Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 27
unnið við smíðar og þjálfað fimleika og
var auk þess áhættuleikari Magnúsar
Scheving í fyrstu tveimur seríunum í
Lazy Town: „Það var afskaplega
skemmtileg upplifun og ég er virki-
lega ánægður og stoltur af að hafa
verið með í þeim verkefnum.“
Viktor byrjaði að æfa fimleika fjög-
urra ára, árið 1988, en síðasta mótið
sem hann keppti í var í desember
2011. Í ársbyrjun 2012 hætti hann að
æfa fimleika.
Viktor varð 10 sinnum Íslands-
meistari í fimleikum, þar af níu sinn-
um í röð. Hann varð bikarmeistari
með liði Gerplu öll þau ár sem hann
keppti. Hann stóð sig afar vel á Norð-
urlandamótum og Norður-Evrópu-
mótum og hefur unnið til fjölda gull-,
silfur- og bronsverðlauna. Hann sigr-
aði á Smáþjóðaleikunum 2007 á Kýp-
ur og félagið vann liðakeppnina. Þar
vann hann ein gullverðlaun, þrjú
silfurverðlaun og ein bronsverðlaun,
af sex mögulegum: „Það er í raun
mjög erfitt að velja eina keppni sem
er í uppáhaldi hjá manni en þessir
Smáþjóðaleikar heppnuðust svo vel
að ég held að þeir standi upp úr í
minningunni.“
Viktor hefur keppt á fjölda heims-
meistaramóta og Evrópumóta og var
oftast mjög sigursæll. Hann var val-
inn Íþróttamaður Kópavogs árið 2007
og var valinn fimleikamaður ársins
mörgum sinnum.
En varla hefur Viktor sagt alfarið
skilið við fimleikana?
„Nei, nei. Ég hef verið að þjálfa
fimleika og fer reglulega upp í Gerplu
og geri þar fimleikaþrek- og styrkt-
aræfingar. Einnig hef ég verið að
leika mér í jiu jitsu og hef mikinn
áhuga á að halda því áfram. Hef verið
að æfa aðeins í Mjölni. Fimleikarnir
hafa alltaf verið stór hluti af lífi mínu
og því var mjög erfitt að hætta að æfa
og keppa. Erfiðast var að breyta rút-
ínunni sem hafði fylgt mér alla ævi,
23 tímar á viku í æfingar og svo allt í
einu engar æfingar eða mjög fáar. Jiu
jitsu-ið og fimleikaþrek hjálpaði mér
samt helling í þeim efnum.“
Veiðir í matinn og matreiðir
Helstu áhugamál Viktors eru úti-
vist og veiði, bæði skotveiði og stang-
veiði, þó aðallega stangveiði. Hann
fer einnig töluvert á snjóbretti,
keppti einu sinni í Bláfjöllum fyrir um
14 árum og lenti þá í þriðja sæti. Þá
er hann áhugamaður um bardaga-
listir og hreyfingu almennt. Loks er
hann áhugamaður um matreiðslu:
„Mér finnst mjög gaman að elda góð-
an mat og hef ekki síður áhuga á því
að borða hann. En skemmtilegast
finnst mér þó að elda mat sem ég hef
sjálfur séð um að afla.“
Fjölskylda
Kona Viktors er Snædís Ragnars-
dóttir, f. 17.7. 1989, nemi í líf-
eindafræði við HÍ og stuðnings-
fulltrúi á sambýli. Foreldrar hennar
eru Ragnar Karlsson, f. 1.9. 1956, for-
stjóri Véla ehf., og Karen Rögnvalds-
dóttir, f. 14.1. 1957, húsfreyja.
Bræður Viktors eru Róbert Krist-
mannsson, f. 21.7. 1987; Benedikt
Kristmannsson, f. 23.10. 1993, og
Arnór Kristmannsson, f. 5.3. 1996.
Hálfbróðir Viktors, samfeðra, er
Sigurjón Árni Kristmannsson, f. 1.12.
1976.
Foreldrar Viktors eru Kristmann
Árnason, f. 18.8. 1957, húsasmiður í
Kópavogi, og Stella Kristinsdóttir, f.
4.1. 1962, vinnur hjá Kennara-
sambandinu.
