Morgunblaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ Vandaðir hitamælar fyrir matvælaiðnað Stangarhyl 1a, 110 R • S:5678030 www.rj.is G uðný Káradóttir segir ís- lenskan veitinga- og mat- vælaiðnað á réttri leið en um leið á landið enn mikið inni á matvælasviðinu. Með mark- vissu samstarfi sé hægt að styrkja enn betur ímynd Íslands sem mat- aráfangastaðar og uppsprettu einstaks hráefnis. Guðný starfar hjá Íslandsstofu sem er einn af bakhjörlum Food and Fun- hátíðarinnar. Íslandsstofa er sam- starfsvettvangur um kynningu Ís- lands á erlendum vettvangi, hvort sem snýr að ferðamennsku, fjárfest- ingum, eða útflutningi. Á hátíðinni í ár hefur Íslandsstofa á sinni könnu að bjóða erlendum blaðamönnum til landsins, leyfa þeim að njóta Food and Fun-hátíðarinnar og uppgötva allt það góðgæti sem Ísland hefur upp á að bjóða. Íslenski veitingahúsageirinn hef- ur verið í miklum blóma undanfarið og á tiltölulega skömmum tíma, í Reykjavík, og raunar hringinn í kringum landið, hefur sprottið upp fjöldi áhugaverðra veitingastaða. Samhliða þessu virðist mikill kraftur í matvælaframleiðslu almennt og jafnt stórir sem smáir framleiðendur hvergi dregið af sér í nýsköpun og metnaði. Guðný segir þetta öfluga starf styðja við alla kynningu á land- inu. „Næring og matur er eitthvað sem skiptir alla máli og ef hægt er að gera Ísland að kunnu matvælalandi er hægt að nýta það til að efla ímynd landsins á öðrum sviðum og auka verðmætasköpun víða í samfélag- inu.“ Ferðamennirnir heillaðir Nefnir Guðný sem dæmi kannanir sem sýna hvað góð matarupplifun getur haft jákvæð áhrif á ferða- menn. „Í einni skoðanakönnun voru erlendir gestir sem komu til landsins beðnir að nefna það þrennt sem stóð upp úr eftir ferðina. Um 20% svar- enda nefndu matinn sem eitt af því minnisstæðasta. Fyrir marga er maturinn því ekki síður mikilvægur hluti af heimsókn til Íslands en t.d. ferð í Bláa lónið eða að upplifa óspillta náttúruna.“ Segir Guðný að það séu engar ýkj- ur að segja að Ísland búi að fram- úrskarandi matreiðslumönnum. Ár- angur íslenskra kokka í alþjóðlegum matreiðslukeppnum á borð við Bo- cuse d’or taki þar af allan vafa. Þetta hæfileikaríka fagfólk hafi síðan að- gang að gæðahráefni og útkoman geti ekki orðið annað en flott mat- arupplifun. „Matreiðslan og matvælagerðin er ekki bara metnaðarfull og vönduð heldur er sköpunargleðin líka til staðar og hugrekkið til að prófa nýj- ungar – fara ótroðnar slóðir. Svo má ekki gleyma að skandinavísk mat- argerð er í deiglunni og mikil skand- invaísk bylgja að breiðast út um alla heimsbyggðina. Unnendur góðs matar eru að uppgötva hvílíkur lúx- usmatur leynist inni á milli skandin- avískra rétta. Við erum t.d. í dag að sjá vörur eins og grafið ærfile og fol- aldafile seljast dýru verði hjá versl- unum og veitingastöðum enda sér- lega góður matur.“ Guðný minnir líka á að það sem við Íslendingar erum vön að borða og lítum nánast á sem hversdagsmat geti verið allt önnur upplifun fyrir þá sem vanir eru öðrum matargerð- arhefðum og annars konar hráefni. „Íslenska lambið þykir t.d. mjög sér- stakt og minnir marga útlendinga á villibráð. Íslendingum þykir lamba- kjöt vitaskuld gott, en útending- unum finnst lambakjötið að auki vera „sérstakt“ og vita sem er að þar er á ferð gæðavara sem ekki er hægt að fá alls staðar.“ ai@mbl.is Guðný myndi vilja sjá hags- munaaðila á Íslandi taka höndum saman með svipuðum hætti og gert hefur verið í Svíþjóð. Þó að margt hafi áorkast í að skapa Ís- landi sterka ímynd á mat- vælasviðinu sé hægt að gera enn betur. „Í Svíþjóð var farin sú leið að marka skýra og heildstæða stefnu um hvernig styrkja mætti ímynd Svíþjóðar sem matvæla- lands. Á Íslandi er enginn skortur á frumkvæði og sköpunargleði en gaman væri að sjá hvaða kraftar myndu leysast úr læðingi með markvissari stýringu og víðtæk- ara samstarfi.