Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Píanóleikarinn Edda Erlendsdóttir leikur í kvöld á fyrstu tónleikum sumarsins í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem nú er haldin í 26. sinn. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30 og eru helgaðir tónskáldinu Carl Philipp Emanuel Bach sem fæddist árið 1714 og eru því í ár liðin 300 ár frá fæðingu hans. Edda mun leika Rondó í e-moll, Sónötu í F-dúr, Sónötu í c-moll og Fantasíu í C- dúr eftir C.P.E. Bach og einnig Sónötu nr. 47 í h-moll og Ariettu með 12 tilbrigðum í Es-dúr eftir Joseph Haydn sem var mikill aðdáandi og vinur Bachs. Tónleikar Eddu í kvöld eru þeir einu sem hún heldur hér á landi í sumar. Hún býr í París, starfar sem prófessor í píanóleik við Tón- listarskólann í Versölum og hefur til fjölda ára verið í fremstu röð ís- lenskra hljóðfæraleikara, haldið tónleika og tekið þátt í tónlistar- hátíðum víða í Evrópu, Bandaríkj- unum og Kína og kemur reglulega fram hér á landi með Kammer- músíkklúbbnum, í Tíbrártónleika- röð Salarins í Kópavogi, á Lista- hátíð í Reykjavík og sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Edda hefur hlotið Íslensku tónlist- arverðlaunin tvisvar og var fyrir fjórum árum sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til tónlistar. Var nánast óþekkt tónskáld „Carl Philipp Emanuel Bach hafði mikil áhrif á tónsmíðar Haydns og sagði Haydn að hann byrjaði yfirleitt daginn á því að spila verk eftir C.P.E. Bach áður en hann færi að semja,“ segir Edda. Spurð hvort tónskáldin tvö séu í miklu uppáhaldi hjá henni segir Edda svo vera. „Ég hef bæði tekið upp diska með verkum C.P.E. Bachs, einleiksdisk með Haydn og líka disk með píanó- konsertum eftir hann með Sinfón- íuhljómsveit Íslands sem kom út árið 2009. Það er svolítið merkilegt með C.P.E. Bach að þegar ég tók upp diskinn fyrir meira en tuttugu árum þá heyrðist lítið af hans verkum og hann var nánast óþekkt tónskáld, kannski í skugga föður síns [J.S. Bach, innsk.blm.]. Fyrir tilviljun komst ég í tæri við nótur því vinur minn sem var að spila í Austur-Berlín á þeim tíma datt niður á fullt af píanónótum C.P.E. Falinn fjársjóður  Verk eftir C.P.E. Bach og Haydn á sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við gerðum fyrstu drögin að óp- erunni fyrir 26 árum. Síðan hefur þetta legið í skúffu í áratugi þangað til ég eignaðist sjálfur börn. Ég hugsaði þá með mér að börnin mín yrðu að fá að heyra þetta verk. Þá tók ég óp- eruna fram og er búinn að vera í tvö og hálft ár að endurútsetja hana. Ég breytti söguþræðinum og skrifaði seinni hluta verksins sjálfur. Atburða- rásin er talsvert meira æsandi núna,“ segir Gunnsteinn Ólafsson um ævin- týraóperuna Baldursbrá, sem hann samdi ásamt Böðvari Guðmundssyni á sínum tíma. Um er að ræða konsert- uppfærslu sem er ætluð allri fjöl- skyldunni og verður hún frumflutt 5. júlí á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, sem hefst á morgun, en Gunnsteinn er ein- mitt listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Alltaf einhver í lífshættu „Þetta er ævintýraópera sem fjallar um það að láta draum sinn ræt- ast, hvað sem það kostar. Aðal- persónan er Baldursbrá, lítið blóm. Spói nokkur gefur sig á tal við blómið og segir því frá þeirri dýrð sem finna má á fjallinu þegar sólin er að setjast. Það virðist ekkert vera því til fyr- irstöðu að Baldursbrá fari þangað fyrr en þau átta sig á því að blómið er bundið rótum. Blómið endar þó uppi á ásnum þar sem ekkert vatn er að finna auk þess sem stórhættulegur hrútur, sem étur hvað sem er, spíg- sporar þar um. Það má segja að það sé alltaf einhver í lífshættu meðan á óperunni stendur. Þetta er mikil dramatík,“ segir Gunnsteinn, en þess má geta að finna má íslenska þjóð- lagatónlist í verkinu, sem og rapp. Gunnsteinn kveðst hrífast af óperu- forminu og nær sú hrifning til barn- æsku hans. „Ég fór 12 ára gamall að sjá Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson og fékk þá bakteríu sem ég hef aldrei losnað við. Ég ákvað á þeirri stundu að þetta væri það sem ég vildi gera þegar ég yrði stór. Svo höguðu örlög- in því þannig að