Morgunblaðið - 07.07.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...Virkilega vönduð, lipur
og góð þjónusta“
Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha,
til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann
fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr
að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni.
Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst
og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha.
Kv. Áslaug og Benni
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins var kallað út á ní-
unda tímanum í gærkvöld þegar
eldur kom upp í húsnæði í Skeifunni
11 í Reykjavík. Stór reykjarmökkur
sást langar leiðir, meðal annars frá
Akranesi og Njarðvík. Mökkurinn
var þykkur og kolsvartur og lá beint
upp frá Skeifunni og örlítið til vest-
urs; engu líkara var en um eldgos í
miðri Skeifunni væri að ræða.
Fólk streymdi á vettvang
Töluverður fjöldi fólks lagði leið
sína í Skeifuna til að fylgjast með
eldhafinu og störfum slökkviliðsins
og myndaðist því snemma þétt
umferðarteppa í kringum svæðið.
Mannfjöldinn var það mikill um
tíma að það minnti frekar á útihátíð
en vettvang stórbruna. Lögreglan
átti í fullu fangi með að koma fólki
frá og mátti heyra lögreglumenn
hrópa á fólk að færa sig. Björg-
unarsveitir á höfuðborgarsvæðinu
voru því kallaðar út til að aðstoða
lögreglu við lokanir og gæslu á
svæðinu. Öryggissvæði var fljótlega
stækkað og bílar fjarlægðir af
bílastæðaplani Hagkaups og við
Bílaleigu Akureyrar.
Sigmar Gunnarsson var einn
þeirra vegfarenda sem komu
snemma að brunanum og sagði
hann fólki á svæðinu hafa fjölgað
nokkuð hratt á skömmum tíma.
Þegar Sigmar kom sjálfur að var
eldurinn að mestu bundinn við þann
hluta hússins sem hýsir fatahreins-
unina Fönn. „Um tíma virtist mér
sem slökkviliðið væri að ná tökum á
eldinum en svo leit út fyrir að það
hefði misst þrýsting á vatninu og
eldurinn breiddist hratt úr sér,“
sagði Sigmar. Slökkviliðið átti síðar
eftir að leggja slöngur í brunahana
allt í kring og Slökkvilið Keflavík-
urflugvallar var kallað út til að að-
stoða við slökkvistörf.
Fjöldi fyrirtækja í hættu
Ljóst er að mikið tjón hefur orðið
af völdum brunans og segir Ingþór
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
verslunarsviðs Pennans, sem rekur
Griffil, að allt sé farið. Hann segir
að fólk innan fyrirtækisins sé þegar
farið að ráða ráðum sínum og að
næst á döfinni sé að finna nýjan
stað undir verslunina. Hann segir
að starfsfólk sé í kapphlaupi við tím-
ann til þess að geta hafið starfsemi
að nýju fyrir skólavertíð næsta
haust. „Ljóst er að við ætlum okkur
að finna nýjan stað og halda áfram.
Allt gengur út á það,“ segir Ingþór.
Fjöldi annarra fyrirtækja er með
aðstöðu á svæðinu og þrátt fyrir að
þau hafi ekki orðið eldinum að bráð
er ávallt hætta á reykskemmdum
enda kom gífurlegur reykur af eld-
hafinu. Hann virtist þó að mestu
fara beint upp og örlítið til vesturs.
Fastlega má því gera ráð fyrir því
að tjón vegna bæði elds og reyks
eigi eftir að verða töluvert. Ingþór
segir þrátt fyrir allt að tjónið muni
ekki valda rekstraraðilum Griffils
miklu fjárhagslegu tjóni. „Ég tel að
við séum ágætlega stödd með trygg-
ingar. Við erum að skoða næstu
skref varðandi þau mál.“
Eldurinn hafði ekki náð að læsa
sig í verslun Víðis þegar blaðið fór í
prentun, en verslunin er í austasta
enda húsalengjunnar, nálægt fata-
hreinsuninni Fönn.
Morgunblaðið/Golli
Stórbruni Á ellefta tímanum í gærkvöldi hafði dregið úr reyknum. Enn loguðu eldar og slökkviliðsmenn unnu hörð-
um höndum að því að verja nærliggjandi hús. Aðstoð fékkst víða að, m.a. úr Árnessýslu og frá Suðurnesjum.
Líkt og eldgos í Skeifunni
Stórbruni í gærkvöldi þegar eldur kom upp í húsnæði við
Skeifuna 11 Verslunin Griffill brann til grunna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Við slökkvistörf Tilkynnt var um eldinn á níunda tímanum í gærkvöldi.
Fljótlega varð ljóst að um stórbruna var að ræða sem gæti breiðst út.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Griffill brennur Einna mestur eldur var í Griffli. Framkvæmdastjóri Penn-
ans, sem rekur verslunina, segir að þegar sé farið að leita nýs húsnæðis.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Mannfjöldi Mörg hundruð manns söfnuðust saman til að fylgjast með eldsvoðanum í gærkvöldi. Fólk var beðið um
að halda sig fjarri vegna sprengihættu og til að lögregla og slökkvilið fengju starfsfrið við þetta erfiða verkefni.
Skannaðu kóðann
til að lesa fréttir
og sjá myndskeið.