Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Veður sýnastválynd víða.Fréttir um
dráp þriggja ísr-
aelskra ungmenna
eru dæmi um það,
þótt ef til vill þyki
það lítið dæmi, þegar til ann-
arra atburða er horft. Á ald-
arafmæli heimsstyrjaldarinnar
fyrri hafa menn vara á sér. Til-
ræði við tvær tignarpersónur í
Sarajevó varð neistinn sem kom
því ógnarbáli af stað. Fyrir fá-
einum vikum höfðu margir
helstu valdamenn á Vest-
urlöndum uppi heitstrengingar
um að rán Boko Haram-
hryðjuverkasamtakanna á 300
ungum stúlkum í Nígeríu yrði
alls ekki látið viðgangast.
Skömmu áður höfðu sömu sam-
tök líflátið 60 drengi á svipuðum
slóðum. Ekkert hefur verið rætt
um örlög stúlknanna að und-
anförnu. Mun meira um fót-
boltamann bitinn aftan vinstra.
Mótmæli stóðu mánuðum
saman vegna þess að hljóm-
sveitarstúlkur í Moskvu voru
dregnar fyrir dómara sakaðar
um að hafa rofið kirkjufrið og
hlutu fangelsisdóm í kjölfarið.
Meira en 300 þúsund mann-
eskjur eru taldar hafa týnt lífi í
óöldinni í Sýrlandi. Bandaríkin
og Bretland gáfu til kynna að
þau hygðust skerast í leikinn,
en ekkert varð úr þegar þingið í
Lundúnum gerði forsætisráð-
herra sinn afturreka með
stríðsbeiðnina. Minna er fjallað
um óöld Sýrlands en áður, því
annað vont hefur stolið senunni.
Ný öfgasamtök íslamista, ISIS,
hafa síðustu mánuði lagt undir
sig þriðjung Íraks, en höfðu áð-
ur náð yfirráðum í norðaust-
urhluta Sýrlands. Hermenn IS-
IS hafa farið eins og logi yfir
akur um sandana þar eystra og
líflátið fjölda manna, auk þeirra
sem fallið hafa í bardögum.
Sjálfboðaliðar frá ríkjum
Vestur-Evrópu, þ. á m. yfir 500
frá Bretlandi, eru taldir berjast
undir merkjum ISIS. Menn ótt-
ast mjög hvað gerast kunni þeg-
ar stríðsþjálfaðir og heila-
þvegnir borgarar þessara landa
snúa heim aftur um landamæra-
laus ríki álfunnar.
Í Bandaríkjunum er deilt um
hverjum megi kenna um svo
óhugnanlega stöðu í Írak.
Demókratar segja að undirrót
þess hljóti að vera innrás
Bandaríkjanna, Bretlands og
fleiri ríkja vorið 2003. Repúblik-
anar benda hins vegar á að á
árinu 2009 hafi staðan í Írak
verið orðin allgóð. Lýðræðis-
legar kosningar voru tryggðar
og vel virtist miða í mörgum
efnum. Obama forseti hafði
undirstrikað þessa stöðu í yf-
irlýsingum sínum, en ekki síst í
gjörðum sínum. Hann hafði
kallað allan bandarískan her
heim frá Írak og
virt að vettugi til-
lögur hershöfðingja
sinna um að hafa
um 20.000 manna
herlið áfram í land-
inu. Þessar deilandi
fylkingar í Bandaríkjunum eru
á hinn bóginn sammála um það,
að Malaki, forsætisráðherra
Íraks, beri mikla ábyrgð á
ástandinu. Hann hafi alfarið
haldið súnnítum frá áhrifum í
stjórnkerfinu, minnihluta þjóð-
arinnar, sem þó hafi ráðið nær
öllu á dögum Saddams Huss-
eins.
Staðan á þessu eldfima svæði
er ekki aðeins flókin og snúin.
