Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Síða 48
Þ að þykir ekki nógu félagslega fínt að vera með einhverft barn á Ís- landi. Allt er gert fyrir börn með krabbamein og hjartasjúkdóma, eins og það á auðvitað að vera, en miklu minna fyrir börn með tauga- og geð- sjúkdóma og þroskaskerðingar. Stéttaskipt- ingin er mikil. Það þykir ekkert merkilegt að labba með einhverft barn niður Laugaveginn. Það flækir líka málið að það sést ekki á börn- um að þau séu einhverf. Oft vildi ég að ein- hverfir væru með græn eyru. Þá sæist fötl- unin betur – og skilningurinn myndi örugglega aukast.“ Þetta segir móðir einhverfs drengs á ung- lingsaldri sem rekið hefur sig á marga veggi frá því sonur hennar greindist fjögurra ára gamall. Hún segir fötlun sonar síns ekki „passa í neitt hólf“ í kerfinu sem hafi fyrir vikið brugðist honum á margan hátt. Víða sé pottur brotinn. Móðirin féllst á að segja Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sögu sonar síns en kýs að koma ekki fram undir nafni af tillitssemi við drenginn. Drengurinn fæddist erlendis, þar sem for- eldrar hans voru í námi, og hafði búið í þrem- ur löndum áður en fjölskyldan flutti heim til Íslands þegar hann var tveggja ára. Á þeim tíma var foreldrana farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Drengurinn vildi helst sitja úti í horni og róa fram í gráðið. „Hann slökkti eiginlega bara á sér,“ útskýrir móðirin. „Sagði ekki orð, sýndi umhverfinu engan áhuga og öskraði við öllu áreiti.“ Faldi sig í dótakössum Hegðun drengsins var sú sama, bæði á heim- ilinu og á leikskólanum sem hann byrjaði fljótlega á. Helst vildi hann fela sig í dóta- kössum. Tæplega þriggja ára komst hann að í þroskamati hjá sálfræðingi hjá Stuðningi og sérkennslu, SOS. Sú þjónusta var á vegum fræðsluskrifstofu. Niðurstaðan var sú að drengurinn væri verulega greindarskertur, með þroska á við þrettán til sextán mánaða barn, en ekki einhverfur. Sálfræðingurinn var á því að lærði hann einhvern tíma að tala yrði það seint og ólíklegt væri að hann myndi nokkurn tíma lesa og skrifa. Hans framtíð yrði á sambýli. „Þetta var auðvitað mikið áfall,“ segir móðirin. „Okkur fannst sálfræð- ingurinn túlka prófið sem hann gerði með mjög afgerandi hætti. Reyna hefði mátt á hvort hægt væri að kenna honum að tala áður en framtíðarhorfur sonar okkar voru færðar í þennan véfréttastíl.“ Foreldrunum fannst greiningin undarleg og þroskaþjálfi sem þeir ráðfærðu sig við var á sama máli. Grunaði líka einhverfu. Það þótti sálfræðingnum fráleitt. Einnig var leitað til sérfræðings á BUGL og þar fengu foreldr- arnir þau skilaboð að þeir væru „of stress- aðir“. Gefa yrði barninu tækifæri. Eftir stóð að drengurinn var „afgerandi undarlegur“, eins og móðirin orðar það, hélt áfram að loka sig af og leið vel með ruslafötu á höfðinu. Óöryggið var augljóslega mikið og vefja þurfti drenginn þéttingsfast í sæng fyrir svefninn, sem var líka eina leiðin til að hugga hann þegar hann var í uppnámi. „Samt vorum við með vottorð um að hann væri ekki ein- hverfur,“ segir móðirin. Þegar drengurinn var fjögurra ára fór hann aftur í greiningu hjá sálfræðingi á einkastof- ustofu og þá var niðurstaðan allt önnur. Hann væri mjög einhverfur. „Drengurinn horfði allt- af beint á fólk, sem einhverfir gera yfirleitt ekki, og sálfræðingurinn taldi að það hefði villt fyrir áður. Honum kom á óvart hversu af- gerandi niðurstaðan var,“ segir móðirin. Undarlegri en hin börnin Enn var drengurinn ekki farinn að tala og þegar móðirin fór með hann á námskeið fyrir einhverf börn í Kramhúsinu brá henni í brún. „Mér þótti hann á allt annarri bylgjulengd en hin börnin.