“ Segir Guðný Svíana hafa lagst í mikla greiningar- og skipulags- vinnu og út frá því getað byrjað að vinna með mjög skipulögðum og skilvirkum hætti. „Í dag eru þeir að uppskera árangur erfiðis- ins og sænsk matvæli orðin mun sýnilegri í allri kynningu á land- inu.“ Hægt að læra af sænsku leiðinni Langa og bláskel, grænkál og smjörsteikt brauð með eldpipar Langa Aðferð: Langan er hreinsuð og snyrt. Fitan fjarlægð. Skömmtuð í 50-70 g. Langan krydduð með salti. Steikt á pönnu, 70% á sömu hliðinni, fyrst í olíu og svo smjöri bætt út í. Löngunni snúið við og safi úr sítrónu kreistur yfir. Langan tekin til hliðar af pönnunni. Bláskel Aðferð: Soðin í örlitlu vatni í potti undir loki þar til hún opnast. Örfáar sek- úndur, á hæsta mögulega hita. Bláskelin snöggkæld um leið, pilluð og lögð til hliðar, Geymið soðið sem kemur af bláskelinni til að gera froðu. Bláskeljarfroða 300 ml bláskeljarsoð 100 ml rjómi 50 g smjör Salt Sítróna Aðferð: Soðinu af skelinni blandað saman við rjóma og smjör, smakkað til með salti og sítrónusafa. Froðan þeytt upp með töfrasprota áður en hún er borin fram. Brauðraspur ½ gamalt súrdeigsbrauð 50 g smjör 1 stk. chili-pipar Aðferð: Brauðið er rifið niður í rasp og steikt í freyðandi smjöri ásamt einum chili sem er skorinn eftir endilöngu. Kryddað með salti. Brauðraspurinn lagð- ur á bakka með eldhúspappír til þerris. Grænkál Grænkál, 3-5 lauf á mann Aðferð: Grænkálið er hreinsað og stilkurinn fjarlægður. Steikt í hreinsoðnu smjöri og kryddað með salti. Uppskrift að hætti hússins Eldhúsið „Matreiðsla Grillsins er létt og nú- tímaleg. Við höfum það að leið- arljósi að hráefnið fái að njóta sín til fulls í okkar matreiðslu, hreint bragð, árstíðir, framandi réttir með fullum skilningi á bragði og bragðsamsetningum. Umfram allt á einfaldleikinn, hrein matreiðsla og jöfn gæði að hrífa gesti okkar. Við einsetjum okkur að nota sem mest af hráefni úr okkar nágrenni og erum í góðu samstarfi við ís- lenska bændur og framleiðendur.“ Sérstaðan „Matseðlarnir okkar eru há- árstíðabundnir. Það þýðir að við notum hráefni okkar eingöngu þegar það fæst í hæsta gæða- flokki.“ Vinsælt af matseðlinum „Samsettir matseðlar úr Grillinu eru 3, 4 og 7 rétta matseðlar. Þar fær gesturinn að bragða á því besta sem við höfum upp á að bjóða hverju sinni. Gesturinn fær innsýn í okkar sköpun í þessum seðlum og fær að njóta þess besta sem hver árstíð hefur upp á að bjóða. Einnig er í boði lítill sér- rétta matseðill sem er byggður á þeim réttum sem eru í okkar 7 rétta matseðli.“ Gestakokkurinn á Food & Fun „Það er hinn enski stórmeistari Paul Cunningham. Það er einkar spennandi að stefnan hans Pauls er sú sama og við erum að vinna með. Hann leggur mikið upp úr því að nota hráefni úr sínu nán- asta umhverfi. Í matreiðslunni er mikið lagt upp úr að láta hráefnin njóta sín og má því segja að Paul passi vel inn til okkar á Grillið. Svo er gaman að segja frá því að Paul og hans gengi hafa gaman af því að vera til og taka sjálf sig ekki of alvarlega og má því búast við að það verði fjör á Grillinu yfir Food & Fun-vikuna.“ jonagnar@mbl.is Veitingastaðirnir á Food & Fun 2014 Morgunblaðið/Eggert Grillið Við einsetjum okkur að nota sem mest af hráefni úr okkar nágrenni og er- um í góðu samstarfi við íslenska bændur og framleiðendur,“ segir Sigurður. Grillið á Sögu Sigurður Helgason matreiðslumeistari lýsir matseld Grillsins sem léttri og nútímalegri, þar sem matseðillinn tekur ætíð mið af árstíðunum.Má ná enn lengra með markvissu samstarfi Bæði matvælaframleiðsla og veitingastaðirnir hér eru í miklum blóma um þess- ar mundir. Í íslenskum matvælum fer saman gott hráefni og mikill metnaður. Morgunblaðið/Eggert Hápunktur „Í einni skoðanakönnun voru erlendir gestir sem komu til landsins beðnir að nefna það þrennt sem stóð upp úr eftir ferðina. Um 20% svarenda nefndu matinn sem eitt af því minnisstæðasta,“ segir Guðný. Mynd úr safni á Laugavegi. Guðný Káradóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.