Morgunblaðið - 24.02.2014, Side 26

Morgunblaðið - 24.02.2014, Side 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður er settur skrif- stofustjóri nýrrar skrifstofu menn- ingararfs í forsætisráðuneytinu. Undir þá skrifstofu falla meðal annars verkefni er snúa að vernd menningararfsins, þjóðarverð- mæta, húsa og mannvirkja og menningartengdrar byggðar. Skrifstofa menningararfs hefur einnig umsjón með starfsemi Minjastofnunar Íslands og Þjóð- minjasafni Íslands. Margrét er í ársleyfi frá Þjóðminjasafninu með- an hún sinnir hinu nýja starfi. ,,Skrifstofan tók til starfa 1. febrúar,“ segir Margrét. „Það vakti áhuga minn að fá að stuðla að fag- legri uppbyggingu á sviðum sem varða menningararf og menningar- minjar eins og málefni fornminja og sögulegra húsa þar sem litið verður til heildarsamhengis, sem og um safnastarf á sviði þjóðminja- vörslu, öryggi menningararfsins og miðlun þekkingar í þágu sam- félagsins. Á skrifstofunni verður unnið að undirbúningi stefnu á sviði menningarminja, verndun menningararfs og höfð umsjón með framkvæmd þar um. Á verksviði skrifstofunnar eru einnig samskipti við stofnanir, höfuðsöfn, sveitar- félög, félagasamtök og einstaklinga hér á landi og utanlands. Skrif- stofan mótar verklag og gerir til- lögur að aukinni áherslu á verndun menningararfs. Mér finnst spennandi að takast á við nýjar áskoranir. Ég hef tekið þátt í fornleifarannsóknum, stýrt Árbæjarsafni og síðar Þjóðminja- safninu frá því á 9. áratug síðustu aldar. Þjóðminjavarsla og stjórnun uppbyggingar á því sviði hefur ver- ið viðfangsefnið á þessum tíma. Ég hef einnig unnið að húsvernd og málefnum heimsminja og tekið þátt í háskólastarfi. Þessi reynsla mun nýtast vel í ráðuneytinu þar sem mikilvægt er að hafa sem besta yfirsýn. Þar starfar gott fólk sem ég hlakka til að starfa með. Fyrstu verkefni fela í sér að fara yfir sviðið og móta verklag og hefja samvinnu við stofnanir og aðila. Mér finnst afar mikilvægt að hvetja til aukinnar samvinnu á þessu sviði en kraftar eru oft á tíð- um of dreifðir. Höfð verður góð samvinna við menningarskrifstof- una í mennta- og menningar- málaráðuneytinu enda mikilvægt að vinna í þágu málefnisins án þess að láta mörk ráðuneyta og stofnana hefta árangur.“ Mikilvæg tækifæri Finnst þér starf í þágu menning- ararfsins mikilvægt? „Já, menningararfurinn er ekki tómstundadútl heldur stór og mik- ilvægur málaflokkur sem varðar allar menningarminjar á Íslandi sem okkur ber lögum samkvæmt að skila óspilltum til komandi kyn- slóða. Sú skylda hvílir á okkur að stuðla að aukinni þekkingu á því sviði með rannsóknum og starfsemi og taka þátt í samfélagsuppbygg- ingu og menntastarfi. Menningar- arfurinn felur í sér mikilvæg tæki- færi til vandaðrar atvinnuuppbyggingar á fjölmörg- um sviðum. Málaflokkurinn hefur einnig mikið fram að færa á öðrum sviðum, svo sem menntastarfi, handverki, ferðaþjónustu og al- mennri menningarstarfsemi. Nýsköpun er mikilvæg á þessu sviði og til þess fallin að undir- strika þátt okkar í alþjóðlegu sam- hengi. Þar hefur minjavarsla og safnastarf mikilvægu hlutverki að gegna. Þar er áhersla á fjölbreytni mannlífsins, mannréttindi og hvernig menningararfurinn hér er hluti af arfi mannkyns. Ef við tök- um Þjóðminjasafnið sem dæmi og það sem það stendur fyrir þá er þar lögð áhersla á þetta samhengi. Torfhúsaarfurinn sem varðveittur er á vegum safnsins er einstakur í alþjóðlegu samhengi, afar þjóð- legur, en einnig í samhengi heims- minja. Sá arfur sem og annar er okkar framlag til minja mannlífs í heiminum. Það er líka mikilvægt að huga að samhengi innan safnastarfsins sjálfs. Á vegum Þjóðminjasafnsins og annarra fer fram söfnun og vönduð skráning og fólk hefur að- gang að þeim upplýsingum og get- ur nýtt sér þær í þágu rannsókna, nýsköpunar og nýrra hugmynda.“ Sjónræn upplifun Unnið er að gerð nýrrar grunn- sýningar í Þjóðmenningarhúsinu í samræmi við nýjar áherslur Þjóð- minjasafnsins en Þjóðmenningar- húsið hefur verið sameinað safninu. Spurð um þessa sýningu segir Margrét: „Það er verð að stuðla að samvinnu stofnana um sýningu um íslenska listasögu og sjónrænan menningararf þar sem saman koma stofnanir sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðu- neytið og forsætisráðuneytið: Þjóð- minjasafn, Listasafn Íslands, Nátt- úruminjasafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafn-Háskóla- bókasafn og Þjóðskjalasafn. Þessar stofnanir taka höndum saman um að skapa í húsinu nýja sýningu meðal annars á helstu þjóðar- gersemum og listaverkum þjóðar- innar sem varðveitt eru hjá öllum þessum stofnunum. Markús Þór Andrésson er sýn- ingarstjóri sýningarinnar og leiðir sýningarnefnd í umboði verkefnis- stjórnar sem ég stýri fyrir hönd forsætisráðuneytis. Þessi hópur vinnur nú að því að móta sýn- inguna, skoða safnkost stofnan- anna og velja verk á sýninguna sem verður í nafni allra viðkomandi stofnana. Þetta er margslungið verkefni og merkilegt fyrir þær sakir að þarna vinna allar viðkom- andi stofnanir saman að verkefni sem verður í nafni þeirra allra. Það er skemmtilegt til þess að hugsa að þessar stofnanir störfuðu Menningar- arfurinn er ekki tóm- stundadútl  Margrét Hallgrímsdóttir er skrifstofu- stjóri nýrrar skrifstofu menningararfs „Það vakti áhuga minn að fá að stuðla að faglegri uppbyggingu á sviðum sem varða menningararf og menningarminjar,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir. ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA AF GARDÍNUEFNUM Á ÚTSÖLU OG ELDHÚSKÖPPUM Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 PÚÐAVER ÁTILBOÐI 2.000 KR . STYKKIÐ Borgið 2 fáið 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.