Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014
Búhyggindi borga sig. Mér finnst nauðsynlegt að búa vel aðmínu og leysa sjálfur úr þeim verkefnum sem upp koma ídagsins önn. Ég starfaði lengi sem smiður og þó að ég sé
hættur því núna á ég samt alltaf hamarinn og sögina og gríp í þau
tól ef þarf. Þá hef ég mikla ánægju af því að dunda mér úti í bílskúr
og gera við traktora. Skiptilykill og skrúfjárn eru þarfaþing,“ segir
Þröstur Jónssson, garðyrkjubóndi á Flúðum, sem er 56 ára í dag.
Hvergi á landinu er grænmetisræktun stunduð í jafn stórum stíl
og á Flúðum. „Foreldrar mínir voru ræktunarbændur og það kom
að nokkru leyti af sjálfu sér að þetta yrði lifibrauð mitt,“ segir
Þröstur. Þau Sigrún Pálsdóttir, eiginkona hans, sinntu ýmsum
störfum fyrr á árum en sneru sér alfarið að garðyrkjunni fyrir um
tíu árum. Einbeita sér að ræktun á káli, svo sem spergil-, rauð-,
blóm-, hvít- og kínakáli svo eitthvað sé nefnt.
„Ræktunin er vandaverk og maður þarf að kunna ákveðin vinnu-
brögð. Kálhausarnir eru annars kröfuharðir og vilja vatn og sól. Við
getum stýrt vökvun en ekki sólinni og í fyrra skein hún í aðeins tvær
vikur. Því er öll uppskera síðasta sumars búin. Því er maður núna
bara farinn að undirbúa næsta sumar og sáninguna sem hefst í apríl.
Ætli afmælisdagurinn fari ekki í slík verkefni,“ segir Þröstur.
sbs@mbl.is
Þröstur Jónsson er 56 ára í dag
Hreppamaður „Farinn að undirbúa sáninguna sem hefst í apríl,“
segir Þröstur Jónsson á Flúðum, hér með barnabarninu Emilíu Rún.
Kröfuharðir kál-
hausar á Flúðum
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Erna Magnea Elísa Jök-
ulsdóttir (8 ára) var með
söfnun í Glæsibæ. Alls
söfnuðust 1..500 kr. sem
Erna afhenti Rauða
krossinum.
Söfnun
Reykjavík Irena Mar fæddist 15. júní
kl. 2.25. Hún vó 2.938 g og var 46 cm
löng. Foreldrar hennar eru Guðrún
Erla Ottósdóttir og Ottó Erling Kjart-
ansson.
Nýir borgarar
Reykjavík Freyja Dís fæddist 20. júní
kl. 20.03. Hún vó 3.925 g og var 53 cm
löng. Móðir hennar er Dagmar Þórdís-
ardóttir.
É
g er fædd og uppalin í
Hafnarfirði með
Húbbahól á baklóðinni
og útsýni yfir höfnina.
Var á leikskóla sem
systurnar í Klaustrinu ráku, grunn-
skólinn var Öldutúnsskóli og fram-
haldsskólinn var Flensborg.“
Söngáhuginn kviknar
„Í Öldutúnsskóla kviknaði söng-
áhuginn og þörfin fyrir að vera á
sviði. Með Kór Öldutúnsskóla komu
tækifæri til þess að ferðast út um all-
an heim og syngja á stórkostlegum
stöðum með frábæru fólki. Kórnum
var t.a.m. boðið til Kína stuttu eftir
að landið var opnað fyrir ferðamenn.
Flensborgarárin fóru að mestu
leyti í félagslífið, söng og leiklist. Ég
hóf að lokum nám við Söngskólann í
Reykjavík og á svipuðum tíma bank-
aði ástin að dyrum. Með kærasta upp
á arminn, sönginn í hjartanu og leik-
hlutverk hjá Leikfélagi Hafnar-
Hanna Björk Guðjónsdóttir söngkona og söngkennari – 50 ára
Tónleikar Við Björg dóttir mín, Agnar Már Magnússon og Maríus Sverrisson að flytja söngleikatónlist í Hafnarborg.
Er á fullu í æfingum
á óperunni Ragnheiði
Á ljúfri stund „Það er ótrúlegt að við hjónin höfum verið gift í sextán ár.“
Gleraugu fyrir alla
Frumkvöðull í
hönnun glerja
SJÓNARHÓLL
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi
Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is
Þar sem gæðagleraugu
kosta minna!
Á verði fyrir alla
- mikið úrval
Komdu með sjónmælinguna með þér
2 fyri
r1
*
*Les eða göngugleraugu Sph+/-4 cyl -2 fylgja
Glerin okkar koma frá BBGR
Frakklandi, einum virtasta
glerjaframleiðanda Evrópu
Margskipt verðlaunagler
frá 53.900 kr.