Morgunblaðið - 07.07.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.07.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Nú er annað rútufyrirtæki að fara yfir sín mál og íhugar að leggja fram kæru á hendur Strætó bs. vegna út- boðs annarrar leiðar,“ segir Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Félags hópferðaleyfishafa. Fyrir helgi var greint frá því á mbl.is að stjórn Félags hópferða- leyfishafa ætlaði ekki að hvika frá þeirri kröfu sinni að lögreglurann- sókn færi fram á þeim akstri og reikn- ingum sem lægju að baki umfram- greiðslum í tveimur útboðum á vegum Strætó bs. Í fréttatilkynningu frá félaginu kom fram að annars veg- ar væri um að ræða um 100 milljónir í útboði Strætó bs. og Samtaka sveitar- félaga á Suðurlandi og hins vegar um 700 milljóna umframgreiðslur í akstri innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Strætó bs. sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið þar sem „þessum dylgjum og rógburði um að fyrirtækið hafi far- ið fram úr samningum“ var vísað heim til föðurhúsanna. Björn Jón segir að samið hafi verið við sama aðila og Félag hópferðaleyf- ishafa óskaði eftir rannsókn á í þessu máli. Hættu við þátttöku í útboði Um þessar mundir stendur yfir út- boð Strætó bs. um akstur með fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir- tækið Bílar og fólk hætti við þátttöku í útboðinu og krafðist þess að útboð- inu yrði frestað. Kjartan Ólafsson, framkvæmda- stjóri Bíla og fólks, segir ýmislegt skondið við útboð Strætó. „Aðili sem fékk útboð árið 2010 sem við buðum í líka er búinn að fá 700 milljónir um- fram það sem útboðið sagði til um. Sama er með Suðurland, við vorum með tvö lægstu tilboðin þar, samt var ekki samið við okkur. Það var samið við þann sem var hæstbjóðandi, ég veit ekki hvort það er tilviljun að það er sá sami og Strætó er að semja við viðstöðulaust. Við fórum í mál út af því og í dómnum kom fram að þar hefði ekki verið rétt staðið að málum,“ segir Kjartan. Hann segir þá sem áttu þriðja lægsta tilboðið á Suðurlandi ætla í skaðabótamál við Strætó bs. vegna málsins. „Þeir voru með þriðja lægsta til- boðið og það var ekki einu sinni talað við þá,“ segir Kjartan. Möguleg kæra á leiðinni vegna útboðs Strætó bs.  Framkvæmdastjóri rútufyrirtækis er ósáttur við útboð Hoffelli, nýju skipi Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði, var fagnað í gær þegar því var siglt inn í nýja heimahöfn frá Noregi, þaðan sem það var keypt. Hoffelli, sem var smíðað árið 1999, er ætlað að leysa eldra skip útgerðarinnar af hólmi og segir Frið- rik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf., nýja skipið vera mik- ið framfaraspor fyrir atvinnulíf bæjarins. Hann segir Hoffell vera um 20% spar- neytnara en eldra skip útgerðarinnar þrátt fyrir að hafa um 50% meiri togkraft. Þá segir hann að skipið geti lestað um 40% meiru en eldra skip útgerðarinnar, um 1.650 tonnum. „Ekki skemmdi það fyrir að Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli, átti afmæli í gær þegar hann sigldi skipinu í höfn og var það amma skipstjórans, Sig- urbjörg Bergkvistsdóttir, sem gaf skipinu nafn,“ segir Friðrik. Morgunblaðið/Albert Kemp „Þetta er mikið fram- faraspor“ Fjölgun í skipaflota Fáskrúðsfirðinga þegar Hoffelli var siglt til heimahafnar í gær frá Noregi Lögreglan á Húsavík rannsakar nú eldsupptök í rútu, sem brann í Ljósavatnsskarði í Suður-Þing- eyjarsýslu í gær. Rútan hafði verið á ferð í um klukkustund og var í 400-500 metra fjarlægð frá næstu slökkvistöð þegar eldurinn kom upp. Bílstjóri rútunnar, Rúnar Ósk- arsson, sagði í samtali við mbl.is í gær að um væri að ræða „eitthvert sambland olíu og rafmagns“. Lög- regla telur líklegt að kviknað hafi í út frá vélbúnaði. Eldur kom upp í rútu á ferð Ljósmynd/Allan Haywood Brunnin Rútan í Ljósavatnsskarði. BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talsvert fleiri sóttu um leikskóla- og grunnskólakennaranám í Há- skólanum á Akureyri í vor en í fyrra. Í Háskóla Íslands fjölgaði umsóknum um leikskólakenn- aranám, en umsóknum um grunn- skólakennaranám fækkaði nokkuð. Óvíst er þó hversu margir muni hefja nám í haust, það liggur ekki fyrir fyrr en í ágúst. Nákvæm kynjaskipting umsækjenda liggur heldur ekki fyrir, en frá báðum skólum fengust þær upplýsingar að konur væru meginþorri umsækj- enda. Mikil fækkun varð í hópi um- sækjenda um kennaranám eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara tóku gildi árið 2011. Í breytingunni fólst m.a. að fimm ára M.Ed.