Morgunblaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Upplýsingar í 567 8888. Ofnar til sýnis á staðnum
Sjá einnig www.pmt.is og www.turbochef.com
Plast, miðar og tæki Krókhálsi 1 110 Reykjavík www.pmt.is
40% fljótari.
Ódýrir í rekstri.
Taka lítið pláss.
Auðvelt að þrífa.
Þurfa ekki loft-
ræstiháf.
Pizzurnar, steikin, laxinn og humarinn,
bragðast einstaklega vel úr Turbochef.
ALGJÖRSNILLD segja þessir:
Dadis Pizza (FerðaþjónustanVogarMývatni).
RestaurantNord Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Burger Inn, Krydd ogKavíar,WilsonPizza.
Stærðir: 40, 50 og 64cm (16“, 18“ og 24“ tommu).
Turbochef bakar og grillar.
S
amtök iðnaðarins hafa haft
umsjón með framkvæmd
Food and Fun undanfarin
tvö ár. Ragnheiður Héðins-
dóttir er forstöðumaður mat-
vælasviðs hjá SI og segir hún mat-
vælaframleiðslu, veitingageirann og
ferðaþjónustu mjög nátengd. Það
skipti miklu fyrir stóran hluta iðn-
aðar og atvinnulífs að stuðla að
blómlegri matarmenningu.
Ekki ætti að hafa farið framhjá
neinum hversu spennandi starf hef-
ur verið unnið bæði hjá íslenskum
matvælaframleiðendum og á veit-
ingastöðunum. Ragnheiður segir
líka matartengda ferðaþjónustu fara
vaxandi um allan heim og sjáist þess
þegar merki hér á landi. „Og það
sem meira er, við getum vænst þess
að þessi þróun haldi áfram og að
mínu mati hægt að gera enn meira á
þessu sviði,“ segir Ragnheiður og
bendir á að hagsmunaaðilar séu þeg-
ar komnir vel á veg með nánara og
sterkara samstarf á þessu sviði.
„Stofnanir og fyrirtæki á borð við
Matís, Bændasamtökin, Samtök iðn-
aðarins, Samtök ferðaþjónustunnar,
Samtök fiskvinnslustöðva, Háskóla
Íslands og Íslandsstofu, auk fyr-
irtækja í matvælaiðnaði hafa verið
að hittast og vinna saman til að auka
jákvæða umfjöllun um íslensk mat-
væli. Á döfinni er stór ráðstefna í
mars þar sem umræðuefnið er ein-
mitt þetta.“
Bændur, sjómenn,
verksmiðjur og verslanir
Erfitt er að henda reiður á því
hversu stórt hlutverk matur leikur í
íslensku atvinnulífi. Ragnheiður seg-
ir þó ekki fara milli mála að matvæli
koma við sögu með einum eða öðrum
hætti hjá miklum fjölda fyrirtækja,
allt frá bónda og útgerðum, í slát-
urhúsum og fiskvinnslu, ýmsum
framleiðslufyrirtækjum og yfir í
sjálfa veitingastaðina og versl-
anirnar. „Við búum að mjög fjöl-
breyttum matvælaiðnaði sem spann-
ar nær alla matvælaflóruna frá
vandaðri kjöt- og mjólkurvinnslu, yf-
ir í brauðgerðir og bakarí á heims-
mælikvarða, sælgætisgerðir og
drykkjarframleiðendur og jafnvel að
Ísland á sína eigin hveitimyllu. Út-
koman er sú að uppistaðan í mat-
arinnkaupum landsmanna er íslensk
framleiðsla.“
Atvinnu- og verðmætasköpun
skiptir miklu máli en Ragnheiður
minnir líka á að matarframboðið og
matarhefðirnar eru samofin menn-
ingu og sjálfsmynd þjóðarinnar.
Hluti af því sem gerir okkur íslensk,
og það sem við söknum oft hvað sár-
ast þegar komið er út í heim, er ís-
lenskur matur.
„Sem þjóð erum við mjög stolt af
matnum okkar og getum ekki hugs-
að okkur að vera án þessara vara. Á
ég þar ekki aðeins við þjóðlegu rétt-
ina, eins og hangikjöt, harðfisk og
skyr, heldur t.d. einnig vörur á borð
við Ora-baunir og Nóa-konfekt.
Þetta eru matvæli sem eru ómiss-
andi þegar við gerum okkur glaðan
dag og njótum lífsins með vinum og
ættingjum. Þetta eru kræsingarnar
sem við berum á borð til að sýna er-
lendum gestum bestu hliðar lands-
ins.“ ai@mbl.is
Matur leikur stórt hlutverk
í atvinnulífi landsins
Matvæla- og veitinga-
geirinn skapar bæði
störf og verðmæti og
skiptir miklu fyrir sjálfs-
mynd þjóðarinnar. Ís-
lensk matvæli ómiss-
andi þegar við gerum
okkur glaðan dag.
