Morgunblaðið - 24.02.2014, Side 32

Morgunblaðið - 24.02.2014, Side 32
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2014  Amerísk-íslenska viðskiptaráðið blæs til morgunverðarfundar á morg- un, þriðjudag, kl. 8.15 í Hörpu. Yfir- skriftin er Sagan á bak við velgengni íslensku hljómsveitarinnar Of Mon- sters and Men, með augum umboðs- manns og framkvæmdastjóra sveitarinnar. Útgangspunkturinn er samhljómurinn í tónlist og við- skiptum. Erindi flytja Hether Kolker, umboðsmaður hljómsveitarinnar, Sigtryggur Baldursson talar fyrir hönd Útflutningsmiðstöðvar ís- lenskrar tónlistar, Daddi Guðbergs- son verður með tölu og María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, tekur líka til máls. Tónlistin er stór hluti skapandi greina sem verða æ veigameiri þáttur í hagkerfi Íslands, bæði beint og óbeint. Morgunblaðið/Styrmir Kári Sagan af velgengni Of Monsters and Men  Ellefta óháða Alþjóðlega kvik- myndahátíðin í Reykjavík verður haldin 25. september til 5. október. Undirbúningur er kominn á fullt skrið og Ítalía verður í fókus á RIFF þetta árið. Ítölsk kvikmyndagerð hefur verið í mikilli sókn undanfarið, en Ítalía á einhverja glæsilegustu kvikmyndasögu ver- aldar. Nýrri kvikmyndagerðar- menn eins og Paolo Sorrentino þykja þessa dagana slaga hátt upp í gamla meistara á borð við Fellini og Rossellini. Ítalía í fókus á RIFF í haust Ísland hafði ekki heppnina með sér þegar dregið var í undanriðla Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í gær. „Það byrjaði enginn að fagna,“ eins og Heimir Hall- grímsson landsliðsþjálfari orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Ísland fékk Holland úr efsta styrk- leikaflokki og var sömuleið- is afar óheppið með lið úr 3. flokki (Tyrklandi) og 6. flokki (Kasakstan). »1 Enginn happa- dráttur í Nice Haukar urðu bikarmeistarar í kvenna- flokki og Grindavík í karlaflokki þegar Powerade-bikarkeppnin í körfuknatt- leik var til lykta leidd á laugardaginn í Laugardalshöll. Haukar skelltu efsta liði Dominos-deildar kvenna, Snæ- felli, í hörkuskemmtilegum úrslita- leik. Grindavík lagði hins vegar ÍR í leik sem aldrei varð eins spennandi og vonir stóðu til. »2-4 Bikararnir fóru til Hafn- arfjarðar og Grindavíkur Hann neitar því ekki að á stundum hafi verið mikið álag í starfinu. „Maður var kannski á ferðinni á nóttunni áður en maður steig í stól- inn. Þetta endaði með því að ég varð að benda fólki á að koma á viðtals- tímum sem ég var með úti í kirkju, ef ég sá að það var hægt að bíða með úrlausn mála,“ segir Frank. Þá segir hann að oft á tíðum hafi fólk verið einmana og þurft félagsskap, hugg- un og uppörvun. „Ég var gjarnan beðinn um að koma vegna þess,“ seg- ir Frank. Á starfstíð sinni vann Frank mikið að unglinga- og barnastarfi og starfi eldri borgara. Alla jafna segist hann hafa notað sumarfríin í að ferðast með eldri borgurum safnaðarins. Lífið og dauðinn Eðli málsins samkvæmt fylgir starfi prestsins að velta fyrir sér grunnspurningum tilverunnar um líf, dauða og hamingju. Því hefur Frank haldið áfram eftir að hann hætti prestsstarfinu árið 2004. „Ég hef aldrei haft það á tilfinningunni að ég hafi hætt, því ég hef alla tíð verið beðinn um að sinna ýmsum, persónu- legum málum auk funda og guðs- þjónusta,“ segir Frank sem les í Biblíunni á hverjum degi. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sr. Frank M. Halldórsson, sem var sóknarprestur í Neskirkju í 40 ár, flutti predikun fyrir söfnuðinn á átt- ræðisafmælisdegi sínum í gær. Hann segir að kirkjusókn hafi verið góð all- an þann tíma sem hann sinnti starf- inu. „Það var auðvitað margt sem kom upp á. Það skiptust á skin og skúrir,“ segir Frank. Hann segir að fólk hafi leitað til hans á öllum tímum sólarhrings og að mikið hafi verið að gera alla tíð. „Það voru margs konar erfiðleikar í sambandi við hjónabönd, eins voru unglingavandamál oft á borði hjá mér. Gjarnan voru ungling- arnir að brjótast undan valdi foreldr- anna, eins og gengur,“ segir Frank. Starfið ekki alveg gagnslaust Hann segir að stundum hafi starf hans leitt til farsælla lausna. „Það hefur komið fyrir að fólk hafi verið búið að ganga frá hjónaskilnaði hjá lögfræðingi. Svo talaði það við prest- inn og hjónabandið hélt áfram. Það finnst manni góður árangur. Ég veit ekki betur en að þessi hjón séu gift ennþá. Það veitir uppörvun að finna það að starfið sé ekki alveg gagns- laust,“ segir Frank. Aldrei fundist hann hafa hætt  Sr. Frank predikaði á áttræðisafmælisdaginn  Sinnir enn ýmsum störfum Morgunblaðið/Ómar Predikar Sr. Frank M. Halldórsson var sóknarprestur í Neskirkju í 40 ár. Hann predikaði fyrir söfnuðinn á áttræðisafmælisdaginn í gær. Frank hætti formlega í starfi fyrir 10 árum en hefur aldrei fundist hann hafa hætt. Bíblíudagurinn var í gær og af því tilefni heimsótti vígslu- biskupinn í Skálholti, hr. Kristján Valur Ingólfsson, Breið- holtskirkju í Mjódd og tók þátt í báðum guðsþjónustum dags- ins. Klukkan 11 var fjölskylduguðsþjónusta þar sem Kristján flutti ávarp auk þess sem tvö börn voru borin til skírnar. Um kvöldið predikaði Kristján Valur svo í Tómasarmessunni þar sem lögð er mikil áhersla á fyrirbænarþjónustu og virka þátttöku leikmanna. Fram- kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi voru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Vígslubiskup í Breiðholtskirkju HR. KRISTJÁN VALUR TÓK ÞÁTT Í TVEIMUR GUÐSÞJÓNUSTUM Kristján Valur Ingólfsson VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Tók hvaða dóp sem að var rétt 2. Alvarlega slasaður á gjörgæslu 3. Ertu í kynlífslausu sambandi? 4. Sjónvarpsstjarna fannst látin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á þriðjudag Norðaustan 8-13 m/s og lítilsháttar él, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Heldur hvassara norðan- og austantil Á miðvikudag og fimmtudag Allhvöss eða hvöss norðaustanátt. Snjókoma eða slydda, en yfirleitt þurrt sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomulítið, hiti um og undir frost- marki, en hiti allt að 5 stigum sunnantil á landinu yfir daginn. VEÐURÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þegar Daniel Sturridge gekk í raðir Liverpool í janúar í fyrra hafði hann ekki spilað leik í hálfan annan mánuð. Hann var orðinn algjör aukamaður hjá Chelsea en núna, rúmu ári síðar, er hann ein helsta ástæða þess að Liverpool er enn í barátt- unni við Chelsea um Englands- meistaratit- ilinn. »6 Aukamaðurinn sem orðinn er aðalmaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.