Hún er beinlínis á haus í mörg-
um efnum. Bandaríkin hafa
stutt uppreisnarmenn í Sýr-
landi. Herskáasti hluti þeirra er
nú að leggja undir sig stóran
hluta Íraks. Assad, einvaldur
Sýrlands, sendir herþotur til að
gera árásir á þennan hóp í Írak.
Bandaríkin hafa velt fyrir sér
vikum og mánuðum saman
hvort þau eigi að gera það.
Helstu bandamenn Bandaríkj-
anna í Írak eru um þessar
mundir erkifjendur þeirra í Ír-
an. Ýmsir óttast að áhrif Írans í
Írak verði mikil, því Írak eigi
hvergi annars staðar stuðning
vísan. Sádi-Arabía, sem verið
hefur helsti samherji Banda-
ríkjanna á svæðinu, er grunuð
um að veita ISIS fjárhagslegan
stuðning.
Obama forseti þykir hafa tap-
að miklu trausti sem leiðtogi,
jafnt heima fyrir sem utan
lands. Hik og loðnar yfirlýs-
ingar eru sögð einkenni hans.
Þess vegna fari vondir menn,
nær og fjær, sínu fram og gefi
Bandaríkjunum langt nef.
En hinu er heldur ekki hægt
að neita að veruleg stríðsþreyta
hrjáir bandarísku þjóðina eftir
stórstríðin tvö í Írak og Afgan-
istan, sem margt bendir til að
endi þannig að ekkert hafi hafst
upp úr því stórbrotna krafsi
öllu.
Obama á því ekki auðveldan
leik.
Þekkt sögupersóna Agöthu
Christie sagði stundum, þegar
flækjurnar í vefjum morðsög-
unnar voru sem torleystastar:
Þetta er svo yfirgengilega flók-
ið að lausnin hlýtur að vera ein-
föld.
Söguhetjan hitti oft þann
naglann á höfuðið.
Ekki er víst að það lán sé yfir
mönnum í veruleikanum. En því
lengur sem leikstjórnarlaus og
lánlaus veröldin snýst svona
mun staðan versna fremur en
hitt. Þá getur farið svo, að
heimsins vísdómshausar taki
allir í kór undir uppgjafartón
séra Sigvalda: Það er kannski
kominn tími til að biðja Guð að
hjálpa sér.
Eldglæringar á
himni heimsmála
eru óþægilega
margar}
Mikil ferð og
enginn við stýrið
3. júlí 1984. Fjölskylda úr Hafnarfirðinum,
hjón með tvær dætur, er á ferðalagi eftir þjóð-
veginum norður í landi og fríið er framundan.
Sól, sumar og glaðværð og leið lá um Skaga-
fjörðinn; síðasta stopp er vegaskálinn í
Varmahlíð. Svo kemur að blindhæð og allt
breytist – um alla framtíð. Harður árekstur
verður svo fjölskyldan slasast öll illa. Harðast
úti verður heimilisfaðirinn, tæpra 38 ára
hreystimenni, en hann slasast illa á höfði og
verður fyrir framheilaskaða sem háir honum
alvarlega allt til æviloka, 16. júní 2007.
Undirritaður var á ferðalagi sömuleiðis með
sinni fjölskyldu, en erlendis. Fyrir daga nets-
ins bárust slík tíðindi ekki svo glatt út fyrir
landsteinana en ég man enn skelfilegt slysið
sem ég las um þegar ég fór yfir uppsöfnuð ein-
tök Morgunblaðsins sem biðu heima þegar við
komum aftur til Íslands.
Rúmum tíu árum eftir þessa atburði lágu svo leiðir
okkar saman, mín og yngri dótturinnar sem í slysinu
lenti og í tæp tuttugu ár hafa þær verið samliggjandi. Þá
heyrði ég betur af því sem gerst hafði, daginn örlagaríka
í júlíbyrjun ’84. Tveir bílar óku nefnilega fram á slysið
skömmu eftir áreksturinn en héldu að athuguðu máli
sína leið. Þriðja bílnum sem bar að ók hins vegar vand-
aður einstaklingur sem breytti sínum ferðaáætlunum til
að geta aðstoðað fólk í lífshættu. Hafi hann eilíflegar
þakkir fyrir gæsku sína – hinir skömm.
