Morgunblaðið - 01.07.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.07.2014, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Tilefnislaus árás á Egil Helgason 2. Hófu ekki sambúð fyrr en árið 2000 3. Svona verður veðrið kl. 6 4. Óvenjuleg óléttumyndataka »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Enska hljómsveitin Portishead muni velja þær kvikmyndir sem sýnd- ar verða á tónlistarhátíðinni All To- morrow’s Parties sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 10.-12. júlí. Hefð er fyrir því að einhverjir þeirra tónlistar- manna sem leika á ATP velji myndir fyrir sérstaka kvikmyndadagskrá há- tíðarinnar svo gestir geti fengið frek- ari innsýn í smekk þeirra. Alþingis- maðurinn, bókaormurinn og söngvarinn Óttarr Proppé úr hljóm- sveitinni HAM mun svo mæla með bókum við hátíðargesti. Portishead velur kvikmyndir ATP  12 lög eru kom- in í úrslit í keppni Rásar 2 um bestu útgáfuna á lagi eftir Neil Young. Dómnefnd skipuð starfsfólki Rásar 2 valdi lögin 12 en á sjöunda tug laga voru send í keppnina. Kosning um besta lagið fer fram á vef RÚV og verða úrslit kynnt á föstudaginn í Popplandi á Rás 2. Á sjöunda tug laga í Neil Young-keppni  DJ flugvél og geimskip, þ.e. tónlistarkonan Steinunn Harðardóttir, og hljómsveitin Hjálmar, snúa bökum saman í nýju lagi Hjálma, „Tilvonandi vor“, eftir Sigurð Guðmundsson. Steinunn mun koma fram með Hjálm- um á tíu ára afmæl- istónleikum þeirra í Eldborg í sept- ember og Hjálmar munu einnig fagna afmælinu með út- gáfu safnskífu. DJ flugvél og geim- skip með Hjálmum Á miðvikudag Snýst í vestan og norðvestan 10-20 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, einkum norðan- og norðvestanlands. Hiti 8 til 15 stig, mildast á Suðausturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnanátt 10-18 m/s. Talsverð rigning með köflum syðra og vestra og hiti 9-13 stig. Úrkomuminna eystra og hiti 12-20 stig. Búist er við mikilli rigningu syðra seinni partinn. VEÐUR Ævintýrasumar hjá Fylkiskonum Argentína mætir Sviss og Belgía mætir Bandaríkjunum í síðustu leikj- um 16-liða úrslita heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu í dag. Lionel Messi þarf áfram að taka af skarið fyrir Argentínu- menn sem eru spurningarmerki þrátt fyrir þrjá sigra til þessa. Fær Aron tækifæri á ný með banda- ríska lið- inu? »4 Argentína og Belgía sigurstranglegri í dag Frakkar líta einna best út á heims- meistaramótinu í Brasilíu, en þeir unnu nokkuð þægilegan 2:0-sigur á Nígeríu í sextán liða úrslitum í gær. Þjóðverjar lentu hins vegar í meira basli með Alsír og höfðu að lokum bet- ur eftir framlengingu, 2:1. Það verða því Þjóðverjar og Frakkar sem mætast í átta liða úrslitum á föstudag þar sem sigurliðið gæti farið langt. »1-3 Frakkland mætir Þýska- landi í átta liða úrslitum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Henry Erlendsson, bassaleikari í hljómsveitinni Logum frá Vest- mannaeyjum. Bandið var stofnað 1964 og halda peyjarnir upp á 50 ára afmæli sveitarinnar með tónleikum á goslokahátíðinni í Eyjum um helgina. Henry slær á létta strengi þegar talið berst að helstu breytingum frá því bandið var stofnað. „Menn hafa bara elst,“ segir hann og bætir við að það sé viss tilhlökkun að stíga aftur á svið í Samkomuhúsi Vestmannaeyja þar sem Logar hafi verið húshljóm- sveit, spilað um hverja helgi og í öll- um landlegum. Þar er Hvítasunnu- söfnuðurinn nú til húsa og væntanlega annað andrúmsloft en á böllunum í gamla daga en Henry seg- ir það ekki breyta neinu. „Það hefur enginn fengið að fara þarna inn með svona tónleika en við sköpum okkar stemningu sjálfir. Þetta verður sér- stök upplifun á nákvæmlega sama stað og við byrjuðum á.