Morgunblaðið - 07.07.2014, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
✝ Birna KristínBjörnsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 24. apríl 1937.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 28. júní 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Björn
Sveinsson, f.
20.11. 1900 í
Reykjavík, d.
23.10. 1983, og
Ágústa Sveinbjörg Ingv-
arsdóttir, f. 22.8. 1904 í
Reykjavík, d. 1.10. 1994.
Systkini Birnu eru Guðný
Unnur, f. 1927, d. 1939, Guð-
rún Inga, f. 1928, Guðmunda,
f. 1931, d. 1933, Sveinn Berg-
Brynjar, f. 1992. 2) Berglind,
f. 4.7. 1968, d. 8.9. 1972. 3)
Kristján Björn, f. 2.12. 1970,
maki hans Guðfinna Gunn-
arsdóttir, f. 1.6. 1970, og
eiga þau fjögur börn, Aron
Gauta, f. 1995, Ástrós, f.
2003, Björn Henry, f. 2005,
og Gunnar Alfreð, f. 2011. 4)
Ásmundur Guðni, f. 1.7.
1975, hans sonur er Björn
Darri, f. 2006.
Birna ólst upp á Brávalla-
götu 48 í Reykjavík og var
hluti af stórum systkinahópi.
Birna og Haraldur giftust
árið 1960 og bjuggu lengst
af í Vesturbænum og síðar á
Seltjarnarnesi. Síðustu æviár
Birnu bjuggu þau í Ársölum
í Kópavogi. Birna starfaði
lengi vel á Borgarspítalanum
og endaði starfsævina á Hót-
el Loftleiðum.
Birna verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Reykjavík
í dag, 7. júlí 2014, kl. 13.
mann, f. 1932, d.
1932, Þorvaldur
Bergmann, f.
1936, d. 2011,
Nonný Unnur, f.
1938, d. 2009,
Guðný Ása, f.
1942, Sveinjón, f.
1943, Ásta Drop-
laug, f. 1945.
Eiginmaður
Birnu var Har-
aldur Alfreð Krist-
jánsson, f. 2.11. 1934.
Börn þeirra eru: 1) Kol-
brún, f. 5.8. 1960, maki hennar
Kristmundur Harðarson, f.
21.10. 1964, d. 12.12. 2009.
Eiga þau þrjú börn, Berglindi,
f. 1986, Birnu, f. 1988, og
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Elsku Bidda mín, guð veri
með þér og þakka þér fyrir allt
og allt.
Þinn
Haraldur Kristjánsson
(Halli).
Elsku besta mamma mín.
Heimsins besta mamma.
Heimsins besta amma. Hvar
gerir maður nú án þín? Þú sem
hefur verið mín stoð og stytta í
gegnum öll mín ár. Alltaf gat
ég leitað til þín með allt og
alltaf varstu tilbúin að aðstoða
mig eða leiðbeina. En þó
varstu aldrei að beina mér í
neina sérstaka átt heldur
leyfðir mér að finna minn veg
og fyrir það er ég þér æv-
inlega þakklátur. Það hefur
gert mig að mér. En ég kvíði
þó engu því ég veit að þú ert
og verður alltaf með mér.
Með okkur. Ég kveð þig sátt-
ur með frið í hjarta því ég
veit að þú ert á betri stað.
Loks með Berglindi þinni sem
þú hefur beðið lengi eftir að
fá að sjá og faðma. Síðustu
mánuðir hafa verið okkur öll-
um erfiðir og þá sérstaklega
þér en þú hefur loks fengið
hvíld, frið og ró. En ég er
þakklátur fyrir síðustu mán-
uði, hef verið þér nærri, og
tímarnir með Birni Darra
hafa verið ómetanlegir, fyrir
okkur öll. Hann að sjálfsögðu
saknar ömmu sinnar mikið,
enda var hún í miklu uppá-
haldi og þið voruð svo sam-
rýmd. Ég verð víst að drífa í
því að mastera pönnukökurn-
ar þínar því Bjössa fannst
þær heimsins bestu pönnsur
og ekki ætla ég að neita hon-
um um það enda honum hjart-
anlega sammála. Við söknum
þín gríðarlega mikið. En ég
gæti setið hér og skrifað enda-
laust en ég þarf þess ekki. Ég
get átt mín samtöl við þig hvar
og hvenær sem er því ég veit
þú ert hérna hjá mér. Hjá okk-
ur. En það er huggun harmi
gegn að ég veit að þú ert á
góðum stað með öllum okkar
nánustu sem fóru á undan. Við
sjáumst svo á endanum aftur.
