Morgunblaðið - 27.02.2014, Side 2

Morgunblaðið - 27.02.2014, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 2 VIÐSKIPTI Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. Ilmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. Brakandi fersk salöt og ávexti. Við komum til móts við ykkar óskir HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. www.kryddogkaviar.is BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Horfur eru áfram góðar í sjávar- útvegi en afkoman mun versna frá því sem verið hefur undanfarin ár, einkum vegna lægra afurðaverðs og veiðigjalda. Þetta sagði Haukur Óm- arsson, forstöðumaður sjávarútvegs á fyrirtækjasviði Landsbankans, á morgunfundi bankans um fjárfest- ingartækifæri í sjávarútvegi í Hörpu í gær. Hann sagði að rekstur sjávar- útvegsfyrirtækja hefði gengið vel á síðastliðnum fjórum árum og benti á að það ætti sérstaklega við um í upp- sjávarveiðum og fiskvinnslu. Stórbætt eignastaða Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, sagði að í árslok 2012 hefði eiginfjár- hlutfall í greininni verið 19% en í lok árs 2008 var það neikvætt um 18%. Haukur sagði að sjávarútvegs- fyrirtæki skiptust í tvo ólíka flokka: annars vegar væru þau sterk með mikið eigið fé og hins vegar veik og skuldsett. Daníel sagði að rekstrarhagn- aður (EBITDA) í hlutfalli við tekjur í fiskveiðum hefði lækkað um 1,4% í 25% á milli áranna 2012 og 2011, en á sama tíma hefðu tekjur aukist um 3%. Auknar tekjur skiluðu því ekki meiri hagnaði. Á sama tíma jukust tekjur um 13% í fiskvinnslu og hagn- aður jókst lítillega. En hann sagði að það væri áhyggjuefni að hlutfall rekstrarhagnaðar (EBITDA) af tekjum hefði lækkað um 1,9% í 17,2%. Haukur sagði að enn væri hægt að auka umtalsvert hagkvæmni og framleiðni í greininni og þau tæki- færi væru fyrst og fremst í bolfisk- hluta greinarinnar. „Það hefur átt sér stað mikil uppstokkun á uppsjáv- arhlutanum á síðustu fimm til tíu ár- um með miklum árangri, en við telj- um að enn sé talsvert ógert í bolfiski,“ sagði hann. Fjárfestingar í sjávarútvegi Haukur nefndi nokkur möguleg fjár- festingartækifæri í sjávarútvegi: HB Grandi fer á Aðallista Kauphall- arinnar á vormánuðum og mögulega mundu fleiri sjávarútvegsfyrirtæki sigla í kjölfarið, yfirskuldsett félög sem hefðu verið endurskipulögð og vantaði meira eigið fé, yfirskuldsett félög með uppsafnaða fjárfesting- arþörf í framleiðslutækjum eða í ný- sköpunarfyrirtækjum í sjáv- arlíftækni sem vantaði eigið fé til að fjármagna kostnaðarsamt þróun- arstarf. „Að lokum er tækifæri í aukinni samþættingu veiða, vinnslu og mark- aðsstarfs, við sjáum að í alþjóðlegri samkeppni eru erlendu keppinaut- arnir sífellt að verða stærri og sterk- ari, og eru kannski að ná í skottið á okkur þar sem við höfðum áður for- skot. Við teljum því að það sé mik- ilvægt að þessir þættir séu samþættir og íslensku fyrirtækin verði því öfl- ugri í harðnandi samkeppni,“ sagði hann. Með því að fjárfesta í sjávar- útvegi gætu fjárfestar fengið nýjan valkost í eignasafnið og aukið áhættu- dreifingu. Með því má komast í óbein- ar erlendar tekjur, sem sé ekki auð- sótt í gjaldeyrishöftum, að hans sögn. Daníel benti á að sjávarútvegur væri undirstöðuatvinnuvegur þjóð- arinnar. „Án hans væru lífskjör á Ís- landi allt önnur en þau eru í dag,“ sagði hann og benti á hlutur hans af vergri landsframleiðslu næmi 11% og að sjávarklasinn, en þá væru tekin með í reikninginn þau fyrirtæki sem þjónustuðu sjávarútveg, væri 28% af vergri landsframleiðslu. Áfram góðar horfur í sjávar- útvegi en afkoman mun versna Morgunblaðið/Ómar Keppinautar eflast Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegs á fyrirtækjasviði Landsbankans, sagði að erlendir keppinautar sjávarútvegsfyrirtækja sem væru í alþjóðlegri samkeppni yrðu sífellt stærri og sterkari.  