Úr frændgarði Viktors Kristmannssonar
Viktor
Kristmannsson
Jóhanna Petra (Stella)
Nicolajdóttir
húsfr. í Rvík
Steindór Sigurbjörn
Gunnarsson
prentsmiðjustj.
og útg. í Rvík
Stella Þorbjörg
Steindórsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristinn Sæmundsson
vélstj. í Rvík
Stella Kristinsdóttir
auglýsingastj. í Kópavogi
Kristín S. Jónsdóttir
húsfr. á Kambi
Sæmundur
Guðbrandsson
b. á Kambi í Árneshreppi
Edwin Árnason
fasteignasali í Rvík
Ingvar Kristinsson
starfsm. hjá Kælitækni
Sæmundur K. Kristinsson
ljósmyndari
Hrefna Kristmannsdóttir
dr. í jarðfræði
Ninja Kristmannsdóttir
fulltrúi í New Jersey
Árni Geir Árnason
skrifstofustj. í Rvík
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
veðurathugunarm. í Rvík
Kristmann
Guðmundsson
rithöfundur
Vildís
Kristmannsdóttir
húsfr. í Rvík
Árni Edwinsson
fyrrv. framkvæmdastj.
í Rvík
Kristmann Árnason
húsasmiður í Kópavogi
Elínborg
Kristjánsdóttir
húsfr. í Rvík
Jón Edwin Árnason
kaupm. í Rvík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
sturtusett
Hitastýrt
Verð frá kr. 66.900
Gæði fara aldrei úr tísku
Þorsteinn Björnsson fríkirkju-prestur fæddist í Miðhúsum íGerðahreppi 1.7. 1909. Hann
var sonur Björns Þorsteinssonar,
bónda í Miðhúsum, og k.h. Pálínu
Þórðardóttur húsfreyju. Björn var
sonur Þorsteins Ólafssonar, bónda
þar, og k.h., Guðrúnar Jónasdóttur
húsfreyju, en Pálína var dóttir Þórð-
ar Þórðarsonar, vinnumanns á Þing-
völlum í Þingvallasveit og verka-
manns í Reykjavík, og unnustu hans
Jórunnar Guðmundsdóttur, ljós-
móður í Stóra-Saurbæ í Ölfusi, síðar
á Hellnum og á Rafnkelsstöðum er
seinna giftist Jóni Ásmundssyni út-
vegsbónda.
Eiginkona Þorsteins var Sigurrós
Torfadóttir húsfreyja, dóttir Torfa
Þorkels Guðmundssonar, kaup-
félagsstjóra á Norðurfirði á Strönd-
um, og Ingigerðar Danvalsdóttur
húsfreyju.
Þorsteinn og Sigurrós eignuðust
átta börn, Björn bankastarfsmann;
Torfa fulltrúa; Pál héraðsdómara;
Þorstein flugvélaverkfræðing; Ingi-
gerði leikskólakennara; Gunnlaug
húsgagnasmið; Þorgeir skrifstofu-
mann og Guðmund bókagerðarmann.
Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1931
og embættisprófi í guðfræði frá Há-
skóla Íslands 1936.
Þorsteinn varð aðstoðarprestur
hjá Sveini Guðmundssyni í Árnesi í
Trékyllisvík 1936, var settur sókn-
arprestur þar ári síðar, var sóknar-
prestur í Sandaprestakalli í Dýrafirði
frá 1942 og sat þá á Þingeyri, og varð
eftir prestskosningar prestur Frí-
kirkjusafnaðarins í Reykjavík frá
1950 og gegndi því embætti þar til
hann lét af störfum haustið 1978. Þá
var hann forstöðumaður Kvöldskóla
á Þingeyri. Hann sat í stjórn Presta-
félags Íslands, söng í Stúdents-
kórnum og Karlakór Reykjavíkur,
söng sálmalög inn á hljómplötur og
tónaði því betur en flestir kollegar
hans. Hann hafði djúpa og fallega
bassarödd, var vinsæll prestur,
virðulegur í fasi, afar rólyndur en
glaðsinna og skemmtilegur í við-
kynningu. Þorsteinn lést 7.2. 1991.
