Morgunblaðið - 24.02.2014, Side 19

Morgunblaðið - 24.02.2014, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 ✝ Ragnar Gísla-son fæddist í Reykjavík 24. október 1951. Hann lést á Land- spítalanum 14. febrúar 2014. Foreldrar Ragn- ars voru Sigríður Jónsdóttir hús- móðir, f. 22.12. 1925, d. 5.3. 1989, og Gísli Einarsson hæstaréttarlögmaður, f. 26.12. 1922, d. 25.1. 1992. Bræður Ragnars eru Einar Gíslason, f. 29.4. 1946, grunnskólakennari. Jón Otti Gíslason, f. 15.4. 1955, lögregluvarðstjóri, d. 26.1. 2003. Samfeðra Gísli Þór Gísla- son, f. 1.6. 1969, búsettur er- lendis. Ragnar kvæntist hinn 6.11. 1971 æskuást sinni, Ingibjörgu Gunnarsdóttur, f. 11.3. 1951, leikskólastjóra í Garðabæ. For- eldrar Ingibjargar voru Gunn- ar Bjarnason innheimtufulltrúi, f. 10.10. 1913, d. 30.11. 1991, og Elísabet Jónsdóttir hús- móðir, f. 19.4. 1914 , d. 22.7. 2011. Ragnar og Ingibjörg hófu búskap sinn í Hafnarfirði, bjuggu þar til margra ára, en fluttu síðan í Garðabæ og hafa búið þar síðan. Börn Ingibjargar og Ragn- ars eru: 1) Gunnar Bjarni tón- haustið 1971. Ragnar vann við Öldutúnsskóla bæði í fullu starfi og að hluta á árabilinu 1971-1981. Í nokkur ár vann Ragnar að gerð námsefnis í samfélagsfræði á vegum Skóla- rannsóknadeildar Mennta- málaráðuneytisins. Frá 1978- 1981 sat Ragnar í stjórn Ríkis- útgáfu námsbóka. Frá 1981-1986 sat Ragnar í stjórn Námsgagnastofnunar og starf- aði jafnframt sem deildarstjóri afgreiðslu- og söludeildar. Út- gáfustjóri bókaforlagsins Vöku- Helgafells frá 1986-1989. Kenn- ari og fagstjóri í Garðaskóla í Garðabæ 1989-1992. Skólastjóri Foldaskóla í Reykjavík frá 1992-2002 og skólastjóri Garða- skóla í Garðabæ frá 1992 til ársloka 2013. Ragnar vann óeigingjarnt starf í þágu for- varna og gegndi formennsku í Vímulausri æsku 1995-1996. Ragnar gaf út þrjár ung- lingabækur og var með bók í smíðum sem tengdist hans mikla áhuga á jarðfræði og gosfræðum. Hann skrifaði einn- ig fjöldann allan af greinum í blöðin um skeið. Ragnar byrj- aði snemma í hljómsveitum og var m.a. í hljómsveitinni Trix og síðar í hljómsveitinni Rand- ver sem var stofnuð af kenn- urum í Öldutúnsskóla og varð svo skólastjóraband. Útför Ragnars fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 24. febr- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 15. listarmaður, bú- settur í Mosfellsbæ, f. 2.7. 1969. 2) Sigríður Elísabet grunn- skólakennari, bú- sett í Hafnarfirði, f. 21.4. 1974. Eig- inmaður Sigríðar er Jónatan Fjalar Vilhjálmsson sjón- varpstæknimaður, f. 10.10. 1971. Þeirra börn eru tvö, Ingibjörg Elísa og Ragnar Otti. Barn Sig- ríðar Elísabetar og Bjarna Þórs Jóhannssonar er Gunnar Þorgeir. 3) Ragnheiður Þórdís íþróttakennari, búsett í Hafn- arfirði, f. 15.8. 1977. Eigin- maður Ragnheiðar er Úlfar Linnet, verkfræðingur, f. 11.3. 