Morgunblaðið - 24.02.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014
Svanhildur Eiríksdóttir
svanhildur.eiriksdottir@reykjanesbaer.is
Óformleg könnun meðalkennara afburðanemenda íReykjanesbæ gaf til kynnaað fá ungmenni lesi sér til
yndis og ánægju. Þessi vitnisburður
er reyndar ekki nýr af nálinni og
nægir að vísa í niðurstöður PISA-
rannsóknarinnar sem gáfu til kynna
að lesskilningi fer hrakandi. Um 30%
drengja og 14% stúlkna sem rann-
sóknin náði til lesa sér ekki til gagns.
Á grundvelli þessara vísbendinga var
lestrarkeppni hleypt af stokkunum
fyrir börn á aldrinum 6 til 18 ára, í því
skyni að auka yndislestur.
Hafþór Birgisson, tómstunda-
fulltrúi Reykjanesbæjar, sagði í sam-
tali við blaðamann að Samtaka-
hópurinn í Reykjanesbæ sem hann er
fulltrúi í hafi rætt minnkandi lestur
og hrakandi lesskilning ungs fólks og
leiðir til þess að auka yndislestur og
auka heimsóknir á almennings-
bókasafnið. „Við ákváðum því að fara
af stað með lestrarkeppni fyrir börn
þar sem til mikils væri að vinna. For-
eldrar þurfa að staðfesta að ung-
mennið hafi lesið á þar til gerð stað-
festingarblöð og dregið verður um
veglega vinninga í lokin.“ Keppnin
sem stendur til 11. apríl verður hýst á
Bókasafni Reykjanesbæjar, þar sem
þátttakendur þurfa að taka bæk-
urnar að láni, fá þátttökustaðfesting-
arblöð og skila þeim eftir lestur
hverrar bókar með undirskrift for-
eldris eða forráðamanns. „Við mun-
um líka verðlauna þann skóla sem á
flesta nemendur í þátttökuhópnum,
með borðtennisborði eða öðru leik-
tæki sem skólann vanhagar um, en
við tökum þó skýrt fram að það má
ekki lesa skólabækur í þessari lestr-
arkeppni.“ Af öðrum vinningum má
nefna fjölskyldukort í Bláa lónið, sem
gildir í ár, árskort í Sambíóin, reiðhjól
og bókagjafir.
Lestrarfyrirmyndir
Hjá Lionshreyfingunni stendur
nú yfir alþjóðlegt baráttuverkefni
gegn ólæsi í heiminum. Í því skyni
var undirritaður samningur við Sam-
einuðu þjóðirnar þess efnis að standa
við þúsaldarmarkmið samtakanna
sem m.a. kveða á um að tryggja að öll
börn njóti gunnskólamenntunar.
Lestrarátak Lions mun ná yfir ára-
tug, það hófst 2012 og því lýkur 2022
og er markmið hreyfingarinnar að
eiga samstarf við hina ýmsu hópa og
stofnanir í samfélaginu, m.a. í því
skyni að auka bókakost og aðgengi að
bókum. Til þess að ræða lestrarvanda
barna og úrræði var efnt til málþings
í Norræna húsinu 20. febrúar sl. þar
sem framsögumenn komu úr mörg-
um ólíkum áttum með ólík sjónarhorn
á vandann og úrræðin. Eitt af því var
mikilvægi foreldra og forráðamanna
sem fyrirmynda barnanna og einmitt
þess vegna vill Samtaka-hópurinn í
Reykjanesbæ að foreldrar taki virk-
an þátt í lestrarkeppninni.
Þorgrímur Þráinsson rithöfund-
ur vakti máls á því í lesendagrein hér
Að finna bók sem er
lykill að lestraráhuga
Lestrarvandi ungs fólk hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu, ekki síst
eftir að niðurstöður PISA-rannsóknarinnar litu dagsins ljós undir lok síðasta árs
og því er brýnt að spyrna við fótum. Með það að leiðarljósi var lestrarkeppni ýtt úr
vör í Reykjanesbæ sl. fimmtudag. Á sama tíma hélt Lionshreyfingin málþing í
Norræna húsinu undir yfirskriftinni Börn í hættu: Lestrarvandi.
Rithöfundur les Ragnheiður Gestsdóttir segir upplestur fyrir börn í
skólanum skemmtilegan og að aðgangur barna að bókum sé mikilvægur.