Ég lofa þér að ég mun nýta
tímann minn vel þangað til.
Bless, mamma mín. Þangað til
næst. Þinn
Ásmundur (Ási).
Elsku amma okkar, við
skrifum þessa minningargrein
með miklum trega og söknuði.
Við erum ekki alveg tilbúin.
Minningarnar eru óteljandi
og við huggum okkur við þær
á þessum erfiða tíma. Við vor-
um alltaf svo velkomin heima
hjá ykkur afa og við systkinin
hikuðum ekki við að láta eins
og heima hjá okkur (henda í
eina grillaða samloku án þess
að spyrja um leyfi og þess
háttar). Við gátum setið hjá
þér endalaust og spjallað um
allt, hvort sem það var fótbolti,
drama í Glæstum vonum eða
eitthvað annað. Þú varst bara
einhvern veginn með allt á
hreinu. Þú sýndir okkur alltaf
ómetanlegan stuðning í því
sem við tókum okkur fyrir
hendur og passaðir svo vel upp
á okkur.
Okkur langar að þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir okkur. Takk fyrir öll
sunnudagslærin, lopapeysurn-
ar, hafrakexin, pönnsurnar,
heimsóknirnar, hláturinn,
grátinn, hrósin, stuðninginn og
allt hitt.
Við elskum þig alltaf. Þín
barnabörn,
Berglind Ósk, Birna
og Brynjar.
Uppáhaldsmyndin mín í fjöl-
skyldumyndasafninu á æsku-
heimilinu var myndin af
mömmu og Birnu móðursystur
minni. Þær eru líklega í kring-
um ellefu ára aldurinn á þess-
ari fallegu mynd sem er tekin
á ljósmyndastofu. Þær sitja á
kollum, tvær samrýmdar syst-
ur, snúa bökum saman og
horfa brosandi framan í heim-
inn. Þær eru dökkhærðar með
liðað hár, vandlega greitt í
slöngulokka í tilefni mynda-
tökunnar. Þær eru eins og
spegilmynd hvor af annarri,
báðar í dökkgrænum ullarpils-
um og hvítum stutterma blúss-
um með breið laxableik arm-
bönd rétt ofan við úlnliðinn.
Þetta eru fríðar stúlkur, dökk-
ar yfirlitum og svipsterkar,
grannar og limalangar.
Mamma er strax orðin hærri
en Birna þótt hún væri rúm-
lega árinu yngri enda var
Birna heldur lægri í loftinu,
alla tíð nett og soldið stelpuleg
fannst mér. Hún átti það til að
vera ströng eins og mamma og
amma en alltaf fann maður
mest fyrir hlýjunni og vissri
viðkvæmni.
Þær urðu svo samferða
gegnum lífið systurnar og
merkilega samstiga á köflum.
Þær giftust báðar sjómönnum,
áttu fyrstu börnin sín ungar og
settust að í námunda við æsku-
slóðir sínar í vesturbænum.
Þær unnu líka saman á fleiri
en einum vinnustað. Fyrst í
fiski í Ísbirninum á unglings-
árum. Síðan voru þær her-
bergisþernur á Hótel Sögu
tæplega þrítugar og báðar
voru ritarar á slysadeild Borg-
arspítalans árum saman. Við
systurnar og Kolla dóttir
Birnu vorum svo gjarnan í
sumarvinnu á vinnustöðum
Birna Kristín
Björnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning þín,
elsku mamma. Þín
Kolbrún (Kolla).
Okkar dýpstu ástarþakkir
öll af hjarta færum þér.
Fyrir allt sem okkur varstu,
yndislega samleið hér.
Drottinn launar, drottinn hefur
dauðann sigrað, lífið skín.
Hvar sem okkar liggja leiðir,
lifir hjartkær minning þín.
(Höf. ók.)
Sofðu rótt, elsku amma
Birna, og guð geymi þig.
Kristján, Guðfinna, Aron
Gauti, Ástrós, Björn
Henry og Gunnar Alfreð.
✝ Pálína Hraun-dal var fædd á
Lambalæk í Fljóts-
hlíð 14. júlí 1918.
Hún lést á elli- og
hjúkranarheimilnu
Grund 29. júní
2014. Hún var
dóttir hjónanna
Guðbjargar Gunn-
arsdóttir, f. 2.
nóvember 1888, d.
15. janúar 1973,
og Sigurjóns Þórðarsonar, f.
22. ágúst 1891, d. 18. október
1971. Systkini hennar voru:
Gunnar Þórarinn, f. 1914, d.
2003, Ingibjörg, f. 1916, d.
2001, Ingileif Þóra, f. 1917, d.
2003, Guðrún Ágústa, f. 1919,
d. 2009, Sigurbjörg, f. 1921, d.
2009, Jónína Guðrún, f. 1923,
d. 1966, Ólafur Gústaf, f. 1925,
d. 1996, og Maríus, f. 1928, d.
1928. Hinn 24. apríl 1944 gift-
ist Pálína Óskari Hraundal, f.
28. október 1915, d. 20. des-
ember 2008. Óskar var sonur
Sigurlaugar Guðmundsdóttur,
ljósmóður, f. 23. febrúar 1885,
d. 28. mars 1930, og Ásgeirs
H.P. Hraundal, rithöfundar, f.
13. júní 1887, d. 5. maí 1965.
Pálína og Óskar stofnuðu sitt
fyrsta heimili að Lambalæk og
síðar að Ásgarði í Hvolhreppi
og byggðu þau svo hús sitt að
Vallarbraut 12 á Hvolsvelli.
1973. c) Kristín, f. 27. nóv-
ember 1974, börn hennar eru
Þórunn Eydís og Lúðvík. d)
Pálína Ósk, f. 8. mars 1982,
maki Ísak Sigurjón Einarsson,
f. 29. maí 1980, dóttir þeirra
er Íris Antonía. 3) Sigurlaug
Kristín, f. 28. júlí 1957, maki
Tryggvi Jónasson, f. 22. mars
1951, börn þeirra eru: a) Jó-
hanna, f. 28. apríl 1979, maki
Albert Jóhannesson, f. 21. júlí
1978, dætur þeirra eru Guð-
rún Pálína og Kristín Ósk. b)
Óskar Hraundal, f. 4. sept-
ember 1981, sambýliskona Sól-
veig Katrín Jónsdóttir, f. 7.
janúar 1975, synir þeirra eru
Jón Gabríel og Mikael Hrafn.
c) Tryggvi Kristmar, f. 14.
nóvember 1987, maki Sif
Haukdal Kjartansdóttir, f. 14.
mars 1987. Fyrir átti Pálína
soninn Þóri Yngva Snorrason,
f. 14. ágúst 1940, maki Ragn-
heiður Sigrún Pálsdóttir, f. 11.
janúar 1945, sonur þeirra er
Páll Ragnar, f. 25. janúar
1975, maki Brynja Rut Sigurð-
ardóttir, f. 21. janúar 1976,
börn þeirra eru Ágúst Þór,
Helga Sigrún og Inga Mjöll.
Pálína vann við saumaskap
alltaf af og til en helgaði
heimili sínu starfskrafta sína
alla tíð og var sannkölluð hús-
móðir.
Útför Pálínu fer fram frá
Gensáskirkju í dag, 7. júlí
2014, og hefst athöfnin kl. 11.
Jarðsett verður í Gufu-
neskirkjugarði.
Til Reykjavíkur
fluttu þau 1958 en
frá árinu 1986
áttu þau sitt heim-
ili að Hvassaleiti
56. Börn Pálínu og
Óskars eru þrjú:
1) Sigrún Guð-
björg, f. 21. sept-
ember 1944, maki
Björn Haf-
steinsson, f. 6. maí
1948, d. 17. apríl
1999. Synir þeirra eru: a)
Gunnar Þór, f. 29. júní 1963,
d. 5. nóvember 2007, börn
hans eru Elva Rut, sonur
hennar er Elías Nökkvi, Stef-
án Þór og Björn Anton. b)
Jónas, f. 4. júní 1968, maki
Berglind Helgadóttir, f. 10.
október 1967, dætur þeirra
eru Bergdís Rún, Kristjana Sif
og Agnes Ylfa. c) Óskar Páll,
f. 6. desember 1971, maki Sig-
rún Helga Eiríksdóttir, f. 22.
janúar 1971, synir þeirra Sig-
urbjörn Andri og Bergþór
Hrannar. 2) Lúðvík, f. 29. nóv-
ember 1947, maki Þórunn
Ingimarsdóttir, f. 6. janúar
1949. Þau skildu. Börn þeirra
eru: a) Jónheiður Lína, f. 8.
september 1967, maki Jóhann-
es Freyr Baldursson, f. 1.
mars 1964, börn þeirra eru Al-
exander og Dóróthea. b)
Bjarni Þór, f. 26. febrúar
Amma mín og ein allra besta
vinkona mín er dáin. Ég er svo
sem búin að undirbúa mig fyrir
þetta undanfarið þar sem hún
var orðin ansi gömul. En ég
held að það sé ekkert sem und-
irbýr mann undir þessi tímamót
þegar komið er að þeim.
Við amma höfum alla tíð ver-
ið nánar. Ég held ég hafi ekki
verið mikið meira en tveggja
ára þegar ég labbaði ein í fyrsta
skipti yfir til hennar frá Stóra-
gerði 10 yfir í Stóragerði 4. Síð-
an þá hef ég verið meira og
minna hjá henni að spjalla.
Amma hefur alltaf verið trún-
aðarvinur minn, ég hef getað
leitað til hennar hvenær sem er,
hvort sem mig vantaði ráðlegg-
ingar vegna bræðra minna sem
voru að angra mig, stráka-
vandamála, meðgöngu eða lífs-
ins almennt. Við gátum rætt
allt. Stundirnar sem ég átti í
Hvassaleitinu með ömmu og afa
voru ómetanlegar. Mér leið
stundum eins og við mamma
værum einar í heiminum með
þeim að spjalla um allt sem til
var.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir
að hafa kynnst ömmu jafnnáið
og ég gerði, ég er ennþá þakk-
látari fyrir það hvað hún og Al-
bert kynntust vel. Hún tók hon-
um strax opnum örmum, hló
með mömmu að Prins Christian
og sló á létta strengi með hon-
um. Stelpurnar mínar tala mik-
ið og oft um ömmu löngu Pálínu
og ég er þakklátust fyrir það að
þær skyldu kynnast henni og að
hún skyldi hafa þau áhrif á þær
sem hún gerði.
Ég veit að amma er komin á
betri stað, hún horfir núna á
okkur með afa og þau munu
vaka yfir okkur um ókomna tíð.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem við áttum saman, ég og
fólkið mitt munum alltaf geyma
minningu okkar um þig. Ég
kveð þig að sinni með laginu
sem við sungum oft saman í
eldhúsinu í Hvassaleitinu.
Sjáumst seinna og syngjum aft-
ur saman þá:
Kvöldið er fagurt, sól er sest
og sefur fugl á grein.
Við skulum koma vina mín
og vera saman ein.
Ég þekki fagran lítinn lund,
hjá læknum upp við foss.
Þar sem að gróa gullin blóm,
þú gefur heitan koss.
Þú veist að öll mín innsta þrá
er ástarkossinn þinn,
héðan af aðeins yndi ég
í örmum þínum finn.
Ég leiði þig í lundinn minn,
mín ljúfa, komdu nú.
Jörðin þó eigi ótal blóm,
mín eina rós ert þú.
(Ingólfur Þorsteinsson)
Þín
Jóhanna (Hanna).
Þá er hún amma Pálína farin
frá okkur. Þar sem amma og afi
Óskar voru alltaf búsett nærri
heimili okkar urðu þau oftar en
ekki þau sem fengu það verk-
efni að passa okkur systkinin. Í
stað þess að fara í dægradvöl
eftir skóla fékk ég að hlaupa úr
Hvassaleitisskóla niður í VR-
húsið og fylgja ömmu og afa í
þeirra daglegu erindum. Vana-
lega var kíkt með afa í kjall-
arann til að laga eitthvert ljós
eða annað raftæki á meðan
amma útbjó matarbita; brauð
með osti og agúrku var ég van-
ur að fá og oftar en ekki átti
amma súkkulaðiköku í eftirrétt
með sínu einstaka súkku-
laðikremi.
Alveg frá fæðingu höfum við
amma verið miklir vinir. Það er
til að mynda frá henni komið að
alla tíð hafi ég verið þekktur
undir nafninu Kibbi meðal vina
og ættingja.