-nám þarf nú til að fá kennsluréttindi í stað þriggja ára B.Ed.-náms áður. Nokkur munur er á skipulagi námsins í skólunum tveimur, í Há- skóla Íslands sækja umsækjendur ýmist um nám í leikskóla- eða grunnskólakennarafræðum. Í Há- skólanum á Akureyri er aftur á móti sótt um nám í kennarafræði og síðan velja nemendur annaðhvort grunnskóla- eða leikskólakenn- arafræði eftir fyrsta námsárið. Í báðum skólum er boðið upp á dip- lómanám í leikskólafræðum og við Háskólann á Akureyri er sérsniðið 60 eininga nám fyrir háskólamennt- aða starfsmenn leikskóla. Auglýstri innritun í Háskólann á Akureyri lauk 5. júní og þá höfðu skólanum borist 60 umsóknir í al- mennt kennaranám, sem er sameig- inlegt verðandi grunn- og leik- skólakennurum. Í fyrra voru umsækjendur 49 og því er aukn- ingin 22,4%. Umsóknir um diplóm- anám á leikskólabraut voru 40. Samtals eru þetta því 100 umsókn- ir, en þær voru 49 í fyrra. Þessu til viðbótar hafa nokkrar umsóknir bæst við, reyndar er enn tekið við þeim að sögn Braga Guðmunds- sonar, prófessors og formanns kennaradeildar HA. „Þetta eru næstum því allt konur,“ segir Bragi, spurður um kynjaskiptingu umsækjenda. Þannig hefur það ver- ið lengi og það hefur lítið breyst. „Karlmenn eru því miður afar sjaldséðir í þessu námi.“ Spurður um skýringar á þessari fjölgun seg- ist Bragi ekki hafa á því haldbærar skýringar. Nýir kjarasamningar gætu haft eitthvað að segja. 25% fjölgun á milli ára Samtals sóttu 247 um grunnnám í grunnskóla- og leikskólakenn- arafræðum við menntavísindasvið Háskóla Íslands í vor. Um grunn- skólakennaranámið sóttu 140, en um það sóttu 164 í fyrra. 107 sóttu um leikskólakennaranámið, en þar voru umsækjendur 86 í fyrra. Fjölgun í síðarnefnda náminu nem- ur því tæpum 25% á milli ára. Jó- hanna Einarsdóttir, forseti mennta- vísindasviðs HÍ, segir þessa fjölgun nemenda í leikskólakennaranámi virkilega ánægjulega. Hún nefnir tvær skýringar til sögunnar á þess- ari fjölgun. „Við fórum í kynningar- átakið Framtíðarstarfið, þar sem við hjá HÍ og HA tókum höndum saman við menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambandið. Það var mjög vel heppnað, en markmiðið var að sýna starfið í raunsæju ljósi.“ Mörgum finnst námið langt Hin skýringin, sem Jóhanna nefnir, er könnun sem gerð var meðal ófaglærðs starfsfólks leik- skólanna. „Þar spurðum við hvað þyrfti til að fólk færi í leikskóla- kennaranám. Niðurstöðurnar voru að fólki fannst námið langt og þar kom fram áhugi á styttri náms- brautum. Við brugðumst við því og þrepaskiptum náminu þannig að nú er hægt að ljúka tveggja ára dip- lómanámi og við það er hægt að bæta ári til að fá B.Ed.-próf og síð- an er hægt að fara í M.Ed.-námið. Það má ekki gleyma því að þetta er nám sem fólk fær alveg örugglega starf við að námi loknu. Það er mik- ils virði.“ Fleiri vilja nú verða leikskólakennarar Jóhanna Einarsdóttir Bragi Guðmundsson Umsóknir í HÍ Umsóknir í HA 20112012 20122013 20132014 300 250 200 150 100 50 0 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2011 2014 286 266 250 247 92 76 49 100 Umsóknir um leik- og grunnskólakennaranám  Fjölgun, eftir fækkun í mörg ár  Karlmenn eru sjaldséðir í náminu  Forseti Menntavísindasviðs þakkar átaki og meira námsframboði  Segir mikils virði að auðvelt sé að fá vinnu að námi loknu Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Alicante frá aðeins kr. 12.900 Aðra leið, til eða frááfangastað, með sköttum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.