Morgunblaðið - 11.02.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.02.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að hefja framkvæmdir við 12 hæða íbúðaturn við Höfðatorg næsta haust. Um 70- 75 íbúðir verða í turninum og miða áætlanir við að framkvæmdum ljúki haustið 2016. Íbúðirnar verða frá 50 fermetrum að stærð. Að sögn Péturs Guð- mundssonar, forstjóra Eyktar, er hönnun bygg- ingarinnar að fara af stað. Pálmar Kristmundsson, eigandi PK arkitekta, er arkitekt hússins. Pétur segir um 5 millj- arða króna framkvæmd að ræða og að um 80 manns muni að jafnaði koma að verkinu á byggingartímanum. Byggingin verður um 12.000 fermetrar að flatarmáli ofanjarðar, að jarðhæðinni meðtal- inni, en þar verður þjónustustarfsemi. Við þetta bætist bílakjallari undir turninum. „Við teljum að það sé markaður fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði á Höfðatorgi. Þetta er mjög vinsælt svæði. Það er búið að leigja um 20.000 fermetra af atvinnu- og skrifstofu- húsnæði eftir hrun og gera samning um að reisa stærsta hótel á landinu,“ segir Pétur en hver einasti fermetri á reitnum er nú í útleigu. Háhýsið verður sunnan við fyrirhugaðan 16 hæða hótelturn sem nú er byrjað að reisa vestan við 19 hæða skrifstofuturn, þann hæsta sem reistur verður á svæðinu. Verður hótelið opnað sumarið 2015. Fjárfesting upp á alls 12 milljarða Má geta þess að kostnaður við hótelið er áætlaður sjö milljarðar og munu 200-300 manns að jafnaði vinna við bygginguna. Samanlögð fjárfesting við nýja íbúðaturn- inn og hótelið er því um 12 milljarðar króna, eða sem svarar 0,7% af landsframleiðslu. Sjá má líkan af Höfðareitnum hér til hlið- ar en drög að nýja turninum eru ekki tilbúin. Að sögn Péturs er stefnt að því að 24 mán- uðir líði frá því að framkvæmdir við íbúðirnar hefjist og þar til þær verða afhentar. Gert var ráð fyrir allt að 250 íbúðum á Höfðatorgsreitnum. Þau áform voru hins veg- ar endurskoðuð eftir efnahagshrunið og verð- ur hótel þar sem reisa átti 16 hæða íbúðaturn. Spurður hvað ætla megi að fermetraverð verði að meðaltali í nýja íbúðaturninum segir Pétur of snemmt að spá um það. Hálft þriðja ár sé enda þar til íbúðirnar verði afhentar. Verkefni sem skapa hundruð starfa Pétur segir enn stefnt að því að reisa tvær byggingar á reitnum til viðbótar við áður- nefnda 19, 16 og 12 hæða turna og sjö hæða skrifstofuhúsnæði þar sem m.a. Reykjavíkur- borg hefur skrifstofur. Hinar byggingarnar tvær verða 7-9 hæða og hefur ekki verið ákveðið hvort þar verða íbúðir, atvinnu- húsnæði eða skrifstofur á efri hæðum. Þar verður þjónustustarfsemi á jarðhæð, líkt og áformað var í upphaflegum áætlunum. Framkvæmdin vitnar um bata á byggingarmarkaði og að verktakar telji sölu- verð orðið viðunandi þótt byggingarkostnaður sé hár. Eins og Morgunblaðið greindi frá sl. laugardag eru framkvæmdir við Skuggahverf- ið í Reykjavík að hefjast og munu nokkur hundruð manns vinna að því verkefni og turn- unum tveimur sem rísa munu á Höfðatorgi. Reisa 12 hæða turn á Höfðatorgi  Framkvæmdin hljóðar upp á 5 milljarða  Hönnun turnsins er að fara af stað  Verður við hlið 16 hæða hótelturns  70-75 íbúðir verða í nýja turninum  Forstjóri Eyktar segir eftirspurn mikla Líkan/PK arkitektar Líkan Til vinstri er 19 hæða turn sem þegar er risinn. Hægra megin er 16 hæða hótelturn og nýi 12 hæða íbúðaturninn (fjær á mynd). Pétur Guðmundsson Anna Lilja Þórisdóttir Stefán Gunnar Sveinsson Hollenski seðlabankinn, DNB, og breski innstæðusjóðurinn, FSCS, hafa stefnt Tryggingarsjóði inn- stæðueigenda og fjárfesta á Ís- landi, fyrir Héraðsdóm Reykjavík- ur. Krefjast þeir þess að Trygging- arsjóði verði gert að greiða, eða staðfest að sjóðnum hafi borið að greiða að fullu lágmarkstryggingu, eða allt að 20.887 evrur fyrir hvern innstæðueiganda, auk vaxta og kostnaðar. Höfuðstóll