Morgunblaðið - 22.02.2014, Qupperneq 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Eldhúsið
„Maturinn okkar er fyrst og
fremst skemmtilegur og frum-
legur og við erum dugleg að
skipta út réttum á matseðlinum
okkar. Það er hægt að kalla mat-
inn klassískan í grunninn en með
skemmtilegum áherslum, þótt
hann sé fyrst og fremst úr
fersku og góðu hráefni. Við er-
um sífellt að endurskoða matseð-
ilinn okkar og þróa stílinn, við
viljum vera aðeins öðruvísi og
einmitt þess vegna erum við
ófeimin við að prófa eitthvað
nýtt.“
Sérstaðan
„Sérstaða okkar er staðsetningin
og stemningin sem hér ríkir.
Slippurinn er hér í forgrunni og
þetta gamla hafnarsvæði er svo
lifandi og skemmtilegt. Við erum
með sérstakan hádegisseðil fyrir
þá sem vilja skemmtilegan og
hagstæðan valkost í hádeginu,
stutt að koma fyrir þá sem vinna
í miðbænum. Svo eru það vissu-
lega kokteilarnir sem eru okkar
aðalsmerki. Við leggjum mikið
upp úr kokteilunum okkar og
skiptum reglulega út kokteilseðl-
inum, en þeir eru allir búnir til
úr hráefnum sem við útbúum
sjálf, hvort sem það er síróp,
safar, bitterar eða önnur bragð-
efni.“
Vinsælt á matseðlinum
„Flatbökurnar okkar eru vinsæl-
asti rétturinn en þær er að finna
í þremur útgáfum. Fiskipannan
og topplausi borgarinn koma þar
á eftir. Þetta eru réttir sem hafa
verið á seðlinum frá upphafi og
njóta enn mikilla vinsælda. Þá
má einnig nefna smokkfiskinn
sem er alltaf vinsæll og nú nýjan
vinsælan rétt sem samstendur af
humri og nautakinn, algjörlega
ómótstæðilegt. Við erum alltaf að
prófa okur áfram, gera eitthvað
skemmtilegt og við finnum alltaf
góðar undirtektir hjá gestum
okkar. Brunchinn okkar um helg-
ar er einnig mjög vel sóttur en
þar er að finna huggulegt og létt
hlaðborð í anda Slippbarsins.“
Gestakokkurinn á Food & Fun
„Við verðum með tvo eðalbar-
þjóna hjá okkur, þá Jonas
Brandenborg Andersen frá Dan-
mörku og Bandaríkjamanninn
Geoffrey Canilo. Báðir starfa
þeir á vinsælum kokteilbörum í
Kaupmannahöfn, en Kaupmanna-
höfn er þekkt fyrir að vera fram-
arlega í kokteilgerð. Þetta eru
snillingar sem hafa unnið til
margra verðlauna fyrir vinnu
sína og mikill heiður fyrir
Slippbarinn að fá þá í lið með
okkur.“
jonagnar@mbl.is
Slippbarinn
Morgunblaðið/Kristinn
Stemning Jóhannes Steinn Jóhannesson fer fyrir sínu fólki í eldhúsinu á Slippbarnum.
Stemningin er skemmtileg og frumleg á Slipp-
barnum, segir Jóhannes Steinn Jóhannesson.
Lucifer
25 ml Brennivín 50%
25 ml krækiberjalíkjör
25 ml Aperol
25 ml Calvados
2 bsk Cherry heering-líkjör
½ bsk Absinth
1 dass appelsínubitter
Hrærður og borinn fram í
kældu kokkteilglasi, kóríander-
lauf sem skraut
Bsk = 5 ml barskeið
Uppskrift
að hætti
hússins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stællegur Kokteillinn Lucifer er girnilegur að sjá í glasi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dýrðardrykkur Ási barþjónn á Slippbarnum blandar kokteilinn Lucifer af list.
Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is
SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-21
Á Krúsku færðu
yndislegan og
heilsusamlegan
mat.
Opið frá 11-21
alla virka
daga