Morgunblaðið - 01.07.2014, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
✝ Ólafur HreiðarÁrnason fædd-
ist í Reykjavík 1.
september 1926.
Hann lést á Land-
spítalanum 20. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún Árnadóttir,
f. 5.9. 1885, d. 29.9.
1960, og Árni Ein-
arsson klæð-
skerameistari, f.
4.12. 1886, d. 19.1. 1974.
Systkini Ólafs voru Árni
Hreiðar, f. 30.11. 1920, d. 3.7.
2012, Einar Hreiðar, f. 18.12.
1921, d. 28.2. 2010, Margrét, f.
4.1. 1923, d. 14.9. 1996, Rann-
veig, f. 14.4. 1924, d. 4.3. 2010 og
Gunnar Hreiðar, f. 5.5. 1928, d.
14.11. 2009. Systkini Ólafs sam-
mæðra voru Arndís Kristín
Thomsen, Elín Magdalena
Thomsen og Kristinn Thomsen,
öll látin.
Ólafur kvæntist, 2. október
1948, Magnúsínu Guðmunds-
dóttur, hárgreiðslumeistara, f.
16. febrúar 1929. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Ís-
leifssson, f. 18.9. 1896, d. 11.1.
1962, og Jóna Sigríður Jóhann-
esdóttir, f. 6.7. 1899, d. 28.2.
1935.
1956; börn þeirra eru: a) Helga
Björk, f. 1980, gift Tómasi Vigni
Guðlaugssyni, f. 1978, barn
þeirra er Óliver Vignir, f. 2008,
og barn hans er Aníta Rós, f.
2000, b) Sigurður Árni, f. 1988,
sambýliskona hans er Svanhild-
ur Þorleifsdóttir, c) Ólafur
Torfi, f. 1989.
Ólafur var uppalinn í Reykja-
vík og bjó fjölskyldan lengst af á
Bergstaðastræti 78. Hann nam
klæðskeraiðn í Iðnskólanum í
Reykjavík, og fór til Svíþjóðar
árið 1946 þar sem hann lauk við-
bótarnámi í Stokkhólmi. Eftir
heimkomu starfaði hann hjá
Árna og Bjarna klæðskeraverk-
stæði í Bankastræti 9. Árið 1963
stofnaði Ólafur sitt eigið klæð-
skeraverkstæði að Laugavegi 42
og sá m.a. um að sauma flug-
freyjubúninga fyrir Loftleiðir á
þessum tíma. Hann hóf störf hjá
Flugfrakt, nýstofnaðri sameig-
inlegri vöruafgreiðslu Loftleiða
og Flugfélags Íslands árið 1967
þar sem hann vann í um 30 ár,
allt þar til hann lét af störfum
1996 vegna aldurs. Ólafur var
félagi í Frímúrarareglunni á Ís-
landi frá árinu 1957. Magnúsína
og Ólafur hófu búskap að Berg-
staðastræti 78, en fluttust síðan
á Laugaveg 42. Árið 1968 flutt-
ist fjölskyldan í Fossvoginn, í
Hulduland 42, þar sem þau
bjuggu fram til ársins 2000, þeg-
ar þau hjónin fluttu í Sóltún 13.
Útför Ólafs fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 1. júlí, og hefst
athöfnin kl. 15.
Börn Ólafs og
Magnúsínu eru: 1)
Guðmundur, f. 9.1.
1949, kvæntur
Láru Erlings-
dóttur, f. 31.8.
1951; börn þeirra
eru: a) Þórdís, f.
1976, gift Brynjari
Þór Guðmundssyni,
f. 1974, börn þeirra
eru Eva Berglind, f.
2001, og Brynja
Katrín, f. 2002, barn hennar og
Magnúsar Sævars Magnússonar
er Lára Theódóra, f. 1995, b)
Guðrún Linda, f. 1978, börn
hennar og fyrrv. eiginmanns,
Óskar Arnars Gunnarssonar,
eru Karitas Líf, f. 2000, Guð-
mundur Rafn, f. 2003, og Gísli
Rafn, f. 2006, c) Ragnhildur Eva,
f. 1983. 2) Sjöfn, f. 28.4. 1953,
gift Erlingi Hjaltasyni, f. 22.7.
