Morgunblaðið - 01.07.2014, Page 12
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Talsvert var um fundahöld í húsa-
kynnum Fiskistofu í Hafnarfirði í
gær. Óvissa ríkir um hvernig staðið
verður að flutningi höfuðstöðva
stofnunarinnar til Akureyrar og þá
virðist vera uppi lagaleg óvissa um
heimild fyrir flutningnum. Á næst-
unni verður byrjað að undirbúa
flutninginn en jafnframt þarf að
halda úti eðlilegri starfsemi. Ekki
liggur fyrir hversu víðtækur flutn-
ingurinn verður, né heldur hvaða
húsnæði á Akureyri á að hýsa nýjar
höfuðstöðvar.
Gærdagurinn hófst á Fiskistofu
með fundi yfirmanna með sérfræð-
ingi um áfallahjálp þar sem m.a. var
farið yfir það hvernig þeir gætu best
stutt starfsfólkið, en margir eru í
áfalli eftir að tilkynnt var um áform
um flutning stofnunarinnar til Akur-
eyrar. Þá var fyrir hádegi fundur
allra starfsmanna Fiskistofu um
stöðuna og eftir hádegi veitti sál-
fræðiþjónusta starfsmönnum áfalla-
hjálp. Ekki var mikið um fjarvistir
starfsmanna í gær umfram það sem
gerist á sumarleyfistíma.
Margir með langan starfsaldur
Fyrir helgi var talað um að 15
störf gætu orðið eftir á höfuðborgar-
svæðinu. Heimildarmaður á Fiski-
stofu taldi í gær að 35-40 störf yrðu í
nýjum höfuðstöðvum á Akureyri.
Alls starfa nú um 75 manns hjá
Fiskistofu og gæti flutningur norður
því haft áhrif á líf nokkur hundruð
manna. Fiskistofa var stofnuð árið
1992 og hjá henni er fjöldi starfs-
manna með langan starfsaldur, þar
af margir sem hafa annast sérhæfð
störf þar frá stofnun.
Nokkrir starfa á starfsstöðvum á
Akureyri, Höfn, Vestmannaeyjum,
Ísafirði og í Stykkishólmi og er ekki
fyrirhugað að breyta þeim. Þá
kynnti ráðherra fyrir helgi að hluti
af starfsemi tölvudeilda yrði áfram
sunnan heiða. Einnig nefndi hann að
eldri starfsmenn sem nálguðust
starfslok gætu fengið vinnu á skrif-
stofu Fiskistofu á höfuðborgarsvæð-
inu. Eðli málsins samkvæmt eru
veiðieftirlitsmenn mikið á ferðinni og
óljóst hvort þeir verða fluttir með
höfuðstöðvunum.
Húsnæði í leigu til 2026
Húsnæðið í Hafnarfirði er í eigu
Reita og er það leigt til ársins 2026.
Þar hefur Fiskistofa verið frá árinu
2007 en var áður í Höfn við Skúla-
götu í nábýli við Hafrannsókna-
stofnun.
Þessar stofnanir vinna talsvert
saman, m.a. á tölvusviði, og Fiski-
stofa vinnur einnig talsvert með
Landhelgisgæslunni við veiðieftirlit,
Hagstofunni og Fjársýslu ríkisins
við innheimtu á veiðigjöldum að
ógleymdu sjávarútvegsráðuneytinu.
Yfir 60 þúsund landanir
Fiskistofa er sjálfstæð stofnun
sem fer með víðtækt eftirlit í fisk-
veiðum og vinnslu en veitir um leið
margþætta þjónusta og sér um dag-
legan rekstur á fiskveiðistjórnar-
kerfinu. Svo dæmi sé tekið af veiði-
gjöldum fjalla þrjú svið Fiskistofu
um þau; lögfræði-, upplýsinga- og
fjármálasvið. Stofnunin hefur komið
að undirbúning laga í sjávarútvegi
og reglugerðasetningu síðustu ár.