“ Fjögurra og hálfs árs komst drengurinn að hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þar sem framtíðarhorfur hans voru metnar. Sú greining, sem tekur venjulega nokkra daga, stóð í rúmar fjórar vikur og fylgdust foreldr- arnir áhyggjufullir með drengnum bak við gler. „Við fundum virkilega til með syni okk- ar. Hann var svo varnarlaus, því hann skildi ekki neitt og reyndi, sem fyrr, að flýja ofan í dótakassa. Það var mjög erfitt að horfa upp á þetta,“ segir móðirin. Hún segir drenginn hafa tekið sérfræð- ingana á taugum með því að horfa beint á þá í stað þess að fara eftir fyrirmælum. Þess vegna tók greiningin svona langan tíma. „Að greiningu lokinni voru komnar „tölur“ á hans þroska, það voru haldnir skilafundir með okkur og leikskólanum og mappan sett upp í hillu. Nú var boltinn hjá okkur. Niður- staðan var mjög sláandi. Þetta form einhverfu er erfitt að eiga við, þar sem einstaklingarnir skynja ekki hættur í umhverfinu og geta því farið sér að voða. Þessir einstaklingar flytja oft ungir á sambýli.“ Hún þagnar. Spurð hvort þetta hafi í raun og veru verið orðað með þessum hætti kinkar hún kolli. „Við meðtókum þetta svona – hugurinn getur ekki meðtekið nema mjög fáar martraðar- kenndar upplýsingar um börnin sín í einu.“ Vanlíðan drengsins jókst. Á þessum tíma- punkti var hann byrjaður að príla og sótti gjarnan á hæsta mögulegan punkt, leikskóla- kennurum sínum til mikillar mæðu. „Þær fengu allar fræðslu um einhverfu og fóru þá leið að skiptast á að líta til með honum. Sú sem var best stemmd hverju sinni tók það að sér. Það fyrirkomulag gekk mun betur en „maður á mann“,“ segir móðirin. Í eitt skipti týndist drengurinn í IKEA og fannst ekki fyrr en eftir lokun. Hafði falið sig í bangsastampi og brá svo þegar hann fannst að hann beit starfsmanninn. „Á þessum tíma hefur syni mínum eflaust liðið eins og geim- veru. Hann hafði fengið nóg af ysi og þysi í versluninni og viðbrögðin voru að leita skjóls.“ Syninum fannst gott að loka sig af þegar umhverfið varð honum ofviða, lokaði sig ýmist inni í skápum eða ofan í kössum, til að geta leitað sér skjóls í einhverfunni. Hann svaf með lok af dótakassa ofan á sér – til að fá ör- yggistilfinninguna úr kassanum. Móðirin kveðst aldrei hafa reynt að taka lokið af honum, hann hafi þurft að taka þá ákvörðun sjálfur þegar honum fyndist hann vera óhultur. Klippti fötin sín í sundur „Við notuðum upplýsingarnar úr greiningum til að átta okkur á því hvað hann skildi í um- hverfinu okkar og skildum að hann fékk hinar ýmsu dellur sem var hans leið til að skilja til- veruna okkar,“ segir hún. Ein af dellunum sem greip drenginn var að klippa. „Ef hann náði taki á skærum klippti hann það sem fyrir varð. Hann sagði okkur síðar að hann hefði viljað vita hvað var á „bak við“. Meðal þess sem hann klippti voru fötin sem hann var í, gardínur, handklæði og sófa- settið í stofunni. Hann brást afar illa við þeg- ar skærin voru tekin af honum.