrnefndri hátíð. Svartidauði hef-
ur leikið víða um Evrópu und-
anfarið ár og einnig hér á landi, á
Iceland Airwaves. Svartidauði
sendi fyrstu breiðskífu sína frá sér
fyrir ári, Flesh Cathedral. Hlaut
hún lof gagnrýnenda og var of-
arlega á árslistum margra erlendra
tímarita árið 2012.
Drungalegt Eins og sjá má eru liðsmenn Svartadauða vígalegir á sviði.
Íslenskt dauðarokk
í Evrópulöndum
Franska leikstjórann Mic-hel Gondry ættu flestirað þekkja en hann hefurverið margverðlaunaður
fyrir verk á borð við Eternal
Sunshine of the Spotless Mind,
The Science of Sleep og Human
Nature. Auk þess hefur hann leik-
stýrt fjölda tónlistarmyndbanda
og meðal annars unnið náið með
Björk. Í nýjustu kvikmynd sinni,
Mood Indigo, varpar hann ansi
súrrealísku ljósi, eins og honum
einum er lagið, á ástir Chloés
(Audrey Tautou) og Colins (Roma-
in Duris). Sagan, sem gerist í Par-
ís, segir frá því er parið góða þarf
að takast á við illkynja blóm sem
tekur sér bólfestu í lunga Chloés.
Leikmyndin segir söguna
Það er kannski engin furða að
reynsluboltarnir Tautou og Duris
stígi ekki feilspor í kvikmyndinni
en leikur þeirra er einkar sann-
færandi. Þau fá einnig góðan
stuðning frá aukaleikurunum Gad
Elmaleh og Omar Sy sem gerði
einmitt garðinn frægan í kvik-
myndinni The Intouchables. Þess
má geta að áhorfið verður eflaust
ánægjulegra ef áhorfandinn kann
eitthvað fyrir sér í frönsku en
stöku orðagrín sem þýðist illa ætti
þó ekki að eyðileggja neitt fyrir
neinum.
Leikmynd sú sem Gondry nær
að skapa segir ákveðna sögu sjálf
og ljóst að andi þýska expressjón-
ismans svífur yfir vötnum. Tilfinn-
ingar þær sem í leikmyndinni búa
eru í raun svo magnaðar að sagan
kæmist hálfpartinn jafn vel til
skila þó allar samræður væru
klipptar út. Er sagan verður átak-
anlegri verða litirnir daufari og
umhverfið hrárra og að lokum er
myndin orðin svarthvít og þrúg-
andi. Tónlistin leikur einnig stórt
hlutverk og styður leikmyndina
vel. Að sama skapi er ekki hægt
að kvarta yfir því hversu mikla at-
hygli meistari Duke Ellington fær
í myndinni.
Brellur draga úr angurværð
Það sem má hvað helst setja út á
myndina er hversu mikið brellur
Gondrys, sem eru frábærar út af
fyrir sig, skyggja á annars átak-
anlegan en fallegan söguþráðinn.
Handrit kvikmyndarinnar er
byggt á bókinni Froth on the Day-
dream sem Frakkinn Boris Vian
skrifaði árið 1947. Gondry hefur
greinilega tekið sér það bessaleyfi
að krukka í framvindu sögunnar
með uppátækjum sínum. Tækni-
brellurnar eru því í senn það
skemmtilega við myndina og það
sem dregur úr áhrifamætti henn-
ar. Blómið sem vex í iðrum kon-
unnar á greinilega að vera tákn-
mynd krabbameins eða
einhverskonar illkynja æxlis en
áhorfandinn á í erfiðleikum með
að meðtaka baráttuna sökum útúr-
snúninga leikstjórans. Það mætti
vera meira jafnvægi á framvindu
og brellum myndarinnar eins og
Gondry hefur sannað að hann er
fær um að gera, meðal annars í
kvikmyndinni Eternal Sunshine of
the Spotless Mind.
Það er hinsvegar jákvætt að
láta áhorfandann hafa svolítið fyr-
ir því að átta sig á því hvað sé að
gerast í kvikmyndinni. Það er
einnig ljóst að hvort sem áhorf-
andinn áttar sig á framvindu sög-
unnar eður ei þá getur hann ekki
annað en heillast af frumleika
leikstjórans. Ef viðkomandi getur
síðan meðtekið aðeins brot þeirrar
þjáningar sem sagan tjáir í raun
þá ætti enginn að verða vonsvik-
inn.
Sannfærandi „Það er kannski engin furða að reynsluboltarnir Tautou og Duris stígi ekki feilspor í kvikmyndinni
en leikur þeirra er einkar sannfærandi,“ segir gagnrýnandi m.a. um nýjasta verk Michel Gondry, Mood Indigo.
Lungnaliljur og lofnarblóm
Bíó Paradís
Mood Indigo bbbbn
Leikstjóri: Michel Gondry. Handrit:
Michel Gondry og Luc Bossi.
Aðalhlutverk: Audrey Tautou, Romain
Duris, Gad Elmaleh og Omar Sy.
Frakkland og Belgía, 2013. 90 mín.
DAVÍÐ MÁR
STEFÁNSSON
KVIKMYNDIR
Tvær sýningar verða opnaðar í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur í
dag kl. 17, annars vegar sýning
franska ljósmyndarans Vincents
Malassis í Kubbinum og hins veg-
ar sýning spænska ljósmyndarans
Elo Vázquez í Skotinu.
Malassis sýnir verkið „Petites
Pauses“, landslagsmyndir og
portrett af íbúum þorps í skóg-
lendi Bretaníuhéraðs í Frakk-
landi. „Hringsól hversdagsleikans
og aðstæður persónanna ganga
þvert á stellingarnar sem ljós-
myndarinn hefur sett þær í.
Myndirnar eru á mörkum heimild-
arljósmyndunar og uppstilltra
ljósmynda, í anda vestrænnar
málaralistar,“ segir um verk
Malassis í tilkynningu.
Malassis býr og starfar sem
ljósmyndari í Frakklandi og er
einnig tónlistarmaður, semur m.a.
tónlist fyrir leikhús.
Vázquez opnar sýninguna „Be-
hind“. „Öll skiljum við hluti eftir,
og öll erum við skilin eftir. Hand-
an við hið augljósa er hulinn
heimur. Þessar ljósmyndir
kveikja ljós og stökkva á bak við
hluti í bæði tíma og rúmi. Elo
Vázquez sýnir okkur það sem
augu hennar hafa lært að sjá: það
sem liggur undir, það sem hvílir
fyrir aftan,“ segir um þá sýningu
í tilkynningu.
Vázques býr og starfar á Spáni
og á Íslandi og hafa ljósmyndir
hennar verið birtar í net- og
prentmiðlum og sýndar á einka-
og samsýningum.
Þorpsbúar Ljósmynd eftir Malassis
úr verkinu „Petites Pauses“.
Vázquez og Mal-
assis í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur
Handverksbakarí
fyrir sælkera
LLSBAKARÍ
Daglega er bakað bakkelsi
sem fá bragðlaukana til að
kætast.
Hjá okkur er hægt að fá þetta
gamla og góða og einnig
eitthvað nýtt og spennandi.
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
MOSFE