Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN Afmæli
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014
Í dag, mánudag-
inn 24. febrúar
2014, er Karl Jón-
atansson tónlist-
armaður níræður.
Ég kynntist Karli á
níunda áratugnum
eftir að ég hafði í
boði kunningja
míns hlustað með
frænda mínum,
Hákoni Heimi
Kristjónssyni, á æf-
ingu hljómsveitar
Harmonikkufélags Reykjavíkur í
kjallara Thors Jensens-hússins á
Fríkirkjuvegi 11, en hljóm-
sveitinni stjórnaði Karl af festu og
lipurð.
Eftir æfinguna ákváðum við
frændurnir að reyna að komast í
tíma til Karls til að læra á þetta
merkilega hljóðfæri, sem ég hafði
ungur dáðst að á jólatrésböllum í
Keflavík, en þar lék oft fyrir dansi
Baldur, faðir þjóðkunna tónlistar-
mannsins Þóris Baldurssonar.
Það var eitthvað við þetta hljóm-
fagra, skrautlega og glitrandi
hljóðfæri sem seiddi mann að sér
og fyllti mann aðdáun og forvitni.
Karl tók okkur frændunum vel og
kenndi okkur undirstöðuatriði
fingrasetningar, belgstjórnunar
og tónfræði svo að fljótlega vorum
við farnir að leika einföld lög eftir
nótum, handskrifuðum af Karli.
Þegar fram í sótti fengum við
flóknari lög, gjarnan samin af
Karli og útsett í tveimur röddum.
Þegar svo enn lengra kom setti
Karl okkur ásamt fleiri nemend-
um í fimm manna hóp, sem æfði
flóknari lög og þá gjarnan í þrem-
ur til fimm röddum skrifuðum af
meistaranum, sem oft var þá jafn-
framt höfundur laganna. En Karl
setti ekki eingöngu saman raddir,
heldur hafði hann lag á að velja
saman í hóp fólk, sem átti lund
saman. Þannig mynduðust í mín-
um hópi ævarandi vináttutengsl.
Þegar þessi kvintett okkar átti
að koma fram opinberlega og ein-
hver kvíði sótti að okkur sagði
Karl gjarna við okkur svo heim-
spekilega: „Hafið ekki þessar
áhyggjur. Þetta getur ekki farið
nema á tvo vegu, annaðhvort vel
eða illa.“ Og áhyggjurnar dvín-
uðu, þegar maður hugsaði út í, að
enginn heimsendir
yrði þótt eitthvað
mistækist.
Leiðin lá svo í
hljómsveit Harm-
onikkufélags
Reykjavíkur, sem
óx og efldist með
hverju árinu, og var
gjarnan kölluð
Stórsveitin. Þegar
hæst lét skipuðu
hana yfir fimmtíu
hljóðfæraleikarar,
þar af tæplega fimmtíu harmon-
ikkur auk túbu og öflugrar hryn-
sveitar. Og þessi hljómsveit náði
því að spila í Glassalen í Tívolíinu í
Kaupmannahöfn löngu á undan
Stuðmönnum!
Stórsveitin spilaði m.a. klassísk
verk í allt að 7-8 harmonikkurödd-
um, sem allar voru handskrifaðar
af meistaranum góða. Á æfingum
var Karl vanur að segja, þegar
eitthvert lag var að verða fullæft:
„Nú, þetta er nú bara að verða
Vigdísarfært.“ Þessi viðmiðun
Karls leiddi svo til þess að Stór-
sveitin brá sér í heimsókn að
Bessastöðum og spilaði þar fyrir
forsetann góða, frú Vigdísi Finn-
bogadóttur.
Úsetningar Karls voru yfirleitt
alger snilld, sem fáir ef nokkrir
gátu skákað. Í flóknari verkum
skrifaði Karl stundum sem undir-
rödd sjálfstætt lag inni í tónverk-
inu. Það mátti t.d. heyra í franska
valsinum La Petit. Lifði sú undir-
rödd ein sem sjálfstæður vals,
sem talsvert var notaður víða um
land.
En Karl vasaðist í mörgu öðru
á sama tíma. Hann stofnaði m.a.
blásarasveit, stórsveit – með um
15 hljóðfæraleikurum, sem spilaði
m.a. tónlist frá þriðja til fimmta
áratug síðustu aldar, allt eftir út-
setningum meistarans.
Ég og mikill fjöldi fólks stend-
ur í ævarandi þakkarskuld við
meistarann Karl Jónatansson fyr-
ir dýrmæta handleiðslu og
kennslu á sviði tónlistar. Ég veit
að margir mundu vilja taka undir
með mér, þegar ég óska afmæl-
isbarninu og fjölskyldu hans inni-
lega til hamingju á þessum merku
tímamótum.