“ Til þess að hann fengi útrás fyrir þessa dellu greip móðir hans til þess ráðs að setja hann niður í stól og leggja trefil yfir hann, þannig að hann héldi að hann væri bundinn, og láta hann hafa lítil skæri og dagblað til að klippa í tætlur. Þetta virkaði vel og undi drengurinn sér tímunum saman við klipp- inguna – undir eftirliti. Og mamman gat eldað mat ofan í fjölskylduna. Þetta dró dilk á eftir sér. Móðirin greindi frá þessu á teymisfundi og í framhaldi af hon- um barst kvörtun til barnaverndarnefndar. Móðirin var boðuð á fund vegna gruns um að hún væri að brjóta á réttindum fatlaðra með því að fjötra son sinn niður og leyfa honum að leika sér að eggvopni. „Ég trúði ekki mínum eigin eyrum en málið var alvarlegt og barna- verndarnefnd hótaði að taka barnið af mér færi ég ekki að fyrirmælum. Þetta gekk svo langt að kostnaðaráætlun var gerð vegna fóst- urfjölskyldu en þegar svæðisskrifstofa fatlaðra komst að því hvað það yrði dýrt var málið lát- ið niður falla. Ég held að félagsfræðingurinn á svæðisskrifstofunni hafi líka séð fáránleikann í málinu. Alla vega sagði hann upp eftir þetta og opnaði vídeóleigu. Það segir sína sögu um kerfið,“ segir móðirin. Lenti í órólegum bekk Sex ára byrjaði drengurinn í skóla og nið- urstaðan varð sú að hann færi inn í venjuleg- an bekk í anda hugmynda um skóla án að- greiningar. „Vel var tekið á móti honum í skólanum og skilaboðin þau að gefa ætti hon- um tækifæri til að spjara sig með jafnöldrum sínum í stað þess að senda hann á einhverf- udeild. Við vorum alls ekki ósátt við það. Seinna komumst við að því að fötluðum börn- um er dreift markvisst innan skólakerfisins til að foreldrarnir átti sig síður á því hvaða rétt þeir eiga.“ Þrír fatlaðir einstaklingar voru í árgang- inum og var þeim skipt á jafnmarga bekki. Móðirin segir hina tvo hafa haft sýnilegri sér- þarfir en sonur hennar og verið viðkvæmari fyrir áreiti. Þess vegna hafi þau farið í rólegri bekki. Hún kveðst snemma hafa áttað sig á því að bekkur sonar síns væri órólegur enda hafi umsjónarkennaraskipti verið tíð. Fötlun nemenda fylgir fjárveiting frá borg- inni. Við eftirgrennslan var móðurinni hins vegar tjáð að hún væri ekki eyrnamerkt fötl- uðu börnunum. Skólanum væri heimilt að ráð- stafa henni að vild. „Fyrir vikið var sonur minn mikið til inni í bekknum án stuðnings. Að mati skólans þurftu hinir fötluðu nemend- urnir á meiri stuðningi að halda, sem var í raun fjármagnaður með fötlun sonar míns. Á tímabili fólst „stuðningurinn“ í því að aðrir drengir í bekk sonar míns voru sendir í sér- kennslu – til að róa bekkinn. Þetta gramdist mér. Eftir kynnin af þessu fyrirkomulagi hef ég á tilfinningunni að reglan sé einföld: Þeir Vildi að ein- hverfir væru með græn eyru HÚN ÁTTAÐI SIG SNEMMA Á ÞVÍ AÐ EKKI VAR ALLT MEÐ FELLDU. HEGÐUN SONAR HENNAR VAR EKKI EÐLILEG. SAMT LEIÐ OG BEIÐ ÁÐUR EN HANN VAR GREINDUR EINHVERFUR. ÞÁ TÓKU VIÐ ALLS KONAR VANDAMÁL OG Á LÖNGUM KÖFLUM FANNST HENNI EINS OG KERFIÐ YNNI EKKI MEÐ HENNI, HELDUR Á MÓTI. AFLEIÐINGIN ER SÚ AÐ HÚN LÍKIR EINHVERFUM BÖRNUM Á ÍSLANDI VIÐ GEIMVERUR. ÞAU VITI EKKI HVERNIG ÞAU EIGI AÐ BREGÐAST VIÐ UMHVERFINU OG UMHVERFIÐ EKKI HVERNIG ÞAÐ EIGI AÐ BREGÐAST VIÐ ÞEIM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.