Eftir að ég komst á tánings-
árin var ég svo heppinn að fá
alltaf að fylgja mömmu í kvöld-
kaffi til ömmu og afa þar sem
talað var um gömlu tímana og
lífið í Fljótshlíðinni. Amma gat
alltaf sagt skemmtilegar sögur
um fólkið í kringum sig og lífið
á Lambalæk, oft langt fram eft-
ir kvöldi.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð þig, elsku amma.
Þið afi Óskar voruð alla tíð fyr-
ir mér sannar fyrirmyndir og
miklir vinir. Ég vil ljúka þessari
kveðju með stuttum textabút
sem við sungum svo oft saman,
og þú settir þín skemmtilegu
einkenni á:
„Ég lonníetturnar lét á nefið
svo lesið gæti ég frá þér bréfið.
Ég las það oft og leiddist aldrei
því lifað gæti ég ei án þín.“
Þinn
Tryggvi Kristmar
Tryggvason (Kibbi).
Elsku amma Pálína. Fyrstu
minningar mínar um ykkur afa
eru úr Stóragerði 4, en þar lék
ég mér oft með afa að kubba
sundlaug. Svo þurftum við að
hætta því það var komið kaffi,
oft var það skúffukakan fræga
með aukasúkkulaði. Þá bjugg-
um við Jóhanna, mamma og
pabbi í næstu blokk fyrir ofan
ykkur afa í Stóragerði 10, sem
útskýrir hversu tíður gestur ég
var. Þegar ég var fjögurra ára
fluttum við fjölskyldan í Stóra-
gerði 27 sem var langt í burtu á
þeim tíma í mínum huga. Samt
rofnuðu tengslin ekki, og há-
punktur þess var í eitt skipti að
ég tók þá ákvörðun að hlaupa á
undan ykkur heim svo að ég
þyrfti ekki að kveðja, en áttaði
mig á því þegar ég kom á
tröppurnar hjá ykkur að ég var
á sokkunum einum svo ég
ákvað að hlaupa aftur heim til
mín að ná í skó. Það sem stend-
ur upp úr í mínum huga við það
er sú minning þegar ég tiplaði
yfir hvítu strikin á gangbraut-
inni sannfærður um að ef ég
kæmi ekki við svörtu strikin
væri allt í lagi að fara einn yfir
umferðargötu, en áður en að
gangbrautinni var komið mætti
ég ykkur afa og fékk rólynd-
isútskýringar um að maður
færi ekki yfir umferðargötu
nema í fylgd fullorðinna. Þann-
ig er minningin; ef við Jóhanna
stóra systir þurftum á fé-
lagsskap að halda stóðuð þið
afi okkur næst. Þar af leiðandi
á ég mínar bestu æskuminn-
ingar frá þeim tímum þegar
við systkinin vorum hjá ykkur
er foreldrar okkar voru erlend-
is; þá lést þú ljós þitt skína.
Þú munt alltaf eiga þinn
stað í mínu hjarta. En þegar
ég geri allar stundir okkar upp
er mér kærast hversu vel þú
kynntist báðum sonum mínum;
Jóni Gabríel og Mikael Hrafni.
Þið afi pössuðuð Jón oft þegar
þið bjugguð í Hvassaleitinu og
þar mynduðust sterk tengsl
sem ég er þakklátur fyrir. Þótt
þú hafir aldrei passað yngri
son minn, hann Mikael Hrafn,
sem verður fjögurra ára nú í
júlí, þá fannst mér hann með
sakleysi sínu ná fram öllum
þeim kærleik sem þú veittir
okkur öllum allt fram að síð-
asta andardrætti með við-
brögðum sínum þegar ég, tár-
votur og brotinn, sagði honum
að nú væri amma langa dáin
og farin til himna til afa langa.
Þá sagði Mikael hughreyst-
andi: Amma langa er vinur
minn. Þar hafði hann rétt fyrir
sér, þú varst besta vinkona
okkar allra og kærleikur þinn
mun vera mér veganesti um
ókomna tíð.
Ég hitti þig síðast 15. júní
sl., þá hlógum við saman, kitl-
uðum hvort annað, strákana á
víxl og gleymdum öll stað og
stund í miklum gleðiham. Þá
hefði ég ekki getað ímyndað
mér það að ég sæti hér, rúm-
um tveimur vikum síðar, með
tárin niður á kinnar, að skrifa
þér minningarbréf. Eftir
kveðjustund okkar hefur setið
í mér hæka sem ég orti við
Pálína Hraundal