Þetta rifjast upp fyrir okkur hjónum um
þessar mundir, ekki bara af því að þrjátíu ár
eru liðin frá slysinu sorglega sem setti líf lít-
illar fjölskyldu alvarlega út af sporinu, heldur
líka af því nýverið var um það fjallað í fréttum
að ungur maður hefði orðið fyrir fólskulegri
og tilefnislausri árás í Reykjavík, og fáum
hugnaðist að rétta honum hjálparhönd í kjöl-
farið. Fólk ýmist virti hann ekki viðlits og
gekk hjá eða sneri við í snarhasti og forðaði
sér. Gilti einu þó hann lægi blóðugur og í losti
eftir árásina og gæti sér enga björg veitt.
Hefur okkur semsagt ekki farið meira fram í
manngæsku en svo – á þrjátíu árum?
Jónatan Ljónshjarta viðhafði ákveðið orð
um þá sem kusu að leggja ekki sitt af mörk-
um í hinu stóra samhengi. Það á ágætlega við
í þessu sambandi. Hamingjunni sé lof að ungi
maðurinn sem ráðist var á ber ekki varanlegan skaða af,
þó skiljanlega sé maður í áfalli í einhvern tíma í kjölfar
slíks fólskuverks. En það vissu vegfarendur ekki þegar á
reyndi. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum, ekki síst þegar
höfuðmeiðsl eru annars vegar, og þá geta jafnvel mín-
útur ráðið úrslitum. Tengdafaðir minn heitinn var ekki
svo heppinn. Hann átti við afleiðingar slyssins sem hann
lenti í meðan hann lifði.
Blindhæðin fyrir norðan var straujuð út eftir slysið.
Vonandi fer eins um heigulshátt þeirra sem ekki vilja
hjálpa. jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Samverjar fyrr og nú
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ífyrra bjuggu 6,7% Íslend-inga við skort á efnislegumlífsgæðum, álíka margir og ár-in 2004–2007. Konur eru hlut-
fallslega fleiri en karlar í þessum hópi
og rúmur fjórðungur einstæðra for-
eldra býr við slíkan skort. Menntun,
aldur og atvinnustaða skiptir tals-
verðu máli í þessu sambandi.
Þetta er meðal þess sem kemur
út í nýrri skýrslu Hagstofu Íslands.
Þar kemur einnig fram að Ísland var
með sjöttu lægstu tíðni skorts í Evr-
ópu árið 2012.
Níu þættir eru lagðir til grund-
vallar skilgreiningunni á skorti á
efnislegum lífsgæðum. Séu a.m.k.
þrír þeirra til staðar telst viðkomandi
búa við skort. Þessir þættir eru: van-
skil lána, að hafa ekki efni á að fara í
vikulangt frí með fjölskyldunni ár-
lega, hafa ekki efni á kjöt-, fisk- eða
grænmetismáltíð a.m.k. annan hvorn
dag, að geta ekki mætt óvæntum út-
gjöldum, að hafa hvorki efni á heima-
né farsíma, hafa ekki efni á sjónvarpi,
þvottavél eða bíl og að hafa ekki efni
á að halda húsnæðinu nægilega heitu.
Fylgni er á milli þessara mæl-
inga og lágtekjumarka. Þó mælist
tíðni skorts á efnislegum lífsgæðum
lægri en tíðni lágtekjumarka. Það er
m.a. skýrt með því að á hverjum tíma
eru einhverjir tímabundið undir lág-
tekjumörkum án þess að það hafi
áhrif á lífskjör þeirra til lengri tíma.
Færri fyrir hrun
Hlutfall Íslendinga sem skortir
efnisleg lífsgæði lækkaði úr 7,4% í
2,5% frá 2007 til 2008. Áhrif hrunsins
komu síðan fram næstu tvö árin á eft-
ir, þegar hlutfallið hækkaði upp í
6,8%.
