Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar, Reykjanesbæ, 420 0400 – Bílasalan Bílás, Akranesi, 431 2622 – Bílasala Akureyrar, Akureyri, 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands, Egilsst., 470 5070 – IB ehf., Selfossi, 480 8080 ATVINNUBÍLL MEÐ ÖLLUM BÚNAÐI • Rennihurð á báðum hliðum • Topplúga að aftan • Skilrúm með glugga • Niðurfellanlegt farþegasæti • Útvarp með USB og AUX tengi • Handfrjáls símabúnaður • Hæðarstilling á bílstjórasæti ásamt hitara • Loftkæling (AC) www.renault.is RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR. Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu. Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki síst þægindi. E N N E M M / S ÍA / N M 6 15 5 1 *Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. P FRÍTT Í STÆÐI! FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU RENAULT KANGOO II, DÍSIL Verð:2.541.833 kr. án vsk. 3.190.000 kr. m. vsk. 1,5 dísil – 90 hestöfl Eyðsla 4,5 L/100 km* Saksóknarar í Egyptalandi hafa ákært Mohammed Morsi, sem var steypt af stóli forseta í fyrra, fyrir að hafa lekið ríkisleyndarmálum til íranska Byltingarvarðarins. Sak- sóknari segir að markmiðið hafi verið að koma á óstöðugleika í Egyptalandi en þetta kom fram í réttarhöldum yfir Morsi sem sak- aður er um njósnir. Saksóknarar saka Morsi og 35 aðra, m.a. leiðtoga Bræðralagsins, um að hafa starfað með erlendum samtökum og ríkjum, m.a. palest- ínsku Hamas-samtökunum og Írön- um, í þeim tilgangi að grafa undan stöðugleika í Egyptalandi EGYPTALAND AFP Ásökun Mohammed Morsi sakaður um njósnir og að leka ríkisleyndamálum. Saka Morsi um að leka leyndarmálum Slagsmál brutust út við Parken, íþróttaleikvang- inn í Kaup- mannahöfn, að- faranótt sunnu- dags. Þrír voru fluttir á slysa- deild með hníf- stungusár og sem þeir hlutu í slagsmálunum. Lögreglan segir að skothylki hafi fundist á vettvangi en enginn hafi hlotið skotsár í slagsmálunum. Mál- ið er í rannsókn hjá lögreglu. DANMÖRK Þrír slasaðir eftir hópslagsmál Kaupmannahöfn. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda- stjóri Atlants- hafsbandalagsins (NATO), hrósaði í gær úkraínska hernum fyrir að hafa ekki skipt sér af stjórn- málakreppunni sem ríkir í land- inu. „Það er mikilvægt að sú verði áfram raunin,“ sagði hann í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér. NATO Nato hrósar úkra- ínska hernum Anders Fogh Rasmussen Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Oleksandr Túrtsjínov, hægri hönd Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi for- sætisráðherra Úkraínu, var kjörinn forseti úkraínska þingsins á laugar- daginn. Í kjölfarið samþykkti þingið að koma Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins, frá völdum en forsetinn hafði áður lýst því yfir í sjónvarps- ávarpi að hann myndi ekki segja af sér þrátt fyrir kröfur stjórnarand- stöðunar og mótmælenda um afsögn hans. Einnig var samþykkt að flýta forsetakosningum í landinu og eiga þær að fara fram 25. maí næstkom- andi. Sakar þingið um valdarán Þing Úkraínu hefur útnefnt nýja þingforsetann, Oleksander Túrtsj- ínov, forseta landsins til bráðabirgða og segir hann að fyrsta verk sitt sé að kom á samsteypustjórn í landinu innan tveggja daga. Viktor Janúkóvitsj hefur lýst ákvörðunum þingsins sem valdaráni og segist enn vera við völd en forset- inn fyrverandi hefur yfirgefið Kænu- garð og ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Mótmælendur mættu engri mótspyrnu þegar þeir gengu inn á skrifstofu forsetans og í for- setahöllina á laugardaginn. Fregnir herma að Janúkóvitsj hafi flúið til Kharkiv, sem er borg nálægt landa- mærum Úkraínu og Rússlands þar sem hann á fjölmarga bandamenn. Tímósjenkó sleppt úr haldi Mótmælendur fögnuðu ákaft Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætis- ráðherra og leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði þegar hún mætti til höf- uðborgarinnar í gærkvöldi. Tímósj- enkó var forsætisráðherra Úkraínu á árunum 2007 til 2010. Eftir að Vikt- or Janúkóvítsj var kjörinn forseti var hún ákærð fyrir að hafa misbeitt valdi sínu í tengslum við gassamning sem hún gerði við rússnesk stjórn- völd árið 2009. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi árið 2011 en laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðs- þingsins gerði alvarlegar athuga- semdir við málareksturinn gegn henni. Tímósjenkó ávarpaði mót- mælendur í gær en hún segist ekki vera að sækjast eftir því að verða forsætisráðherra landsins á ný. Forsetaskipti í Úkraínu  Úkraínska þingið samþykkti um helgina að koma Viktor Janúkóvitsj frá völdum  Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, sleppt úr fangelsi Mótmæli Fagnað var þegar úkraínska þingið kom Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins, frá völdum um helgina. AFP Frjáls Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, laus úr fangelsi. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist sam- an á götum úti í Venesúela um helgina, bæði til að mótmæla og lýsa yfir stuðningi við sósíalistastjórn Nicolas Maduros, forseta landsins. Mótmælin hafa staðið yfir síðan 4. febrúar síðastliðinn og hafa hundruð þúsunda tekið þátt í þeim. Venesúela stendur frammi fyrir töluverðum efnahagsvanda og ríkir almenn óánægja í landinu vegna þess. Þrátt fyrir að Venesúela eigi miklar olíu- birgðir standa landsmenn frammi fyrir skorti á nauð- synjavörum og óðaverðbólgu. Íbúar landsins virðast þó vera klofnir í afstöðu sinni til forsetans og safnast fólk saman bæði til að mótmæla forsetanum og lýsa yfir stuðningi við hann. Að minnsta kosti 50.000 stjórnarandstæðingar hópuð- ust saman á götum úti í Caracas í dag í kjölfar ákalls Henriques Capri- les, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Hann tapaði naumlega fyrir Maduro í forsetakosningunum í fyrra. Fordæma viðbrögð stjórnvalda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir óviðun- andi valdbeitingu stjórnvalda gegn mótmælum stjórnarandstæðinga í Venesúela. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér segir að valdbeiting stjórnvalda og refsihótanir gagnvart óbreyttum borgurum og stjórnmála- mönnum, sem séu einungis að mót- mæla á friðsælan hátt, séu óviðun- andi og muni aðeins auka líkurnar á ofbeldi. Kerry bendir einnig á að stjórnvöld hafi sett háskólafólk og stjórnarandstæðinga í fangelsi. Einnig fjallaði hann um að stjórn- völd í Venesúela hefðu hótað að vísa fréttamönnum bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar CNN úr landi og slíkt líðist ekki í lýðræðisríkjum. Kerry hvatti svo venesúelsk stjórnvöld til að leysa þá mótmæl- endur sem hafa verið settir í fangelsi úr haldi. Klofningur íbúa Venesúela  Mótmælendum er mætt með valdi í Venesúela  Háskólanemar og stjórnar- andstæðingar hafa verið fangelsaðir  Bandarísk stjórnvöld fordæma Venesúela Nicolas Maduros

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.