Morgunblaðið - 24.02.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 24.02.2014, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Kvikmyndirnar Málmhaus og Hross í oss skiptu Eddu- verðlaununum árið 2014 bróðurlega á milli sín, en þau voru veitt s.l laugardagskvöld. Málmhaus hlaut samtals átta verðlaun, þar af þrenn af fjórum verðlaunum fyrir bestan leik. Hross í oss hlaut samtals sex verðlaun, þar á meðal sem kvikmynd ársins. Benedikt Erlingsson var valinn leikstjóri ársins ásamt því að eiga besta handritið. Ingv- ar E. Sigurðsson hlaut tvær Eddur því hann var verð- launaður fyrir bestan leik í aðalhlutverki í Hross í oss og bestan leik í aukahlutverki í Málmhaus. Sjónvarpsmaður ársins var Bogi Ágústsson. Skemmti- þáttur ársins var Orðbragð, en Djöflaeyjan var valin menningarþáttur ársins. Þess má geta að Brynja Þor- geirsdóttir kom að stjórn beggja þátta. Heiðursverðlaun hlaut Sigríður Margrét Vigfúsdóttir fyrir yfir 20 ára þrotlaus störf í þágu íslenskra kvik- mynda á erlendri grund. Í rökstuðningi fyrir valinu kom fram að Sigríður Margrét væri konan á bak við tjöldin, en hún hefur í áraraðir gegnt burðarhlutverki „í öllum styrkumsóknum íslenskra kvikmynda í stærstu kvik- myndasjóðum Evrópu. Það er að stórum hluta henni að þakka að íslenskar kvikmyndir hafa á síðustu tveimur áratugum náð þeim ótrúlega árangri að fá úthlutað um tveimur milljörðum króna, þar af alls 175 milljónum króna bara á síðasta ári.“ Hún tók nýverið við starfi hjá Rannís sem sérfræðingur um kvikmyndamál fyrir nýja evrópska kvikmyndaáætlun sem nefnist Creative Eur- ope. Eddan 2014 Heiður Dorrit afhenti heiðursverðlaunin sem Sigríður Margrét Vigfús- dóttir hlaut, en Oddný Eva dóttir hennar tók við verðlaununum. Morgunblaðið/Eggert Þakkir Leikkona ársins í aðalhlutverki, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir í Málmhaus, heldur þakkarræðu. Hross í oss var kvikmynd ársins Ánægð Brynja Þorgeirsdóttir tekur við verðlaunum fyrir frétta- og viðtalsþátt ársins, Djöflaeyjuna. Stoltur faðir Erlingur Gíslason tók við verðlaunum fyr- ir hönd sonar síns, Benedikts Erlingssonar, leikstjóra ársins, með bestu mynd og besta handrit, Hross í oss. Aðal og auka Nína Dögg tók við Edduverðlaunum fyrir hönd Ingvars E. Sigurðssonar sem var valinn besti leikari í aðal- og aukahlutverki. Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Skóbúðin, Keflavík Axel Ó, Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.