Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 12
VIÐTAL Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, segir skorta á heildarsýn í málefnum barna og ungmenna á Íslandi sem glíma við fjölþætt vandamál, s.s. geðraskanir og fíkniefnavanda. Hún segir þjón- ustuna við börnin og fjölskyldur þeirra fyrst og fremst á höndum sveitarfélaganna en vinna sé að hefj- ast við endurskoðun kerfisins á veg- um ráðuneytisins. Hún segir margt undir í þeirri vinnu og vill m.a. kanna hvort skynsamlegt sé að hætta að flokka skjólstæðinga þjón- ustunnar niður í afmörkuð box, eins og hún orðar það. Eygló segir flækjustig kerfisins allt of mikið en málefni ungmenna sem eiga við margþætt vandamál að stríða séu m.a. á verkefnasviði fjög- urra ráðherra; ráðherra félagsmála, heilbrigðismála, menntamála og dóms- og fangelsismála. „Þetta er á höndum alltof margra,“ segir hún. „Þetta eru fjögur ráðuneyti, sveit- arfélögin, ýmis frjáls félagasamtök. Það eru allir að reyna að gera sitt besta en það skortir þessa heildar- sýn. Það skortir á stefnumörkun frá stjórnvöldum,“ segir ráðherra. Viðvarandi vandamál Eygló segir að eitt af því sem horft verður til við endurskipulagn- ingu kerfisins sé flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaganna en nefnd um samhæfða þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroska- raskanir hefur mælt með því að þjónustan við þessi börn verði felld undir þjónustukerfi fatlaðra. „Það sem nefndin er m.a. að benda á er að þú ert með ákveðinn hóp af börnum og ungmennum sem eiga við mjög fjölþættan vanda að stríða og þetta snýst ekki um slæma meðferð á börnunum innan heimilisins. Oft eru þetta súperforeldrar sem standa að þessum börnum; foreldrar sem eru búnir að gera allt sem þeir mögu- lega geta fyrir börnin sín en börnin eiga bara við það mikla erfiðleika að stríða að þau þurfa meiri aðstoð; þau þurfa meiri hjálp. Þetta er ekki bara eitthvað sem þau læknast af, þetta er ekki bara eitthvað sem hverfur þegar einstaklingur verður 18 ára. Þetta er varanlegt ástand. Það er hægt að hjálpa börnunum, þau geta lifað með þessu og það er hægt að meðhöndla þetta að ákveðnu leyti en þetta er í raun fötlun, eins og nefnd- in kemst að raun um,“ segir hún. Eygló segir umræðuna um kerfið oft snúa að vanda þeirra ungmenna sem eru í fíkniefnaneyslu en hún geti bæði verið orsök og afleiðing annarra vandamála, s.s. geðraskana, félagslegra vandmála, brotinna heimila eða erfiðleika í skóla, s.s. eineltis. „Þetta eru allt vandamál sem við erum að fást við í barna- verndarkerfinu og þetta eru við- kvæmustu skjólstæðingarnir. Við þurfum að ná utan um þetta og það er mín tilfinning sem ráðherra að við erum ekki að gera það,“ segir hún. Passa ekki í eitt box Börn og ungmenni sem glíma við geðræn vandamál og hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu eru þó án ef einna verst setti hópurinn í kerfinu en líkt og fram hefur komið í Morgun- blaðinu undanfarnar vikur koma fjölskyldur þessara barna oftar en ekki að hálflokuðum dyrum, þar sem þær fá hvergi lausn sinna mála á einum og sama staðnum. Eygló seg- ir þetta vissulega eitt af þeim vanda- málum sem taka þarf til skoðunar. „Ég held að við þurfum að horfa til þessa og þetta er það sem ég vil fá að heyra frá sérfræðingum og þeim sem vinna með þessum börn- um, þ.e. svör um hvort rétt sé að hætta að flokka börn inn í þessi box,“ segir hún. Vandinn sé sá að aðstoð vegna geðrænna vandamála sé að finna á einum stað og aðstoð vegna fíkniefnaneyslu á öðrum. „En svo ertu með ungmenni sem eiga við bæði vandamál að stríða og eigum við þá að segja nei, við ætlum ekki að hjálpa þér af því að þú ert í þess- ari stöðu? Þetta er miklu flóknara en þetta; þú getur ekki bara sett barnið í ákveðið box,“ segir hún. Eygló segir ljóst að það sé í verkahring sveitarfélaganna að veita þá þjónustu sem þessir ein- staklingar þurfa á að halda en það sé ríkisins að styðja þau í sinni vinnu. Hún segir að m.a. þurfi að tryggja að starfssvæðin séu nægi- lega stór. „Ég er búin að sitja mál- þing núna þar sem menn hafa verið að fara yfir reynsluna í yfirfærslu málefna fatlaðs fólks og að sjálf- sögðu hefur ekki allt gengið vel en maður sér það að