Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
falleg minning á fingur
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
16
6
6
Giftingarhringar
Cameron kyngdi Juncker, einsog Merkel hafði gert ráð fyrir,
og hefur nú rætt við þennan verð-
andi forseta framkvæmdastjórn-
arinnar um að
standa vinsamlega
við loforð sín úr
kosningabaráttunni
um að vinna að
sanngjarnri lausn
fyrir Bretland. Það
loforð er álíka mik-
ils virði og önnur
sem Cameron segir
frá í Daily Telegraph að hann hafi
fengið í viðræðum við kollega sína í
Evrópusambandinu.
Cameron hafnar því að eiga ekkibandamenn þar þó að hann
hafi aðeins fengið stuðning Ung-
verjalands í Juncker-málinu, en 27
ríki stóðu með Merkel. Og Came-
ron fagnar því að hafa í sárabætur
fyrir Juncker fengið alls konar
fyrirheit frá þeim sem ráða ferð-
inni í Brussel, en þessi fyrirheit
eiga það sammerkt að vera svo al-
mennt orðuð að efndirnar verða
túlkaðar eftir hentugleikum að
nokkrum árum liðnum.
En Cameron fær ekki aðeins óá-þreifanlegar sárabætur sem
ekkert eru, hann fær líka fögur orð
frá fjármálaráðherra Þýskalands.
Schäuble sagði við FinancialTimes að úrsögn Bretlands úr
ESB væri „óhugsandi“ og að ESB
án Bretlands væri „alls ekki við-
unandi“. Schäuble ætlar þess
vegna að gera allt sem hann getur
til að sleikja bresku sárin, allt
nema það að verða við óskum
Breta um nokkuð sem hönd á fest-
ir.
Stóra-Bretland er ekki mjögstórt þegar kemur að glímunni
við Þýskaland og Brussel. Hvernig
ætli smáríkjafræðingar ESB meti
stöðu þess?
David
Cameron
Hvað segja smá-
ríkjafræðingar nú?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 30.6., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 12 alskýjað
Akureyri 16 skýjað
Nuuk 5 skýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 17 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað
Stokkhólmur 17 skýjað
Helsinki 15 skýjað
Lúxemborg 18 léttskýjað
Brussel 18 heiðskírt
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 17 heiðskírt
London 18 heiðskírt
París 20 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 16 skýjað
Vín 18 skýjað
Moskva 23 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 26 heiðskírt
Róm 26 léttskýjað
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 18 alskýjað
Montreal 25 skýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 26 alskýjað
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:06 23:58
ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37
SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20
DJÚPIVOGUR 2:23 23:41
Það sem af er þessu ári er hlutfall
umferðarslysa á höfuðborgarsvæð-
inu þar sem reiðhjól koma við sögu
komið upp í 24%. Þetta kemur fram
í bráðabirgðatölum lögreglunnar,
sem ná til tímabilsins frá 1. janúar
til 25. júní. Til samanburðar má
nefna að yfir allt árið í fyrra voru
reiðhjólaslys 20% af öllum skráðum
umferðarslysum á höfuðborgar-
svæðinu. Það er aftur umtalsverð
aukning frá árinu 2008 þegar hlut-
fallið var 6,5%. Í tilkynningu frá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
eru vegfarendur því hvattir, hvort
sem það eru hjólreiðamenn, akandi
eða gangandi, til að gæta að sér
hvar sem leiðir þeirra skarast og
sýna hver öðrum tillitssemi og
skilning með það að markmiði
koma í veg fyrir umferðaróhöpp og
slys. sgs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hjól Reiðhjólaslysum á höfuðborg-
arsvæðinu hefur fjölgað mjög.
Fleiri slasast
á reiðhjólum
Á næstu dögum verður farið í eftir-
litsflug yfir varpsvæði hafarnarins
og kannað hversu margir ungar
hafa komist á legg í ár. Farið var í
slíkt eftirlitsflug fyrir um mánuði
og þá sáust á fimmta tug hreiðra.
„Það fóru nokkuð mörg pör af
stað, við vitum um 45 hreiður, sem
er nokkuð yfir meðallagi. Þetta leit
vel út enda hefur tíðarfarið verið
gott. Eftirlitsferðin núna verður til
þess að kanna hversu mörg par-
anna eru komin með unga,“ segir
Róbert Stefánsson, líffræðingur og
forstöðumaður Náttúrufræðistofu
Vesturlands, sem unnið hefur að
rannsóknum á haferninum. „Lík-
lega hafa einhver þeirra gefist upp
í þessum mánuði, ungar drepast og
egg geta verið fúl.“
Hafernir voru útbreiddir varp-
fuglar hér á landi fram á seinni
hluta 19. aldar, en þá tók þeim að
fækka vegna ofsókna. Fuglinn hef-
ur verið friðaður hér í 100 ár og
tók honum að fjölga á 7. áratug síð-
ustu aldar.
Að sögn Róberts eru um 70 pör í
hafarnarstofninum hér á landi.
Helstu varpsvæðin eru á vestan-
verðu landinu. Um 2/3 hlutar
hreiðra eru við Breiðafjörðinn, en
einnig eru hreiður við Faxaflóa og
á Vestfjörðum. annalilja@mbl.is
Fundu á fimmta tug arnarhreiðra
Arnarvarpið verður kannað úr lofti
Líffræðingur segir varpið líta vel út
Morgunblaðið/Golli
Tignarlegur Örn og tjaldur á flugi.