1980. Börn Ragnheiðar og Úlf- ars eru þrjú, Úlfheiður, Jónína og Ari. Ragnar ólst upp í Reykjavík á Bergstaðastræti 12b og sótti Miðbæjarbarnaskólann frá 1958. Lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Þaðan lá leið í Kennaraskóla Íslands þar sem hann lauk kennaraprófi vorið 1971. Ragn- ar stundaði síðar framhalds- menntun í stjórnun við Kenn- araháskóla Íslands. Bráðungur hóf hann störf sem kennari við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði Elsku hjartans Raggi minn, ástvinur minn og allra besti vin- ur. Frá því við vorum börn höf- um við verið óaðskiljanleg og ekki getað hvort án annars ver- ið. Ást okkar og vinskapur var algerlega fölskvalaus. Við vor- um unglingar þegar við hófum búskap. Ragnar var ekki nema sautján ára gamall þegar við eignuðumst Gunnar Bjarna og síðar Siggu Lísu og Röggu Dís. Hann var svo góður drengur og ábyrgur að aldrei kom til greina að leita á náðir annarra, hann var fullfær um að sjá um sína fjölskyldu. Börnin og barna- börnin hefur hann elskað af öllu hjarta og viljað hafa sem næst sér til þess að gæta þeirra, segja þeim sögur, kenna tónlist, skemmta og fræða. Við höfum átt margar skemmtilegar og góðar stundir saman, hjálpast að í hvívetna og notið þess að vera með fjöl- skyldu og vinum. Þegar við vor- um fimmtán ára unnum við sumarstörf. Raggi í málningar- vinnu hjá afa sínum og ég í sumardvalarheimili fyrir börn, Glaumbæ, rétt sunnan við Hafnarfjörð. Hvern dag tók Raggi strætó í Hafnarfjörð, þar sem hann geymdi hjólið sitt, hjólaði til mín í Glaumbæ og tók síðasta strætó heim. Þarna tengdumst við tryggðarböndum fyrir lífstíð. Lengi framan af í okkar sambúð voru það litlir hlutir sem glöddu, berjatúrar, fjöruferðir og pikknik út í nátt- úruna, dagsferðir sem ljóma dýrðlega í minningunni. Ég var áhyggjulaus, því Raggi hélt allt- af utan um okkur fjölskyldu sína og var alltaf leiðandi, ákveðinn, sterkur og glaður. Seinna fórum við að ferðast saman. Við eigum skemmtilegar minningar frá ferðum okkar, bæði innanlands og utan. Frá göngu- og hjólaferðum okkar um landið og einnig frá Kaup- mannahöfn og Manhattan, þar sem börnin okkar bjuggu á tímabili. Nám okkar og störf hafa leg- ið saman og höfum við aðstoðað og styrkt hvort annað í störfum okkar sem einnig hafa átt huga okkar beggja. Raggi kenndi mér svo margt, hann var mikill íslenskumaður og ég held að enginn í fjölskyldunni hafi kom- ist hjá því að læra stafsetningu, en ég lærði fyrst almennilega stafsetningu af honum í gegnum síma þegar við vorum fimmtán ára gömul. Árið 2007 fórum við í fram- haldsnám, og bjuggum þá í Kaupmannahöfn í þrettán mán- uði og var það góður og gefandi tími. Einnig vorum við saman í Stokkhólmi í rúma þrjá mánuði árið 2011 í veikindum Ragnars, er hann fór í mergskipti á Kar- ólínska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi. Þrátt fyrir veikindin nut- um við þess að eiga nánar stundir saman. Okkur þykir báðum vænt um þessa borg og urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að geta heimsótt Stokkhólm í fjóra daga í desember sl. Við vorum einnig staðráðin í að heimsækja Kaupmannahöfn í vor ef heilsa Ragnars hefði bor- ið gæfu til. Við fjölskyldan höfum þó ekki átt hann ein, hann er fjöl- hæfur maður sem hefur margt að gefa enda lét hann víða að sér kveða. Hann hafði brenn- andi áhuga á störfum sínum og elskaði vini sína og sýndi það í verki með glaðværð, góðvild og einstakri hjálpsemi. Tengdafor- eldrum sínum var hann sem besti sonur og var mikil elska og virðing þeirra í millum. Raggi elskaði foreldra sína, bræður, ömmur og afa, sem öll eru nú látin. Einar bróðir hans er sá eini sem eftir lifir og syrg- ir nú báða yngri bræður sína en yngri bróðir þeirra, Jón Otti, lést árið 2003. Elsku Raggi minn, ég get ekki án þín verið en ég veit að þú ert nálægur og við gætum hvort annars. Guð er með þér, elsku dreng- urinn minn. