Morgunblaðið - 09.01.2014, Síða 48
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 9. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Kölluð ljótasta kona í heimi
2. Íslendingur handtekinn í Bretlandi
3. „Ísland er þorp stofnað af nauðgurum“
4. Þurfa nú beiðni frá lækni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn
frumflytur sögu Barónsins á Hvít-
árvöllum á Sögulofti Landnámsset-
urs annað kvöld kl. 20. Þórarinn
skrifaði skáldsögu um baróninn sem
kom út fyrir 10 árum, árið 2004. Bar-
óninn, Charles Gouldrée-Boilleau
réttu nafni, kom til Íslands árið 1898
með það í huga að setjast hér að, sá
mikil tækifæri í landbúnaði, sjávar-
útvegi og ferðaþjónustu og lét sig
dreyma um stórbrotnar fram-
kvæmdir. Veru hans hér á landi lýstu
samtímamenn sem ævintýri, eins og
segir í tilkynningu frá Landnáms-
setri. Ævintýrið megi þó líka kalla
harmleik þar sem baróninn hlaut
sorgleg endalok. Þórarinn flytur
þessa merkilegu sögu sem „talandi
höfundur“, eins og því er lýst í til-
kynningunni.
Morgunblaðið/Kristinn
Segir sögu barónsins
á Hvítárvöllum
Myndasögusýning á verkum Sirrýj-
ar og Smára verður opnuð á morgun
kl. 16 í myndasögudeild Borgar-
bókasafns við Tryggvagötu. Sirrý
Margrét Lárusdóttir og Smári Pálm-
arsson eru teiknarar, rithöfundar og
hönnuðir og hafa m.a. myndskreytt
barnabókina Askur og prinsessan og
myndasöguna Vampíra. Þau halda
einnig úti vefmyndasögunni Mía og
Mjálmar á miaogmjalmar.is, hafa birt
myndasögur á Facebook-
síðu sinni og á vef þeirra,
sirryandsmari.com,
má nú finna nýj-
an tölvuleik,
Lori & Jitt-
ers.
Sýning á myndasög-
um Sirrýjar og Smára
Á föstudag Austan og síðar suðaustan 8-15 m/s. Rigning, slydda
eða snjókoma sunnan- og austantil, en úrkomulítið um landið
norðvestanvert. Kólnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt, 10-18 m/s síðdegis,
hvassast við suðurströndina. Dálítil él eystra, en annars þurrt og
bjart að mestu. Hiti 0 til 4 stig syðra, en annars um frostmark.
VEÐUR
Rúnar Kárason langar ekki
til að vera farþegi í íslenska
landsliðinu í handknattleik
en hann er einn af nýju kyn-
slóðinni sem er að gera sig
gildandi í landsliðinu. Rúnar
og Ásgeir Örn Hallgrímsson
fá það vandasama hlutverk
að fylla skarð Alexanders
Peterssons sem ekki getur
spilað á Evrópumótinu í
Danmörku vegna meiðsla.
»4
Rúnar ætlar ekki
að vera farþegi
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari
Íslands í handknattleik, tilkynnir í
dag hvaða leikmenn fara til Danmerk-
ur í fyrramálið til þátttöku í Evr-
ópumótinu. Patrekur Jóhannesson,
landsliðsþjálfari Austurríkis, segir að
þrátt fyrir að nokkuð sé um meiðsli í
íslenska liðinu þá megi ekki
gleyma því að margir leik-
manna liðsins séu í fínu
standi og jafnvel betra en
stundum áður. »3
Margir í fínu standi og
jafnvel betri en áður
Útiliðin fögnuðu öll sigri í Dom-
inos-deild kvenna í körfuknatt-
leik í gær en þá fór fram fyrsta
umferðin á nýju ári í deildinni.
Toppliðin þrjú í deildinni, Snæ-
fell, Haukar og Keflavík, fögn-
uðu öll sigri og Snæfell heldur
því fjögurra stiga forskoti á
toppnum, liðið hefur 26 stig en
Haukar og Keflavík 22. »2
Fjórir útisigrar í
Dominos-deild kvenna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hinn íslenski hluti Wikipediu var
stofnaður fyrir rúmum tíu árum og
eru tæplega 37.000 greinar í honum.
