Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
PARKETFLÍSAR
ekkert að pússa og lakka
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Stór snekkja að nafni Itasca hefur
vakið athygli vegfarenda við höfn-
ina í Reykjavík síðustu daga.
Snekkjan, sem er 54 metrar á
lengd og 845 tonn, hefur að geyma
þyrlu, sæþotur og vélbát. Tíu
gestir geta gist í bátnum hverju
sinni, en þrettán eru í áhöfn
snekkjunnar.
Leiðin liggur til Alaska
Morgunblaðið hitti eiganda
bátsins í Reykjavíkurhöfn. Hann
vildi ekki segja til nafns en kvaðst
búa í Dubai og ætla að sigla
snekkjunni kringum Ísland og
koma við á Akureyri. Þá mun
Itasca halda til Noregs og þaðan
verður norðausturleiðin, sem ligg-
ur meðfram norðurhluta Rúss-
lands, sigld til Alaska. Eigandinn
sagðist hafa komið til landsins fyr-
ir tveimur dögum á einkaþotu frá
Írlandi en tók sérstaklega fram að
undir venjulegum kringumstæðum
flygi hann í áætlunarflugi. Hins
vegar hefði ekki verið beint flug
frá Írlandi og því hefði einkaþotan
legið vel við.
Itasca siglir undir fána Cay-
man-eyja. Skipstjóri snekkjunnar,
Dale Winlow, segir Itöscu hafa
farið um allan heim, enda góð til
könnunarleiðangra. Hann nefnir
sem dæmi Suðurskautslandið, Pa-
púa Nýju-Gíneu og Galapagos-
eyjar. Itasca er fær um að sigla
13.000 sjómílur á 11 hnúta hraða
án þess að eldsneytið klárist, en
eldsneytistankurinn rúmar um 272
þúsund lítra og er hún því kjörin
fyrir langar siglingar. Itasca var
smíðuð árið 1961 og var upp-
runalega dráttarbátur að nafni
Thames. William E. Simon, sem
var fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna í forsetatíð Geralds Ford og
Richards Nixon, lét breyta honum
í lúxussnekkju árið 1979.
Stór lystisnekkja við Reykjavíkurhöfn siglir 13.000 sjómílur á eldsneytistankinum
Morgunblaðið/Þórður
Fley Snekkjan við Reykjavíkurhöfn heitir Itasca og flaggar fána Cayman-eyja. Á snekkjunni eru þyrlupallur, sæ-
þotur og vélbátur, en hún vegur 845 tonn. Hún mun koma við á Akureyri áður en hún fer til Norður-Noregs.
Eigandinn kom
á einkaþotu
Þyrla, sæþotur og vélbátur fylgja
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra og Veðurstofa Íslands sendu í
gær frá sér viðvaranir vegna veðurs
næstu sólarhringa og báðu ferða-
langa um að fara varlega á ferðum
sínum auk þess sem brýnt var fyrir
fólki að ganga vel frá öllum lausa-
munum utandyra.
Björn Oddsson, verkefnastjóri hjá
almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra, segir að deildin sé ávallt með
bakvakt og í viðbragðsstöðu. Ráð-
stafanir vegna veðurs nú snúist eink-
um um aukið upplýsingaflæði á milli
eftirlitsaðila, yfirvalda á viðkomandi
svæðum og til almennings. Deildin
auki ekki viðbúnað sem slíkan en
bakvaktin fylgist með þróun mála og
komi upplýsingum á framfæri ef
þurfa þykir.
Björgunarsveitir Landsbjargar
starfrækja hálendisvakt eftir að
fjallvegir hafa verið opnaðir fyrir
umferð á sumrin. Fyrstu hóparnir
héldu til starfa á hálendinu sl. föstu-
dag og verða til taks að Fjallabaki, á
Kili og Sprengisandi ef á þarf að
halda vegna leitar- og björgunarað-
gerða auk þess sem þeir leiðbeina
ferðamönnum, að sögn Ólafar S.
Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa
Landsbjargar.
Miklir vatnavextir
Spáð er mikilli rigningu á Vestur-,
Suðvestur-, Suður- og Suðaustur-
landi fram yfir miðnætti á miðviku-
dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir
mestri úrkomu í kringum fjöll og
jökla á þessum svæðum. Afrennsli
eykst verulega og „varað er við vexti
í ám á Snæfellsnesi, vestur og suður
af Langjökli, kringum Eyjafjalla- og
Mýrdalsjökul og við sunnanverðan
Vatnajökul“. Óttast er að vatnavext-
ir verði það miklir að flóðahætta
skapist. „Ferðafólk er því eindregið
varað við að aka yfir varhugaverð
vöð á ám á ofangreindum svæðum.
