Morgunblaðið - 24.02.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014
Viðbrögð við ákvörðun stjórnar-flokkanna að draga umsókn um
aðild að ESB til baka hafa í senn ver-
ið fyrirsjáanleg og furðuleg. Fyrir-
sjáanlegt var að ýmsir yrðu óánægð-
ir með niðurstöðuna, enda hjartans
mál þeirra að koma
Íslandi inn í ESB. Og
í tilfelli Samfylking-
arinnar, eina málið.
Furðulegt varhins vegar að
fylgjast með vanstill-
ingu ýmissa sem
væntanlega vilja láta
taka sig alvarlega.
Össur Skarphéð-insson reynir
að tryggja sér
forystuhlutverk van-
stilltra þegar hann segir það „stappa
nærri pólitísku hermdarverki“ að
hætta við umsókn að Evrópusam-
bandinu. Svona tal er ekki boðlegt
fyrir þingmann, hvað þá fyrrverandi
utanríkisráðherra, og mætti Össur
að ósekju biðjast afsökunar á ofs-
anum.
Fáeinir samflokksmenn formannsSjálfstæðisflokksins hafa einn-
ig gengið allt of langt og hefðu mátt
telja upp að tíu áður en þeir blésu út.
Formaðurinn hefur sýnt þessum litla
minnihluta í flokknum mjög mikinn
skilning, en minnihlutinn verður að
sætta sig við að formaðurinn fylgi
skýrum landsfundarsamþykktum
sem hafa ótvíræðan stuðning.
Svo eru það hæfilega trúverðugirhugsjónamenn eins og flokka-
flakkarinn Guðmundur Steingríms-
son sem segir það „ótrúlegt ofríki og
þröngsýni“ að vilja ekki ganga
áfram leiðina inn í ESB.
Hvernig á að taka menn alvar-lega sem tala með þessum
hætti?
Össur
Skarphéðinsson
Fyrirsjáanleg
furðuviðbrögð
STAKSTEINAR
Guðmundur
Steingrímsson
Veður víða um heim 23.2., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík -3 skafrenningur
Akureyri 0 alskýjað
Nuuk -15 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 2 súld
Kaupmannahöfn 5 heiðskírt
Stokkhólmur 6 heiðskírt
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 7 skýjað
Brussel 12 léttskýjað
Dublin 10 skýjað
Glasgow 10 alskýjað
London 12 skýjað
París 11 léttskýjað
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 8 heiðskírt
Berlín 10 heiðskírt
Vín 11 léttskýjað
Moskva 0 slydda
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 12 skýjað
Winnipeg -17 skafrenningur
Montreal -1 léttskýjað
New York 9 heiðskírt
Chicago -6 skýjað
Orlando 22 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:53 18:30
ÍSAFJÖRÐUR 9:05 18:28
SIGLUFJÖRÐUR 8:48 18:11
DJÚPIVOGUR 8:24 17:58
Opið alla virka daga
08:00-17:00
Sendum um allt land
-VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA
Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is
HLJÓÐ-
VARNARGLER
Er hávaðinn
að trufla?
Hafið samband
við sölumenn okkar
ÍSPAN,
SMIÐJUVEGUR 7,
S. 54-54-300
Ispan.is
Héraðsdómur Suðurlands úrskurð-
aði um helgina mann á þrítugsaldri í
gæsluvarðhald til 5. mars næstkom-
andi. Sá er grunaður um íkveikju í
íbúð í tvíbýlishúsi við Birkivelli á Sel-
fossi aðfaranótt laugardags. Miklar
skemmdir, af völdum elds, sóts og
vatns, urðu á íbúðinni þar sem eld-
urinn logaði. Hún er á neðri hæð
hússins. Íbúðin var mannlaus, en
fólk á efri hæð, sem varð eldsins vart
og hringdi á slökkvilið, sakaði ekki
og raunar hóf einn þeirra slökkvi-
starf með garðslöngunni áður en
slökkvilið bar að. Þykir það hafa
bjargað talsverðu, því ella hefði
hugsanlega enn verr farið.
Að sögn Ólafs Helga Kjartansson-
ar, sýslumanns á Selfossi, bentu
verksummerki fljótt til íkveikju.
Vinna rannsóknarlögreglu, meðal
annars manna úr tæknideild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, renndi
stoðum undir þann grun. Fór svo í
framhaldinu að maður sem þekkti
íbúa var handtekinn, færður til yf-
irheyrslu og í gæsluvarðhald í kjöl-
far niðurstöðu dómara.
Að sögn sýslumannsins er rann-
sókn málsins komin á góðan rekspöl.
Þó sé eftir að vefa saman nokkra
þræði svo heildarmyndin verði skýr.
sbs@mbl.is
Meintur brennumaður í haldi
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Eldsvoði Lögreglumaður við rann-
sókn á vettvangi á Selfossi.
Eldsvoði í íbúð við Birkivelli á Selfossi aðfaranótt laugar-
dags Miklar skemmdir Grunur er um íkveikju
Jóhann Skúlason á hestinum Hnokka
frá Fellskoti vann í töltkeppninni á
mótinu World Tölt sem haldið var
um helgina í Óðinsvéum í Danmörku.
Hann hlaut 9,16 í einkunn sem var
meira en einum heilum hærra en
næsti keppandi fékk. Unn Krogen og
Hrafndynur frá Hákoti lentu í 2. sæti
með 8,00 í einkunn.
Þetta var í 5. sinn sem Jóhann á
Hnokka sigraði í töltinu á þessu móti.
Síðustu árin hefur Jóhann verið
sigursæll í hestamennsku. Sigraði í
tölti í sjötta sinn á heimsmeistara-
móti íslenska hestsins sem fram fór í
Berlín í sumar og var þá einnig á
Hnokka frá Fellskoti. Þá varð hann
einnig heimsmeistari í fjórða sinn í
sameiginlegum fjórgangsgreinum og
endaði í þriðja sæti í fjórgangi. Er þá
fátt eitt nefnt af sætum sigrum Jó-
hanns.
Sigraði í tölt-
keppninni í
fimmta sinn
Tölt Jóhann Skúlason á Hnokka hef-
ur unnið til margra verðlauna.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason