Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Miðborgin Margir kvarta yfir því að erfitt sé að fá bílastæði í miðbæ Reykjavíkur en útlendingar hafa lausn við því og fjölmenna á skemmtiferðaskipum, sem alltaf er pláss fyrir.
Ómar
Margir þekkja
dæmisöguna um frosk-
inn sem ferjaði sporð-
dreka á bakinu yfir ána
þar sem grasið var
grænna hinum megin.
Hálfnaður yfir ána
stakk sporðdrekinn
froskinn og áður en
eitrið náði yfirhöndinni
spurði froskurinn af
hverju sporðdrekinn
hefði stungið. „Þú varst búinn að
lofa mér að gera það ekki gegn fari
yfir ána.“ Svar sporðdrekans er
klassískt: „Ég stakk þig af því að
það er eðli mitt.“
Með afstöðu ríkisstjórnar Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar til
stöðu Íslands sem umsóknarríkis
ESB mætti halda að dæmisagan um
froskinn og sporðdrekann hefði ver-
ið sérstaklega samin með Ísland í
huga árið 2014. Ríkisstjórnin hegðar
sér eins og froskur og syndir áfram
með ESB-umsókn vinstristjórn-
arinnar á bakinu. Flokks- og lands-
fundarályktanir, stjórnarsáttmáli og
fyrirheit um að halda landinu fyrir
utan ESB virðist allt saman horfið.
Engu er líkara en slá eigi Íslands-
met Steingríms J. Sigfússonar í
kosningasvikum og komast eigi í
sögubækurnar fyrir að breyta sjálf-
stæði þjóðarinnar í lítilfjörlegan
sviga í sögu Íslands. Fólk, sem
kennir sig við framsókn og sjálf-
stæði, veitir fjármálahröppum og
sósíalistum nútímans brautargengi
við uppbyggingu nýs heimsveldis á
meginlandinu, sem framfylgir sömu
stefnu og þriðji International Leníns
og bolsévíka frá 1919. En við hverju
er að búast; froskar kunna ekki skil
á mannamáli og kvaka bæði sjálf-
stæði og framsókn á meðan sporð-
drekinn reiðir broddinn til höggs.
Fáir vinstrimenn hugsa sjálfstætt.
Stöðug leit að foringjanum mikla
veitir lífinu þann tilgang að deyja
má fyrir það eitt að fá að hlýða skip-
unum hans. Eins og þeir nánustu í
innsta hring Hitlers dag-
inn sem hann framdi
sjálfsmorð. Á meðan
stríðið er hilling morg-
undagsins er kynt undir
múgæsingu fyrir útópíu
framtíðarinnar: paradís
– Internationalen – þús-
und ára ríkið. Máluð er
mynd af ofgnótt matar
og velmegunar, smjörið
drýpur af hverju strái og
hunang flæðir um engj-
ar. En leiðin til fyr-
irheitna landsins þreng-
ist stöðugt og áður en á leiðarenda
er komið hefur hunang breyst í blóð
og smjörkúlur í sprengjur. Hvað
hafa leiðtogar ESB gert sem gerir
framtíð hins nýja heimsveldis meg-
inlandsins svo frábrugðna öllum hin-
um sem kostað hafa hundruð millj-
óna manna lífið?
Ekki verður aftur snúið með smíði
heimsveldisins, sem miðar vel, þrátt
fyrir allan klofninginn. Hluti ríkja
Evrópusambandsins mun yfirgefa
það og kjósa líf sjálfstæðra þjóða,
annar hluti þess mun undirkasta sig
heimsvaldastefnunni og verða hið
sanna stórveldi. Fyrir stórveldið eru
samningar ómerktir (einungis fjögur
ríki af 28 fylgja Maastricht-
samkomulaginu) og stjórnarskrár
fjölmargra ríkja fótum troðnar til
bjargar gjaldþrota óreiðumönnum.
Lýðræðislega kjörnum fulltrúum er
vikið frá og „eigin“ embættismenn
settir við völd á meðan skuldir verð-
bréfabraskara og fjárglæframanna
eru færðar yfir á almenning. Mörg
evruríkjanna eru rænd framtíð sinni
og ástandið minnir illþyrmilega á
kreppuna miklu. En hvað skiptir af-
koma fjöldans máli þegar lifað er
fyrir drauminn um fyrirheitna land-
ið? Heimurinn hefur áður kynnst út-
ópíum stórmenna á borð við Lenín,
Stalín, Maó, Pol Pot og Hitler svo
nokkur nöfn séu nefnd.
Á vegferð sinni til hins nýja stór-
veldis, sem ætlað er að skáka bæði
Bandaríkjamönnum, Rússum og
Kínverjum, skipta lögin ekki lengur
neinu máli. Samningar stjórnmála-
manna og auðjöfra hafa tekið við.
Icesave í stað lögskyldu. Mafía í
stað lýðræðislegs stjórnarfars. Rúss-
neskt olígorkí í stað frjálsra við-
skipta. Hnefinn í stað dómstóla.
Verðlausir spilapeningar í stað al-
vörugjaldeyris.