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Elsku pabbi. Nú ertu farinn frá okkur alltof fljótt. Þegar við fengum fréttirnar af veikindum þínum fyrir þremur árum varð ég ósköp vonlítil. Svo varst þú hinn mesti baráttujaxl og áttir marga sigra á þínu ferðalagi í heimi lækninganna. Ég var far- in að lifa í voninni um að þú yrðir mjög gamall maður og myndir fylgja okkur lengur í þessu lífi. Ég sakna þín svo mikið og ég harma það að börn- in mín skuli fái ekki að vaxa og dafna með þér. Börnin mín elska þig út af lífinu og er ég þakklát fyrir að Ari fékk átta mánuði með afa sínum. Ég mun ávallt halda minningu þinni á lofti og segja þeim sögur af ykkur Tinna. Hver á nú að spila á gítar og syngja með þeim? Ég er þakklát fyrir okkar góðu stundir, þegar við sungum sam- an í bílnum á leiðinni af fim- leikaæfingum, þegar þú sagðir sögur, þegar við spiluðum í ferðalögum og uppátækjanna okkar eins og þegar ég hoppaði upp á axlirnar á þér langt fram eftir aldri. Ég veit að þú ert á góðum stað og margar góðar sálir taka á móti þér. Ég trúi að það sé kátt á hjalla hjá ykkur bræðrum núna. Takk fyrir að vera til staðar alla tíð. Ég elska þig, pabbi minn. Ragnheiður Þórdís Ragn- arsdóttir (Ragga Dís). Elsku pabbi, þú ert farinn í ljósið en eftir sitjum við og sorgin er ólýsanleg. Þú hafðir mikinn lífsvilja og barðist hetju- lega við hvítblæðið alveg fram til þess síðasta. Við eigum ekk- ert ósagt pabbi og það er svo gott. Þú veist að ég elskaði þig og ég veit að þú elskaðir mig. Þú varst mikill afi og stórt skarð er því í hjarta Gunnars Þorgeirs, Ingibjargar Elísu og Ragnars Otta. En sú mikla hlýja og áhugi sem þú sýndir þeim mun aldrei gleymast og þau munu varðveita minning- arnar um þig og minnast þín með gleði. Þú varst líka mikill pabbi og streyma minningar um huga mér eins og öll ferða- lögin, stoppin í Nesti þar sem við fengum okkur pylsu og malt, ferðirnar okkar í Fjarð- arkaup á föstudögum, hvað þú varst duglegur að koma á allar sýningar í fimleikunum með vídeóvélina, allar skemmtilegu sögurnar sem þú sagðir mér, hvað þú hafðir fyrir því að passa upp á mig á unglingsár- unum, hvernig þú tókst frum- burðinn minn upp á arma þér þegar ég tók upp á því að koma með barn 19 ára og hvað þú hefur hjálpað mér mikið í lífinu öllu. Ég mun sakna þín mikið pabbi og ég lofa þér að passa vel upp á mömmu. Þín Sigríður Elísabet (Sigga Lísa). Ég kveð tengdaföður minn með söknuði. Hann reyndist börnunum mínum góður afi, okkur hjónunum sterk stoð og mér góður félagi. Ragnar var fjölfróður maður sem hafði áhuga á flestum hlutum. Oft sátum við og ræddum um heima og geima. Fáir hafa spurt mig jafnoft um orkumál og ákaflega gaman var að hlusta á Ragnar tjá sig um hugðarefni sín svo sem tónlist, jarðfræði og skólamál. Sýn Ragnars sem skólastjóra vakti áhuga minn. Mestan áhuga hafði hann á því hvernig byggja mætti upp nemendur með því að kenna þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Undir- strika frelsi og umræðu um skynsamleg mörk frekar en að leggja áherslu á boð og bönn. Ég vona að mér muni takast að ala börnin mín upp í þessum anda. Mér er minnisstæð heim- sókn til Ragnars og Ingibjarg- ar skömmu eftir að hljómsveit- in