Morgunblaðið - 01.07.2014, Side 15

Morgunblaðið - 01.07.2014, Side 15
SVIÐSLJÓS Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Heildarfjöldi skráðra afbrota árið 2013 var 53.255, sem er 13,9% fækk- un frá árinu áður, en 17% fækkun þegar litið er til meðaltals fjölda brota á árunum 2010 til 2012. Þetta kemur fram í skýrslu sem embætti Ríkislögreglustjóra hefur gefið út. „Þetta er hinn opinberi veruleiki brota en auðvitað vitum við að mörg brot eru ekki kærð. Það er munur á milli brotaflokka og fólk er t.a.m. frekar tilbúið að kæra auðgunar- brot en kynferðisbrot. Svo eru sum- ir brotaflokkar háðir frumkvæði lögreglunnar, eins og fíkniefnabrot og ölvunarakstur,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Frá árinu 2012 til 2013 fækkaði umferðarlagabrotum um 18% og hegningarlagabrotum fækkaði um 3,9%. Sérrefsilagabrotum fjölgaði um 1,8% en mest fækkun á umferðarlagabrotum var á hraðakstursbrotum, eða um 25,6%, og munar þar mestu um fækkun á hraðakstursbrotum sem skráð eru á stafrænar hraðamyndavélar. Slík- um brotum fækkaði um 30%, en fækkunina á milli ára má meðal annars útskýra með bilunum á vél- um. Mest hjá ungu fólki Hegningarlagabrotum hefur fækkað frá árinu 2009 og hafa þau ekki verið færri frá því að samræmd skráning lögreglu hófst árið 1999. „Fækkun brota er þróun sem við höfum séð erlendis. Við sáum þetta fyrst í Bandaríkjunum og svo í Evr- ópu og nú hefur þetta verið að ger- ast á Íslandi undanfarin ár. Stærst- ur hluti brota á sér stað hjá ungu fólki á aldrinum 14-25 ára en hlut- fall ungs fólks í samfélaginu fer minnkandi. Eitt af því sem útskýrir þessa þróun er því lýðfræðilegar breytingar. Svo eru fleiri þættir, eins og aukin meðvitund um brot, viðbúnaður, aðgæsla og lífstíl- sbreytingar hjá ungu fólki.“ Kyn- ferðisbrotum fjölgaði hlutfallslega langmest miðað við meðalfjölda brota á árunum 2010 til 2012, um 107,9%, og um 99,2% frá árinu 2012. Stór hluti þeirra brota sem skráð voru á árinu 2013 áttu sér stað á fyrri árum og stærra hlutfall en áð- ur. Kynferðisbrotum fjölgaði í öll- um undirflokkum en mest var fjölg- unin á skráðum brotum tengdum vændi eða um 609,5%, og má rekja það til sérstaks átaks í málaflokkn- um hjá lögreglunni á Suðurnesjum og lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Einnig var mikil aukning í stærstu undirflokkunum; kynferð- isbrotum gegn börnum, um 88,9%, og nauðgunum, um 55,2%. „Það er ekkert víst að um raunaukningu á kynferðisbrotum í samfélag- inu sé að ræða. Það er hins veg- ar klárt að fólk er að kæra í auknum mæli. Það er vafalítið umræðan í samfélaginu, vitund- arvakning og skynjun fólks á því hvað kynferðisbrot og afleiðingar þeirra eru al- varlegar sem skilar því,“ segir Helgi. Skráðum afbrotum fækkar  Þróun sem hófst í Bandaríkjunum  Munur á milli brotaflokka  Hegningarlagabrot ekki færri frá því að samræmd skráning lögreglu hófst árið 1999  Skráðum brotum tengdum vændi fjölgaði um 609,5% FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014 Ofbeldisbrot voru 1.188 árið 2013 en voru að meðaltali 1.132 árin 2010-2012. Eitt manndráp var framið árið 2013 en tilraunir til manndráps voru fimm. Það eru jafn mörg manndráp og árið 2012 en þá voru tilraunirnar sex. Fíkniefnabrotum fjölgaði um 17,8% þegar miðað er við þrjú síðastliðin ár og um 6,5% þegar miðað er við árið 2012. Af fíkniefnabrotum var hlutfalls- lega mest aukning í sölu og dreifingu fíkniefna eða 85,3% miðað við síðastliðin þrjú ár en 55% frá árinu 2012. Lögregla og embætti toll- stjóra lögðu hald á 6.669 kannabisplöntur, rúm 32 kg af maríjúana, 14.824 e-töflur, um 34 kg af amfetamíni og 81 g af metamfetamíni sem er mikil aukning á öllum efnum frá árinu 2012. Lagt var hald á um 2,5 kg af kókaíni sem er um helmingi minna en árið 2012. Fíkniefnabrot- um fjölgar EITT MANNDRÁP FRAMIÐ Helgi Gunnlaugsson Kring lunni • S ími 568 7777 • heyrnarstodin.is Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First™ Snjallara heyrnartæki Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt! Heildarfjöldi brota árið 2013 Umferðarlagabrot fækkun um 18% frá 2012 * Hegningalagabrot fækkun um 3,9% frá 2012 Sérrefsilagabrot fjölgun um 1,8% frá 2012 Hraðakstursbrot fækkun um 25,6% frá 2012 Auðgunarbrot fækkun um 21% frá 2012 Kynferðisbrot fjölgun um 99,2% frá 2012 Kynferðisbrotum gegn börnum fjölgun um 88,9% frá 2012 Nauðganir fjölgun um 55,2% frá 2012 Fíkniefnabrot fjölgun um 6,5% frá 2012 Sala og dreifing fíkniefna fjölgun um 55% frá 2012 Ofbeldisbrot voru 1.188 meðaltal 1.132 árin 2010-2012 Heimild: Ríkislögreglustjóri Má rekja til sérstaks átaks í málaflokknum hjá lögreglunni á Suðurnesjum og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vændi fjölgun um 609,5% frá 2012* Var 53.255 sem er 13,9% fækkun frá 2012 Morgunblaðið/Júlíus Afbrot Samkvæmt skráningu rík- islögreglustjóra fækkar afbrotum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.