Morgunblaðið - 01.07.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Grunnskólabörn í Reykjavík stóðu
sig verr í einföldum dæmum í stærð-
fræðilæsi í PISA-rannsókninni 2012
en börn á landsbyggðinni og í
OECD-löndunum. Engu að síður
stóðu þau sig betur í að leysa úr
dæmum með löngum texta í saman-
burði við börn innan OECD.
Eftir að niðurstöður PISA lágu
fyrir var stofnaður starfshópur um
aukinn árangur nemenda í grunn-
skólum Reykjavíkurborgar. Í honum
eiga sæti skólastjórnendur og
fulltrúar frá skóla- og frístundasviði
borgarinnar. Að sögn Auðar Árnýjar
Stefánsdóttur, skrifstofustjóra
grunnskólahluta sviðsins, er meðal
markmiða hópsins að greina niður-
stöðurnar, skoða árangur annarra
þjóða, skilgreina hvaða árangri
æskilegt sé að ná í könnunum sem
þessari, hvaða aðgerðir geti stuðlað
að betri árangri og setja fram að-
gerðaáætlun um það.
„Það sem hópurinn gerði í byrjun
var að rýna í þessar tölur. Við vildum
kanna hvort sú hugmynd að íslenskir
nemendur væru ekki nógu vel læsir
og ættu erfitt með að yfirfæra þekk-
ingu ætti við rök að styðjast,“ segir
Auður Árný.
Kanni lesskilninginn betur
Greining á þeim hluta rannsókn-
arinnar sem lýtur að stærðfræðilæsi
leiddi í ljós að á heildina litið voru
reykvískir 10. bekkingar með betri
útkomu en nemendur annars staðar
á landinu og í OECD-löndunum.
Styrkleiki reykvísku ungmenn-
anna var að ráða við erfið verkefni,
langa texta og verkefni þar sem
formúlur og töflur komu fyrir. Þeir
stóðu sig hins vegar verr en aðrir ís-
lenskir nemendur og börn í OECD-
löndunum þegar kom að mjög auð-
veldum og stuttum þrautum, texta
þar sem vísað var til námslegs sam-
hengis og þar sem myndrit voru
hluti af verkefninu.
„Þetta kom okkur verulega á
óvart því við höfðum ímyndað okkur
að börn sem væru talin frekar „slök“
í lestri ættu að eiga auðvelt með ein-
földustu dæmin og erfiðara með að
leysa þau erfiðustu. Þetta sýnir okk-
ur að það er eitthvað þarna sem við
þurfum að skoða nánar,“ segir Auð-
ur Árný.
Námsmatsstofnun hefur því verið
falið að greina niðurstöður rann-
sóknarinnar frá 2009 þar sem megin-
áherslan var á lesskilning til að sjá
hvort þær haldist í hendur við niður-
stöðurnar úr stærðfræðilæsinu áður
en starfshópurinn heldur lengra.
Almennt séð segir Auður Árný að
sér lítist ekki illa á niðurstöður
grunnskóla borgarinnar. Þannig séu
til dæmis fimm efstu skólarnir á
góðu róli. „Vissulega er þó margt
sem við þurfum að skoða og það er
það sem þessi hópur er að gera.“
Niðurstaðan kom
verulega á óvart
Ósamræmi í frammistöðu nemenda í stærðfræði á PISA
Erfið og löng verkefni komu betur út en stutt og auðveld
Morgunblaðið/Eyþór
Könnun PISA-rannsóknin var gerð árið 2012 á meðal nemenda sem þá voru
í 10. bekk grunnskóla. Þátttaka í henni var valfrjáls. Myndin er úr safni.
Nýr bátur, Guðmundur Jensson SH
717, kom til Ólafsvíkur í sl. viku. Eig-
andinn, útgerðarfélagið Guðmundur
efh., hafði makaskipti við Blikaberg í
Hafnarfirði. Lagði minni bát upp í og
fékk í staðinn nýjan Guðmund Jens-
son, sem áður hét Markús HF.
Hinn nýi Guðmundur Jensson SH
er 242 brúttótonn að stærð og var
smíðaður í Noregi árið 1968. Aðalvél
er Caterpillar og vélarafl 526 kW.