Morgunblaðið/Þórður
Sálin „Þetta eru matvæli sem eru ómissandi þegar við gerum okkur glaðan dag
og njótum lífsins með vinum og ættingjum. Þetta eru kræsingarnar sem við ber-
um á borð til að sýna erlendum gestum bestu hliðar landsins,“ segir Ragnheiður
Héðinsdóttir um íslenskan mat.
Gæði íslenskra matvæla byggjast ekki síst á fagmennsku og
metnaði þeirra sem starfa við bæði framleiðslu og fram-
reiðslu. Ragnheiður segir að þess verði að gæta mjög vand-
lega að ekki verði skortur á fagfólki í þessum geira. „Flest
bendir til þess að vaxandi áhugi sé meðal unga fólksins að
mennta sig í matvælagreinum en aukinn straumur ferða-
manna gerir vaxandi kröfur til veitingastaða og annarra sem
veita ferðamönnum þjónustu. Því eru augljós merki um að
fjölga þurfi fagmönnum, ekki síst í framreiðslunni. Þegar
tekið er á móti innlendum eða erlendum gestum með fínum
og dýrum mat má þjónustan ekki vera veikasti hlekkurinn
heldur þarf allt að fara saman.“
Má ekki skorta fagfólk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kjarninn Ragnheiður minnir á að mat-
væla- og veitingageirnn hvílir á metn-
aðarfullu og vel menntuðu fagfólki. Úr
eldhúsinu á íslenskum veitingastað.
Eldhúsið
„Eldhús Kolabrautarinnar er með
ítölskum áhrifum og lögð er
áhersla á að nota íslenskt hráefni.“
Sérstaðan
„Það eru ekki margir ítalskir staðir
í Reykjavík og alls ekki í svona um-
hverfi og með jafn frábært útsýni,
og í þessum efri klassa með mat og
þjónustu.“
Vinsælt af matseðli
„Hægelduð, anísgrafin bleikja með
sítrónuolíu, gullappelsínu og
fennelfrauði.
Hleypt egg með mjúkri kart-
öflumús, ítölsku beikoni og pip-
arrót.
Cannelloni fyllt með kartöflum og
humri, borið fram með skel-
fisksósu, humargljáa og graslauk.
Pönnusteiktur hlýri með grænkáli,
hvítkáli, sítrónu-confit, rómversku
blómkáli, ólífum og byggi.“
Gestakokkurinn á Food & Fun
„Alessandro Gavagna heitir hann
og er kokkur á fjölskyldustaðnum
La Subida í Cormons í norðaust-
urhluta Ítalíu, rétt við landamæri
Slóveníu.
Þessi ungi og öflugi mat-
reiðslumaður leggur áherslu á
Kolabrautin
Það eru ítalskir straum-
ar sem leika um hin ís-
lensku hráefni Kola-
brautarinnar í Hörpu, að
sögn Leifs Kolbeinsonar.
Veitingahúsin á Food & Fun
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Sérstaða „Það eru ekki margir ítalskir
staðir í Reykjavík,“ segir Leifur.
Butterscoth Budino
546 g púðursykur
236 g vatn
2 klípur af salti
710 g mjólk
1.422 g rjómi
2 egg
6 eggjarauður
140 g hveiti
140 g smjöt
42 g dökkt romm
Setjið púðursykur, vatn og-
salt stóran pott. Sjóðið uns
karamella fer að myndast.
Leyfið að sjóða uns reykur fer
að myndast, á mörkum þess að
karamellan fari að brenna því
það er augnablikið þar sem
rétta bragðið og liturinn verður
til. Bætið mjólk og rjóma út í.
Blandan stífnar en mikilvægt
er að hræra í og hitið að suðu
aftur. Lækkið niður í miðlungs-
hita. Sigtið hveitið varlega í
blönduna og hrærið stöðugt í á
meðan til að forðast kekki.
Bætið eggjunum við og
hrærið í á meðan, hitið blönd-
una upp að 85°C og takið þá af
hitanum.
Hrærið smjör og romm sam-
an við.
Skammtið í hæfileg ílát og
kælið í minnst 6 klst.
Best er að útbúa réttinn
deginum áður en hann er bor-
inn á borð.
Uppskrift
að hætti
hússins
staðbundnar hefðir og hráefni til
matargerðar og eldar um leið með
tæknilegri nálgun og mikilli sköp-
unargáfu. Enda skartar La Subida
verðskuldaðri Michelin-stjörnu.“
jonagnar@mbl.is