Morgunblaðið - 22.02.2014, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19
SANGRÍU OG SALSAKVÖLD Á
FIMMTUDÖGUM
Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is | tapashusid.is
TAPASHÚSID BORÐPANTANIR
Í SÍMA 512-8181
2 FYRIR 1
Á MÁNUDÖGUM OG RIÐJUDÖGUM
AF TÍVOLÍ MATSEÐLI
GLÆSILEGUR
NÝR MATSEÐILL
LIFANDI TÓNLIST UM HELGAR
Eldhúsið
„Rub23 er íslenskur veitinga-
staður sem notar hráefni frá ís-
lenskum fiskimönnum og
bændum. Hugvit frá Asíu og
Ameríku. Við sérhæfum okkur í
sjávarréttum og erum með fjöl-
breytt úrval fisktegunda og
mikið úrval sushi-rétta í bland
við steikur og eftirrétti.“
Sérstaðan
„Það er þó eitt sem öðru fremur
skapar veitingastaðnum sér-
stöðu, bæði á íslenskum og al-
þjóðlegum markaði, en það er
fjölbreytt samsetning matseðils
með heimatilbúnum krydd-
blöndum sem viðskiptavinir
geta valið. RUB er orðið þekkt
heiti yfir kryddblöndur sem eru
settar á og/eða nuddað í hráefn-
ið, eins og nafnið bendir til.
Þannig geta viðskiptavinir valið
sér hráefni, fisk eða kjöt, og
valið svo af lista þá krydd-
blöndu sem þeir vilja prófa.“
Vinsælt af matseðli
„Sérstaða Rub23 er kryddið.
Fólk getur valið á milli ýmissa
framandi kryddtegunda, hvort
sem þeir kjósi að hafa matinn
sterkan eða mildan. „Þannig
getur til dæmis fimm manna
hópur sem pantar þorsk fengið
sitt hvort bragðið eftir smekk
hvers og eins. Við erum einnig
með sushi-pitsu sem hefur ver-
ið okkar aðalsérkenni. Pitsan
hefur verið afar vinsæl hjá
gestum okkar. Þetta er ekki
hefðbundin pitsa heldur notum
við nori-blöð og hrísgrjón,
pressum saman og djúp-
steikjum. Síðan er saxaður fisk-
ur með kryddjurtum settur of-
an á ásamt japönsku majónesi
og sérstakri sósu.“
Gestakokkurinn á Food & Fun
„Það er mikill meistari að nafni
Thomas Coohill, en hann er bú-
inn að vera kokkur frá 17 ára
aldri. Hann kynntist fyrst
franskri matargerð
á L’Auberge des Champes í
Kentucky og var síðan í læri hjá
meistarakokkum á L’Oustau de
Baumaniere sem er veitinga-
staður í Frakklandi með 3 Mic-
helin-stjörnur, og á hinum frá-
bæru Mobile Le Francais í
Illinois og Ma Maison í Los
Angeles. Thomas leggur
áherslu á staðbundna og svæð-
isbundna matreiðslu og ferskt
hráefni beint frá býli. Fyrir
bragðið er veitingastaður hans
ekki ósvipaður ómótstæðileg-
um en afslöppuðum veit-
ingastöðum sem finna má víða
um Evrópu.“ jonagnar@mbl.is
Veitingastaðirnir á Food & Fun 2014
Rub 23 Himneskt Bleikja tempuraað hætti Rub 23 er lostæti
sem lifir í minningunni.
Bleikja Tempura
Fyrir 4
360 g bleikja
Tempura-deig
1 dl hveiti
½ dl maisenamjöl
½ tsk. lyftiduft
½-1 dl vatn
Öllu blandað saman
Unagi-sósa:
1 dl Kikkoman soya sósa
1 dl Mirin
1 dl sykur
Hráefni sett í pott og
soðið saman við vægan
hita í ca. 10-12 mínútur eða
þar til sósan byrjar að
þykkna
Aðferð:
Bleikjan er skorin í 12 af-
langa bita, ca 30 g hver biti
Bitunum er dýft í Temp-
ura-deigið og djúpsteikt við
180°C þar til deigið verður
ljósgullið.
Borið fram með Wakame
Salati og Unagi-sósunni.
Uppskrift
að hætti
hússins
Hugvit frá Asíu og Ameríku fer
saman við íslenskt hráefni á Rub
23, segir Einar Geirsson.