1955; börn þeirra eru: a) Hjalti
Már, f. 1983 og b) Magnús Orri,
f. 1991, barn hennar og fyrrv.
eiginmanns, Josephs Pandolfo,
er c) Ólafur Örn Josephsson, f.
1977, börn hans og fyrrv. eig-
inkonu, Eddu Kristínar Sig-
urjónsdóttur, eru Arnaldur
Konráð, f. 2004, og Bryndís, f.
2007. 3) Guðrún, f. 1.9. 1958, gift
Magnúsi Sigurðssyni, f. 20. 3.
Þegar ég sest niður og rifja
upp samleið okkar Ólaf Hreið-
ars Árnasonar, tengdaföður
míns, kemur margt upp í hug-
ann. Kom fyrst í Huldulandið
undir lok árs 1979 og varð strax
hluti af fjölskyldunni. Þau Ólaf-
ur og Maddý voru glæsileg
hjón, einstaklega samrýnd og
samheldin og héldu vel utan um
sig og sína. Þau fóru í gegnum
lífið á jákvæðni og vinnusemi, já
og áræði því á tímum voru þau
bæði með sjálfstæðan atvinnu-
rekstur í sinni grein.
Við Guðrún bjuggum erlendis
framan af við nám og starf og
Ólafur og Maddý heimsóttu
okkur reglulega. Þetta voru
kærkomnar stundir og þægilegt
og áreynslulaust að taka á móti
þeim. Þegar við fluttum heim
1988 bjuggum við í Hulduland-
inu í hartnær ár, það var sjálf-
sagt mál og allt gert til að
greiða götu okkar. Samskiptin
hafa verið mikil og það hefur
verið hrein unun að fylgjast
með þeim hjónum, gift í 65 ár
og ekki að sjá að kærleikurinn
hafi dofnað á milli þeirra.
Ólafur hafði mjög gaman af
tónlist og dansi og spilaði dável
á píanó. Djassinn var auðvitað
bestur og hann spilaði þetta af
fingrum fram. Þau hjónin höfðu
unun af að ferðast og dvöl í sól-
arlöndum var nauðsynlegur
hluti af lífinu.
Ólafur nam klæðskeraiðn við
Iðnskólann og í Svíþjóð og
starfaði við það framan af
starfsævinni. Fyrst hjá föður
sínum á klæðskeraverkstæði
Árna og Bjarna og síðar í eigin
fyrirtæki. Ég er viss um að
þessi iðn hefur hentað honum
vel, vandvirkur og samvisku-
samur og með ríka þjónustu-
lund. Á sjöunda áratugnum
breytist þessi atvinnugrein, inn-
flutningur tók að mestu við og
þá söðlaði Ólafur um og tók til
starfa hjá Flugfrakt Loftleiða,
sameiginlegri vöruafgreiðslu
Loftleiða og FÍ, þegar hún var
sett á fót. Þar var Ólafur einnig
í essinu sínu, hæfileiki hans að
eiga samskipti við fólk með já-
kvæðum hætti hefur örugglega
nýst vel.
Ólafur var Reykvíkingur í
húð og hár. Síðustu árin var
skammtímaminnið farið að gefa
sig en þá fræddi hann mann um
fyrri tíma í Reykjavík. Í við-
skiptum við Árna og Bjarna var
fjölbreytt flóra heldri borgara
og örugglega margt verið skraf-
að og spjallað og Ólafur hafði
því ákveðna sýn á menn og mál-
efni í höfuðborginni um og fyrir
miðbik síðustu aldar.
Það var greinilegt að Ólafur
var sáttur þegar hann fór. Sátt-
ur með sig og sína og mátti vera
það. Hann tók örlögum sínum af
mikilli reisn. Síðustu dagana
hrakaði honum ört en þegar
bráði af honum og hann þekkti
þig gaf hann þumalinn upp,
hann var þarna ennþá og með
allt á hreinu. Þegar ég kvaddi
hann undir lokin og sagði í hálf-
kæringi að við myndum nú hitt-
ast hinu megin síðar hvíslaði
hann: „Já örugglega.“
Ég vil þakka Ólafi öll okkar
kynni, hvergi bar þar skugga á.