hans, Randver, hafði tekið saman á ný. Það var mjög létt yfir Ragnari þennan dag og hann sagði mér hversu mikinn kraft samvera með fjölskyldu og vinum gæfi sér. Í veikindum Ragnars varð það ljóst að þangað sótti hann orkuna sem gaf honum baráttuþrek til að ná fjölda sigra og eiga margar góðar stundir. Ég ætla mér að sækja á sömu mið og Ragnar. Byggja upp sterka fjölskyldu, hlúa að vináttunni og njóta þess tíma sem okkur er gefinn. Úlfar Linnet. Ragnar Gíslason reyndist mér afar góður tengdafaðir. Það er ekki hægt að komast á betri stað en að komast í vin- áttu og í fjölskyldusamband við Ragnar og hans fjölskyldu. Ragnar var leiðtogi og það afar gefandi og kærleiksríkur leið- togi sem hafði að mínu mati mikinn og djúpan skilning á því hvernig koma skal fram við fólk og öðlast traust þess og eilífa vináttu. Ástarsaga Ingibjargar og Ragnars er okkur innblástur og ég tel það hafi fullkomnað Ragnar að kynnast henni Ingi- björgu og það líf sem þau sköp- uðu sér saman kennir okkur sem eftir sitjum að hlúa að vin- áttu, virðingu, manngæsku og ástinni sem þú hafðir svo mikið af og það sást á hjónabandi ykkar Ingibjargar. Lífskraftur og útgeislun ykkar hjóna var ávallt til staðar og það var ynd- islegt að sjá samvinnu ykkar og hjörtu slá í takt. Ragnar var af- ar bóngóður og ráðagóður mað- ur sem hægt er að sjá á barna- börnunum hans og þau fræ sem hann hefur sáð í hjarta þeirra og okkar Siggu Lísu munum við rækta og hlúa að eins vel og við getum. Hlýjan á Efstalundi hjá Ragnari og Ingibjörgu, hlátur- inn og blíðan verður ávallt í huga okkar og fáum við þér aldrei nægilega þakkað fyrir þær góðu stundir sem þú gafst okkur. Þú reyndist mér afar vel í mínum áföllum og hefur stutt mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur, ég vona að geti borgað þér það síðar. Ég á minningar um þig Ragnar sem rifjast upp á hverjum degi og þar sem barnabörnin þín hafa mikið lært af þér og líkjast þér svo mikið þá mun ég njóta þess sem þú hefur skapað í þeim og hugsa hlýtt til þín. Nú fá aðrir að njóta gleði þinnar, húmors- ins og tónlistar þar sem þú ert núna og ég veit að þú fylgist með þegar Hekla gýs sem var þér svo hugfólgin og vakir yfir þínu fólki. Þú varst verndari margra barna og unglinga hér í þessu lífi og ég veit að þú vakir yfir þeim um ókomna tíð. Ragnars Gíslasonar verður ávallt minnst sem besta afa sem hægt er að hugsa sér og ég vil bæta við besta tengdaföður líka. Hvíl í friði okkar besti vinur, þín er sárt saknað. Jónatan Fjalar Vilhjálmsson. Elsku afi, svo hlýr og góður. Ingibjörg Elísa. Ragnar Gíslason  Fleiri minningargreinar um Ragnar Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, RAGNHEIÐUR SVEINFRÍÐUR SÓLEY ÁRNADÓTTIR frá Bolungarvík, Vesturgötu 28, Reykjavík, lést að morgni mánudagsins 17. febrúar á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. febrúar og hefst kl. 13.00. Kristrún Árný Sigurðardóttir, Stefán Ragnar Einarsson, Árni Jónsson Sigurðsson, Sjöfn Þórðardóttir, Jón Sævar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, mágkona okkar og móðursystir mín, HULDA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, er látin. Útför hennar hefur farið fram. Anna María Pálsdóttir, Sigfús J. Árnason, Ágúst Atli Guðmundsson, Atli Ágústsson. ✝ Halldór Val-geirsson fædd- ist í Reykjavík 1. desember 1937. Hann andaðist á Rauðakrosshótelinu í Ármúla, 17. febr- úar 2014. Foreldrar hans voru Valgeir Þ. Guðlaugsson, f. 18.7. 