Evrópa er á þröskuldi rökkurrík-
isins, þar sem allt getur gerst. Verð-
ur vítisvél Þjóðverja endurræst und-
ir yfirskini varna gegn ágangi
Pútíns í austri og hermanna heilaga
stríðsins í suðri? Dansað er við
Breta á meðan keppendur eru valdir
í stórskotaliðið. Evrópa hýsir ekki
tvo Pútína, ekki Alvöru-Pútín og
Jöncker-Pútín samtímis.
Á meðan íbúar á meginlandi Evr-
ópu eru að venjast stigmögnun of-
beldis í eigin garði og peningabólu-
menn fylkja sér í ófriðardilka til að
berjast um yfirráð markaðssvæða
nær og fjær með aðstoð rétttrúaðra,
heilaþveginna sósíaldemókrata og
vinstrimanna nútímans ferjar frosk-
ur lítillar þjóðar í norðri sporðdrek-
ann áfram á bakinu og trúir því, að
sporðdrekinn sé í eðli sínu ekki
sporðdreki.
Öll sjálfstæðisbarátta Jóns Sig-
urðssonar er að veði. Öll barátta Ís-
lendinga fyrir myndun lýðveldisins
er að veði. Allur árangur landhelg-
isstríðanna er að veði. Árangur Ice-
save-baráttunnar er að veði. Alþingi,
forsetaembættið, stjórnarskráin og
lýðræðið er að veði. Fjöregg þjóð-
arinnar er að veði.
Sjálfstæði og framsókn, hvað þýða
nú þessi orð aftur?
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason »Heimurinn hefur áður
kynnst útópíum stór-
menna á borð við Lenín,
Stalín, Maó, Pol Pot og
Hitler svo nokkur nöfn
séu nefnd.
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyr-
irtækjabandalags Evrópu.
Eðli sporðdrekans
Fréttir berast um
að bandaríska versl-
unarkeðjan
COSTCO vilji hasla
sér völl hér á landi.
Vonandi verða þau
tíðindi til þess að
vitræn umræða
skapist um mat-
vörumarkaðinn á Ís-
landi, samkeppni,
hreinleika vöru,
gæði íslenskra afurða og fleira.
Lengi hafa ákveðin fyrirtæki
á matvælamarkaði haft mark-
aðsráðandi stöðu á Íslandi og
ráða því miklu um vöruverð og
vörugæði. Margoft hefur verið
reynt að hafa áhrif á lyfjafyr-
irtæki til lækkunar lyfjaverðs –
en lítið hefur áunnist. Þá hefur
olíufélögunum verið legið á hálsi
fyrir samráð og fákeppni. Ef
umræða um hugsanlega komu
COSTCO hingað til lands verð-
ur þess valdandi að við tökum
til á þessum sviðum er það vel.
Hins vegar óttast undirrituð
sjúkdómahættu af óheftum inn-
flutningi á hráu kjöti frá lönd-
um sem við vitum að meðhöndla
dýr með allt öðrum hætti en
gert er hér á landi. Vitað er að
þau eru sumstaðar sprautuð
með lyfjum til að auka afurð-
irnar, m.a. með hormónum.
Dæmi um búfjársjúkdóma
hræða.
Heilbrigði matvara
Langlífi okkar Íslendinga er
talið ekki síst koma til af fæðu
okkar og umhverfi, hreinleika
og gæðum. Nýverið birtist það
álit virtra erlendra sérfræðinga
að við værum með einstakt
heilsufæði fólgið í fiskinum,
kjötinu og mjólkinni. Heilsufæði
sem hefur áhrif á
að við lifum leng-
ur en flestar aðr-
ar þjóðir.
Meðan ég var
matvöru-
kaupmaður og
varaformaður
Kaupmanna-
samtakanna lagð-
ist ég eindregið
gegn sölu áfengis
í matvöruversl-
unum. Ég er enn
sömu skoðunar.
Þá velti ég vöngum yfir hvaða
áhrif lausasölulyf í almennum
hillum stórmarkaða myndu
hafa.
Það er gott ef umræðan um
komu verslunarrisans COSTCO
til landsins verður til þess að
við kryfjum til mergjar mat-
vöru- og olíumarkaðinn, sem og
áfengissölu í almennum mat-
vöruverslunum. Sama gildir um
lyfjamarkaðinn. Jafnframt er til
bóta að hófstillt en opinská um-
ræða fari fram um innflutning á
hráu kjöti og hugsanlegar af-
leiðingar þess. Mikilvægast er
að við mótum sjálf heildstæða
verslunarstefnu byggða á
reynslu okkar en með vitneskju
21. aldar í farteskinu, en látum
ekki aðra stjórna för.
Eftir Sigrúnu
Magnúsdóttur
»Nýverið birtist
það álit virtra er-
lendra sérfræðinga
að við værum með
einstakt heilsufæði
fólgið í fiskinum, kjöt-
inu og mjólkinni.
Sigrún Magnúsdóttir
Höfundur er formaður þingflokks
Framsóknarflokksins.
COSTCO –
Kostir og gallar