Morgunblaðið - 27.02.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.02.2014, Qupperneq 12
Hönnunarverðlaun 2013 (húsgagnaflokki) Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Aria borð Nýja Aría borðalínan fékk Hönnunarverðlaun FHI 2013 í húsgagnaflokki. Borðin eru fáanleg í mismunandi stærðum og útfærslum. Verð frá kr. 91.000 Hönnuður: Sturla Már Jónsson Gæða skrifstofuhúsgögn á góðu verði Mikið úrval af vönduðum skrifstofuhúsgögnum á frábæru verði! Komdu við í verslun okkar að Fosshálsi 1 og kynntu þér málið. Við tökum vel á móti þér! Það besta kostar minna en þú heldur • • Team 11 skrifborðsstóll 30% afsláttur! Verð áður kr. 83.900,- Verð nú kr. 58.730,- Delta möppuskápur Stærð 81x36x120cm 30% afsláttur! Verð áður kr. 60.096,- Verð nú kr. 42.067,- • • Delta rafmagns hæðarstillanleg borð Allt að 35% afsláttur! Verð frá kr. 124.302,-* • • *Ath. Margar útfærslur og stærðir fáanlegar. Sumar gerðir þarf að sérpanta. Réttarríkið Þóroddur Bjarnason Hversu miklar skuldir eru of mikl- ar skuldir? Svarið við þeirri spurn- ingu hefur sjaldan skipt jafn miklu máli og nú þegar margar af rík- ustu þjóðum heimsins sjá fram á mikla og viðvarandi skuldsetningu hins opinbera. Þrátt fyrir tals- verðar umræður á umliðnum árum eru enn mjög skiptar skoðanir á meðal hagfræðinga um sambandið á milli skulda og hagvaxtarhorfa. Bandarísku hagfræðingarnir Carmen Reinhart og Kenneth Ro- goff færðu fyrir því rök í frægri ritgerð sem þau birtu árið 2010, Growth in the Time of Debt, að þegar skuldir ríkja færu upp yfir 90% sem hlutfall af landsfram- leiðslu þá myndi það fara að hafa neikvæðar afleiðingar fyrir hag- vöxt. Þótt skrifin hafi fengið mikla athygli á sinum tíma voru ekki all- ir sannfærðir. Þess er skemmst að minnast að á síðasta ári fundu þrír óþekktir hagfræðingar við Am- herst-háskólann í Massachusetts vandræðalegar villur í excel-líkani þeirra Reinhart og Rogoff sem höfðu skekkt nokkuð niðurstöður rannsóknarinnar. Skuldaþróun, ekki skuldahlutfall Í nýlegri grein sem birtist á veg- um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), Debt and Growth: Is there a Magic Treshold, er að finna frekari – og djúpstæðari – gagn- rýni í garð skrifa Reinhart og Ro- goff um þetta efni. Greinarhöf- undar, þrír hagfræðingar hjá AGS, skoðuðu gögn sjóðsins um skuldir og vöxt á tímabilinu 1821 til 2011. Komast þeir að því að færa megi rök fyrir því að til skemmri tíma, yfir eitt ár í senn, fari hagvöxtur minnkandi þegar skuldir ríkja eru meira en 90% af landsframleiðslu – en aðeins í þeim tilfellum þar sem skuldirnar eru enn í miklum hækkunarfasa. Utanaðkomandi þættir sem tengjast ekki beint aukinni skuldsetningu þjóðríkja hafa hins vegar oftar en ekki áhrif í þessu samhengi. Þannig er bent á að meðaltalshagvöxtur fyrir þau ríki sem hafa skuldað meira en 135% sé minni en ella vegna þess að japanska hagkerfið dróst saman um 50% eftir lok síðari heimsstyrj- aldar. Til lengri tíma þá gefa gögn Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins aftur á móti ekki til kynna að það sé sér- stakt samband milli hagvaxtar og skuldsetningar þjóðríkja. Þegar litið er til skulda og hagvaxtar að meðaltali yfir fimmtán ára tíma- skeið þá er fátt sem