Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 14

Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014 4Viðhaldsfrítt yfirborð 4Dregur ekkert í sig 4Mjög slitsterkt 48, 12, 20 & 30mm þykkt Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is UTANHÚSKLÆÐNING ® BORÐPLÖTUR ® SÓLBEKKIR ® GÓLFEFNI þolir 800°C hita og er frostþolið Nýtt efni frá BORÐPLÖTUR Renndu við og skoðaðu úrvalið Þátttakendur í hinni frægu San Fermin- nautahlaupshátíð halda á loft rauðum klútum á einu aðaltorgi Pamplona á Norður-Spáni til marks um upphaf hátíðahaldanna. Hátíðin er mikil veisla og gera þátttakendur vel við sig með víni og góðum mat en þekktust er þó há- tíðin fyrir nautahlaupið. Þá hlaupa þátttak- endur undan hópi nauta sem sleppt er á ákveðnum svæðum. AFP Allt að verða klárt fyrir San Fermin-hátíðina Rautt og hvítt í nautahlaupi á Spáni Lögreglan í Sví- þjóð handtók í gær karlmann sem hafði hótað að sprengja sjálfan sig í loft upp í bænum Dingle í Bohus- län í gær. Lög- reglan rýmdi stórt svæði og hafði mikinn við- búnað á vettvangi. Hótanir mannsins beindust ekki að nein- um sérstökum en vegna kunnáttu hans að búa til sprengjur var tal- ið nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Sprengjumaður handtekinn SVÍÞJÓÐ Viljálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Lögreglan í Ísrael hefur handtekið sex menn í tengslum við rannsókn á morðið á sextán ára palestínskum pilti í Jerúsalem sem framið var fyrir rúmri viku. Mennirnir sex eru taldir tilheyra hópi ísraelskra öfgamanna, en talið er að morðið á palestínska piltinum hafi verið framið í hefndar- skyni vegna morða á þremur ísr- aelskum unglingum um miðjan júní. Yfirvöld í Palestínu hafa ekki hand- tekið neinn vegna morðanna á ísr- aelsku unglingunum. Vilja vopnahlé við Ísrael Morðin á unglingspiltunum fjór- um hafa valdið mikilli togstreitu milli Ísraels og Palestínu og brutust út mótmæli í Jerúsalem eftir útför pal- estínska piltsins, Mohammed Abu Khadir. Luba Samri, talskona ísr- aelsku lögreglunnar í borginni, segir að kveikt hafi verið í dekkjum og grjóti kastað að lögreglu. Alls slös- uðust 13 lögreglumenn og 50 mót- mælendur. Hamas-samtökin hafa einnig stað- ið fyrir eldflaugaárásum á íbúðar- byggðir í Ísrael sem Ísraelar hafa svarað með loftárásum á Gaza- ströndina. Í kjölfarið óskuðu Hamas- samtökin eftir vopnahlé og hafa lofað að gera hlé á eldflaugaárásum sínum hætti Ísrael loftárásum sínum á Gaza. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, hefur biðlað til ráð- herra sinna að gæta hófs í aðgerðum sínum og tryggja að andrúmsloftið milli Ísraels og Palestínu verði betra. AFP Mótmæli Lögreglumenn í Jerúsalem kljálst við mótmælendur en 13 lög- reglumenn og 50 mótmælendur slösuðust eftir mótmælin í Jerúsalem. Mótmæli í Jerúsalem  Spenna milli Ísrael og Palsteínu Úkraínski herinn lagði um helgina undir sig borgina Slavíansk í aust- urhluta Úkraínu. Aðskiln- aðarsinnar, sem eru hliðhollir Rúss- um, þurftu því að hörfa til borgarinnar Donetsk en Slavíansk var eitt helsta vígi aðskiln- aðarsinna. Petro Porósjenkó, for- seti Úkraínu, sagði að yfirtaka úkraínskra hermanna á Slavíansk markaði tímamót í átökum þeirra við aðskilnaðarsinna. Forsetinn segir þó fullnaðarsigur enn ekki hafa unnist í batáttunni gegn að- skilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Eftir sigur í forsetakosn- ingum í vor sagði Porósjenkó það mikilvægt að uppræta ástandið sem ríkir í landinu sem fyrst og lofaði að hafa hraðar hendur við verkið. Úkraína mætti ekki breytast í Sóm- alíu og ítrekaði hann að hryðju- verkaógnir ætti að uppræta strax en ekki eftir tvo til þrjá mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig hörfað frá öðrum bæjum og svæð- um nærri Slavíansk og hafa komið saman í Donetsk þar sem þeir safna kröftum og undirbúa sig undir frek- ari átök við úkraínska herinn. AFP Hernaður Úkraínskir hermenn sóttu fram gegn aðskilnaðarsinnum við borgina Slavíansk og náðu henni á sitt vald um helgina. Herinn sækir fram  Úkraínski herinn lagði undir sig borgina Slavíansk um helgina Mannréttindalögfræðinginn Wa- leed Abulkhair var í gær dæmdur í 15 ára fangelsi í Sádi-Arabíu fyrir andóf og að hafa móðgað ráðamenn þar í landi. Þar að auki verður Abulkhair gert að greiða 6,2 millj- ónir króna í sekt og má hann ekki ferðast úr landi. Mannréttinda- samtökin Amnesty International hafa krafist þess að Abulkhair verði látinn laus og segja dóminn fyrst og fremst vera refsingu fyrir baráttu hans fyrir mannréttindum. SÁDI-ARABÍA Mannréttindalög- fræðingur í fangelsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.