Einstakur öðlingur með glað-
værðina og húmorinn í fyrir-
rúmi. Það má takast á við lífið
með margvíslegum hætti en
honum var eðlislægt að hafa já-
kvæðni og húmor að leiðarljósi.
Hann hvíli í friði.
Magnús Sigurðsson.
Þegar komið er að kveðju-
stund vil ég þakka Óla tengda-
föður mínum fyrir samfylgdina í
39 ár.
Með hlýju viðmóti tók hann
vel á móti mér og bauð mig vel-
komna í fjölskylduna. En þetta
hlýja viðmót einkenndi Óla alla
tíð. Aldrei sá ég Óla öðruvísi en
í góðu skapi og með mikið jafn-
aðargeð og því var auðvelt að
láta sér líða vel í návist hans.
Eftir löng kynni er margs að
minnast. Þegar ég kom inn í
fjölskylduna var Óli hættur að
vinna við iðn sína sem klæð-
skeri og farinn að starfa hjá
Flugfraktinni þar sem hann
starfaði allt til starfsloka um
sjötugt. Það kom þó ekki í veg
fyrir að til hans væri leitað af
fjölskyldumeðlimum ef breyta
þurfti fötum eða laga. Hann var
ætíð reiðubúinn ef til hans var
leitað og enginn var vandvirkari
en Óli.
Um jólin kom öll fjölskyldan
saman á heimili Maddýjar og
Óla, fyrst alltaf á aðfangadags-
kvöldi og síðan á seinni árum
voru boðin á jóladag. Þessum
sið að bjóða til sín stórfjölskyld-
unni um jólin héldu þau allt þar
til á síðasta ári. Óli var góður
afi og gaf sér alltaf tíma fyrir
barnabörnin og var vinsælt að
fá afa til að spila. Öllum þótti
þeim afar vænt um afa sinn og
minnast hans með mikilli hlýju.
Eins minnist ég ferða í sum-
arbústað, fyrst þegar elstu
börnin voru ung og síðustu árin
hjá Sjöfn dóttur hans og Ella í
húsi þeirra að Laugarási þar
sem saman komu allir afkom-
endur. Síðastliðið sumar var Óli
með okkur og þó heilsu hans
væri farið að hraka þá naut
hann þess að vera innan um
fólkið sitt og lét sitt ekki eftir
liggja og tók þátt í gleðinni.
Óli hafði góða kímnigáfu og
hafði gaman af að segja frá
skemmtilegum mönnum og at-
vikum sem hann hafði upplifað í
gegnum tíðina. Hann passaði þó
vel upp á að særa engan eða
segja frá á neikvæðan hátt.
Hann var vandaður maður sem
forðaðist öll leiðindi.
Óli spilaði á píanó eftir eyr-
anu og ósjaldan þegar fjölskyld-
an var saman komin þá settist
hann við það og spilaði okkur
hinum til ánægju. Mér er minn-
isstætt þegar Óli hélt upp á af-
mælið sitt þegar hann var
fimmtugur, þar voru systkini
hans og vinir auk fjölskyldunn-
ar samankomnir og mikið fjör.
Óli spilaði á píanóið og sungið
var undir og dansað.
Óli ferðaðist mikið með
Maddý sinni og voru sólar-
landaferðir þar efst á blaði.
Hann naut þess að komast í sól
og hita. Síðustu ferð sína fóru
þau hjónin síðastliðið haust.
Það var mikil gæfa fyrir Óla
að geta búið heima allt þar til
yfir lauk. Þar naut hann ástar
og umhyggju Maddýjar sem
annaðist hann af mikilli ást og
hlýju og passaði upp á að hon-
um liði sem best.
Fallegra samband hjóna er
vart hægt að hugsa sér. Þau
fóru í gegnum lífið samhent og
samstiga.