bendir til þess að hagvöxtur fari að dragast sam- an þegar skuldir sem hlutfall landsframleiðslu verða meiri en 80%. Það sem hefur meiri áhrif í þessum efnum er skuldaþróunin fremur en sjálft skuldahlutfallið hverju sinni. Þannig kemur fram í grein AGS að hagvöxtur sé að öllu jöfnu lægri þegar skuldahlutfall ríkja fer hækkandi en hjá þeim þjóðum þar sem skuldirnar fara minnkandi – og skiptir þá ekki máli hversu háar skuldirnar eru á annað borð. Góð tíðindi fyrir evrusvæðið? Hagsagan virðist ennfremur renna stoðum undir þessa kenningu. Í umfjöllun The Economist er bent á að hagvöxtur þjóða sem hafa skuldað meira en 120% sem hlut- fall landsframleiðslu, til að mynda Bretland og Bandaríkin á árunum eftir seinni heimsstyrjöld, hafi ver- ið stöðugur og mikill samtímis því að hratt hafi dregið úr háum skuldum. Fyrir evrusvæðið gætu þetta verið góð tíðindi. Á síðustu fimm árum hafa heildarskuldir evruríkj- anna hækkað umtalsvert – úr 70% í 93% í árslok 2013 – en fyrr í þessum mánuði staðfesti Hagstofa ESB hins vegar að skuldirnar væru teknar að skreppa saman samtímis því að hagvöxtur fór loks að gera vart við sig á evrusvæðinu. Samband hagvaxtar og skulda Heimild: Debt and Growth: Is there a Magic Treshold, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, febrúar 2014. 15 ár (fjórðungaspönn) 15 ár 10 ár 5 ár 1 ár H ag vö xt ur á hv er n íb úa (% ) Meðaltalsskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu (%) 6 4 2 0 -2 -4 -6 10 20 40 60 80 100 12030 50 70 90 110 130 140 Sokkinn kostnaður Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ríki og skuldafíkn Stundum á fólk það til að gleyma því að hverfulleikinn er sífellt að leita að nýjum fórnarlömbum. Margir virðast telja að hverfulleikinn hafi ekki roð við íslenska sjávarútveginum. Hann sé of öflugur. Svo er ekki. Íslenskur sjávarútvegur á í al- þjóðlegri samkeppni dag hvern – sem fer harðnandi. Hann byggir ekki lífsvið- urværi sitt á innanlandsmarkaði. Það er ekki skrifað í stein að íslenskar sjáv- arafurðir hækki í verði ár eftir ár eða að íslensk fyrirtæki standi erlendum keppinautum framar. Heildarmagn ís- lenskra fiskveiða er dropi í hafið þegar horft er á allt framboðið í heiminum. Erlendu keppinautarnir, sem eru mýmargir, eru sífellt að leita leiða til að gera betur. Tryggja þarf að að- stæður á heimavelli séu með þeim hætti að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki haldi áfram að eflast svo þau geti áfram staðið í fremstu röð. Aukin fjár- festing í rekstrinum er lykillinn að því, en auðlindagjaldið er þar Þrándur í Götu, líkt og dæmin sanna. Sumir virðast því miður ekki skilja hve mikilvægur sjávarútvegur er fyrir Ísland. Án hans væru lífkjör mun verri. Það má þess vegna ekki hugsa um sjávarútveg sem einhvers konar ey- land, sem hafi lítil tengsl við hinn al- menna Íslending. Forsenda góðra lífs- kjara hér á landi er öflugt atvinnulíf. Og oft vill gleymast að atvinnulífið snýst í kringum útflutningsgreinarnar – hvar sjávarútvegurinn er í far- arbroddi. Morgunblaðið/RAX Mótorinn Lífskjörin á Íslandi eru betri fyrir tilstuðlan sjávarútvegsins.  Útherji Sjávarútvegur er ekki eyland heldur mótorinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.