Eftir rólega byrjun var vöxturinn
nokkuð samfelldur en dregið hefur
úr virkni notenda frá hausti 2008 og
því hefur hópur virkra Wikipediu-
notenda ákveðið að blása til sóknar
með vikulegum, opnum nám-
skeiðum.
Hrafn H. Malmquist, umsjón-
armaður rafhlöðunnar.is og dokt-
orsritgerðaskrár Landsbókasafns
Íslands, hefur verið virkur notandi á
hinum íslenska hluta Wikipediu síð-
an 2006. Hann útskrifaðist nýlega
með meistarapróf í bókasafns- og
upplýsingafræði og fjallaði lokarit-
gerðin um þennan hluta Wikipediu.
„Wikipedia er, eins og flestir vita,
opið samfélag sem allir geta tekið
þátt í. Þetta er ekki sérfræð-
ingaveldi heldur eru öll framlög
metin að verðleikum,“ segir hann.
Auka nýliðun
Wikipedia er ein fjölsóttasta vef-
síða í heimi. Enski hlutinn var stofn-
aður 2001 og í kjölfarið voru Wiki-
pediur á öðrum tungumálum
stofnaðar, eins og til dæmis á
spænsku, frönsku, þýsku, sænsku og
japönsku.
„Þetta breiddist mjög hratt út á
netinu,“ rifjar Hrafn upp. Hann
bendir á að bróðurpartur þekkingar
sé almenn skynsemi, sem allir geti
tekið þátt í að koma orðum að og
setja inn á Wikipediu. Þekkingu
þurfi þó ávallt
að styðja með
traustum heim-
ildum. „Um leið
er hlúð að ís-
lenskri menn-
ingu, íslenskri
tungu, af því að á
meðan ungt fólk,
sem leitar upplýsinga á netinu, finn-
ur þær ekki á íslensku heldur á öðru
tungumáli verður það til þess að
grafa undan íslenskri tungu og
menningu,“ segir hann um mik-
ilvægi íslenska hlutans.
Hrafn segir ekki gott að segja
hvers vegna dregið hafi úr virkni
hérlendis undanfarin ár. Notendur,
sem framkvæmi yfir 100 breytingar
á mánuði, séu taldir mjög virkir og
fámennur hópur afkasti langmestu
en um 20 til 25 manns séu reglulega
virkir í íslenska hlutanum í hverjum
mánuði.
„Íslendingar eru vel menntaðir og
tæknivæddir og hafa sjálfsagt lítið
fyrir því að byrja að taka þátt í Wiki-
pediu,“ segir hann. „Ég hef mikla
trú á Wikipediu og námskeiðin eru
mín leið til að auka nýliðun.“
Hlúa að máli og menningu
Virkir notendur
Wikipediu blása
til sóknar
Morgunblaðið/Ómar
Á Landsbókasafni Íslands Hrafn Malmquist flettir fjórða bindi Britannicu sem gefin var út 1910.
Í tilefni af 10 ára afmæli hins ís-
lenska hluta Wikipediu var haldið
málþing um frjálsa alfræðiritið fyr-
ir um mánuði. Hrafn Malmquist
ákvað að fylgja því eftir og hefur
boðað vikuleg Wikipediu-
kvöld fyrir áhugafólk
um framgang ís-
lensku Wikipediunn-
ar og frjálsrar þekk-
ingar kl. 20.00 til
22.00 á fimmtu-
dögum og verð-
ur það þriðja í kvöld. Vinum Wiki-
pediu er stefnt í tölvuverið á 3.
hæð í Þjóðarbókhlöðunni þar sem
Hrafn Malmquist og aðrir vanir
notendur Wikipediu leiðbeina
þátttakendum um það hvernig
hægt er að vinna við Wikipediu.
Hrafn áréttar að öllum sé frjálst að
sækja námskeiðin og framlögin
geti verið af margvíslegum toga,
svo sem styttri eða lengri skrif,
leiðréttingar og bætt málfar, inn-
setningar á myndum og fleira.
Opin námskeið fyrir alla
VIKULEG WIKIPEDIUKVÖLD Á FIMMTUDÖGUM