ég varð nemandi Jóns Ásgeirssonar í tónsmíðum þegar ég var sextán ára gamall. Ég lærði síðan í Ungverjalandi og kynntist þar þjóð- lagamenningu Ungverjalands. Ég heillaðist af því og ákvað að nota ís- lensk þjóðlög í óperunni minni. Þar er að finna ein tíu íslensk þjóðlög,“ segir Gunnsteinn, en þetta er fyrsta óp- eruverkið sem hann semur þrátt fyrir að hafa stjórnað fjölmörgum óperum. Þess má geta að upphaflega var óper- an samin fyrir strengjakvartett en nú hefur sveitin stækkað. „Ég fann það alltaf að þetta myndi kalla á stærri hljómsveit. Fyrst ákvað ég að sníða stakk eftir vexti og hafa verkið þannig að það væru meiri líkur á því að það yrði flutt. Nú er þetta orðin heil kammersveit,“ segir hann. Erfitt að fjármagna verkefnið „Það hefur verið erfitt að fá pen- inga til að setja þessa óperu á svið. Allir sjóðir ríkisins sem ég hef sótt í hafa til að mynda neitað mér um pen- ing; Leiklistarsjóður, Tónlistarsjóður og Barnamenningarsjóður. Reykja- víkurborg styrkir hins vegar flutn- inginn í Reykjavík og Náttúru- verndarsjóður Pálma Jónssonar í Hagkaup styrkir verkefnið í heild. Svo brúar Þjóðlagahátíðin það sem upp á vantar,“ segir Guðsteinn og bætir því við að Tónlistarsjóður styrki þó hátíðina sem slíka og hafi alltaf gert. Hann kveður jafnframt ákveðna vakningu vera meðal óperu- menningar á Íslandi. „Það eru mjög mörg tónskáld með óperur í skúffum sínum. Ég veit að minnsta kosti um tíu óperur sem bíða flutnings. Ég er viss um að fleiri ís- lenskar óperur ættu skilið að komast á svið,“ segir hann, en þess skal getið að ævintýraóperan verður endur- tekin í Langholtskirkju miðviku- daginn 9. júlí. Alþjóðleg hátíð Gunnsteinn hefur marga fjöruna sopið, en hann stofnaði Þjóðlagahá- tíðina á Siglufirði árið 2000 og Þjóð- lagasetrið á Siglufirði árið 2006. Að hans sögn eru hátíðin og setrið afar mikilvæg menningarlífi landsins í heild. „Þjóðlagahátíðin var fyrsta hátíðin til að hljóta Eyrarrósina, verðlaun sem veitt eru fyrir metnaðarfullt menningarstarf á landsbyggðinni. Við höfum reynt að styðja við bakið á íslenskri þjóðlagatónlist og höfum stefnt að því að slík verk verði frum- flutt á hátíðinni og við höfum getað staðið við það. Á Þjóðlagasetrinu er verið að varðveita og taka upp íslensk þjóðlög, dansa og hljóðfæratónlist. Það er til dæmis ekki bara mikilvægt fyrir Siglufjörð, þetta er mikilvægt á landsvísu,“ segir hann. „Þema hátíðarinnar er „Sigló – Je t’aime!“, sem sagt Sigló – ég elska þig. Það er nefnilega franskur blær yfir hátíðinni í þetta skiptið. Hljóm- sveitin Klezmer Kaos kemur frá Par- ís, en Heiða Björg Jóhannsdóttir stjórnar henni. Þau verða með tvenna tónleika á hátíðinni, annars vegar klezmer-tónleika og hins vegar franska músík. Svo fáum við líka franskt miðaldatríó. Þar erum við að tala um fólk sem er í fremstu röð í heiminum í þeirri tegund tónlistar. Þau flytja miðaldatónlist eftir tón- skáld frá tímum Snorra Sturlusonar,“ segir Gunnsteinn. „Ég legg einnig sérstaka áherslu á harmonikkuna. Við fáum nokkra harmonikkusnillinga til okkar, til dæmis einn frá Búlgaríu og svo spilar einn með Klezmer Kaos. Það koma einnig fram fimm krakkar á hátíðinni sem eru frábærir harmonikkuleik- arar og stofnuðu nýlega Harmonikkukvintett Reykjavíkur,“ segir Gunnsteinn, en hann fer fögrum orðum um þann mikla þjóðlagaarf sem Íslendingar státa af. „Íslensku þjóðlögin bera ekki heila hátíð og það styrkir þau mjög að vera í þessu alþjóðlega umhverfi á hátíð- inni. Menn sjá þá að íslensk þjóðlög hafa margt til brunns að bera og standast algjörlega samanburð við tónlist annarra þjóða,“ segir hann. Íslensk þjóðlög standast samanburð Morgunblaðið/Eggert Ópera Gunnsteinn samdi og stýrir Baldursbrá sem verður frumflutt á Þjóðlagahátíð á Siglufirði í vikunni. Heil kammersveit styður verkið.  Þjóðlagahátíð á Siglufirði hefst á morgun og verður óperan Baldursbrá frumflutt á hátíðinni  Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir franskan blæ svífa yfir vötnum                                                         ! "#  $    %        & !            ! '#  ()** !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.