Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 4

Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fyrirtækið Hýsi-Merkúr hf. seldi í síðustu viku sinn fyrsta nýja bygg- ingarkrana frá efnhagshruni árið 2008. Þröstur Lýðsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, er þess fullviss að þessi nýi krani, sem keyptur var af fasteignafélaginu Eykt, sé til marks um að betri tímar séu í vændum í byggingargeir- anum sem verið hefur sofandi síð- ustu ár. „Þetta eru í raun fyrstu merki þess að við séu að rísa upp. Við erum kannski ekki komin í gang en við erum staðin upp,“ segir Þröstur ákveðinn. 80% úr landi Að sögn Þrastar voru 80% þeirra krana sem keyptir voru árið 2005 eða síðar seld úr landi eftir að kreppan skall á. Samkvæmt tölum Vinnueftir- litsins voru flestir byggingarkranar í notkun á Íslandi þann 1. apríl árið 2008 eða 488 en þann 1. janúar síð- astliðinn voru þeir 213. „Stærstur hluti þessara krana sem eru í notkun er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir Þröstur. Hann býst við því að fleiri kranar muni koma til landsins á næstunni enda liggi fyrir uppbygg- ing á höfuðborgarsvæðinu. „Það er kominn tími á endurnýjun þar sem það er ekkert orðið til af bygging- arkrönum,“ segir Þröstur. Nýi kran- inn er af gerðinni Liebherr og kost- ar 44 milljónir króna með virðisaukaskatti. Enn vantar tugi krana Robert Aliber, prófessor í hag- fræði við Chicago-háskólann, spáði bankahruni hér á landi mitt í góð- ærinu. Byggði hann þá skoðun sína á því hversu margir kranar voru í notkun og að fjöldi þeirra hefði gefið til kynna ofþenslu í hagkerfinu. En hvað skyldi vera hæfilegur fjöldi byggingarkrana miðað við íslenskt hagkerfi? Þröstur segir að hann hafi þær upplýsingar frá Vinnueftirlitinu að í eðlilegu árferði eigi 250-280 byggingarkranar að vera í notkun. „Ég tel miklar líkur á því að krönum muni fjölga mikið á næstu tveimur árum,“ segir Þröstur. Hann bendir t.a.m. á að allir þeir kranar sem not- aðir eru til að reisa háar blokkir séu þegar í notkun. Því þurfi að flytja inn fleiri krana ef kæmi til frekari framkvæmda af slíkri stærðargráðu. Aukin eftirspurn „Frá því í haust höfum við fund- ið fyrir mikilli aukningu í eftirspurn hjá þeim sem vilja leigja krana,“ segir Þröstur. Hann ítrekar þó að kranaflotinn sé fremur gamall og endurnýjun sé yfirvofandi. „Ef kran- inn bilar hjá þér þar sem hann er orðinn gamall þá er vinnustaðurinn stopp á meðan. Það kostar vinnu- staðinn mikinn pening,“ segir Þröst- ur. Morgunblaðið/Eva Björk Sala byggingarkrana fyrsta merki um upprisu  Fyrsti nýskráði byggingarkraninn frá efnahagshruni Sá fyrsti frá hruni Kaupin á byggingarkrananum eru sögð vera til merkis um að efnahagur landsins sé að rísa upp að nýju eftir hrunið. Þröstur Lýðsson „Við berum einfaldlega ábyrgð á þessu og þurfum að bregðast við. Það er kallað eftir aukinni þjónustu,“ seg- ir Garðar Eiríksson, talsmaður Land- eigendafélags Geysis. Félagið til- kynnti í gær að 10. mars næstkomandi hæfist innheimta gjalds hjá gestum sem koma til að skoða hverasvæðið við Geysi í Haukadal. Gjaldið rennur til verndar og upp- byggingar á aðstöðu fyrir ferðafólk, til að veita upplýsingar, auka þjón- ustu og öryggi gesta. Fulltrúar land- eigenda segja að álag á svæðið hafi stóraukist vegna fjölgunar ferðafólks. Samkvæmt upplýsingum landeig- endafélagsins koma tæplega 6.000 ferðamenn á hverasvæðið á dag, þeg- ar mest er. Búist er við að gestir verði alls um 700 þúsund strax á næsta ári. Unnið að öryggisáætlun Vinna er hafin við öryggisáætlun fyrir svæðið og forgangsröðum verk- efna. Gert er ráð fyrir því að átta til þrettán störf skapist við rekstur hverasvæðisins, auk fjölda starfa á meðan á nauðsynlegri uppbyggingu stendur. Efnt hefur verið til hugmyndasam- keppni um svæðið og verða niðurstöð- ur hennar kynntar í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að innheimt verði 600 króna heimsóknargjald hjá sautján ára og eldri en að frítt verði fyrir sextán ára og yngri. Ríkið á tæp 34% svæðisins og einkaaðilar 66%, samkvæmt upplýs- ingum landeigenda. Garðar segir að landeigendur muni skoða hugmynd ráðherra ferðamála um náttúrupassa, ef og þegar eitthvað ákveðið kemur fram um hana. hjortur@mbl.is Brugðist við álagi vegna fjölgunar ferðamanna  Heimsóknagjald á Geysissvæðið innheimt frá 10. mars Morgunblaðið/Kristinn Strokkur Allt að 7.000 gestir koma á hverasvæðið við Geysi á dag. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár, hefur ritað stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis bréf, þar sem hann fer þess á leit við nefndina að hún leggi sitt af mörkum til þess að upp- lýsa þjóðina um það hvernig staðið hafi verið að afhendingu tveggja rík- isbanka til erlendra kröfuhafa. Jafn- framt hvetur Víglundur nefndina til að beita sér fyrir því sem gera megi til að rétta hlut þjóðarinnar og tryggja henni þá stöðu sem hafi ver- ið ákveðin með neyðarlögunum. Samningar í skugga Icesave Í bréfinu, sem stílað er á Ögmund Jónasson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, rekur Víglundur atburðarásina frá því að neyðarlögin voru sett í október 2008 og fram til þess að Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, fékk heimild til að staðfesta samninga við erlendu kröfuhafana um jólin 2009. Í bréfi Víglundar segir meðal ann- ars að eftir stjórnarskiptin 1. febr- úar 2009 hafi hafist atburðarás um samskipti við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna sem hafi farið leynt til þessa. Segir Víglundur að með vísan til kröfu um opna stjórnsýslu og gagnsæi beri að upplýsa þjóðina um það sem hafi gerst í þeim sam- skiptum. Víglundur rekur að í skugga um- ræðna um Icesave-samninganna hafi verið gerðir samningar um ríkis- bankana um vor og sumar 2009. Seg- ir í bréfinu að þeim samningum hafi verið haldið leyndum fyrir þingi af þáverandi fjármálaráðherra sem rit- aði undir þá. „Þessi leynilega einkavæðing í þágu útlendinga útilokaði möguleika á að endurskipuleggja bankana,“ segir Víglundur, og bætir við að heimild til þess að staðfesta samn- ingana hafi verið laumað í bandorm- inn síðdegis á Þorláksmessu 2009 löngu eftir undirritun þeirra. Víglundur vill að farið verði í saumana á því hvernig staðið var að þessum samningum við erlenda kröfuhafa og segir að hafi lög verið brotin og gengið á svig við neyðar- lögin sé ekki of seint fyrir alþing- ismenn að grípa í taumana og bjarga því sem bjargað verður. Horfið frá ákvæðum laganna Víglundur segir í niðurlagi bréfs síns að FME hafi verið látið gefa út úrskurð hinn 6. mars 2009, sem beri með sér að ætlunin hafi verið að hverfa frá meginákvæðum og stefnu neyðarlaganna með því að gera stjórnvöldum kleift að afhenda kröfuhöfum bankana gegn öðru gjaldi en skuldabréfi. Þar með hafi verið klippt á neyðarlögin í þessu ferli sem hafi lokið með því að kröfu- höfum voru afhentir tveir ríkisbank- ar með leynd. Víglundur spyr hvort að ástæða hafi verið fyrir ríkisstjórnina að ótt- ast kröfuhafana og hvort óhjá- kvæmilegt hafi verið að koma til móts við kröfur þeirra með því að af- henda þeim tvo ríkisbanka. Þá spyr Víglundur hvers vegna þetta hafi gerst með leynd. Víglundur segir nauðsynlegt að árétta að neyðarlög- in hafi verið sett til að standa vörð um hag þjóðarinnar á örlagastundu, og að þeim lögum hafi ekki verið breytt. „Virðing Alþingis ræðst af varðstöðu þingmanna um hagsmuni þjóðarinnar,“ segir Víglundur. Stjórnskipunar- nefnd upplýsi um einkavæðingu Leitar svara Víglundur segir að klippt hafi verið á neyðarlögin.  Víglundur segir klippt á neyðarlögin Bréf Víglundar » Víglundur Þorsteinsson fékk afhentan fyrir áramót hluta af fundargerðum stýrinefndar um málefni gömlu bankanna. » Víglundur segir fundargerð- irnar sýna að farið hafi verið á svig við neyðarlögin þegar tveir ríkisbankar voru afhentir kröfuhöfum. » Hann vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis upp- lýsi þjóðina um málið. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.