Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 21

Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014 Gluggar á ferð og flugi Þessir vösku hagleiksmenn láta sér ekkert í augum vaxa og fara létt með að setja upp glugga í glerfínt háhýsi sem þeir eru að reisa handa góðu fólki í höfuðborginni. Styrmir Kári Þegar meta þarf stefnu stjórn- málaflokka í ákveðnum málaflokkum er oft marktækara að skoða hvernig viðkomandi flokkar hafa reynst, þegar þeir hafa fengið tækifæri til að stjórna, en að trúa hástemmd- um kosningaloforðum. Frammistaða núver- andi borgarstjórn- armeirihluta Samfylkingar og Bjartr- ar framtíðar/Besta flokksins í málefnum eldri borgara sýnir áhuga- leysi þessara flokka á málaflokknum og gefur vísbendingu um stefnu þess- ara flokka á næsta kjörtímabili, haldi þeir meirihluta. Afsláttur á fráveitugjaldi Eitt fyrsta verk meirihluta Sam- fylkingar og Besta flokksins var að hætta að veita afslátt eða niðurfell- ingu á fráveitugjaldi (holræsaskatti) til tekjulágra elli- og örorkulífeyr- isþega sem löng hefð var fyrir hjá Reykjavíkurborg. Brá mörgum þegar slík af- sláttar- og niðurfelling- arúrræði voru felld út í fyrstu fjárhagsáætlun meirihlutans fyrir árið 2011. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku málið upp, fluttu tillögu um það í borg- arstjórn að umrædd kjör yrðu áfram veitt elli- og örorkulífeyr- isþegum og náði hún fram að ganga. Þjónustuíbúðir eldri borgara Mikil þörf er fyrir uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík. Eldri borgurum fjölgar stöðugt og samkvæmt spám Hagstof- unnar er búist við að fjöldi þeirra tvö- faldist á næstu tuttugu árum. Reyk- víkingar eru svo heppnir að í borginni starfa öflug byggingarfélög eldri borgara, sem byggt hafa fjölmargar íbúðir fyrir þennan aldurshóp: Félag eldri borgara í Reykjavík, Samtök aldraðra, Búmenn hsf. og Hrafnista/ Sjómannadagsráð. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ætíð lagt áherslu á að Reykjavíkurborg eigi gott samstarf við þessi félög og útvegi þeim lóðir eftir þörfum enda allra hagur að slík- ar þjónustuíbúðir standi eldri borg- urum til boða. Skemmst er frá því að segja að á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar hefur engum lóðum verið úthlutað í Reykjavík til byggingarfélaga eldri borgara undir þjónustuíbúðir þrátt fyrir síendurteknar óskir þar að lút- andi. Er þetta mikil breyting frá fyrra kjörtímabili þegar a.m.k. þrem- ur stórum lóðum var úthlutað til slíkra byggingarfélaga. Við sjálfstæðismenn höfum að sjálfsögðu gagnrýnt vinstri meirihlut- ann harðlega fyrir sleifarlag í þessum málum. Í fyrra flutti undirritaður til- lögu í borgarstjórn að teknar yrðu upp formlegar viðræður við bygging- arfélög eldri borgara og lóðum út- hlutað til þeirra sem fyrst. Hefur málinu miðað síðan og fengu Félag eldri borgara og Samtök aldraðra ný- lega vilyrði hvor fyrir sinni lóðinni en úthlutunin sjálf er þó eftir. Öldungaráð Reykjavíkur Árið 2012 fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um að stofnað yrði sérstakt öldungaráð í Reykjavík til að fjalla um málefni eldri borgara og vera borgarstjórn til ráðgjafar um þau. Ráðið verði skipað eldri borgurum og hafi víðtækt sam- ráð við félög og samtök eldri borgara í Reykjavík og aðra þá, sem láta mál- efni þeirra til sín taka. Að minnsta kosti árlega skulu fulltrúar úr öld- ungaráðinu funda með borg- arfulltrúum. Tillagan var samþykkt en þrátt fyrir eftirrekstur okkar sjálf- stæðismanna hefur henni ekki enn verið komið í framkvæmd. Segir sá dráttur sína sögu um áhugaleysi meirihlutans í málefnum aldraðra. Heilsugæslumál Talið er að um 50 heimilislækna vanti til starfa í Reykjavík svo hægt sé að veita fullnægjandi þjónustu. Á síðasta ári lögðum við sjálfstæð- ismenn til í borgarstjórn að