Morgunblaðið - 11.02.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 11.02.2014, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. „Hef aldrei séð hann svona reiðan“ 2. Bara fyrir þá sem eru 20 kg of þungir 3. Bíllausir með 80% meiri greiðslugetu 4. Áhorfendur risu úr sætum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndavefurinn The Wrap greinir frá því að leikararnir Martin Henderson, Emily Watson, Thomas Wright og Michael Kelly hafi bæst í leikarahóp kvikmyndarinnar Everest sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Enska leikkonan Watson er líklega þekktust í þessum hópi, hefur leikið í fjölda þekktra og viðurkenndra kvik- mynda, m.a. Breaking the Waves og War Horse. Henderson á m.a. að baki kvikmyndina The Ring, Wright hefur leikið í bandarískri endurgerð sjón- varpsþáttanna Broen, The Bridge, og Kelly hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta og þá m.a. þátt- unum House of Cards en í þeim leikur hann slægan aðstoðarmann hins sið- lausa Franks Underwoods. Emily Watson leikur í Everest Baltasars  Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur verið gefin út á sjö erlendum tungumálum og er vænt- anleg á þremur til viðbótar. Í fyrra kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku. Bókin var valin ein af tíu bestu erlendu skáldsögum ársins 2013 af frönskum bóksölum og í lok nóvember sl. hlaut Hallgrímur Prix Millepages, verðlaun bókabúðarinnar Millepages í París, fyrir bestu erlendu skáld- sögu haustvertíðar- innar. Á Spáni hefur bókinni einnig verið vel tekið og var hún valin besta þýdda skáld- sagan af þeim sem komu út í fyrra, af bókmenntasíð- unni todoliterat- ura.es. Verðlaun í Frakk- landi og best á Spáni Á miðvikudag og fimmtudag Norðaustan 10-15 m/s og snjó- koma eða él norðan- og austanlands, en heldur hægari og úrkomu- lítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti um eða undir frostmarki. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan- og norðanátt, víða 3-10 m/s en 8-15 vestantil. Gengur í norðaustan 13-20 seint í dag, hvassast með suðurströndinni. Hiti kringum frostmark. VEÐUR FH, Haukar og ÍR eru kom- in í undanúrslitin í bikar- keppni karla í handknatt- leik ásamt Aftureldingu. FH þurfti framlengingu til að knýja fram sigur gegn Akureyringum og Haukar voru lengst af undir gegn Val en tryggðu sér sigurinn undir lokin. Bikarmeist- ararnir úr ÍR gerðu góða ferð austur á Selfoss og sigruðu þar lið heima- manna. »2-3 FH, Haukar og ÍR í undanúrslitin Sveinn Aron Sveinsson var hættur í handbolta og farinn að spila fótbolta með Reyni í Sandgerði þegar Ólafur Stefánsson taldi hann á að byrja að æfa á ný með Valsmönnum. Sveinn hefur skorað 19 mörk í síðustu tveim- ur leikjum Vals og er leikmaður 13. umferðar hjá Morgunblaðinu. „Það er hrein skemmtun að spila undir stjórn Óla,“ segir Sveinn Aron. » 2-3 Hrein skemmtun að spila undir stjórn Óla Nýliðar Hauka í Dominos-deild karla í körfuknattleik juku í gærkvöldi möguleika sína á því að komast í úr- slitakeppnina til mikilla muna. Hauk- ar fengu þá bikarmeistara Stjörn- unnar í heimsókn á Ásvelli í Hafnarfirði og höfðu betur, 76:67, eftir jafnan leik. Garðbæingar réðu lítið við Terrence Watson sem skoraði 29 stig fyrir Hauka. »4 Haukar styrktu stöðu sína til mikilla muna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér finnst ástæðulaust að draga sig í hlé þótt árunum fjölgi. Það er alltaf mikið að gera hjá mér,“ segir Sigurður Hallmarsson á Húsavík. Þessa dagana er í safnahúsinu þar í bæ uppi sýning þar sem Sigurður sýnir 51 vatnslitamynd. Slíkt væri ef til vill ekki í verulegar frásögur fær- andi nema hvað Sigurður er orðinn 84 ára og er enn á fullu í myndlist- inni og margvíslegu starfi öðru. Vatnslitir, penslar og blöð Meðal verkefna Sigurðar í dag eru að hann stjórnar 40 manna kór eldri borgara í bænum. Þá var hann fyrr á tíð máttarstólpi í leiklistarlífinu á Húsavík sem jafnan hefur verið öfl- ugt og hluti af bæjarbragnum þar. Má þess geta að Sigurður er faðir Hallmars, sem lengi hefur verið einn af þekktari leikurum þjóðarinnar og jafnframt kunnur útvarpsmaður. „Birtan í landslaginu hefur alltaf heillað mig. Vorið; maí og fyrstu vik- urnar í júnímánuði eru alveg ein- stakir tímar að því leyti að þá er birtan svo skær og tær. Ég hef oft farið eitthvað út í náttúruna á þess- um tíma árs með vatnsliti, pensla og blöð. Er reyndar orðinn latari við það nú en áður, því árunum fylgir að ég þoli orðið heldur minna en áður var. Ég ólst upp á Bakkanum í suð- urbænum hér á Húsavík og þaðan sést vel yfir Skjálfandaflóa til Kinn- arfjalla. Þau eru svipsterk og mynd- irnar af þeim sem ég hef málað eru ótalmargar,“ segir Sigurður sem í áraraðir var skólastjóri barnaskól- ans í bænum. Myndlistin og annað listastarf var alltaf aukageta og tóm- stundastarf. „Myndefnin hef ég gjarnan sótt í nágrenni mitt hér í Þingeyjar- sýslum. Ég hef málað býsna margar myndir til dæmis héðan frá Húsavík, úr Kinninni, frá Laxá og úr Aðal- dalshrauni. Þessa dagana er ég með á borðinu Raufarhafnarmynd sem vinur minn bað mig um að mála fyrir sig. Svo hefur mér líka fundist gam- an að teikna upp sjómennina hér á Húsavík. Karlana sem róa út á Skjálfandann og eiga afdrep sitt í verbúðunum hér undir Bakkanum eins sagt er hér í bæ,“ segir Sig- urður sem hefur einbeitt sér að vatnslitamyndum. Vatnslitirnir einfaldari Hann segir slíkt einfaldara í snið- um en olíulitina sem í raun krefjist þess að menn komi sér upp pláss- frekri aðstöðu. Hún sé ekki til staðar í þjónustuíbúðinni á Hvammi á Húsavík þar sem þau Herdís Birg- isdóttir, eiginkona Sigurðar, búa. Birtan í landinu alltaf heillandi  Sigurður Hallmarsson með 51 mynd á sýningu á Húsavík og orðinn 84 ára Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vatnslitir Kinnarfjöllin handan Skjálfandaflóa hafa ýmis svipbrigði eftir því hvernig viðrar og birtan er. Fjöllin blasa við frá Húsavík og þau eru gjarnan myndefni Sigurðar Hallmarssonar. „Myndefnin hef ég gjarnan sótt í nágrenni mitt hér í Þingeyjarsýslum,“ segir þetta listaskáld litanna. Um dagana hafa hlutverk leik- arans Sigurðar Hallmarssonar verið býsna mörg. Húsvíkingar minnast hans meðal annars sem Tevje mjólkurpósts úr söng- leiknum fræga um Fiðlarann á þakinu. Þá brá hann sér í gervi ekki minni kappa en Snorra Sturlusonar í heimildarmynd um Reykhyltinginn fræga sem Þrá- inn Bertelsson leikstjóri gerði og sýnd var í Sjónvarpinu upp úr 1980. Einnig var hann í auka- hlutverki sem kaupfélagsstjóri á kvennafari í annarri mynd Þrá- ins, það er Nýju lífi, sem sýnd var um líkt leyti. Frægur mjólkurpóstur OFT Á LEIKSVIÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.