Missir hennar er því mikill og
bið ég góðan guð að styrkja
hana á þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði, elsku Óli, og takk
fyrir samveruna í gegnum árin.
Lára Erlingsdóttir.
Ljósið skæra lýsir þeim
er ganga lífsins götur breiðar
Kveður núna þennan heim
heiðursmaðurinn Ólafur Hreiðar
(EH)
Tengdapabbi, hann Ólafur,
var einstakur maður, hugulsam-
ur, fyndinn, glaðvær og þrjósk-
ur. Snyrtimenni fram í fingur-
góma. Allt í röð og reglu og
hver hlutur átti sinn stað. Bíl-
arnir glansandi hreinir og bón-
aðir. Hann sjálfur snyrtipinni.
Óli sagði skemmtilega frá og
mikið hlegið þegar hann fór á
flug með sögur sínar. Margar
skemmtilegar sögur frá Sví-
þjóð, þar sem hann var í fram-
haldsnámi í klæðskurði, frá
verkstæði Árna og Bjarna,
Flugfraktinni þar sem hann
starfaði lengi og jafnvel bara úr
strætóferðum. Sá alltaf spaugi-
legu hliðarnar á tilverunni.
Rósin í hnappagatinu hans
Óla var hún Maddý og var ann-
að aldrei nefnt án hins. Gæfu-
maður, þau dönsuðu mikið,
þeirra líkamsrækt í raun. Spilað
á píanó með jassívafi og ekki
má gleyma að sólin hafði mikið
aðdráttarafl og ófáar ferðir
farnar á sólarströnd.
Fyrstu kynni mín af ná-
kvæmni Óla voru er við hjónin
keyptum íbúð yfir stækkandi
fjölskyldu. Óli sagði það marg-
borga sig að vanda vel allan
undirbúning. Fórum við nokkur
kvöld að undirbúa og var límt
yfir allt, gluggarúður, hurðir,
gólflista og rafdósir teknar af.
Mér, unga manninum, fannst
verkið ganga hægt en Óla varð
ekki haggað. Þetta minnti mig á
mynd með Mr. Bean, bara opna
svo málningardolluna setja
hvellhettu í – búmm og íbúðin
máluð – en notuð var rúlla og
pensill, og verkið gekk eins og í
sögu og dugði gluggamálningin
í ótrúlega mörg ár.
Votta tengdamömmu og öðr-
um fjölskyldumeðlimum samúð
mína. Blessuð sé minning
tengdapabba, Ólafs Hreiðars.
Þinn tengdasonur
Erlingur (Elli).
Við kveðjum nú elskulegan
afa minn, Ólaf Hreiðar Árna-
son.
Þau eru mörg gleðileg minn-
ingabrotin sem raðast upp þeg-
ar horft er yfir farinn veg. Ég
minnist afa sem dansaði vals
með litlar skottur á ristunum á
meðan amma var með gesti í
hárgreiðsluherberginu, afa sem
fór í sunnudagsbíltúra og tefldi
skák við okkur krakkana, afa
sem hannaði og saumaði ferm-
ingarkjólinn minn þegar ég
fann engan sem mér líkaði, afa
sem var snillingur í að stytta
buxur, falda eða breyta þegar á
þurfti að halda, afa sem alltaf
var kátur og glettinn, afa sem
átti svo skemmtilegar minning-
ar og sagði á sinn jákvæða hátt
sögur af mönnum og málefnum,
afa sem hafði unun af fallegum
efnum og sniðum – og fallegum
húfum, afa sem hafði yndi af ut-
anlandsferðum með ömmu og
góðum vinum, afa sem spilaði á
píanóið eins og engill en aldrei
eftir nótum, afa sem aldrei
sagði styggðaryrði um nokkurn
mann og undir það síðasta afa
sem kvaddi með kossi – ekki
einu sinni heldur tvisvar eða
þrisvar til öryggis því minnið
var farið að bresta.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Það er gott að elska en sárt
að sakna. Eftir sitja minningar
okkar allra um eiginmann og
lífsförunaut, föður, tengdaföð-
ur, afa, langafa, mág, svila, vin
og kunningja en fyrst og fremst
um mætan mann sem lifði lífinu
til fulls með jákvæðni og vinnu-
semi að leiðarljósi.