Báturinn var á dögunum í slipp í
Skipavík í Stykkishólmi, þar sem
fram fóru ýmsar
lagfæringar. Auk
þess var settur
upp straummælir
og fjölgeislatæki
komið þar fyrir.
Skipið fer á
makrílveiðar nú í
byrjun júlí og síð-
ar á dragnót. Skip-
stjóri er Illugi Jónasson og útgerð-
armaður er faðir hans, Jónas
Gunnarsson. sbs@mbl.is
Markús nú Guð-
mundur Jensson
Nýr dragnótabátur kominn til Ólafsvíkur
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Fiskibátur Nýr Guðmundur Jensson SH siglir fánum prýddur til hafnar.
Illugi Jónasson
Mörg svæði í Reykjavík virðast illa
hirt og hefur gras vaxið mjög hátt
víðast hvar. Á umferðareyjum á
Miklubraut er til að mynda mikið ill-
gresi og gras orðið hátt. Sömu sögu
má segja um grasbala víðs vegar í
Grafarholti.
Að sögn Guðjónu Bjarkar
Sigurðardóttur, skrifstofustjóra
reksturs og umhirðu í Reykjavíkur-
borg, er þegar búið að slá nánast öll
svæði einu sinni og hófst önnur um-
ferð á slætti í gær. „Það er víða eins
og við séum ekki búin að slá þrátt
fyrir að vera búin að slá mun meira
en á sama tíma í fyrra. Það er bara
búið að rigna svo mikið að grasið
sprettur hraðar upp,“ segir hún.
Venjulega eru öll svæði að meðaltali
slegin þrisvar sinnum yfir sumar-
tímann en Guðjóna segir ekki mögu-
leika á því að auka við þessar um-
ferðir. „Við getum það ekki. Ekki
með það fjármagn og þann mann-
skap sem við höfum til ráðstöfunar
eins og er.“ if@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Reykjavík Mikið er um illgresi og hátt gras víðs vegar um Grafarholt.
Auka ekki við
sláttinn í borginni
Ekki nægilegt fjármagn til staðar
PISA-rannsóknin 2012 skiptist
í þrjá hluta, lesskilning og
stærðfræði- og náttúrufræði-
læsi. Í stærðfræðilæsishlut-
anum er geta nemenda til að
setja fram, beita og túlka
stærðfræði í margs konar sam-
hengi könnuð.
Þar eru aðstæður settar
fram á stærðfræðilegan hátt,
nemendurnir þurfa að beita
stærðfræðilegum hugtökum,
staðreyndum, aðferðum og
rökfærslu auk þess sem þeir
þurfa að túlka, beita og meta
stærðfræðilegar niðurstöður.
Túlka, beita
og meta
STÆRÐFRÆÐILÆSI
Fjölskipaður Héraðsdómur Suður-
lands hefur sýknað karlmann af
nauðgun. Komst dómurinn að
þeirri niðurstöðu að fyrir hendi
væri skynsamlegur vafi um að mað-
urinn hefði með ofbeldi þröngvað
17 ára gamla stúlku til samræðis
við sig í tjaldi á árinu 2012. Jafn-
framt var bótakröfu hennar, sem
hljóðaði upp á 2,5 milljónir króna,
vísað frá dómi. Maðurinn neitaði
strax staðfastlega sök og vísaði til
þess að samræðið hefði verið með
samþykki stúlkunnar. Þá liggur
einnig fyrir að engir líkamlegir
áverkar voru sýnilegir á stúlkunni.
Skynsamlegur vafi í
nauðgunarmáli
Kjörnefnd á vegum sýslumannsins í
Reykjavík hefur vísað frá kröfu um
að nýafstaðnar kosningar til borg-
arstjórnar verði gerðar ógildar og
kosið upp á nýtt. Kærandi taldi að
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,
oddviti Framsóknarflokks í borg-
inni, hefði ekki verið kjörgeng og
krafðist því þess að kosningarnar
yrðu endurteknar. Að auki taldi
kærandi að annmarkar hefðu verið
á talningu atkvæða á kosninganótt
og við skipun yfirkjörstjórnar í
Reykjavík. Hafnaði kjörnefnd því að
ógilda bæri kosningarnar af þessum
ástæðum. sgs@mbl.is
Kröfu um ógildingu
kosninganna hafnað