Morgunblaðið - 11.02.2014, Síða 8

Morgunblaðið - 11.02.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð M.v. 58% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,92%. 39.900 kr. á mánuði 6,5 ár eftir af ábyrgð Kia Sportage EX 4wd Árg. 2013, ekinn 31 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100.* Verð: 5.590.000 kr. Dagur B. Eggertsson var umhelgina einn í kjöri til fyrsta sætis Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar og náði því sæti örugglega. Það var góður árangur enda fagnaði Dag- ur honum mjög.    Í gærmorgun fórhann í hefð- bundið drottning- arviðtal á Rás 2 og þar kom ýmislegt athyglisvert og jafnvel óvænt fram. Eitt af því óvænna var staða Dags að eigin mati og má telja víst að sjaldan hafi stjórn- málamaður fundið svo mjög til yf- irburða sinna sem Dagur gerir nú.    Spyrillinn nefndi að Dagurhefði í nýlegri skoðana- könnun mælst með um helmings fylgi til að verða borgarstjóri en Samfylkingin aðeins með rúmlega fimmtungs fylgi í sömu könnun. Spurði hann í framhaldinu hvort Samfylkingin væri orðin dragbít- ur á persónulegt fylgi Dags.    Og svar Dags: „Ja, að þessuleyti, já.“    Það liggur þá fyrir að Samfylk-ingin dregur niður Dag og hlýtur að vera nokkuð sem flokk- urinn þarf að finna lausn á.    Hvernig getur svo mikillstjórnmálamaður rúmast í svo hefðbundnum stjórnmála- flokki? Og hvað er hægt að gera til að leysa þennan vanda?    Er þetta mál sem Samfylkingingetur leyst ein síns liðs eða þarf þjóðarátak til að tryggja Degi verðugri pólitískan sess? Dagur B. Eggertsson Lítillátur, ljúfur og kátur STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 0 alskýjað Akureyri 0 snjókoma Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 1 þoka Lúxemborg 1 slydda Brussel 6 skúrir Dublin 3 skýjað Glasgow 6 skýjað London 7 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 heiðskírt Berlín 7 heiðskírt Vín 7 alskýjað Moskva -3 alskýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 8 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 13 skýjað Aþena 16 heiðskírt Winnipeg -30 heiðskírt Montreal -11 léttskýjað New York -4 heiðskírt Chicago -14 léttskýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:36 17:49 ÍSAFJÖRÐUR 9:53 17:42 SIGLUFJÖRÐUR 9:37 17:24 DJÚPIVOGUR 9:09 17:15 Jörðin Möðruvellir í Eyjafjarðar- sveit er seld. Ásett verð var 155 millj- ónir króna en ekki fékkst uppgefið endanlegt söluverð. Ræktað land jarðarinnar er 89,4 hektarar. Eign- inni fylgir hlutur í tveimur eyðijörð- um sem og Möðruvallakirkja. Hún var byggð árið 1847 og er bænda- kirkja. Á jörðinni eru einbýlishús, fjós, tvær hlöður, skemma og fjárhús. Þá er 241.601 lítra mjólkurkvóti og 273,9 ærgildi. Mikill áhugi var á jörðinni og seld- ist hún á tiltölulega skömmum tíma en mikil eftirspurn er eftir bújörðum um þessar mundir, að sögn fast- eignasalans sem sá um viðskiptin. Sá sem keypti á jörð sem liggur að Möðruvöllum og er því að bæta við sig landrými. Reynt að selja kirkjugripi Staðurinn er þekkt höfuðból og er kenndur við Eyjafjarðarsveit til að- greiningar frá Möðruvöllum í Hörg- árdal. Hann er í um 27 km aksturs- fjarlægð frá Akureyri. Árið 2009 óskaði þáverandi eig- andi Möðruvallakirkju leyfis menntamálaráðherra til að flytja út 500 ára gamla altarisbrík kirkjunnar með það fyrir augum að selja hana hjá uppboðsfyrirtækinu Christies. Ekki varð úr sölunni en krikjugrip- irnir eru friðaðir. Altarisbrík Möðruvallakirkju er úr alabastri, ein af sjö altaristöflum frá Íslandi sem varðveist hafa í nær heilu lagi. Flestar eru á Þjóðminja- safninu og ein í Kaupmannahöfn. Bríkurnar í Möðruvallakirkju og Þingeyrakirkju í Þingi eru þær einu sem varðveittar eru á upprunalegum stað. Talið er að hún sé frá 15. öld. Brík- in hefur því verið í Möðruvallakirkju hálfa sjöttu öld. Í bríkinni eru sjö lág- myndir og er myndefnið sótt í sögu Maríu guðsmóður. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Möðruvellir í Eyjafjarðarsveit Höfuðbólið hefur verið selt en ekki fékkst uppgefið endanlegt söluverð. Ásett verð jarðarinnar var 155 milljónir króna. Kirkjujörðin Möðruvellir seld  Mikil eftirspurn eftir bújörðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.