Þórdís.
Nú er komið að kveðjustund
við afa okkar. Eftir sitja hjá
okkur góðar minningar um hlýj-
an mann sem fór í gegnum lífið
með húmor og gleði að leiðar-
ljósi. Honum fannst ekkert
skemmtilegra en að segja okkur
sögur og góða brandara. Afi var
alltaf tilbúinn að gera allt fyrir
okkur. Hann til dæmis gerði sér
ferð í Árbæinn á hverjum degi í
mörg ár til að taka á móti Sigga
og Óla Torfa úr skólanum. Þá
tók afi á móti þeim með ristuðu
brauði og aðstoðaði þá síðan við
heimalærdóminn. Gjarnan sett-
ist afi við píanóið og spilaði á
meðan strákarnir léku sér.
Helga ákvað ellefu ára að hún
vildi spila á píanó eins og afi
hennar og fyrsta árið í píanó-
lærdómnum tók hún strætó til
afa og ömmu í Fossvoginn
nokkrum sinnum í viku til að
spila á píanóið þeirra. Afi sýndi
mikinn áhuga á að fylgjast með
og var tíður gestur á tónleikum.
Okkur fannst aðfangadags-
kvöld í Fossvoginum hjá ömmu
og afa líka ómissandi þar sem
öll börn og barnabörn voru
samankomin á hverju ári. Það
var mikið fjör og gaman og hefð
sem hélst alla tíð þótt það hafi
færst á jóladag þegar afi og
amma fluttu í Sóltúnið og
barnabarnabörnin bættust við.
Í lokin sagði hann við Sigga
og Óla Torfa að það mætti aldr-
ei gleyma að segja tóma vit-
leysu og grínast. Í okkar huga
sýnir það hversu mikilvægt
honum fannst að halda í húm-
orinn og við munum reyna að
taka það veganesti með okkur í
gegnum lífið. Við kveðjum afa
okkar með miklum söknuði, hvíl
í friði.
Helga Björk, Sigurður
Árni og Ólafur Torfi.
Það er með miklu þakklæti
og trega sem ég kveð elsku
besta Óla afa. Eftir sitja minn-
ingar um einstakt ljúfmenni
sem saumaði, spilaði á píanóið,
sagði brandara, spilaði ólsen við
barnið mig, elskaði sólina og
ömmu.
Amma og afi héldu lengst af
boð á aðfangadag og minnist ég
jólanna í Huldulandi með gleði í
hjarta. Lítil skotta að springa
úr spenningi á meðan afi las á
pakkana og aðeins síðar sat
sama skotta rangeygð af syk-
uráti að hlusta á ljúfa píanótóna
afa síns. Ég eins og aðrir hafði
unun af að hlusta á afa spila á
píanóið.
Afi var orðinn gleyminn síð-
ustu árin og að mínu mati var
ljúfasta birtingarmynd þessa
kveðjustundirnar eftir matar-
boð þar sem afi gekk á milli og
spurði brosandi, hlýr eins og
alltaf: „Var ég búinn að knúsa
þig?“ Svo fékk maður auka-
knús.
„Til hamingju með ömmu“
sagði ég við afa á afmæli ömmu
fyrr á þessu ári. Afi þakkaði
fyrir, benti á ömmu með bros á
vör og blik í augum og spurði:
„Finnst þér hún ekki sæt?“ Víst
er amma sæt en þetta viðkvæði
er dæmigert og lýsandi fyrir afa
og ömmu.
Þau voru samtaka fram á síð-
asta dag, frábærar fyrirmyndir
og í minningu minni horfðu þau
alltaf hvort á annað með
stjörnuglampa í augum.
Elsku amma, missir þinn er
mikill og ég votta þér samúð
mína. Minningin um yndislegan
mann lifir.
Hvíl í friði elsku afi, takk fyr-
ir allt.
