Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 32

Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma síma 566 6161 … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Settu heilsuna í fyrsta sæti! Við tökum vel á móti ykkur og bjóðum upp á notalegt andrúmsloft og skemmtilegan félagsskap. Við lok dagskrár Ljósmyndadaga á laugardag var tilkynnt í Ljós- myndasafni Reykjavíkur hverjir hlytu styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar að þessu sinni. Magnús (1862-1937) var einn helsti ljósmyndari þjóðarinnar á öndverðri nítjándu öld. Fyrir valinu urðu Bára Krist- insdóttir, sem er reyndur atvinnu- ljósmyndari, bæði í listrænni ljós- myndun og iðnaðarljósmyndun, og Valdimar Thorlacius sem útskrifast í vor úr Ljósmyndaskólanum. Hægt verður að sjá verk Valdi- mars á útskriftarsýningu skólans í húsinu við hlið Nesstofu um næstu helgi en Bára verður síðar í mán- uðinum fulltrúi Íslands, ásamt Pétri Thomsen, á sýningu á norrænni ljósmyndun í Scandinavia House í New York. Valið á styrkþegum önnuðust er- lendir og innlendir rýnar Ljós- myndadaga, safnstjórar, galleristar og sýningastjórar sem í tvo daga skoðuðu möppur um fjörutíu ljós- myndara í Ljósmyndasafni Reykja- víkur og gáfu þeim ráð. Var þetta í annað sinn sem út- hlutað er út Minningarsjóði Magn- úsar Ólafssonar en markmiðið með honum er að styrkja ljósmyndun sem listgrein. Ljósmynd/Sigríður Kristín Birnudóttir Styrkþegarnir Bára Kristinsdóttir og Valdimar Thorlacius fyrir miðju ásamt Magnúsi Karli Magnússyni og Ingibjörgu Pétursdóttur, afkomendum Magn- úsar Ólafssonar ljósmyndara, og Maríu Karen Sigurðardóttur safnstjóra. Valdimar og Bára hlutu styrkinn María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Högni Egilsson tónlistarmaður frumflytur á fimmtudag nýtt frum- samið verk á raftónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík sem fram fer dag- ana 13. til 15. febrúar. Högni hefur lengi verið virkur í íslensku tónlist- arlífi og notið mikillar velgengni með hljómsveitinni Hjaltalín. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur semur hann líka tónlist fyrir leikhús, nú síð- ast Bláskjá sem sýnt er í Borgarleik- húsinu. Sálarfullur söngur Högni er þaulvanur tónsmíðum en hann útskrifaðist með BA-gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Högni segir að verkið eftir sig á Sónar sé töluvert frábrugðið fyrri verkum hans og vill síður gefa upp hvort hann verði með hljóðfæra- leikara sér til halds og trausts eða ekki en Karlakór Fóstbræðra mun þó gegna veigamiklu hlutverki. „Þetta er mjög frábrugðið því sem ég hef verið að gera en ég held engu að síður að verkið muni höfða til mjög margra og að flestir muni sjá og upplifa eitthvað sem þeir hafa ekki séð eða upplifað áður,“ segir Högni. „Ekki er um hefðbundinn tónlistarflutning að ræða heldur ganga áhorfendur inn í ákveðinn hugarheim og inn í hann fléttast hið myndræna, næstum eins og eins manns söngleikur. Tónlistinni má lýsa sem elektrónískri tónlist og hún byggist á hægum grunni. Verkið er sungið á fagran og sálarfullan hátt og það er umvafið tveimur karla- kórsverkum. Þetta er eitthvað sem varð til fyrir tveimur árum þegar ég og President Bongo úr Gus Gus unnum saman. Þá sömdum við saman tónlist í sam- vinnu við Atla Bollason textahöfund og út frá þeim heimi spruttu síðan fleiri lög.“ Karlmennskan og ægifegurðin Högni kemur fram undir heitinu HE sem eru upphafsstafir Högna en vísa líka, sem enska orðið „he“ („hann“), til myndmáls verksins sem er karllægt. „Heitið vísar ekki aðeins í nafnið mitt heldur nær það einnig vel yfir hugmyndina sem liggur að baki verkinu. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hið kvenlega og kvenlegt innsæi en hér er ég hins vegar að vinna með hugmyndir um hið karllæga. Tónleikarnir verða mjög myndrænir og kaldir eig- inleikar einkenna þennan mynd- ræna heim sem ég mun leitast við að skapa. Þá verður náttúran í fyr- irrúmi þar sem vatn og sjór gegna ákveðnu hlutverki og undirtónninn er almennt mjög karllægur. Í heild má segja að upplifunin verði mjög áhrifarík og aðeins fjar- lægari eða dularfyllri en gengur og gerist í hinum venjulega heimi. Ég leitast við að skapa óáþreifanlega töfra í tónlistinni en það er einmitt það sem tónlist snýst yfirhöfuð um. Tónlist þessi hefur hægan og harm- rænan hljóm og við erum mikið að vinna með ægifegurðina.“ Heldur ótrauður áfram Högni mun ekki sitja auðum höndum eftir þetta verkefni heldur er hann að leggja lokahönd á plötu með Gus Gus sem kemur út í ár. Þá útilokar Högni ekki að ráðast í fleiri verkefni einn síns liðs. „Ef draumarnir yfirgefa mig ekki mun ég halda áfram að vinna sjálf- stætt. Mér finnst það gott. Ég hef alltaf gert það, bæði samið tónlist fyrir leikhús og hljóðfærahópa og geri ráð fyrir að halda áfram á þeirri braut,“ segir hann. Tónleikar Högna fara fram í Silf- urbergi í Hörpu næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 21.30. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar www.sonarreykjavik.com. Ef draumarnir yfirgefa mig ekki  Högni flytur nýtt verk á tónlistarhátíðinni Sónar HE Högni Egilsson kemur fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík. Sonar Reykjavik John Travolta upplýsir í samtali við blaðamann Daily Telegraph að hann dreymi um að leika illmenni í kvikmynd um njósnarann James Bond. Leikarinn, sem sló í gegn sem fimur dansari og söngvari í Saturday Night Fever og Grease, verður sextugur í næsta mánuði og viðurkennir fúslega að hann kunni ekki að meta þá staðreynd. Hann hefur nú lagt dansskónum en þakk- ar kvikmyndinni Pulp Fiction fyrir að hafa endurreist feril sinn, eftir áratugar lægð, og hefur hann síðan tekist á við mun fjölbreytilegri hlut- verk en áður. Þar á meðal eru hlut- verk ýmissa illmenna illmenna og fanta. Travolta segist hafa rætt við framleiðanda Bond-myndanna og henni hafi litist vel á þá hugmynd að hann fengi að láta þar til sín taka. „Það þætti mér spennnadi,“ segir hann. AFP Fjölhæfur John Travolta þykir góðlegur en leiðist samt ekkert að leika vonda karla. Dreymir um að leika illmenni í Bond-mynd Breski myndlist- armaðurinn Damien Hirst, sem sagður er efnaðasti mynd- listarmaður sam- tímans, viður- kennir í samtali við vikublaðið Observer að hann sæki hug- myndir í verk barna sinna og segir að ungt fólk geti skapað mun betri listaverk en fullorðnir. Hirst segir að fullorðnir haldi iðulega aftur af sér vegna óttans við að mistakast en ungmenni ráð- ist einfaldlega á verkefnin. Þess vegna móðgist hann ekki ef verk hans eru sögð „barnaleg“. Leitar hugmynda í verkum barnanna Damien Hirst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.