Þar skipti bókasöfn miklu máli en best að geta líka gripið í bók heimafyrir.
Gaman Við upphaf lestrarkeppninnar, f.v. Stefanía Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður Bókasafnsins, Árni Sigfússon bæjarstjóri, Sóley Þrastardóttir,
formaður ungmennaráðs, og Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri.
Bloggið hennar Bergþóru Gísladóttur
er skemmtilegt. Hún skrifar um allt
milli himins og jarðar en undanfarið
hefur hún verið mjög dugleg að
blogga um bækur sem hún les, enda
lestur góðra bóka eitt af hennar
áhugamálum og hún meðlimur í
bókaklúbbi. Nýjustu færslur eru um
bók Þórunnar Erlu- og Valdimars-
dóttur, Stúlka með maga, sem hlaut
Fjöruverðlaunin á dögunum, en Berg-
þóru fannst hún vera eins og teppi
ofið úr garni af ólíkum toga. Einnig
hafði Bergþóra nýlega lesið bók Guð-
mundar Andra, Sæmd, enda er hún
heilluð af nítjándu öldinni. Bergþóra
er fædd á Hlíðarenda í Breiðdal í Suð-
ur-Múlasýslu og segir sjálf þar sem
hún kynnir sig að hún hafi fengið al-
menna sveitamenntun til munns og
handa og mikla verkþjálfun. En fyrst
og fremst hefur hún starfað að skóla-
málum hjá borg og ríki.
Vefsíðan www.bergthoraga.blog.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bóklestur Bækur geta sannarlega stækkað heiminn, þær göfga og skemmta.
Bergþóra bloggar um bækur
Flestir kannast við hvernig blessaðir
sólargeislarnir geta afhjúpað rykið
sem sest hefur vetrarlangt heima hjá
okkur. Þetta vill jú safnast upp og vera
lítt sýnilegt á ólíklegustu stöðum í
vetrarmyrkrinu, en þegar geislar sunnu
skína þá blasir þetta við og sumir taka
snöggt viðbragð og grípa tusku og fara
um eins og stormsveipur. Þó að nokk-
uð sé eftir af vetrinum og mars rétt að
byrja um næstu helgi, þá minnir það
svolítið á vorkomuna að sjá rykið sem
sólin lýsir upp og um að gera að taka
svolítið forskot á vorhreingerningar og
strjúka og þrífa þar sem þarf heima hjá
okkur. Bætir, hressir, kætir.
Endilega …
… þrífið rykið
sem sólin sýnir
Morgunblaðið/Eggert
Hreingerningar Glugga þarf að þrífa.
Á sýningunni Einkaútgáfur, örforlög
og annarskonar miðlun frá 1977 til
samtímans, sem nú stendur yfir í
Þjóðarbókhlöðu, er úrval einstakra
verka á ýmsum miðlum frá síðustu
áratugum. Verkin eiga það flest sam-
merkt að vera framleidd af hug-
kvæmni og á ódýran og hagkvæman
máta og oft er hvert eintak handgert
af höfundum og útgefendum, allt frá
fjölritunum til stafrænnar prentunar
og rafrænnar útgáfu til umslaga
geisladiska, snælda, EP-platna, plak-
ata, VHS-spóla, DVD-diska o.fl.
Sýningunni er ætlað að vekja at-
hygli örforlaga og einyrkja í útgáfu á
að það skipti máli að koma eintaki
eða eintökum til safnsins, sérstak-
lega ef gefið er út í litlu upplagi sem
hverfur fljótt, en skylduskilalög hafa
breyst tvisvar á síðustu 40 árum með
breyttri tækni og miðlun í útgáfu.
Haft var samband við frumkvöðla í
gerð hljómplatna, snælda, mynd-
banda, stafrænnar prentunar og fjöl-
ritunar við gerð sýningarinnar.
Sýningin er sérlega skemmtileg og
stendur fram í byrjun mars.
Snældur, EP-plötur, plaköt og fleira
Einkaútgáfur
og örforlög
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Útgáfa Getur verið margskonar.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is
Vöruhúsatæki
Linde býður upp
á fjölmargar
gerðir af
vöruhúsatækjum.
Örugg og góð
þjónusta.