Ragnhildur Eva.
Ólafur Hreiðar
Árnason
Það lenti í úti-
deyfu hjá mér að
minnast míns góða
vinar, Inga Ingi-
mundarsonar, sem jarðsunginn
var síðastliðinn miðvikudag, 18.
júní. Úr því skal nú bætt.
Fundum okkar Inga bar fyrst
saman árið 1977, þegar ég hóf
þátttöku í pólitísku vafstri í
Vesturlandskjördæmi fyrir Al-
þýðuflokkinn. Ingi bauð mér þá
með sér í dagsferð um Mýr-
arnar þar sem við komum á
marga bæi. Hvarvetna var hon-
Ingi
Ingimundarson
✝ Helgi Ingi Ingi-mundarson
fæddist 6. maí
1936. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 10. júní 2014.
Útför hans fór fram
18. júní 2014.
um fagnað sem
vini, ekki endilega
pólitískum vini,
heldur vini fólksins
sem þarna bjó. Al-
þýðuflokkurinn
naut reyndar aldrei
mikils bændafylgis
í Mýrasýslu.
Ingi Ingimund-
arson starfaði sem
aðalgjaldkeri Kaup-
félags Borgfirðinga
um árabil. Þegar bændur þurftu
að ráðast í fjárfestingar vegna
vélakaupa eða framkvæmda
leituðu þeir ráða hjá Inga sem
jafnan var ráða- og úrræðagóð-
ur. Minnist þess enn hve ferðin
okkar um Mýrarnar var
skemmtileg vorið 1978 og þá
fann ég líka hve traustur ferða-
félaginn var og hvert traust
bændur báru til hans. Hann
þekkti alla og var allsstaðar au-
fúsugestur.
Á uppvaxtarárum Inga var ís-
lenska menntakerfið svo þröngt
og lokað að ungu alþýðufólki,
ekki síst af landsbyggðinni, voru
fá sund opin. Ingi lauk Sam-
vinnuskólaprófi, eins og margir
aðrir efnismenn, en kynni mín
af honum sannfærðu mig um að
háskólanám hefði reynst honum
auðvelt. Allt er þetta nú breytt
sem betur fer.
Samvinna okkar Inga átti síð-
an eftir að eftir að eflast og
treystast í starfi Alþýðuflokks-
ins í Vesturlandskjördæmi. Æv-
inlega var gott að leita ráða hjá
honum, hvort sem var um mál-
efni kjördæmisins eða landsmál-
in almennt. Hann var ekki einn
þeirra sem höfðu sig mest í
frammi á fundum í flokksstarf-
inu en ef hann tók til máls
hlustuðu menn vel.
Frá kaupfélaginu fór Ingi til
starfa hjá sýslumannsembætt-
inu í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu og starfaði þar sem yf-
irbókari. Á þessum árum var
það nefnilega þannig hjá kaup-
félögunum í landinu að hæfi-
leikar réðu ekki endilega mestu
um starfsframa. Menn urðu að
hafa rétt flokksskírteini. Það
hafði vinur minn Ingi víst ekki
að mati ráðamanna í samvinnu-
hreyfingunni. Þess vegna, meðal
annars, held ég að hann hafi
horfið til annarra starfa þar
sem hann undi sér vel og hæfi-
leikar hans voru metnir að verð-
leikum.
Það var gott eiga Inga Ingi-
mundarson að. Hann var traust-
ur jafnaðarmaður af hinum eina
og sanna skóla þeirrar ágætu
lífsstefnu. Jafnaðarmennskan
var honum í blóð borin.
Seinustu árin átti Ingi við
heilsubrest að stríða, en fylgdist
þó vel með á vettvangi stjórn-
málanna. Ég er þakklátur fyrir
að hafa átt vináttu Inga Ingi-
mundarsonar, kynnst honum og
starfað með honum. Hann var
traustur stólpi í starfi jafnaðar-
manna á Vesturlandi. Nínu, eig-
inkonu hans, og afkomendum
öllum færi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Eiður Svanberg Guðnason.