Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 15

Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 15
Sveitarfélög landsins glíma enn við skuldirnar sem þau söfnuðu flest á góðæristímanum í upphafi aldarinnar. Strangar fjármálareglur nýrra sveitarstjórnarlaga halda þeim við efnið. Smám saman eru mörg þeirra þó að ná tökum á vandanum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga telur að hrunið haustið 2008 hafi breytt viðhorfum sveitarstjórnarmanna. Breytt vinnubrögð séu víða að skila stórbættri afkomu. Sveitarfélögum sem ekki nýta hámarksútsvar fer fjölgandi. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Fjárhagsáætlanir margra sveitarfélaga fyrir þetta ár bera merki um auknar nýfjárfestingar. Halldór Halldórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir að komin hafi verið ákveðin þörf fyrir fjárfestingar í þeim sveitarfélögum þar sem íbúafjöldinn er mestur. „Á höfuðborgarsvæðinu, í mörgum nærliggjandi sveit- arfélögum og nokkru öðrum hafði verið ráðist í miklar fjárfestingar fyrir hrun. Í kjölfar hrunsins dró mikið úr fjárfestingarþörf hjá þessum sveitarfélögum og áherslur breyttust. Á þeim árum sem liðin eru frá hruni er hægt að segja að almennt hafi verið dregið mikið úr fjárfestingum og meg- ináherslan verið lögð á að hagræða í rekstri og greiða niður skuldir,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Miðað við fjárhagsáætlanir fyrir árið 2014 væri hægt að merkja ákveðin umskipti í þessu efni. Þörf fyrir fjárfestingar „Það er vafalaust komin ákveðin þörf fyrir fjárfestingar í þeim sveitarfélögum þar sem íbúafjöldi er mestur og það birtist í fjárhags- áætlunum fyrir árið 2014. Á árunum eftir hrun, þegar mikil þörf var almennt fyrir fjárfestingar í samfélaginu, til að mæta töluverðu atvinnu- leysi og slakri verkefnastöðu verktaka þá hefði það verið ákveðinn kostur ef fjölmennari sveit- arfélög hefðu getað staðið fyrir verulegum fjár- festingum. Um það var hins vegar ekki að ræða. Bæði er ekki farið í fjárfestingar nema brýn þörf sé fyrir þær og í annan stað voru áherslur sveitarfélaganna á þann veg að þau settu í forgang að lækka skuldastöðuna og taka almennt til í rekstrinum,“ sagði Halldór Halldór var spurður hvort sveitarfélögin hefðu almennt dregið lærdóma af afleiðingum skuldasöfnunarinnar á góðæristímanum. „Í sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi í árs- byrjun 2012 voru ákvæði um bæði jafnvægi í rekstri og skuldaþak. Upphaf þess máls má rekja til samkomulags sem undirritaður sem formaður sambandsins og þáverandi fjár- málaráðherra gerðum í mars 2007 um að sveit- arfélög settu sér fjármálareglur. Viðbrögð sveitarstjórnarfólks almennt voru á þann veg að það var byrjað að vinna eftir fyrirsjáan- legum ákvæðum laganna áður en þau voru samþykkt á alþingi. Ekki er hægt að segja ann- að en að viðbrögðin og undirtektir við þessum nýju ákvæðum hafi verið mjög góð og markviss um land allt, hrunið breytti að einhverju leyti viðhorfinu því viðhorfið til samkomulagsins 2007 var ekki mjög jákvætt fyrr en eftir hrun,“ sagði Halldór. Hrunið breytti viðhorfum Halldór kvaðst telja að almennt hefðu við- horf gagnvart rekstrar- og skuldaáhættu breyst mikið frá hruni. Rekstrarvitund hefði vaxið og víða verið lögð mikil vinna í að bæta notkun fjármuna, eftirlit með ráðstöfun fjár- muna verið bætt verulega og viðbrögð orðið skilvirkari. Breytt og skilvirkari vinnubrögð hafa skilað stórbættri afkomu hjá mörgum sveitarfélögum. „Við erum farin að sjá sveit- arfélögum, sem ekki nýta hámarksútsvar, fjölga aftur,“ bætti hann við. Halldór sagði að allt frá hruni hefðu sveit- arfélög landsins, bæði þau sem væru mjög skuldsett og einnig þau sem skulda minna, unn- ið markvisst að því að styrkja fjárhagsstöðu sína og bæta meðferð fjármuna. Ekki væri hægt að segja annað en að þetta hefði skilað verulegum árangri. gudmundur@mbl.is Nýfjárfestingar sveitarfélaga aukast  Staða sveitarfélaga er að batna  Hrunið breytti viðhorfum Morgunblaðið/Rósa Braga Framkvæmdir Fjárhagsáætlanir margra sveitarfélaga sýna auknar nýfjárfestingar. Ýmsir velta fyrir sér hvort kosningarnar í vor spili inn í. Halldór Halldórsson  „Þegar sveitarfélögin hafa tekið yfir stór verkefni frá ríkinu hafa tekju- stofnar fylgt með samkvæmt samningum þar um,“ sagði Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann var spurður um þörf sveitarfélaganna fyrir fleiri tekjustofna. Í ræðu hans á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í haust kom fram að sambandið legði áherslu á að breikka og styrkja tekjustofna sveitarfélaganna. Halldór rifjar upp að málefni fatlaðs fólks hafi síðast verið flutt til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011. „Á hinn bóginn hefur þess orðið vart á seinni árum að ríkisstofnanir eru farnar að skilgreina einhliða ýmis verkefni af meiri ákveðni en áður yfir á ábyrgð sveitarfélaganna án þess að þar hafi átt sér stað nokkur umræða milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir hann. Einnig gangi ríkisvaldið fram af meiri ákveðni í að fylgja því eftir að lögum og reglum sé framfylgt þegar verkefni sé komið á ábyrgð sveitarfélaganna en gert hafi verið á meðan ríkið bar ábyrgð á þeim sjálft. „Allt kostar þetta peninga og það safnast þegar saman kemur,“ segir Halldór. „Sveitarfélögin voru með nýjum sveitarstjórnarlögum sett undir ákveðnari reglur varðandi jafnvægi í rekstri og skuldastöðu. Þau hafa takmarkaða tekjustofna og geta eðlilega ekki farið út fyrir þann ramma sem þeir leyfa. Skylt er að kostnaðarmeta frumvörp til laga og önnur stjórnvaldsfyrirmæli frá ríkisvaldinu sem varða sveitarfélögin.“ Þurfa sveitarfélögin á fleiri tekjustofnum að halda? Tilfærsla Málefni fatlaðra hafa verið flutt frá ríkinu til sveitarfélaganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.