Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR
Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru-
og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara
FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR
Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar
Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur
Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur
Keðjurnar eru til í
mörgum gerðum og
í öllum mögulegum
stærðum
„Náðarhögg ferðafrelsisins“
ESB varar Svisslendinga við afleiðingum þess að takmarka frjálst flæði fólks
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Svissneskir fjölmiðlar telja að niður-
staða þjóðaratkvæðagreiðslu þar
sem meirihluti kjósenda samþykkti
að takmarka aðgengi innflytjenda
frá Evrópusambandslöndum að
landinu sé áfall fyrir ríkisstjórn þess
og afhjúpi enn á ný hversu klofið
landið er.
Ríkisstjórnin hafði hvatt lands-
menn til þess að hafna tillögunni sem
popúlistar af hægri vængnum lögðu
fram. Engu að síður samþykktu
50,3% þeirra sem tóku þátt hana.
Viviane Reding, dómsmálafulltrúi
framkvæmdastjórnar ESB, sagði í
gær að Sviss gæti ekki búist við því
að halda í kosti frjálsra viðskipta inn-
an ESB án þess að samþykkja frelsi
til ferða innan þess.
„Það er ekki mögulegt. Þú verður
að taka því öllu eða hafna því öllu,“
sagði Reding við breska ríkisútvarp-
ið BBC.
Snúa aftur til fortíðar
Athygli vakti að þau svæði lands-
ins þar sem innflytjendur eru flestir
höfnuðu tillögunni og naut hún
mests stuðnings til sveita.
„Sviss er að spóla til baka snældu
sögunnar. Landið hefur kosið að
snúa aftur til landamæraeftirlits.
Enn á ný eru það svæðin sem verða
fyrir minnstum áhrifum af innflytj-
endum og frjálsu flæði fólks sem
hafa stutt takmörkun þeirra hvað af-
dráttarlausast,“ sagði dagblaðið Les
Temps um niðurstöðuna.
Dagblaðið 24 heures sagði þjóðar-
atkvæðagreiðsluna „daginn sem
stöndug þjóð bjó til meiriháttar
krísu“. Svissneska þjóðin væri klofin
eins og endranær og hún hefði veitt
frjálsu flæði fólks náðarhöggið í
þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Klofningur
» Íbúar á frönskumælandi
svæðum Sviss greiddu at-
kvæði gegn tillögunni, þýsku-
mælandi voru klofnir í afstöðu
sinni en þeir ítölskumælandi
tóku afgerandi afstöðu með
henni.
» Mest andstaða var í borgum
eins og Basel, Genf og Zürich
þar sem fjöldi útlendinga býr.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hópur ástralskra vísindamanna við
ástralska þjóðarháskólann hafa
fundið elstu stjörnu sem menn hafa
fundið í alheiminum. Stjarnan er tal-
in vera um 13,6 milljarða ára gömul
og hún gefur stjarnvísindamönnum
tækifæri til að rannsaka efnasam-
setningu fyrstu stjarnanna sem
mynduðust í alheiminum.
Dr. Stefan Keller, yfirmaður
stjörnu- og stjarneðlisfræðideildar
háskólans, líkir fundinum við það að
finna nál í heystakki. Hópur hans var
að nota Skymapper-stjörnusjónauk-
ann til að búa til stafrænt kort af
stjörnuhimninum á suðurhveli jarð-
ar þegar hann fann stjörnuna fornu.
Niðurstaðan var staðfest með Ma-
gellan-sjónaukanum í Síle og var birt
í nýjustu útgáfu vísindatímaritsins
Nature.
„Bara með því að mynda lit stjarn-
anna getum við ráðið hverjar þeirra
séu líklegastar til að vera elstar. Við
getum séð hversu mikið járn er að
finna í þeim. Því meira járn, því
yngri eru stjörnurnar,“ segir Keller.