Einnig er varað við mögulegri hættu
á aurflóðum í sunnanverðum Eyja-
fjallajökli, sem t.d. gætu fallið í Svað-
bælisá.“
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur sagði í samtali við mbl.is í gær
að lægðasyrpan væri fordæmalítil á
þessum árstíma. Vindstyrkurinn og
dýpt lægðanna væru óvenjuleg og
loftþrýstingur gæti orðið lægri en
áður hefði mælst í júlí. Heitt og raka-
þrungið loft í suðri og suðvestri virð-
ist ná saman við kulda norðvestan af
Grænlandi og úr verði samspil loft-
strauma í grennd við Ísland. Útlit sé
fyrir snarpar hviður við t.d. Hafnar-
fjall og á norðanverðu Snæfellsnesi.
Loftið verði kaldara um helgina og
þá gæti snjóað í fjöll fyrir norðan, að
sögn Einars.
Spá vatnavöxtum víða og flóðahættu
Fordæmalítil lægðasyrpa hérlendis í
júlí, að sögn veðurfræðings
Morgunblaðið/Hallgrímur
Stormur Fyrir um áratug fauk hús
við Búlandshöfða á Snæfellsnesi.
Lægðasyrpa
» Einar Sveinbjörnsson veð-
urfræðingur sagði í samtali við
mbl.is í gær að lægðin í dag
ætti að ganga hratt yfir.
» Hann segir að lægðin á
morgun gleypi fyrri tvær lægð-
ir og verði að einni djúpri við
Langanes seinni partinn.
» Líklega verður veðrið skást
á Suðaustur- og Austurlandi
þegar líða tekur á vikuna.
» Ferðafólk er varað við því að
aka yfir varhugaverð vöð á ám.
Helga Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar (SAF), segir sam-
tökin eiga í góðu samstarfi við
Vegagerðina og veðurfræðinga
um miðlun veðurupplýsinga til
ferðamanna. „Við leitumst við
að koma upplýsingum til okkar
félagsmanna til þess að þeir geti
upplýst ferðamenn um það sem
er í vændum og hvernig þeir geti
fylgst með veðurspám,“ segir
Helga og bætir við að mikilvægt
sé að þeir sem eigi í samskiptum
við ferðamenn upplýsi þá um
stöðu mála hverju sinni. Segist
Helga gera fastlega ráð fyrir því
að óveðrið nú muni verða til
þess að einhverjir muni hliðra til
í ferðaáætlunum sínum.
Ferðamenn
séu upplýstir
SAF UM VEÐURSPÁNA
„Ég hef séð margt í þessum straum-
vatnsheimi en þetta er með því ógn-
vænlegasta og óþægilegasta sem ég
man eftir,“ sagði
Jón Heiðar Andr-
ésson björg-
unarsveitarmaður
í samtali við
mbl.is í gær. Jón
Heiðar seig niður
fossinn í Bleiks-
árgljúfri í leit að
Ástu Stef-
ánsdóttur og upp-
götvaði göngin
sem liggja undir honum.
Jón Heiðar hefur starfað við
straumvatnsbjörgun í 20 ár og segir
aðgerðirnar um helgina vera ólíkar
öllu öðru sem hann hefur kynnst í
sínu starfi. Segir hann að í fyrstu hafi
hann talið að sylla væri undir foss-
inum, en þegar dregið var úr fall-
krafti vatnsins kom í ljós að það sem
menn héldu vera sprungukerfi var í
raun göng sem myndast höfðu á
löngum tíma. „Þá áttaði ég mig á því
að allt sem færi niður fossinn myndi
alltaf kastast niður í þessi göng,“ seg-
ir Jón Heiðar. Hann segir að ef að
honum hefði skrikað fótur væri hann
einfaldlega bara farinn. „Þetta er
eins og að falla í jökulsvelg. Vatnið í
göngunum rennur bara eitthvað og
þú endar bara einhvers staðar inni í
jökli,“ segir Jón Heiðar, en rætt er
nánar við hann á mbl.is. agf@mbl.is
„Þá væri ég einfald-
lega bara farinn“
Hrikalegar aðstæður í Bleiksárgljúfri
Jón Heiðar
Andrésson
Ríkissjónvarpið var með um 70%
hlutdeild af áhorfi í næstsíðustu
viku samkvæmt mælingum Capa-
cent. Munar þar líklega langmest
um HM í knattspyrnu karla.
Þegar rýnt er í vinsælustu þætti
hverrar stöðvar sést að HM-tengdir
dagskrárliðir eru í öllum tíu efstu
sætunum hjá RÚV, sama hvort
horft er til aldurshópsins frá 12-80
ára eða 12-49 ára. Vinsælasti dag-
skrárliður vikunnar var leikur
Brasilíumanna og Mexíkóa, sem
fram fór á þjóðhátíðardaginn, en
hann náði 30,1% áhorfi, þrátt fyrir
að vera markalaus. sgs@mbl.is
HM-þættir í öllum
tíu efstu sætunum
AFP
Vinsælastir Margir horfðu á hetju-
dáðir mexíkóska markvarðarins.
Skannaðu kóðann
til að lesa ítarlegt
viðtal við Jón
Heiðar Andrésson.