Þegar dreifingin er skoðuð sést
að þessi skortur er hlutfallslega al-
gengari meðal kvenna en karla, 7,5%
og 5,9%. Aldur hefur einnig talsvert
að segja, en tíðnin var lægst hjá ald-
urshópnum 65 ára og eldri og hæst
hjá fólki á aldrinum 25–34 ára. Í
skýrslunni segir að það eigi sér
þekktar skýringar; yngra fólk sé að
fóta sig á vinnumarkaði, koma sér
upp húsnæði og eignast börn.
25,2% einhleypra foreldra með
börn búa við skort á efnislegum lífs-
gæðum og er það algengasta fjöl-
skyldugerðin sem býr við þessar að-
stæður. Tíðnin hefur aukist talsvert
hjá þessum hópi eftir hrun, hún var
10,2% árið 2008. Næst á eftir koma
heimili einhleypra og barnlausra.
Menntun skiptir máli
Hátt hlutfall atvinnulausra og
öryrkja skorti efnisleg lífsgæði árið
2013, eða 21,5% fyrrnefnda hópsins
og 24,6% þess síðarnefnda.
Menntun hefur talsvert að
segja, en árið 2013 bjuggu 4,2% fólks
með háskólapróf við skort, sam-
anborið við 6,2% þeirra sem höfðu
lokið framhaldsskólanámi eða starfs-
menntun og 7,7% þeirra sem höfðu
lokið grunnmenntun. Þessi munur á
menntunarstigum hefur haldist frá
árinu 2004. Þá var tíðnin nokkuð
hærri í þéttbýli, 7,1%, en í dreifbýli,
þar sem hún var 5,9%.
Lífskjör Evrópubúa hafa verið
könnuð á þennan hátt frá árinu 2004
og var það að frumkvæði Eurostat,
hagstofu Evrópusambandsins. Um
er að ræða úrtakskönnun þar sem
gagna er aflað með viðtölum, auk
upplýsinga úr skattskrá. Úrtakið hér
á landi í fyrra var 4.407 heimili og var
svarhlutfall 73,2%.
Meiri skortur hjá
ungum og einstæðum
Skortur á efnislegum lífsgæðum á Íslandi árið 2013
eftir kyni, aldri, heimilisgerð og atvinnustöðu
K
on
ur
K
ar
la
r
30
25
20
15
10
5
0
%
Heimild: Hagstofa Íslands
Meðaltal (allir) 6,7%
7,5% 5,9% 11,7% : 25,2% 5,6% 7,7% 6,2% 4,2% 4,1% 21,5% 7,4% 24,6%1%
Ei
ns
tæ
ði
r
fo
re
ld
ra
r
2
fu
llo
rð
ni
r,
3
bö
rn
eð
a
fl
ei
ri
M
eð
gr
un
ns
kó
la
pr
óf
M
eð
st
ar
fs
-o
g
fr
am
ha
ld
ss
kó
la
m
en
nt
un
M
eð
há
sk
ól
am
en
nt
un
Íf
ul
lu
st
ar
fi
A
tv
in
nu
la
us
ir
N
ám
sf
ól
k
Ef
ti
rl
au
na
þe
ga
r
Ö
ry
rk
ja
r
1
fu
llo
rð
in
n,
en
gi
n
bö
rn
Algengt er að fátækt sé skil-
greind sem tekjur undir tilteknu
marki, oft er miðað við 60% af
miðgildi ráðstöfunartekna. Í
skýrslu Hagstofu segir að fá-
tækt sé einnig oft skilgreind
sem afstæð og snúist ekki ein-
göngu um skort á lífsnauð-
synjum, heldur um þær neyslu-
venjur sem þykja eðlilegar í
hverju samfélagi fyrir sig.
Afstætt
MÆLINGAR Á FÁTÆKT