Fiskistofa hefur komið upp gagna-
grunni þar sem öll stýring á kvóta-
stöðu einstakra skipa fer fram þann-
ig að landaður afli dregst frá afla-
marki í rauntíma og eru upplýsingar
um afla og kvótastöðu aðgengilegar
öllum á vef stofnunarinnar. Árlega
eru landanir fiskiskipa í íslenskum
höfnum yfir 60 þúsund talsins og eru
því mikil samskipti milli Fiskistofu
og löggiltra vigtarmanna í höfnunum
sem annast skráningu landana.
Gagnagrunnar Fiskistofu veita einn-
ig aðgang að margvíslegum öðrum
upplýsingum í sjávarútvegi.
Á Fiskistofu er sérstakt svið sem
fjallar um lax- og silungsveiði. Eftir-
lit með fiskeldi er hins vegar, sam-
kvæmt nýjum lögum frá Alþingi, á
leið undir Matvælastofnun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flutningur framundan Fiskistofa er til húsa við Dalshraun í Hafnarfirði.
Mikil óvissa og mörgum
spurningum er ósvarað
Fundahöld á Fiskistofu Flutningur hefði áhrif á líf margra
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Í lögum um Stjórnarráð Íslands sem sam-
þykkt voru í lok árs 2011 er ekki að finna sér-
stakt ákvæði um heimild ráðherra til að flytja
opinberar stofnanir. Því hefur verið spurt á
hvaða lagagrunni sjávarútvegsráðherra byggi
áform sín um flutning höfuðstöðva Fiskistofu
til Akureyrar.
Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórn-
sýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, bend-
ir á að í lögum um Fiskistofu sé ekki lögfest
heimild ráðherra til að ákveða aðsetur
stofnunarinnar. Eftir því sem næst verði kom-
ist sé slíka heimild heldur ekki að finna í öðr-
um lögum.
Þar sem fyrirhugað sé að flytja höf-
uðstöðvar stofnunarinnar á milli landshluta
verði að telja að miða eigi við dómafordæmi
frá árinu 1998 þegar Hæstiréttur komst að
því að flutningur höf-
uðstöðva Landmælinga til
Akraness væri ólögmætur
þar sem heimild ráðherra
til flutningsins skorti. Ráð-
herra þurfi því væntanlega
að leggja málið fyrir Al-
þingi.
„Eftir að dómur féll í
málinu vegna flutnings
Landmælinga til Akraness
var lögum um Stjórnarráð
Íslands frá 1969 breytt,“ segir Trausti. „Þá
var sett inn heimild til ráðherra þess efnis að
hann gæti ákveðið aðsetur stofnana, en enn
fremur hafa yfirleitt verið sett inn sérákvæði í
lög um viðkomandi stofnanir um að ráðherra
geti ákveðið staðsetningu þeirra. Þess háttar
ákvæði var til dæmis í lögum um Landbún-
aðarstofnun og síðar í lögum um Mat-
vælastofnun svo dæmi séu tekin.
Veigamikil ráðstöfun fyrir starfsfólk
Þegar nýju stjórnarráðslögin voru sett í lok
árs 2011 var þessi heimild ekki lengur inni,
þannig að væntanlega þarf ráðherra að leita
sérstakrar heimildar þingsins vegna flutnings
Fiskistofu. Ég tel dómafordæmið frá 1998
skýrt um þetta og að ekki sé mikill vafi á því
að það eigi við um Fiskistofu.
Í rökstuðningi dómsins 1998 vísar Hæsti-
réttur meðal annars í réttarstöðu starfsmanna
og hversu veigamikil ráðstöfun flutningurinn
var fyrir starfsfólkið, auk annarra þátta.
Þannig að þegar höfuðstöðvar stofnunar og
meirihluti starfseminnar er fluttur tel ég að
slíkt beri almennt að leggja að jöfnu við þá
ákvörðun sem um var deilt í málinu frá 1998.
Fram til 1998 höfðu margir talið að ráðherra
mætti gera þetta en Hæstiréttur var á annarri
skoðun,“ segir Trausti.