Járninnihald stjörnunnar sem
Ástralarnir fundu er um sextíu sinn-
um minna en í öðrum þekktum
stjörnum. Keller segir að stjarnan
hafi myndast í kjölfar sprengi-
stjörnu frá frumbernsku alheimsins
sem hafði sextíufaldan massa sólar-
innar okkar og dó út í gríðarlegri
sprengingu. Stjarnan sé eins og
tímahylki sem veiti mönnum nýjar
upplýsingar sem breyti hugmyndum
manna um fyrstu stjörnurnar sem
urðu til í alheiminum.
Elsta stjarna sem
hefur fundist
Talin vera 13,6 milljarða ára gömul
Sjónauki Keller við Skymapper-
sjónaukann í Nýja Suður-Wales.
Í að minnsta kosti 150 tilfellum hafa
bandarískar farþega- og flutninga-
flugvélar lent eða byrjað að lenda á
röngum flugvöllum frá því í byrjun
10. áratugar síðustu aldar. Þetta er
niðurstaða úttektar AP-fréttastof-
unnar á opinberum öryggisgagna-
grunni og fréttum fjölmiðla.
Mörg atvikanna áttu sér stað að
næturlagi og sögðu margir flug-
mannanna að þeir hefðu látið glepj-
ast af lendingarljósum fyrstu flug-
brautar sem þeir sáu eftir að þeir
byrjuðu að lækka flugið. Sumir
sögðust hafa hunsað sigling-
arbúnað sem sýndi að þeir væru af
leið vegna þess að þeir sáu flug-
braut út um gluggann.
Um 150 vélar rugl-
uðust á flugvöllum
BANDARÍKIN
AFP
Mistök Flugmenn rata ekki alltaf rétt.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Starfsmaður
safns í borginni
Ajaccio á frönsku
eyjunni Korsíku
er í vandræðum
eftir að hann
stóðst ekki mátið
að setjast á 200
ára gamlan klapp-
stól sem eitt sinn
var í eigu Napó-
lens Bónaparte.
Rautt leðrið í stólnum og viðurinn
gaf sig þegar starfsmaðurinn hvatvísi
settist. Atvikið átti sér stað á fimmtu-
dag en það komst fyrst upp í gær
þegar fréttist af neyðarheimsókn sér-
fræðings til safnsins.
Búið er að gera upp stólinn en
hann er hluti af sýningu á munum frá
herferðum Napóleons að því er kem-
ur fram í frétt AFP-fréttastofunnar
af málinu.
Starfsmaðurinn má eiga von á að
vera kallaður fyrir stjórn safnsins til
að gera grein fyrir gjörðum sínum.
Hlammaði
sér í stól
Napóleons
Leðrið og viðurinn
í stólnum lét undan
Napóleon
Bónaparte
Ungmenni róa gúmmíbát eftir verslunargötu bæjarins
Datchet í Berkshire þar sem áin Thames flæddi yfir
bakka sína og ógnar þúsundum heimila.
Janúarmánuður var sá votasti á Bretlandseyjum frá
því á 18. öld og hafa sum svæði í suðvesturhluta lands-
ins verið undir vatni í nokkrar vikur. Umhverfis-
stofnun landsins gaf út fjórtán alvarlegar flóðaviðvar-
anir fyrir svæði við ána vestur af London. Yfirvöld hafa
sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki látið dýpka ár
sem hafa flætt yfir bakka sína.
Á gúmmíbát upp verslunargötu
EPA
Breskur skurð-
læknir notaði
þrívíddarprent-
ara til þess að
prenta nýja
mjaðmagrind í
mann sem hafði
misst helminginn
af sinni vegna
krabbameins.
Þetta var fyrsta
aðgerð sinnar
tegundar.
Eftir að mælt hafði verið ná-
kvæmlega hversu mikið af beini var
fjarlægt vegna beinkrabbameins
var ný mjaðmagrind sniðin sér-
staklega að manninum og hún
prentuð úr títaníum. Þá var hefð-
bundinn gerviliður settur í nýju
liðskálina. Maðurinn, sem er um
sextugt, getur nú gengið við staf.
TÆKNI
Prentaði út nýja
mjaðmagrind
Þrívíddarprentari
er gagnlegur.