Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Side 33
16.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 blandan er orðin þykk. Setjið smjör á pönnu og steik- ið afganginn af hvítlauknum. Bætið spínatinu saman við. Blandið öllu vel og bætið vel af múskati saman við. Blandið kotasælu og parmesanosti í skál og kryddið með hluta af kryddblöndunni. Sjóðið lasanjaplöturnar í örstutta stund í vatni, bara rétt til að fá þær til að mýkjast örlítið. Ein mínúta getur verið fínn tími, en passið að ofsjóða þær ekki. Smyrjið eldfast mót og byrjið að leggja lasanjaplöt- urnar í botninn. Takið svo hluta af grillaða kúrbítnum og dreifið ofan á. Blandið saman við kúrbít hluta af bakaða ricottaostinum. Þar næst kemur nýtt lag af las- anjaplötum og ofan á það blanda af spínatblöndunni og tómötunum. Endurtakið frá byrjun. Endið á að hafa kotasælublönduna efst, úðið ólífuolíu yfir, setjið salvíu- blöð efst. Látið inn í ofn í 40-45 mínútur eða þangað til rétt- urinn er orðin gylltur að lit og kantarnir krauma. Látið standa fimm mínútur áður en rétturinn er borinn fram. Fyrir 6-8 Handfylli af þurrkuðum villisveppum 1 tsk. kóríanderfræ 1 tsk. þurrkaður rauður chilipipar 2 tsk. oreganokrydd 1 kg kúrbítur, skrældur og skorinn í ca. 2,5 cm þykka bita ólífuolía 200 g ricottaostur nokkur lauf ferskt marjoram 4 hvítlauksrif 2 laukar, fínhakkaðir nokkrir rósmarínstilkar, smátt skornir 800 g niðursoðnir tómatar í bitum 50 g smjör 400 g babyspínat múskat 200 g kotasæla 1 lúka niðurrifinn parmesanostur 2 pakkar lasanjablöð, helst fersk. nokkur salvíublöð Hitið ofninn í 200°C. Setjið sveppina í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir. Setjið til hliðar. Merjið kóríander, chili og oregano í mortéli. Setjið kúrbítinn í eldfast mót og dreifið ólífuolíu yfir. Hellið hluta af kryddblöndunni úr mortélinu saman við. Blandið vel saman, dreifið jafnt í mótið og grillið í 45 mínútur eða þar til kúrbíturinn er orðinn mjúkur og gylltur á köntunum. Setjið ricottaostinn á meðan í lítið eldfast mót, úðið yfir ólífuolíu og kryddið. Dreif- ið marjoramlaufunum yfir og grillið svo í ofninum með kúrbítnum síðustu 15 mínúturnar. Takið bæði formin þá út og setjið til hliðar. Lækkið ofninn í 200°C. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið helminginn af hvítlauknum þar til hann er gylltur. Bætið lauk og rósmarín saman við og látið malla í 10 mínútur, þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Hellið vatninu af svepp- unum – en geymið vatnið – og skerið þá niður. Setjið sveppina á pönnuna með lauknum og steikið í 2-3 mín. Setjið nú í tómatana, hluta af sveppavatninu og hluta af kryddblöndunni saman við. Fáið suðuna upp, lækkið þá hitann og látið malla í 15 mínútur þangað til Kúrbítslasanja Morgunblaðið/Árni Sæberg Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extraminnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.