Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 14

Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014 árum beið Samfylkingin mikinn ósigur í höfuðborginni, fékk 19,1% atkvæða en hafði fengið 26,9% árið 2006. Viðreisn flokksins, og ekki síð- ur oddvitans, Dags B. Eggerts- sonar, á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka, verður því að teljast mikið pólitískt afrek. Kröfur um að Dagur láti að sér kveða á landsmálavett- vangi í næstu þingkosningum munu aukast gangi kannanir eftir. Sögulegur ósigur Mikill ósigur blasir hins vegar við Sjálfstæðisflokknum undir forystu Ísfirðingsins Halldórs Halldórs- sonar. Hefur fylgi flokksins minnk- að jafnt og þétt eftir því sem nær hefur dregið kosningum. Fyrir fjór- um árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 33,6% atkvæða og fimm borgarfull- trúa kjörna. Nú stefnir í fylgi í kringum 20% og þrjá menn. Allt frá stofnun flokksins fyrir um 85 árum, árið 1929, hefur Reykjavík verið höf- uðvígi hans. Fram á tíunda áratug síðustu aldar stjórnaði hann borg- inni einn og hafði stundum allt að 60% fylgi kjósenda. Viðbrigðin eru því mikil. Óvænt fylgisaukning Á öldinni sem leið átti Framsókn- arflokkurinn jafnan einn til tvo borgarfulltrúa. En eftir samstarfið í Reykjavíkurlistanum frá 1994 til 2006 átti flokkurinn erfiðara með að skapa sér sérstöðu. Eini fulltrúi flokksins náði að vísu oddastöðu í borgarstjórn 2006 til 2010, en í kosn- ingunum um vorið það ár fékk flokk- urinn engan mann kjörinn. Kann- anir í allan vetur hafa bent til þess að framsóknarmenn yrðu áfram úti í kuldanum. Óvænt atburðarás eftir að oddviti flokksins dró sig í hlé fyr- ir nokkrum vikum hefur hins vegar skapað flokknum alveg nýja stöðu. Benda kannanir nú til þess að hinn nýi oddviti, Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, nái kjöri. Hafa margir viljað skýra óvænta fylgisaukningu framboðsins með umdeildum um- mælum Sveinbjargar um fyrirhug- aða byggingu mosku múslima í borginni. Flugvallarmálið, sem flokkurinn setti á oddinn, hefur nán- ast ekkert verið til umræðu í kosn- ingabaráttunni. Skortir trúverðugleika Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð átti tvo fulltrúa í borgarstjórn 2006 til 2010. En síðan hefur veru- Uppgjör og endurmat framundan  Stefnir í söguleg úrslit í Reykjavík  Ráða húsnæðismálin mestu? FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundurmbl.is Kosið er til sveitarstjórna um land allt á morgun. Að venju beinist at- hyglin mjög að kosningunum í Reykjavík. Allar kannanir benda til þess að úrslitin verði söguleg, eink- um fyrir Samfylkinguna og Sjálf- stæðisflokkinn. Gangi það eftir munu menn velta fyrir sér hvort varanlegar breytingar séu að verða á hinu pólitíska litrófi í höfuðborg- inni. Tími uppgjörs og endurmats er þá framundan. Sigur Samfylkingarinnar Allt útlit er fyrir stórsigur Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Í því efni hníga allar skoðanakannanir að undanförnu í sömu átt. Er líklegt að flokkurinn fái sex borgarfulltrúa. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að kannanir benda til þess að Samfylk- ingin tapi fylgi nær alls staðar ann- ars staðar á landinu. Einnig þegar haft er í huga að fyrir aðeins fjórum KOSNINGABARÁTTAN STAÐAN Í REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur yf- irburðastuðnings til að gegna emb- ætti borgarstjóra á næsta kjör- tímabili samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi við borgarstjóraefni framboðslistanna í Reykjavík. Hefur fylgi hans auk- ist frá síðustu könnun, sem birt var fyrir tíu dögum, og er nú 64,4%. Fylgið var 63% í síðustu könnun. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, nýtur stuðn- ings 17,7% í borgarstjóraembættið. Það er aðeins minna fylgi en í síð- ustu könnun þegar það var 19%. Fylgi við S. Björn Blöndal, odd- vita Bjartrar framtíðar, er 6,2% og 3,5% við Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna. Konur hrifnar af Degi Sem fyrr nýtur Dagur nokkru meiri stuðnings kvenna en karla. Vilja 68% kvenna að hann verði borgarstjóri. Þegar afstaða yngstu kjósend- anna, fólks á aldrinum 18 til 29 ára, er skoðuð er fylgi við Dag yf- irgnæfandi eða 68%. Aðeins 11% í þessum kjósendahópi vilja að Hall- dór verði borgarstjóri. Rúmlega 30% þátttakenda í könnuninni höfðu ekki gert upp hug sinn til borgarstjóraefna flokkanna. Mikið persónufylgi Persónulegt fylgi Dags er langt- um meira en fylgi Samfylking- arinnar í Reykjavík en það hefur þó einnig aukist verulega. Í könn- un sem birt var hér í blaðinu í gær var Samfylkingin með 37,3% fylgi og hefur það aldrei verið meira. Stefnir í stórsigur flokksins í borg- arstjórnarkosningunum á morgun. Eðlilega velta margir því fyrir sér hver skýringin sé á miklum Rúmlega 64% vilja Dag sem borgarstjóra  Um 18% nefna Halldór Halldórsson MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.