Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Andríki skrifar í tilefni af „froðu“skýrslu Ríkiend-
urskoðunar um sjálftöku í SÍ:
Muna menn ekkieftir hvernig
ríkisendurskoðandi
stóð að málum þegar
þingnefnd fór þess á
leit við stofnunina að
hún gerði úttekt á út-
reikningunum sem
voru látnir réttlæta
aðkomu ríkisins að
Vaðlaheiðargöngum.
Ríkisendurskoðandi
neitaði að láta stofnun
sína vinna erindið og
bar því við það væri
ekki á verksviði hennar og hann
sjálfur væri vanhæfur til verksins
vegna tengsla sinna við mág sinn,
Kristján Möller fyrrverandi sam-
gönguráðherra, sem sat í stjórn
Vaðlaheiðarganga.
Skilningsleysi ríkisendurskoð-anda á stjórnsýslunni virtist
með ólíkindum. Ef forsvarsmaður
stofnunar er persónulega vanhæfur
þá á auðvitað að setja annan til að
vinna verkið. Stofnunin verður ekki
vanhæf. Og ef forsvarsmaðurinn er
persónulega vanhæfur þá má hann
ekki sjálfur ákveða að verkið sé
ekki á verksviði stofnunarinnar.
Auðvitað átti að fá annan mann til
að svara erindinu. Ríkisendurskoð-
andi átti að óska eftir því við for-
sætisnefnd alþingis að annar maður
yrði settur ríkisendurskoðandi til
að svara beiðni þingnefndarinnar.
Þetta annaðhvort skildi ríkis-
endurskoðandi ekki, eða treysti því
að hvorki þingmenn né fréttamenn
skildu.
Fréttamönnum datt ekki einusinni í hug að spyrja hvernig
farið yrði að ef Kristján Möller yrði
aftur samgönguráðherra. Hvort
ríkisendurskoðun myndi þá ekki
endurskoða samgönguráðuneytið,
bara vegna þess að ríkisendurskoð-
andi persónulega væri vanhæfur.“
Sveinn Arason
Froðufordæmi
STAKSTEINAR
Már
Guðmundsson
Veður víða um heim 6.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 rigning
Bolungarvík 6 rigning
Akureyri 9 skýjað
Nuuk 6 léttskýjað
Þórshöfn 12 skúrir
Ósló 22 heiðskírt
Kaupmannahöfn 22 skýjað
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 22 heiðskírt
Lúxemborg 27 léttskýjað
Brussel 13 skúrir
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 21 léttskýjað
París 16 skýjað
Amsterdam 17 skýjað
Hamborg 27 léttskýjað
Berlín 30 heiðskírt
Vín 29 léttskýjað
Moskva 25 skýjað
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 26 heiðskírt
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 27 heiðskírt
Róm 27 heiðskírt
Aþena 28 heiðskírt
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 25 léttskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 26 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:20 23:47
ÍSAFJÖRÐUR 2:29 24:48
SIGLUFJÖRÐUR 2:08 24:34
DJÚPIVOGUR 2:38 23:27
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is
Samkvæmt könnun sem gerð var af ADAC, systurfélag
FÍB í Þýskalandi, var Thule Motion 800 valið besta
ferðaboxið á markaðinum.
Thule Motion 800
besta ferðaboxið
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Starfsmannafélag Kópavogsbæjar
(SFK) hefur vísað kjaradeilu sinni
við samninganefnd Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga til ríkissátta-
semjara. Undirrita átti nýjan kjara-
samning seinnipart fimmtudags en í
fréttatilkynningu frá SFK segir að
eftir að undirritunin átti sér stað
hafi sviðsstjóri kjarasviðs Sam-
bandsins upplýst að Kópavogsbær
hefði farið fram á að eitt ákvæði í
kjarasamningi SFK yrði ekki leng-
ur í gildi á nýja samningstímanum.
Þá lagði SFK fram bókun um að
bæta inn í samninginn að ákvæði
eldri samningins gilti áfram. Kópa-
vogsbær varð ekki við því og vísaði
þá SFK kjaradeilunni til ríkissátta-
semjara.
Umrætt ákvæði snýr að því að
háskólamenntað fólk innan starfs-
mannafélagsins eigi rétt á að vera
launasett samkvæmt því fagfélagi
sem það ella mundi tilheyra.
Stjórn SFK lítur svo á að um sé
að ræða framlengingu á eldri kjara-
samningi og að umrætt ákvæði sé
því í fullu gildi þar sem því hafi ekki
sérstaklega verið sagt upp.
Viðræður hefjast í ágúst eftir frí
hjá ríkissáttasemjara.
Kjarasamningi rift eftir undirritun
Morgunblaðið/Þórður
Ósætti Starfsmannafélag Kópa-
vogsbæjar var búið að skrifa undir.
Starfsmannafélag Kópavogs vísar
kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Opið verður fyrir matarúthlutanir
hjá Fjölskylduhjálp Íslands í allt
sumar samkvæmt tilkynningu frá fé-
laginu. „Við viljum koma því á fram-
færi vegna
margra fyr-
irspurna að það
er opið fyrir mat-
arúthlutanir í allt
sumar hjá Fjöl-
skylduhjálp Ís-
lands í Iðufelli í
Breiðholti. Aðal-
úthlutunardag-
urinn í viku
hverri er mið-
vikudagur og er
matarúthlutun frá kl. 13 til 16. Þá er-
um við með neyðarmataraðstoð alla
virka daga frá kl. 13 til 18,“ segir Ás-
gerður Jóna Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún seg-
ir að tekið sé á móti matvörum alla
virka daga í Iðufelli á milli 13 og 18.
„Þegar fólk heldur að það sé lokað
hjá okkur þá hefur það ekki komið
upp í Breiðholt,“ segir Ásgerður en
fyrr á þessu ári var greint frá því í
Morgunblaðinu að FÍ hefði ekki enn
ákveðið hvort grípa þyrfti til sum-
arlokana. Margir einstaklingar nýta
sér aðstoð FÍ og fengu um það bil 30
þúsund matargjafir frá FÍ árið 2012.
ash@mbl.is
Matar-
úthlutun í
sumar
Ásgerður Jóna
Flosadóttir