Morgunblaðið - 11.02.2014, Side 26

Morgunblaðið - 11.02.2014, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Ég nýt þess að stunda skvass því þetta er besta alhliða sportið sem ég hef kynnst. Þar brennir maður flestum kalorium, eykur vöðvastyrk og vöðvaúthald ogmeiðsl eru fátíð í skvassi (skv könnun Forbes) Erling Adolf Ágústsson Skvass gæti verið fyrir þig Frír prufutími Skvass er skemmtileg íþrótt fyrir fólk á öllum aldri. Um er að ræða fjölbreytta hreyfingu og mikla brennslu. Bóka þarf tíma með fyrirvara. Knattspyrnumaðurinn og Framarinn Daði Guðmundsson fagn-ar 33 ára afmæli sínu í dag. Hann er mikið afmælisbarn ogætlar að fara út að borða með kærustunni, Álfheiði Sigurðardóttur, ásamt dóttur þeirra, Sigurrós Soffíu, á Tapasbarn- um. „Þá er aldrei að vita nema maður fari líka í bíó með bíóklúbbn- um „Mynd sem horft er á“. Við vitum reyndar ekki hvaða mynd við förum á enda ákveður bíóklúbburinn aldrei á hvaða mynd hann fer fyrr en hann kemur í bíóið. Það er í raun óeðlilegt að ég skuli vera að tala um að fara á mynd með svona miklum fyrirvara þar sem yf- irleitt er ekki tekin ákvörðun um að fara í bíó fyrr en korteri áður en lagt er af stað,“ segir Daði. Hann er ekki búinn að baka mikið en þarf þó að fara með köku á fótboltaæfingu í tilefni dagsins, enda hefur Daði æft fótbolta með Fram frá barnsaldri Líkt og 11. febrúar ber með sér er Daði vatnsberi og segir hann að það sem einkenni hann sé þrákelkni og þýlindi eftir því sem við á en mikilvægt sé að þekkja það hvenær vert sé að beita þessum skap- gerðareinkennum. Daði er leikjahæsti leikmaður knattspyrnuliðs Fram og sló met Péturs Ormslev í fyrra þegar hann lék sinn 373. leik fyrir félagið. Meiðsli hafa þó hrjáð hann undanfarin tvö ár en hann segist hvergi nærri hættur. „Þar kemur þrákelknin sér vel,“ segir Daði kankvís. Daði Guðmundsson er 33 ára gamall í dag Glæstar vonir Daði Guðmundsson er hér við sportbíl eftir að hann fagnaði bikarmeistaratitli með Fram síðastliðið sumar. Þýlindur og þrá- kelkinn vatnsberi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogur Daníel Orri fæddist 17. maí kl. 8.40. Hann vó 3410 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Hlín Brynjólfsdóttir og Björgvin Sig- mundsson. Nýir borgarar Reykjavík Kristbjörg Emelía fæddist 1. apríl. Hún vó 3630 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru María Guð- björg Guðmundsdóttir og Ingvar Rafn Stefánsson. Þ orsteinn fæddist í Reykjavík 11.2. 1954. Hann átti heima í Kaup- mannahöfn fyrstu fimm árin þar sem faðir hans stundaði nám við dýralækningar. Að því loknu flutti fjölskyldan aftur heim og skömmu síðar á Sauðárkrók er faðir Þorsteins var ráðinn héraðs- dýralæknir í Skagafirði. Þorsteinn lauk því fullnaðarprófi frá Barnaskóla Sauðárkróks, lands- prófi frá Gagnafræðskólanum þar 1970, stúdentsprófi frá MR 1974 og prófi í viðskiptafræði frá HÍ. Á æskuárunum var Þorsteinn í sveit á Þverlæk í Holtahreppi í Rangárvallasýslu: „Í sveitinni kynntist maður almennum bústörf- um eins og þau gengu fyrir sig á þessum árum. En þetta var ekki bara spurning um framandi vinnu- brögð. Sveitadvölin hafði yfirleitt uppbyggileg áhrif á almenn viðhorf unglinga til lífsins og tilverunnar. Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri á Vopnafirði – 60 ára Tendruð jólaljós Þorsteinn með ræðu þegar kveikt var á jólatré bæjarins. Karlakórinn í baksýn til halds og trausts. Sveitarstjóri sem dans- ar, gengur og ríður út Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Olíufundur Þorsteinn stýrir fundi sem haldinn var á Vopnafirði árið 2009, um olíluleit og þá hugsanlega þjónustumiðstöð á Norð-Austurlandi. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.