1910, d. 26.12. 1989, og Hrefna Sigurðardóttir, f. 2.6. 1916, d. 1.4. 1995. Systkini Halldórs eru Elísabet Valgeirsdóttir, f. 29.9. 1940, Böðvar Valgeirsson, f. 6.2. 1942, Þórey Valgeirsdóttir, f. 4.12. 1946, Ásta Dóra Val- geirsdóttir, f. 6.10. 1949, Sig- urður Guðni Valgeirsson, f. 22.5. 1954, Þuríður Rúrí Val- Halldór Almar, f. 1999, og Alba Máney, f. 2003, barnsmóðir er Sigríður Ragna Birgisdóttir, f. 1974. 3) Haukur Hrafn, f. 5.11. 1972, maki Bjarney Oddrún Haf- steinsdóttir, f. 13.1. 1975. Börn þeirra eru: a) Daníel Ómar, f. 2002 b) Jón Arnar, f. 2004, fyrir á Haukur Hrafn Selmu Dís, f. 1998, barnsmóðir er Guðrún Berglind Gunnarsdóttir, f. 1972. Erna átti fyrir börnin 1) Helga Svavar, f. 31.3. 1955, maki Þor- björg Guðnadóttir, f. 22.5. 1954. Börn þeirra eru a) Íris Dögg, f. 1977, maki Kwaku Kuma Asare, börn þeirra eru Nathan Doku Helgi, f. 2006, og dóttir, f. 2014, b) Birkir Freyr, f. 1987, sam- býliskona, Gyða Sigrún Grön- vold Sigurðardóttir, f. 25.8. 1992, og c) Fjóla Björk, f. 1997. 2) Guð- nýju Huldu, f. 21.10. 1960, maki Sverrir Tryggvason, f. 12.7. 1959. Börn þeirra eru Karen Ósk, f. 1998, og Aron Ingi, f. 1998. Halldór lauk námi í Samvinnu- skólanum árið 1955. Þaðan fór hann í búfræðinám hjá Sten jord- brukskole í Noregi á árinu 1956 og lauk því 1958. Hann starfaði síðan hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga þar til hann hóf nám í löggiltri endurskoðun 1969 sem hann lauk 1975. Eftir að Halldór lauk námi, stofnaði hann endurskoðunarskrifstofu þar sem hann starfaði í mörg ár sem löggiltur endurskoðandi. Hann stofnaði síðar með eig- inkonu sinni, Ernu Helgadóttir, fyrirtækið Saumasporið sem hann rak fram til síðasta dags. Halldór verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, 24. febrúar 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. geirsdóttir, f. 18.3. 1956. Halldór giftist 11.11. 1967 Ernu Helgadóttur, f. 16.7. 1933. Börn þeirra eru: 1) Valgeir, f. 11.9. 1967, sam- býliskona Karin Gembert, f. 3.10. 1980, barn þeirra er Leo, f. 2013. Fyrir á Valgeir dæturnar Kolbrúnu Ernu, f. 1986, og Stef- aníu Kristínu, f. 1992, barns- móðir er Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 1966. 2) Halldór Arnar, f. 11.6. 1969, Börn hans eru a) Sara Ósk, f. 1987, barnsmóðir er Hallfríður Böðvarsdóttir, f. 1969, b) Guðjón Örn, f. 1994, barnsmóðir er Sóley B. Gunnarsdóttir, f. 1971. b) Ég elska þig mjög mikið. Við hittumst uppi í himnaríki einhvern tímann. Það var gott fyrir mig að þú varst afi minn. Láttu fara vel um þig þarna uppi. Ég vona að þú njótir þess að vera með konunni þinni. Farðu vel með þig. Kveðja, Alba Máney. Elsku afi. Eftir að ég frétti að þú værir dáinn hef ég hugsað mikið um stundirnar sem við áttum sam- an og það sem stendur upp úr er það hvað það var alltaf gam- an að tala við þig. Þú vissir allt. Þú varst mjög áhugaverður maður sem maður gat talað við tímunum saman. Ég sakna þín og þessara stunda. Ég er þakk- látur fyrir að hafa átt þig fyrir afa. Þinn nafni, Halldór Almar. Halldór Valgeirsson  Fleiri minningargreinar um Halldór Valgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.