Björn Ólafur Hallgrímsson.
Karl Jónatansson,
níræður
Umfangsmikil leit fór
nýlega fram á Faxaflóa
þegar Landhelgisgæsl-
unni barst neyðarkall frá
bát sem að því er virtist
var að sökkva. Á þeim
tíma er björgunarkallið
barst var heræfing á veg-
um Atlantshafs-
bandalagsins, Iceland Air
Meet, í fullum gangi. Á
þriðja tug loftfara, þ. á m.
orrustuþotur, björgunar-
þyrlur og eldsneytisbirgðaflugvélar
voru af þessu tilefni staðsettar í næsta
nágrenni við hinn meinta slysstað. Á
örskotsstundu voru tvær finnskar
björgunarþyrlur ræstar af stað og
sendar í björgunarleiðangur út á Faxa-
flóa.
Nú hefur komið í ljós að björgunar-
kallið var gabb, ljótur og ósiðlegur
hrekkur óprúttinna manna. Þó svo að
björgunarkallið hafi verið falskt þá var
leitin raunveruleg og vekur hún mikil-
vægar spurningar um stefnu borg-
arstjórnarmeirihlutans í björgunar-
málum. Ekki er langt síðan núverandi
borgarstjóri, Jón Gnarr, lýsti því op-
inberlega yfir að stefnan væri sett á að
gera Reykjavík að „herlausri borg“
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í
vor. Lagði hann jafnframt áherslu á að
hann væri reiðubúinn til að berjast
fyrir því að þessi stefnubreyting yrði
að raunveruleika.
Hvað á borgarstjórinn við þegar
hann segist vilja gera
Reykjavík að „herlausri
borg“? Rúmlega hálf öld er
síðan herlið hafði síðast
fasta viðveru innan
borgarmarkanna og því
eina rökrétta stefnubreyt-
ingin sem hægt er að lesa
út úr þessum orðum
borgarstjórans að hann
vilji banna heimsóknir er-
lendra hersveita með öllu.
Slík stefnubreyting kann í
fyrstu að hljóma smávægi-
leg og hugsanlega jákvæð
en þegar nánar er að gáð
er auðséð að hún er háð alvarlegum
vanköntum. Ef hersveitum banda-
mannna okkar verður gert óheimilt að
heimsækja höfuðborgina mun það
vafalaust hafa alvarleg áhrif á ástand
björgunarmála á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar neyðarkall berst vegna skip-
skaða í Faxaflóa skiptir sköpum að
hjálp berist sem fyrst.
Það er því óneitanlega dýrmætt fyr-
ir bæði viðkomandi skipverja sem og
Landhelgisgæsluna að geta leitað eftir
aðstoð til erlendra hersveita sem hér
eru staddar í kurteisisheimsókn eða
björgunaræfingum með skipum og
loftförum, mönnuð af þaulreyndu
björgunarfólki og útbúin nýjasta há-
tæknibúnaði. Það er ábyrgðarhlutverk
valdhafa að skoða stefnubreytingu út
frá öllum hugsanlegum sjónarmiðum
áður en ákvörðun er tekin. Það á vel
við í þessu tilviki og vonandi nær
borgarstjórnarmeirihlutinn áttum áður
en tekin verður ákvörðun sem skerðir
verulega öryggi borgarbúa til fram-
búðar. Þó að herlaus Reykjavík hljómi
kannski fallega verður að hafa í huga
að það varnarsamstarf sem við eigum
við vinaþjóðir okkar fjallar ekki síst
um eftirlit og björgun. Herir ná-
grannaríkjanna sinna þeim störfum
sem björgunarsveitirnar sinna hér og
því ábyrgðarleysi að taka ekki það
mikilvæga öryggis- og varnaratriði
með í reikninginn.
Stórt skref í þá átt var stigið sl.
fimmtudag þegar borgarráð samþykkti
tillögu okkar sjálfstæðismanna um að
borgarstjórn fagni þeim árangri sem
Landhelgisgæslan hefur náð á undan-
förnum árum við að efla samstarf sitt
við björgunaraðila erlendra vinaþjóða
og að borgarstjórn bjóði slíka aðila
velkomna til Reykjavíkur. Margir
furða sig eflaust á því að slíka tillögu
hafi yfirhöfuð þurft að leggja fyrir
borgarráð en við sjálfstæðismenn
sáum okkur ekki annað fært í kjölfar
fyrrnefndrar orðræðu borgarstjóra.