Lægra afurðaverð og veiðigjöld munu leiða til verri afkomu í sjávarútvegi  Ýmis tækifæri í sjávarútvegi Sæhorn vill fjárfesta í sjávarútvegi »Landsbréf, sem er í eigu Landsbankans, vinna að því að stofna framtakssjóðinn Sæhorn sem fjárfesta á í sjáv- arútvegi. »Stefnt er að því að skrá félagið á hlutabréfamarkað, jafnvel innan fimm ára, í stað þess að leysa félagið upp, líkt og oft er raunin með fram- takssjóði. Til þess þyrfti þó félagið að ná vissri stærð. Fram kom á fundinum að mið- að væri við minnst tíu millj- arða. Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, nam 847 milljónum á síð- asta ári, en þar af var hagnaður fjórða ársfjórðungs 201 milljón. Þetta er aukning um 112%, en árið á undan var hagnaður félagsins 400 milljónir. Rekstrarhagnaður árs- fjórðungsins jókst um 22% milli ára og nam 735 milljónum, en rekstr- arhagnaður ársins nam 2.996 millj- ónum og jókst um 8% frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfall nam 49,4%. Ómar Svavarsson, forstjóri fé- lagsins, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar að reksturinn hafi gengið mjög vel á síðasta ársfjórð- ungi ársins og allir mælikvarðar hafi sýnt góðan árangur. Nánar á mbl.is Hagnaður Voda- fone tvöfaldast Englandsbanki stefnir að breyt- ingum á reglum sem gilda um starfsemi erlendra fjárfestinga- banka í Bretlandi. BBC segir að Englandsbanki sé að setja nýju reglurnar til þess að komast hjá öðru Icesave-máli og bankabjörgun. Tvö meginmark- mið hafi einkennt breskan banka- markað frá fjármálakreppunni; að gera bankana öruggari og að auka lánastarfsemi. Þeim verður áfram óheimilt að bjóða upp á innlánsstarfsemi en sú regla var sett í kjölfar þess að breskir sparifjáreigendur töpuðu innistæðum sínum við hrun ís- lenska bankakerfisins, samkvæmt frétt TopNews. Í frétt Telegraph kemur fram að nýjar reglur breska bankaeft- irlitsins, Prudential Regulation Authority (PRA), séu þær fyrstu sem beint er eingöngu að bönkum frá ríkjum utan Evrópusambands- ins sem hafa hug á að veita fjár- málaþjónustu í Bretlandi. Verða fjármálaeftirlit viðkom- andi ríkja að standast kröfur þess breska og hafa yfirsýn yfir starf- semi sinna banka í Bretlandi. Samkvæmt frétt Telegraph var reynslan af íslensku bönkunum breskum eftirlitsstofnunum of- arlega í huga þegar kom að setn- ingu nýrra reglna. Er vísað til þess að íslensku bankarnir hafi getað komið upp starfsemi í Bret- landi fyrir kreppu sem endaði með því að bresk yfirvöld hafi þurft að ábyrgjast innistæður við- skiptavina íslensku bankanna í Bretlandi. Nánar á mbl.is Englandsbanki setur nýjar reglur um erlenda banka  Gert til að verjast öðru Icesave-máli og komast hjá bankabjörgun AFP Englandsbanki Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, ræðir við frétta- menn í höfuðstöðvum Bank of England í Lundúnum fyrr í mánuðinum. Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á                                  !  !   "# $ #    %  "&'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5                       Í síðasta mánuði voru 172 félög ný- skráð en á sama tíma fóru 67 fyr- irtæki í gjaldþrot. Nýskráningar og gjaldþrot eru flest í sömu flokkum, það er heild- og smásöluverslun og á bílaverkstæðum. Í janúarmánuði voru nýskráð 172 einkahlutafélög, til samanburðar við 178 í janúar 2013. Nýskrán- ingar voru flestar í heild- og smá- söluverslun. Þá voru 67 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í jan- úarmánuði, til samanburðar við 62 í janúar 2013. Flest gjaldþrot voru í heild- og smásöluverslun, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands. 67 gjaldþrot í janúarmánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.