Upplýstari ákvörðun
Aðspurður segist hann ekki telja að það hafi
verið mistök að hafa ekki heimild ráðherra
fyrir flutningi stofnana í nýjum stjórnarráðs-
lögum. Með vísan til dómsins frá 1998 sé eðli-
legt að fjalla um heimild fyrir flutningi eða um
valdið til að ákveða staðsetningu stofnunar í
sérlögum um hverja stofnun fyrir sig, enda
hafi sá háttur almennt verið viðhafður.
Fyrst þingið eigi yfirleitt að taka þessar
ákvarðanir feli slíkt einnig í sér upplýstari
ákvörðun af þess hálfu. aij@mbl.is
Væntanlega þarf heimild frá Alþingi
Skýrt dómafordæmi frá 1998 og ekki mikill vafi á að það eigi við um Fiskistofu, segir lektor við HÍ
Trausti Fannar
Valsson
Ágúst Ingi Jónsson
Kristján H. Johannessen
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
segir í samtali við Morgunblaðið að
áform ríkisstjórnarinnar um flutn-
ing höfuðstöðva Fiskistofu til Ak-
ureyrar fari inn í verkefnisstjórn
sem m.a. starfsfólk Fiskistofu muni
eiga aðild að. Ráðherra segir að eng-
um starfsmanni verði sagt upp
vegna fyrirhugaðra breytinga.
„Næstu tvo mánuði munum við nú
kortleggja hvernig hægt verður að
framkvæma þetta með skynsömum
hætti fyrir bæði starfsfólk og stofn-
un,“ segir Sigurður Ingi.
Um 20 munu starfa í bænum
Á fundi starfsmanna Fiskistofu
sem haldinn var í gær kom fram að
enginn þeirra hygðist flytja búferl-
um og fylgja stofnuninni norður.
- Eru þetta vonbrigði að þínu
mati?
„Ef það verður þá eru það vissu-
lega vonbrigði en eins og ég segi þá
erum við að fara inn í þetta samráðs-
ferli. Fiskistofa starfar nú á sex stöð-
um á landinu og það verður mjög
öflug starfsstöð fyrir sunnan. En ná-
kvæmlega með hvaða hætti þetta
mun skipast kemur í ljós í samráðs-
ferlinu.“
Starfsmenn Fiskistofu segja
ákvörðun stjórnvalda koma sem
„þruma úr heiðskíru lofti“ og líkja
kynningu hennar við „leifturárás“.
- Eru viðbrögð starfsmanna harð-
ari en þú áttir von á í upphafi?
„Já. Fyrst og fremst vegna þess að
þessi áform eru að fara inn í sam-
ráðsferlið og fannst mér skipta
meira máli að starfsmennirnir
myndu fyrstir frétta hvaða hug-
myndir menn væru með um flutning
höfuðstöðva. Þetta eru allt að 75
starfsmenn og starfa nú þegar tæp-
lega 20 á landsbyggðinni. Vænt-
anlega munu eftir sem áður allt að
20 starfa á starfsstöðinni á höfuð-
borgarsvæðinu þannig að sú um-
ræða að verið sé að flytja heila stofn-
un með manni og mús er auðvitað
ekki rétt. Fyrst og fremst erum við
að efla starfsstöðina á Akureyri með
því að flytja höfuðstöðvarnar þang-
að.“
- Skortur á samráði við starfs-
menn er gagnrýndur, hefði slíkt
samráð ekki verið eðlilegt?