Affarasælast fyrir borgarbúa sem og
landsmenn alla væri þó að fá nýjan
borgarstjórnarmeirihluta að kosn-
ingum loknum. Meirihluta sem léti sig
björgunar- og öryggismál borgarbúa
meira varða
Björgunarlaus borg?
Eftir Hildi
Sverrisdóttur » Þegar neyðarkall berst
vegna skipskaða í
Faxaflóa skiptir sköpum að
hjálp berist sem fyrst.
Hildur
Sverrisdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi.
Að gefnu tilefni mót-
mæli ég undirrituð um-
fjöllun þinni um Búmenn
hsf. á fundinum þann 8.
febrúar 2014 í Gullsmára
með Félagi eldri borgara
í Kópavogi og fulltrúa
LEB. Það var vægast
sagt aumkunarvert að
hlusta á þig, Haukur,
verja stjórn Búmanna
hsf. vegna getuleysis
þeirra að borga okkur
eldri borgurum lögvarða kröfu sem
búseturéttargjaldið er, þ.e.a.s. stendur
sem trygging fyrir skilvísri greiðslu
búsetugjalds, sbr. grein 4.4 í búsetu-
samningi og 3 mgr. 9. laga nr. 66/2003
um húsnæðissamvinnufélög vegna
fjárhagsvanda Búmanna hsf.
Það eru fimm ár síðan kona nokkur,
fædd 1929, veiktist og var flutt á
hjúkrunarheimili en hún hafði borgað
búseturétt til Búmanna hsf., en henn-
ar lögvarða krafa er ógreidd, hún
greiddi sem sagt tæpa milljón á mán-
uði í leigu til Búmanna hsf. Hvernig
er hægt að verja svona gjörning?
Mál okkar eldri borgara sem fóru
inn í félag Búmanna hsf.
2008 snýst um lög og brot
á lögum gagnvart okkur,
en ekki að þú, Haukur
Ingibergsson, hafir svo
mikið vit á húsnæðismálum
eins og kom fram hjá Jónu
Valgerði Kristjánsdóttur,
formanni LEB. Að rétt-
læta brot á lögum gagn-
vart okkur eldri borgurum
er ekkert annað en að
samþykkja spillingu og
óheiðarleg vinnubrögð af
hálfu stjórnar Búmanna
hsf.
Ég ætla að minna þig á, Haukur
Ingibergsson, sem varaformaður LEB,
að lýðveldið Ísland er með stjórn-
arskrá sem er í gildi og í 72. gr. stend-
ur að eignarréttur sé friðhelgur. Eng-
an má skylda til að láta af hendi eign
sína nema almenningsþörf krefji. Þarf
til þess lagaheimild og komi fullt verð
fyrir. Einnig hefur Ísland samþykkt
og skrifað undir alþjóðasamninga. Lög
samkvæmt Copenhagen Document frá
1990 (OSCE). Lög samkvæmt Rome
Statute frá 1992(ICC), lög samkvæmt
European Human Rights agreement
(ECHR), lög samkvæmt UN agree-
ment (UN), tilskipun ráðsins 93/13
EBE frá 5. apr. 1993 innleidd 2001
um óréttmæta skilmála í neytenda-
samningum.
Er ekki kominn tími til að hér sé
farið að lögum frekar en að réttlæta
þau lögbrot sem framin eru á þessu
landi? Hvað viðkemur okkur eldri
borgurum, þegar þeir eru blekktir
með ólöglegum samningum, þarf svo
sannarlega að sýna okkur allan þann
stuðning sem hægt er, því sumt af
þessu fólki hefur ekki heilsu til að
verja sig og því síður fjármagn sem
það kostar að fá aðstoð hjá lögfræð-
ingum þessa lands. Það er kominn
tími til að velja í stjórn LEB þá sem
hafa hagsmuni allra eldri borgara
þessa lands að leiðarljósi en ekki ein-
hverja óútskýranlega hagsmuni sem
vinna gegn okkur eldri borgurum.
Virðingarfyllst.
Opið bréf til Hauks Ingibergssonar
Eftir Guðlaugu
Gunnarsdóttur »Er ekki kominn tími til
að hér sé farið að lögum
frekar en að réttlæta þau
lögbrot sem framin eru á
þessu landi?
Guðlaug
Gunnarsdóttir
Höfundur er eldri borgari í Kópavogi.
Morgunblaðið birtir afmælis-
og minningargreinar endur-
gjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um innsend-
ingarmáta og skilafrest. Einnig
má smella á Morgunblaðslógóið
efst í hægra horninu og velja við-
eigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á ákveðnum degi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
hún á að birtast á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd greina er
3.000 slög. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum.
Afmælis- og minningargreinar