Merkir Íslendingar
Þorsteinn
Björnsson
90 ára
Edith Þorsteinsdóttir
85 ára
Guðrún Lilja
Guðmundsdóttir
Ingibjörg Magnúsdóttir
Stefán Valur Pálsson
80 ára
Guðfinna Gissurardóttir
Hjördís Alda Hjartardóttir
Markús Alexandersson
Matthías Guðmundsson
75 ára
Ásta María Marinósdóttir
Eysteinn Jósefsson
Konný Hallgrímsdóttir
Lára Hansdóttir
Rósa Sigursteinsdóttir
Svala Valgeirsdóttir
Torfhildur J. Þorleifsdóttir
70 ára
Björg Karlsdóttir
Esther Franklín
Guðrún Birna Gísladóttir
Níels Alvinius Joensen
Svanborg R. Briem
Þórlaug Björg Jakobsdóttir
60 ára
Alfreð Eyfjörð Þórsson
Eiríkur Jónsson
Guðmundur Gunnarsson
Inga Lára Helgadóttir
Jónas Reynisson
Lilja Þorbjörnsdóttir
Margrét Rósa
Sigurðardóttir
Svanur Aðalsteinsson
Þórdís Björnsdóttir
50 ára
Ahmed Rhouati
Arnþór Hreinsson
Ása Hinriksdóttir
Bjarni Sigurðsson
Guðbrandur Kjartansson
Guðlaugur Björn
Guðmundsson
Halldóra Kristín
Guðjónsdóttir
Jacek Piotr Borun
Júlía Guðný Hreinsdóttir
Kolbeinn Björgvinsson
Lára Áslaug Sverrisdóttir
Marian Slazyk
Pétur Ingason
Soffía Ingadóttir
Tómas Jónsson
Wasna Poeikumpar
Þór Hinriksson
40 ára
Anna Dagmar Arnarsdóttir
Anna Lilja Flosadóttir
Árný Helga Þórsdóttir
Baldvin Ringsted Vignisson
Birnir Freyr Björnsson
Halldór Jón Garðarsson
Lech Robert Raszkiewicz
Lilja Rós Einarsdóttir
Nij Suwannatha
Steinunn Heba Finnsdóttir
Sylwia Halina Glogowska
Trausti Freyr Reynisson
Vilborg Hildur Baldursdóttir
Þuríður Linda Auðunsdóttir
30 ára
Alexandra Almakaeva
Einar Haraldsson
Guðlaug Ívarsdóttir
Pauline Anne-Claire
Vannier
Til hamingju með daginn
30 ára Birgitta er frá
Hafnarfirði en býr á Sól-
völlum á Árskógsströnd
og vinnur í bruggsmiðj-
unni Kalda hjá tengdafor-
eldrum sínum.
Maki: Þorsteinn Hafberg
Hallgrímsson, f. 1983.
Börn: Jón Tryggvi, f.
2009, og Ingibjörg Lea, f.
2012.
Foreldrar: Jón Björn Ás-
geirsson, f. 1957, og Þór-
unn Jónsdóttir, f. 1963.
Birgitta Fema
Jónsdóttir
30 ára Ólafur býr í Njarð-
vík og er smiður hjá ÍAV
þjónustu.
Maki: Ásdís Bjarnadóttir,
f. 1984, félagsliði hjá
Reykjanesbæ.
Sonur: Alexander Máni, f.
2007.
Foreldrar: Sigurþór
Ólafsson, f. 1959, neta-
gerðarmeistari, og Hall-
fríður Traustadóttir, f.
1959, heimavinnandi. Þau
eru búsett í Grindavík.
Ólafur Unnar
Sigurþórsson
30 ára Jóhanna er Sigl-
firðingur, listmálari, nemi
og vinnur á bar.
Maki: Ágúst Bergur Kára-
son, f. 1973, osteópati.
Börn: Viktoría Unnur, f.
2005, Kleopatra Ólafía, f.
2009, og Rómeó Elí, f.
2013.
Foreldrar: Haraldur
Björnsson, f. 1957, og
Ólafía Guðmundsdóttir, f.
1961, reka sportbarinn
Allinn á Siglufirði.
Jóhanna Unnur
Haraldsdóttir