sveitarfélögin eru að eflast. Þau eru að verða sterkari og það er gríðarlegur áhugi á því að veita góða þjónustu. Og ég held að það sé meira hlutverk ríkisins að styðja við þá löngun, styðja við þann metnað eins og hægt er,“ segir hún. Fleiri meðferðarheimili? Velferðarráðuneytið hefur falið Barnaverndarstofu að gera þriggja ára þjónustusamning við meðferð- arheimilið Háholt í Skagafirði, þar sem ungir afbrotamenn verða m.a. vistaðir. Í umsögnum ýmissa barna- verndarnefnda sveitarfélaganna um Háholt kemur m.a. fram gagnrýni á fjarlægðina við úrræðið en Barna- verndarstofa hefur kallað eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á höfuðborgarsvæðinu fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan vímuefna- vanda eða hafa verið dæmd til fang- elsisvistar. Eygló segir ljóst að styrkja þurfi starfsemi Stuðla en þrátt fyrir að ungmennin séu flest af höfuðborg- arsvæðinu þurfi úrræðin að vera til staðar víðar. „Það er þannig að það er í raun bara eitt sveitarfélag sem rekur meðferðarheimili og það er Reykjavíkurborg. Önnur hafa ekki verið að gera það og það er eitt af því sem ég tel að við þurfum að leggjast vel yfir í þessari vinnu; telj- um við að með því að stækka upp- tökusvæðin hjá sveitarfélögunum þá geti þau með einhverjum hætti borið ábyrgð á rekstri svona úrræða frek- ar en að það sé ríkið sem heldur ut- an um þetta?“ segir ráðherrann. Engin heildarsýn í málefnum ungmenna Morgunblaðið/Eggert Samráð Eygló segir að í innanríkisráðuneytinu sé horft til þess að í fram- tíðinni verði ungir afbrotamenn vistaðir í fangelsinu á Hólmsheiði.  Þjónustan tekin til gagngerrar endurskoðunar á næstunni 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 FRÁBÆR TILBOÐ! Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Gerðu mögnuð kaup! Fjöldi bíla á staðnum! MMC PAJERO INSTYLE Nýskr. 05/07, ekinn 100 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.190.000 TILBOÐSVERÐ! 3.490 þús. OPEL ANTARA COSMO Nýskr. 06/09, ekinn 111 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.550.000 TILBOÐ kr. 2.990 þús. LEXUS RX400h EXE Nýskr. 09/07, ekinn 120 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.490.000 TILBOÐ kr. 3.690 þús. BMW X5 Nýskr. 01/02, ekinn 220 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 1.890.000 TILBOÐ kr. 1.390 þús. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 11/07, ekinn 88 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.090.000 TILBOÐ kr. 3.290 þús. HYUNDAI SONATA GLS Nýskr. 07/08, ekinn 93 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 1.990.000 TILBOÐ kr. 1.590 þús. HYUNDAI i30 WAGON COMFORT Nýskr. 06/11, ekinn 86 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.620.000 TILBOÐ kr. 2.290 þús. Rnr. 270346 Rnr. 141932 Rnr. 130677 Rnr. 130657 Rnr. 280504 Rnr. 310010 Rnr. 191178 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM WWW.BÍLALAND.IS „Það er alltaf hægt að gera betur, það er alltaf hægt að setja meiri fjármuni inn í þessa málaflokka. En ég er líka þeirrar skoðunar að við getum nýtt betur þá fjár- muni sem eru til staðar í kerfinu,“ segir Eygló, spurð að því hvort ekki þurfi að veita meiri fjármuni í úrræði fyrir það fólk sem fær ekki aðstoð eins og málum er háttað. Eygló bendir á að ríkisstjórnin hafi aukið fjárframlög til málefna barna en hún segir að ljúka þurfi endurskoð- unarvinnunni til að fá botn í það hvort peningunum verði best varið í nýja stofnun eða framlög til sveitarfé- laganna, svo dæmi séu tekin. „Þetta er ekki bara spurning um að segja: við ætlum að taka pening hérna og hérna. Hvað er það sem við ætlum að ná fram með þessu? Hvernig nýtum við þá fjármuni sem eru til staðar í kerfinu með sem bestum hætti? Og það er það sem ég er að segja þegar ég gagn- rýni að það sé ekki til staðar heildarstefna þegar kemur að málum sem snúa að börnum og ungmennum. Það er okkar verkefni hér í ráðuneytinu að tryggja að hún sé til staðar. Og svo munum við sækja þá fjármuni sem þarf í þetta í framhaldi af því, þegar fyrir liggur hvernig er best að nýta þá fjármuni,“ segir Eygló. Sækja fjármunina þegar niðurstaða liggur fyrir VILL NÝTA BETUR PENINGANA Í KERFINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.