„Áformin voru kynnt starfs-
mönnum um leið
og búið var að
kynna málið í rík-
isstjórn. Ég taldi
rétt að fara strax
á fund starfs-
manna og ræða
málið beint við
þá, frekar en að
eiga það á hættu
að fréttirnar bær-
ust þeim með öðr-
um hætti. Starfshópur sem skipaður
verður fólki bæði frá ráðuneytinu og
Fiskistofu verður hafður til samráðs
um hvernig best verður að málinu
staðið. Til þess höfum við allt að 18
mánuði og tíminn því rúmur.“
Leitað verður til Alþingis
Fram hefur komið að vafi virðist
leika á um lögmæti flutnings stofn-
unarinnar. Spurður við hvaða laga-
heimild hefði verið stuðst sagði Sig-
urður Ingi:
„Í fréttatilkynningu ráðuneytisins
27. júní sl. var upplýst að ég hefði
kynnt í ríkisstjórn áform um að efla
starfsemi Fiskistofu á Akureyri og
flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar
þangað. Samkvæmt lögum frá 1999
var ráðherra heimilt að kveða á um
aðsetur stofnunar sem undir hann
heyrði. Þessi fyrirmæli voru felld
brott við lagasetningu um Stjórn-
arráð Íslands nr. 115/2011. Því mun
ég taka það upp við forsætisráðu-
neytið hvort tilefni sé til að færa lög-
gjöf um Stjórnarráð Íslands til fyrra
horfs. Meðal annars vegna mark-
miða stjórnvalda um að fjölga op-
inberum störfum á landsbyggðinni.“
- Ef slík heimild er ekki fyrir
hendi, verður þá leitað eftir sér-
stakri heimild frá Alþingi með
breytingu á lögum?
„Leiki vafi á því, verður að sjálf-
sögðu farið með málið fyrir Al-
þingi.“
- Veikir flutningurinn faglegan
styrk Fiskistofu?
„Til skamms tíma má búast við því
að fyrirhugaður flutningur hafi
nokkur áhrif á starfsemi stofnunar-
innar. En í ljósi stærðar vinnusókn-
arsvæðis Eyjafjarðar tel ég fullvíst
að Fiskistofa muni styrkjast. Þar hef
ég einkum í huga Háskólann á Ak-
ureyri með sína fjölbreyttu starf-
semi, þ.m.t. sjávarútvegsdeild, auk
þess sem sjávarútvegur er um-
svifamikil atvinnugrein á Norður-
landi.“
Viðbrögðin
eru harðari en
búist var við
Ráðherra bjartsýnn á að Fiskistofa
komi til með að styrkjast eftir flutning
Sigurður Ingi
Jóhannsson
„Dagurinn hefur verið mjög erfið-
ur,“ sagði Jóhanna S. Vilhjálms-
dóttir, trúnaðarmaður starfs-
manna hjá Fiskistofu, síðdegis í
gær. Hún sagði að stéttarfélög
fylgdust náið með málinu og í dag
verður sameiginlegur fundur
starfsfólks með fulltrúum frá BHM
og SFR. Flestir starfsmenn Fiski-
stofu hefðu sótt fund með sál-
fræðingi í gær. Þar hefði fólk feng-
ið upplýsingar um hvernig mætti
vinna úr stöðunni og í boði væri
meiri stuðningur ef óskað væri
eftir því. „Við höfum óspart klapp-
að hvert öðru og knúsað og ætlum
að standa saman, það er besta
hjálpin,“ segir Jóhanna.
Í ályktun starfsfólks er áform-
um um flutning harðlega mót-
mælt. Enginn starfsmanna hafi
lýst því yfir að hann hyggist flytj-
ast búferlum og fylgja stofnuninni
norður og ekki hafi verið sýnt fram
á fjárhagslegan ávinning. „Óhætt
er að gagnrýna vinnubrögð stjórn-
valda við þá aðferðafræði leiftur-
árásar sem beitt var við kynningu
ákvörðunarinnar, sem birtist
starfsmönnum eins og þruma úr
heiðskíru lofti,“ segir í ályktuninni.
Minnir á vinnubrögð
í alræðisríkjum
Þar segir ennfremur: „Forsætis-
ráðherra hefur lýst því yfir í fjöl-
miðlum að til skoðunar sé að flytja
fleiri stofnanir út á land. Má af því
ráða að starfsöryggi fjölda ann-
arra starfsmanna opinberra stofn-
ana sé nú þegar að engu orðið,
heldur háð geðþóttaákvörðunum
valdamanna, sem minna fremur á
vinnubrögð í alræðisríkjum, en það
sem við væri að búast í nútíma-
legu lýðræðislegu samfélagi.“
Erfiður dagur á Fiskistofu
STARFSMENN FUNDA MEÐ STÉTTARFÉLÖGUM SÍNUM Í DAG