Morgunblaðið - 22.02.2014, Side 4

Morgunblaðið - 22.02.2014, Side 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ Komdu og njóttu... Eldhúsið er opið 17.00–23.00 sun.-fim. 17.00–24.00 fös. og lau. ... matargerðarlistar Scott Hallsworth, fyrrverandi yfirmatreiðslu- manns á Nobu London og Nobu Melbourne, dagana 27. febrúar til 2. mars. Það er upplifun sem þú gleymir ekki. Sushi Samba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Sími 568 6600 • sushisamba.is Eldhúsið „Heiðarleg, árstíðabundin matreiðsla með klassísku tvisti.“ Sérstaðan „Sérstakur kolagrillofn, eldum mikið af kjöti og fiski í honum ásamt öðru.“ Vinsælt á matseðlinum „Sérvalið íslenskt ribeye úr kolaofninum, sem er látið meyrna þar til við teljum best. Einnig Ce- viche sem er klassískur réttur frá Peru, sem við höfum gert að okkar eig- in. Fiskurinn marineraður í sítrusávöxtum og grill- aðri paprikudressingu.“ Gestakokkurinn á Food & Fun s„Robin Gill er frá Eng- landi og er eigandi veit- ingastaðar sem heitir The Dairy í London. Hann eldar mikið hráefni beint frá bændum sem hann er mikið í sambandi við. Mjög árstíðarbundið hrá- efni og því klárlega spennandi kostur fyrir okkur.“ jonagnar@mbl.is Veitingastaðirnir á Food & Fun 2014 KOL Restaurant Veitingastaðurinn KOL við Skólavörðustíg er ein nýjasta viðbótin við flóru borgarinnar. Kári Þorsteinsson og Einar Hjaltason segja frá staðnum og Food & Fun. Morgunblaðið/Þórður Meistarar Nýverið opnaði Kol á Skólavörðustígnum og þeir Kári Þorsteinsson og Einar Hjaltason ráða för í eldhúsinu. Nautatart 100 g nautabrjóst 5 stk. smjördeig, útstungið 15 g jarðskokkamauk 5 g pikklaðir jarðskokkar 5 g heslihnetur Eldið nautabrjóstið í þrýstipotti með vatni og nautakrafti í 1 klst. eða þar til meyrt. Kælt niður og síðan rifið í fína strimla. Við mælum með að kaupa frosið hrátt smjördeig, bakið undir pressu í 12 mín. eða þar til stökkt. Skrælið jarðskokkana, sjóðið í mjólk þar til þeir eru meyrir og síðan maukaðir og smakkaðir til með sítrónu og salti. Skerið svo dálítið af jarðskokk- unum í teninga og eldið í 150 g af ediki, 100 g vatn og 100 g sykur. Smyrjið jarðskokkamaukinu á stökkt smjördeigið og leggið svo nautabrjóstið á og svo pikklaða jarðskokkana ofan á ásamt hesl- inetunum og smáklettasalati. Uppskrift að hætti hússins Að sögn Addýjar er greinilegt að blóm- leg matarmenning hefur jákvæð áhrif fyrir markaðssetningu Íslands sem áhugaverðs áfangastaðar. Erfitt sé að meta áhrif íslenskrar matargerðar einn- ar og sér en það að erlendir gestir geta gengið hér að vísum gæðaréttum á sam- keppnishæfu verði sé eitt af því sem tryggi að ferð til Íslands verði bæði ánægjuleg og eftirminnileg. „Viðburðir eins og Food and Fun hjálpa líka til að halda Íslandi í sviðsljósinu og auka við- burðaflóruna að vetri til, sem er einmitt sá tími ársins sem við viljum fjölga ferðamönnum. Að vita af því að eiga má von á spennandi matarhátíð á heimsk- lassa getur verið það sem gerir útslagið og verður til þess að fólk í ferðahugleið- ingum velur Ísland frekar en einhvern annan áfangastað. Maturinn gerir gæfumuninn Morgunblaðið/Golli A llt frá upphafi hefur Ice- landair tekið virkan þátt í Food and Fun. Flugfélagið var í hópi þeirra sem komu hátíðinni á laggirnar, að frumkvæði matreiðslumannanna Sigga Hall og Baldvins Jónssonar. Addý Ólafs- dóttir er viðburða- og kynning- arstjóri Icelandair og segir hún að- komu félagsins í dag felast í því að bæði kynna hátíðina á erlendum mörkuðum og flytja inn erlenda meistarakokka til landsins. Hún segir nú svo komið að allstór hópur erlendra gesta komi til Ís- lands gagngert til að upplifa Food and Fun. „Við seljum sérstaka ferðapakka á hátíðina sjálfa og erum t.d. í ár að fljúga með 70 manna hóp frá Helsinki. Hópurinn sam- anstendur af mataráhugamönnum, fólki sem starfar í veitingageiranum, matvælainnflytjendum að ógleymd- um finnskum blaðamönnum.“ Gaman er að segja frá að á síðasta ári kom hingað til lands veit- ingamaðurinn Pekka Kuru frá Finn- landi og smitaðist hann af áhuga ís- lenskra matreiðslumanna. „Hann er frá bænum Turku í suðvesturhluta landsins og átti frumkvæði að því að setja þar á laggirnar í haust n.k. systurviðburð Food and Fun á Ís- landi. Þangað munu íslenskir kokkar fjölmenna og sýna listir sínar.“ Opnir og gestrisnir Addý segir að veitingastaðirnir sem taka þátt í Food and Fun eigi mikið hrós skilið því það sé ekki sjálfgefið að hleypa inn í eldhúsið ókunnugum erlendum kokkum. „Íslenski veit- ingastaðageirinn hefur tekið erlendu gestunum opnum örmum en ég hugsa að viðtökurnar væru ekki endilega svona jákvæðar víða annars staðar; hvað þá þegar sú krafa er gerð til veitingastaðarins að gesta- kokkurinn fái að ráða matseðlinum og hátíðin leggur línurnar um verðið á réttunum. Árangur Food and Fun er ekki síst til marks um hve auðvelt íslenskir matreiðslumenn eiga með að tileinka sér nýjungar og hversu áhugasamir þeir eru um að læra eitt- hvað nýtt með því að fylgjast með þeim handtökum og uppskriftum sem erlendu gestirnir nota fyrir ís- lenska hráefnið.“ Segir hún að skemmtileg auka- verkun af Food and Fun hafi nú komið í ljós sem felst í því að íslensk- ir veitingastaðir eru margir farnir að eignast víðtæk tengslanet út í heim. „Ekki aðeins erum við að fá erlenda matreiðslumenn til okkar á Food and Fun heldur hafa íslensku kokk- arnir tekið upp á því að bregða sér út fyrir landsteinana. Þeir fá að taka syrpu í eldhúsunum erlendis og fá þar beint í æð nýjar hugmyndir sem svo skila sér strax aftur inn í ís- lenska matreiðslusamfélagið.“ ai@mbl.is Hluti af því sem gerir Ísland spennandi Skiptir miklu fyrir ferða- menn að eiga ánægju- lega matarupplifun. Við- burðir eins og Food and Fun geta gert útslagið og styrkja viðburðaflór- una að vetri til. Morgunblaðið/Þórður Sköpun „Íslenski veitingastaðageirinn hefur tekið erlendu gestunum opnum örm- um“ segir Addý. Icelandair hefur stutt hátíðina frá upphafi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.