teknar yrðu upp formlegar viðræður ríkis og borgar um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík með það að markmiði að þjónustan verði end- urskipulögð í þágu notenda. Við slíka endurskipulagningu væri rétt að leggja áherslu á fjölbreytni í rekstri og tryggja greiðan aðgang almenn- ings að heimilislækningum. Tillög- unni var vel tekið en slíkar viðræður eru ekki enn hafnar. Styðjum Sjálfstæðis- flokkinn – X D Brýnt er að borgarstjórn Reykja- víkur taki málefni eldri borgara fast- ari tökum en gert hefur verið á yf- irstandandi kjörtímabili. Það verður ekki gert með áframhaldandi lausa- tökum undir stjórn Samfylking- arinnar og Bjartrar framtíðar heldur með því að kjósa D-listann og veita borgarfulltrúum hans þannig braut- argengi til að leggja aukna áherslu á málefni eldri borgara. Málefni eldri borgara í Reykjavík Eftir Kjartan Magnússon » Á kjörtímabilinu hefur engum lóðum undir þjónustuíbúðir verið úthlutað í Reykja- vík til byggingarfélaga eldri borgara. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Á næstu árum mun Reykvíkingum á besta aldri fjölga mikið. Þeir eru betur á sig komnir, lifa lengur og hafa fjöl- breyttari starfs- reynslu og menntun en nokkru sinni fyrr. Þessi hópur vill vera virkur og hafa áhrif á líf sitt, áhugamál og starf, á því sem kall- að hefur verið þriðja æviskeiðið. Í því felast mikil samfélagsleg verð- mæti. Þegar á reynir þarf fólki síðan að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheim- ila. Í kosningastefnu Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, höfum við sett á dag- skrá fjölda aðgerða sem styðja þetta og hafa að markmiði að gera eftirlaunaárin virkari, skemmtilegri og öruggari þegar á reynir. Fjölbreytt frístundastarf Við viljum stuðla að fjölbreyttara frístundastarfi og skapa fleiri tækifæri til símennt- unar fyrir eldri borgara í sam- starfi við skóla í borginni. Við vilj- um að söfn borgarinnar bjóði ókeypis menningardagskrá að degi til og að félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborgar verði efldar í samstarfi við Félag eldri borgara. Við viljum efla góða heilsu eldri borgara með því að sundstaðir og félagsmiðstöðvar bjóði þeim upp á daglegar gönguferðir. Við viljum virkja eldri borgara af erlendum uppruna í félagsstarfi og tryggja réttindi eldra fólks af erlendum uppruna sem hefur skertan lífeyr- isrétt og er félagslega einangrað. Aukin áhrif og betri upplýsingar Haustið 2014 viljum við að Öld- ungaráð verði kosið og að það verði borgarstjórn til leiðsagnar með ákvarðanir og stefnumótun. Við viljum jafnframt að aldraðir í Reykjavík geti nálgast allar nauð- synlegar upplýsingar um þjónustu borgarinnar á einum stað og við viljum þrýsta á Alþingi um að embætti Umboðsmanns aldraðra verði stofnað. Öryggi þegar á reynir Eldri borgarar vilja eiga þess kost að búa sem lengst á eigin heimili og til þess þarf að tryggja næga heimaþjónustu og heima- hjúkrun. Við leggjum mikla áherslu á húsnæðismál og ætlum að fjölga leiguíbúðum sem ætlaðar eru eldra fólki, m.a. þeim sem vilja minnka við sig. Við munum þrýsta á ríkið að mæta eftirspurn eftir endurhæfingu og dagþjálfun og leggjum þunga áherslu á að ríkið setji í forgang að byggja fleiri hjúkrunarrými, m.a. við Sléttuveg. Við viljum að þeim sem eru á biðlista eftir hjúkrunarrými verði veitt aukin þjónustu og tryggja að friðhelgi og mannrétt- inda aldraðra sé gætt. Ég hvet eldri borgara til að kynna sér stefnu Samfylkingarinnar Reykja- vík – borg þar sem er gott að eld- ast. Virkni og öryggi á efri árum Eftir Björk Vilhelmsdóttur Björk Vilhelmsdóttir » Við leggjum mikla áherslu á húsnæðis- mál og ætlum að fjölga leiguíbúðum sem ætlaðar eru eldra fólki, m.a. þeim sem vilja minnka við sig. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.