Morgunblaðið - 11.02.2014, Side 10

Morgunblaðið - 11.02.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA AF GARDÍNUEFNUM Á ÚTSÖLU OG ELDHÚSKÖPPUM Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 PÚÐAVER ÁTILBOÐI 2.000 KR . STYKKIÐ Borgið 2 fáið 3 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við ætlum að fara í styttriog lengri gönguferðir áþeim svæðum þar sem éghef unnið að uppbygg- ingu gönguleiða,“ segir Gunnlaugur B. Ólafsson, framhaldsskólakennari í Mosfellsbæ og fjallaleiðsögu- maður að Stafafelli í Lóni, en hann stofnaði nýlega á Fésbókinni gönguhópinn Út og austur. „Við byrjum núna í skammdeginu á því að fara í þægilegar göngur að lokn- um vinnudegi hér í nágrenninu, á fellin í kringum Mosfellsbæ og upp frá Mógilsá í Esjunni. Síðan lengj- um við þetta í dagsferðir um mis- munandi hringleiðir í kringum Esj- una, á fjallatoppa innan hundrað kílómetra radíuss frá Reykjavík sem og dagsferðir og nokkurra Himneskt göngulag og náttúrufegurð Hann vill ganga með þá hugmyndafræði sem kölluð er að ferðast hægfara, eða „slow travelling“, þar sem fólk fer ekki of hratt heldur gefur sér tíma til að njóta og upplifa náttúruna. En hann vill líka stundum hlaupa upp fjöll. Hann hefur stofn- að gönguhóp sem ætlar að ganga í vetur í nágrenni Reykjavíkur en færa sig svo austur á land og enda á að ganga Austurstræti, úr Lóni yfir í Fljótsdal. Botnssúlur Gengið verður á þær í vetur í fyrri ferðunum og þeim styttri. Fegurð Brenniklettur verður á vegi þeirra sem ganga eftir Austurstræti. Húlahopp er sannkallað gleðihopp og afar góð og skemmtileg leið til að halda sér í formi. Margir eiga góðar bernskuminningar tengdar því að standa á sólríkum dögum úti í garði og húla með vinunum. En húla er alls ekki aðeins fyrir börn eða ungmenni, heldur fyrir alla, konur og karla. Fyrst þarf að verða sér úti um húlahring en síðan getur verið gott að fara inn á vefsíðuna wikihow.com/Hula-Hoop, þar sem læra má í nokkrum skrefum hvernig hægt er að ná tökum á húla- hoppinu, eða kannski öllu fremur hú- lasnúningnum. Þarna er líka kennt hvernig koma má í veg fyrir að hring- urinn falli á gólfið. Áríðandi er að æfa sig stíft til að ná fullkomnu valdi á snúningnum. Einnig er tilvalið að blása til samkvæmisleiks við fyrsta tækifæri, þar sem keppt er í því að halda hringnum sem lengst á snún- ingi. Vefsíðan www.wikihow.com/Hula-Hoop Morgunblaðið/Golli Fyrir alla Hægt er að húla hvar og hvenær sem er, inni eða úti. Hvernig skal snúa sér í húla Heilsa snýst ekki aðeins um að hreyfa og rækta líkamann, fara út og anda að sér súrefni, hún snýst ekki síst um hvað við látum ofan í okkur. Margrét Leifs heilsumarkþjálfun ætl- ar að vera með matreiðslunámskeið eða matarboð í formi sýnikennslu næstkomandi fimmtudag 13. febrúar kl. 18:30-21:30 á Tómasarhaga 31 í Reykjavík. Þar getur fólk lært að gera græna drykki, ljúffenga og holla pítsu, chiagraut og fleira. Innifalið í verði er full máltíð, fræðsla og upp- skriftir. Nú er lag að bæta nýjum hug- myndum í uppskriftabankann, alltaf svo gaman að breyta til. Endilega … …lærið að gera heilsudrykki Morgunblaðið/Eggert Grænt Allt er vænt sem vel er grænt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Þær eru margar heldur betur flottar myndirnar sem berast frá Vetrar- ólympíuleikunum í Rússlandi um þessar mundir, þar sem afreksfólk keppir í hverskonar íþróttagreinum sem tengjast Vetri konungi. Fólk svíf- ur um himinhvolfið á skíðum, rennur á ógnarhraða á brettum eftir ísilögð- um brautum, dansar á skautum á svellum og svo mætti lengi telja. Hér má sjá hinn kanadíska Philippe Mar- quis svífa í gær í frjálsri aðferð á skíðum. Vetrarólympíuleikar AFP Flug Philippe Marquis flýgur. Myndvænar íþróttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.