Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 12

Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Neil Young stígur á svið í Laugar- dalshöllinni í kvöld ásamt hljóm- sveitinni Crazy Horse. Young fæddist árið 1945 og á ferli sínum hefur hann gefið út 34 sóló- plötur og frá árinu 1968 er talið að hann hafi selt 35 milljón plötur. Þá er hann meðal áhrifamestu tónlistar- manna heims samkvæmt tímaritinu The Rolling Stone. Ótalmargir tónlistarmenn af öll- um kynslóðum síðan Young sló í gegn eru yfirlýstir aðdáendur hans: Pearl Jam tók upp plötu með hon- um, Sonic Youth fór með honum á tónleikaferðalag sem hafði mikil áhrif á feril sveitarinnar, Thom Yorke og félagar í Radiohead hafa margoft spilað lög hans á tónleikum og raunar eru líkindin með röddum Yorkes og Youngs oft ansi mikil. Meira að segja poppdívan Lady Gaga hefur flutt lagið Out on the weekend eftir Young. Young er því gjarnan kallaður „guðfaðir gruggsins“ (e. godfather of grunge) og ekki að ósekju þar sem þekktustu gruggsveitirnar voru undir augljósum áhrifum af tónlist Youngs sem brást við sjálfsmorðs- bréfi Kurts Cobains með því að gefa út plötuna Sleeps with angels og til- einka hana Cobain. Ljóst er að æskudraumur margra rætist í kvöld þegar Young stígur á svið. hallurmar@mbl.is Neil Young treður upp í Laugardalshöllinni í kvöld  Einn áhrifa- mesti tónlistar- maður allra tíma Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónleikar Neil Young og hljómsveitin Crazy Horse á æfingu fyrir tónleika kvöldsins. Fyrsta platan sem hann vann með sveitinni kom út árið 1969. Fjölmennu N1-móti KA fyrir 5. flokk stráka í fótbolta lauk á Ak- ureyri síðdegis á laugardag. Allt er gott sem endar vel; þegar mótinu lauk var veðrið skaplegt, sigurveg- arar brostu breitt og flestir aðrir a.m.k. út í annað munnvikið. Hátt í 1.400 strákar tóku þátt í mótinu, sem hófst á miðvikudaginn. Eftir rjómablíðu á Akureyri undan- farið hrelldi margumtöluð lægð norðanmenn og gesti þeirra í vik- unni, eins og aðra landsmenn. Um hádegisbil á miðvikudag var boðið upp á þrumur og eldingar en stytt hafði upp þegar flautað var til fyrstu leikja um miðjan dag. Aftur seig á ógæfuhliðina daginn eftir og á laugardagsmorgun var ástandið verst því þá rigndi eins og hellt væri úr fötu; ár og dagur er síðan jafnmargir regndropar hafa orðið samferða til Akureyrar. Aðstæður voru orðnar erfiðar og vellir á KA- svæðinu höfðu mjög látið á sjá. Frá hádegi var því einungis leikið á ný- legum gervigrasvelli. Keppt var í nokkrum deildum á mótinu og sigruðu lið Breiðabliks, Njarðvíkur, Víkings frá Reykjavík, KR og Fylkis. skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mýrarbolti Aðstæður voru erfiðar á laugardagsmorgun eftir steypiregn. Vel heppnað mót þrátt fyrir veðrið Einbeiting Þessi ungi Haukamaður var með hugann við verkefnið. Vítaspyrnur Einstaka sinnum þurfti að grípa til vítakeppni eins og á HM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.