“ Spánarferðin toppurinn Logar túruðu gjarnan um landið og þar sem gestir voru á öllum aldri var gjarnan spiluð ein gömlu- dansasyrpa, þar sem harmonika var í aðalhlutverki. „Þegar við spiluðum einu sinni á Fáskrúðsfirði, 1965 eða 1966, var svo margt gamalt fólk að við þurftum að spila gömlu dansana nánast allan tímann,“ rifjar Henry upp. „Eftir ballið fengum við klapp á bakið með þeim orðum að þetta væri besta gömludansahljómsveit sem hefði komið þarna. Við voru ekki sér- lega ánægðir með þessi viðbrögð enda áherslan önnur hjá okkur.“ Henry segir að margt skemmtilegt hafi gerst á hálfri öld. „Það var gam- an að spila á tónleikum með hljóm- sveitinni Hollies í Háskólabíói 1966 en Spánarferðin 1971 var sennilega toppurinn,“ segir hann. „Þar spil- uðum við vítt og breitt og meðal ann- ars á Barbarella á Costa del Sol, ein- um stærsta skemmtistað í Evrópu. Okkur bauðst að spila á góðgerðar- tónleikum í nautaatshring, þar sem Hollies kom meðal annars fram, en þá höfðum við ráðið okkur annars staðar og við vildum standa við samninginn. En við vorum hunds- vekktir, ekki síst vegna þess að sýna átti tónleikana í sjónvarpi víða í Evr- ópu.“ Logar voru önnum kafnir fram að hruni en hafa valið sér verkefni síðan 2008. Framhald bandsins eftir tón- leikana um helgina og gigg í tjaldi á hátíðarsvæðinu daginn eftir er hins vegar óráðið. „Við erum ýmist orðnir eða farnir að nálgast ellilífeyris- aldurinn og ég veit ekki hvað menn tóra lengi, en þetta hefur verið skemmtileg ferð,“ segir Henry. Logar kveikja enn elda  Tónleikar í til- efni 50 ára afmæl- is sveitarinnar Ljósmynd/Bergsteinn Einarsson Logar Hljómsveitin hefur æft í húsakynnum röraverksmiðjunnar Sets á Selfossi að undanförnu. Frá vinstri: Guð- laugur Sigurðsson, Henry Erlendsson, Ólafur Bachmann, Hermann Ingi Hermannsson og Helgi Hermannsson. Vestmannaeyingarnir Grétar Skaptason gítarleikari, Helgi Her- mannsson, gítarleikari og söngv- ari, Henry Erlendsson bassaleikari, Hörður Sigmundsson trommari og Þorgeir Guðmundsson gítarleikari stofnuðu hljómsveitina Loga fyrir hálfri öld. Fljótlega urðu nokkrar breytingar á sveitinni og þannig komu Hermann Ingi Hermannsson söngvari og Guðlaugur Sigurðs- son, gítar- og hljómborðsleikari, inn 1967 og hafa verið með síðan. „Svo kom svolítið rót á þetta í kringum gosið en síðan endaði þetta að mestu í sömu mönn- unum,“ segir Henry. Ólafur, sonur Guðlaugs Sigurðs- sonar, gekk til liðs við Loga árið 2002. „Þetta gengur í erfðir,“ seg- ir hann en áréttar að Logar spili helst gömlu, góðu lögin frá 1960 til 1980. Í því sambandi má nefna að 1973 gáfu Logar út plötu með tveimur lögum eftir Gylfa Ægis- son, Minning um mann og Sonur minn, og seldist hún í 18.000 ein- tökum. Logar rifja upp gamla takta TÍMAMÓT Á GOSLOKAHÁTÍÐ Í VESTMANNAEYJUM „Það er magnað að Fylkir skuli vera eitt fjögurra liða sem nú standa eftir í bar- áttuni um þennan stóra titil sem í boði er,“ segir Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari kvennaliðs Fylkis í knatt- spyrnu, en sumarið hefur verið mikið ævintýri hjá liði hennar fram til þessa. Auk þess að vera í undan- úrslitum bikarkeppninnar eru nýliðarnir í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. »2-3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.