krafna DNB og FSCS nemur því tæplega 556 milljörðum íslenskra króna. Þar af hljóðar krafa FSCS upp á 452,1 milljarð króna og krafa hollenska seðlabankans upp á 103,6 milljarða króna. Dómsmálin voru þingfest hinn 28. nóvember 2013. Síðasti angi Icesave-málsins Karl Axelsson, annar þeirra lög- manna sem fara með málið fyrir hönd Tryggingasjóðs, sagði í sam- tali ólíklegt að fallist yrði á kröfu- gerð DNB og FSCS. Hann sagði þetta vera síðasta hlutann í Ice- save-málinu og að lokaniðurstaða myndi væntanlega fást eftir eitt til tvö ár. Karl sagði að ekki væri búið að skila vörninni og því væri ekki hægt að greina frá því hvernig farið verður með málið. „En við teljum varnirnar vera það sterkar að ekki muni koma til þess að fallist verði á þessa kröfugerð,“ sagði hann. Karl sagði jafnframt að DNB og FSCS teldu sig eiga kröfu á sjóðinn óskertan, en að ef fallist yrði á kröf- ur af þessum toga væri búið að tæma sjóðinn sem ætti að tryggja okkur til framtíðar. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði í gær að mikilvægt væri að hafa það í huga að áður hefði ver- ið leyst úr því álitamáli hvort rík- issjóður beri ábyrgð að þessu leyti, og svo væri ekki. „Þannig að það mun ekki reyna á ábyrgð ríkisins að neinu leyti í þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson, og bætti við að út af fyrir sig væri ekki slæmt að fá niðurstöðu dómstóla. Vilja 556 milljarða úr Tryggingarsjóði Morgunblaðið/Styrmir Kári Icesave Rúmt ár er síðan EFTA- dómstóllinn úrskurðaði í málinu.  Hollenski seðlabankinn og breski innstæðusjóðurinn stefna TIF fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur  Ólíklegt að fallist verði á kröfuna, segir lögmaður TIF  Mun ekki reyna á ábyrgð ríkisins Þjónustufyrirtækjum við gömlu höfnina í Reykjavík fjölgar stöðugt. Þar er nú fjöldi veit- ingastaða, verslana og ferðaþjónustufyrirtækja. Höfnin er vinsæll viðkomustaður erlendra ferða- manna. Skiltið með hafnarkortinu vestan við Slippinn er liður í að sýna þeim hvað er í boði á svæðinu. Þótt Slippurinn sjálfur sé ekki aug- lýstur sem viðkomustaður hafa margir gaman af að rölta þar um og fylgjast með athafnalífinu. Morgunblaðið/Ómar Margt í boði við gömlu höfnina Hafnarkortið vestan við Slippinn kemur að góðum notum Framtakssjóður Íslands seldi í gær allt hlutafé sitt í Icelandair Group fyrir rúma 6,6 milljarða króna. Sjóð- urinn keypti 30% hlut í félaginu árið 2010 fyrir 3,6 milljarða króna, en hef- ur nú selt hann í fjórum áföngum fyr- ir samtals 15,2 milljarða króna, en mismunurinn er um 11,6 milljarðar. Þeirri fjárhæð er skilað til eigenda sjóðsins sem eru lífeyrissjóðir og Landsbankinn. Í síðasta áfanganum í gær var seldur um 7% hlutur í Ice- landair Group. Ekki liggur fyrir hverjir keyptu hlutinn. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnar- formaður Framtakssjóðs Íslands, sagði í gærkvöldi að hann teldi að það hefði verið gott að sjóðurinn hefði selt bréfin sín í áföngum og að það væri dreift eignarhald á Icelandair, lykil- fyrirtæki í ferðaþjónustu. Þorkell sagði jafnframt að sjóð- urinn hefði keypt hlut sinn í félaginu þegar það hefði verið búið að vera í miklum erfiðleikum, meðal annars vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Að- koma Framtakssjóðsins hefði því ver- ið mikilvæg. jonpetur@mbl.is Framtaks- sjóður selur í Icelandair  Hefur selt fyrir 15,2 milljarða í 4 áföngum Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra sagði í gær málið vera fyrst og fremst góða áminningu um mik- ilvægi þess að ekki hefði verið fallist á það á sínum tíma að setja þessar ábyrgðir yfir á rík- ið, því að ef það hefði verið gert væri ekki um að ræða kröfur á Tryggingarsjóð, heldur á ís- lenska ríkið og skattgreiðendur. Góð áminning SIGMUNDUR DAVÍÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.